Bændablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 5. apríl 1995
Bœndablaðið
9
— Mynd 4 ■
Hagnaður af reglulegri starfsemi i nautgripa- og sauðfjárrækt I
i hlutfalli af tekjum 1990-1993 I
SauAf]árbú^
— Mynd 5 -
V ÍSÍtala Htildsöluvtró aá viðbnllum niöurgrtidslum og btingrtidslum tftirþvi stm vid d. Vlsitala
125 125
des.90 ' dcs.91 sep.92
Heimild: FrunleiAsluráð UndbúnaAarins.
- Mjólk 1/1 Itr
* Kindakjöt DIA
" Vlsitala vöru og þjónustu
jún.93 jan.94
jún.94
— Mynd 6
Sviss
Noregur
ísland
Japan
Finnland
PSE - Producer Subsidy Equivalent OECD lönd 1993 |
77
76
Austurríki _________________________
Svíþjóð __________________________
ESB . _______________
OECD Án íslands og Tyrklands
Tyrkland _________________________
Kanada_________________________
52 BráÓabirgöaútreikningar sýna ísland
14. sæli nsst á eftir Japan áríð 1994
USA
___23
Astralía_____
Nýja Sjáland 3
0 10 20
Hcimild: LandbúnaAnrráAunc>1iA.
[%]
greinum. Þetta stafar meðal annars
af því að eigin laun er stór gjalda-
liður en þau er erfitt að meta með
samræmdum hætti milli ára. Þá er
rétt að benda á að eigið fé í grein-
inni er tiltölulega mikið en vextir
eða arður af því er ekki færður til
gjalda. Þessi atriði þarf að hafa í
huga þegar afkoma í landbúnaði er
skoðuð í samhengi við afkomu
annarra greina.
Heimamarkaðurinn
Eins og fram kemur í töflu l sem
fylgir hér með var heima-
markaðurinn fyrir landbúnaðaraf-
urðir um 22 milljarðar króna á
árinu 1994. Þá er átt við verðmæti
landbúnaðarafurða til neytenda.
Skipta má markaðnum í grófum
dráttum í þrjá vöruflokka. Kjöt- og
kjötafurðir voru seldar fyrir 11,5
milljarða króna í fyrra, mjólkuraf-
urðir og egg fyrir tæplega 9
milljarða og loks gróðurhúsaaf-
urðir fyrir l,8 milljarða króna. í
grófum dráttum skiptist
markaðurinn því í hlutföllunum
50, 40 og 10.
Heimamarkaðurinn hefur verið
nokkuð stöðugur undanfarin ár.
Þannig var salan í fyrra einungis
um l % meiri en á árinu 1990. Að
vísu jókst salan nokkuð milli
áranna 1990 og 1991, eða um tæp-
lega 2%, enda áraði vel í þjóðarbú-
skapnum, en frá þeim tíma hefur
salan dregist lítillega saman.
' Þótt markaðurinn hafi verið
stöðugur þegar á heildina er litið
hefur söluþróun einstakra afurða
verið misjöfn. Mestu máli skiptir
að sala kindakjöts hefur dregist
mikið saman, eða um 16% frá
árinu 1990. Þetta leiðir til þess að
sala kjötafurða í heild hefur
minnkað á undanfömum ámm þó
að sala nautakjöts og svínakjöts
hafí aukist mikið. Sala mjólkur-
afurða hefur hins vegar aukist lítil-
lega á síðustu ámm og munar þar
mest um aukna sölu ýmissa
unninna mjólkurafurða. Sala ný-
mjólkur hefúr hins vegar dregist
saman. Sala garð- og gróðurhúsa-
afurða hefur aukist töluvert.
Þróun heimamarkaðarins mun
náttúrulega ráða miklu um þróun
hefðbundins landbúnaðar á næstu
árum. Hvað vömmagn varðar mun
hann auðvitað fara stækkandi með
fólksfjölgun. Gera má hins vegar
ráð fyrir að vöruverð lækki meira
en sem nemur magnaukningunni
og því mun markaðurinn fara
minnkandi að verðmæti. Við
bætist svo að innflutningur land-
búnaðarafurða hefur verið leyfður
sem að sjálfsögðu skerðir þann
hlut sem innlendir framleiðendur
munu sitja að í framtíðinni.
Verðþróun á
landbúnaðarafurðum
og almennar
veröbreytingar
Verð á landbúnaðarafurðum hefur
hækkað minna en almennt verðlag
á undanfömum árum. Landbúnað-
arafurðir hafa með öðrum orðum
lækkað í verði miðað við verð á
annarri vöru og þjónustu. Þetta
kemur glöggt fram á mynd 5. Þar
eru sýndar verðvísitölur mjólkur
og kindakjöts í samanburði við
vísitölu vöru og þjónustu fyrir
tímabilið frá desember 1990 til
júní 1994. Verð á mjólk hefur
nánast staðið í stað á þessu tímabili
en verð á kindakjöti hefur hækkað
um 13%. Til samanburðar hefur
vísitala vöru og þjónustu hækkað
um rúmlega 15%. Samanburður
við vísitölu framfærslukostnaðar
segir svipaða sögu þó munurinn sé
nokkru minni því húsnæðisliður
hennar hefur hækkað minna en
aðrir liðir hennar á umræddu tíma-
bili. I þessu sambandi er þó nauð-
synlegt að minna á að í upphafs-
punktinum er verð á landbúnaðar-
afurðum mjög hátt.
Að baki þessari þróun liggja
ýmsar ástæður. Meðal annars hefur
hagræðing átt sér stað og jafnframt
hefur afkoma framleiðenda
versnað eins og fram hefur komið
hér á undan.
Stuðningur við
landbúnað hér á landi
og annars staðar
Erfítt er að bera saman stuðning
stjórnvalda við landbúnað á milli
landa. Flóra stuðningsaðgerða er
svo margbreytileg að beita verður
flóknum aðferðum til að fá saman-
burðarhæft mat á þeim. Alþjóða-
stofnanir hafa á undanförnum
árum lagt mikla vinnu í að þróa
mælikvarða sem nota mætti í þessu
skyni. Þessi vinna hefur að sjálf-
sögðu tengst þýðingu landbúnaðar
í nýgerðum GATT-samningi.
Efnahags- og framfarastofnun-
in (OECD) hefur þróað svonefnda
PSE-aðferð í þessu skyni. PSE
stendur fyrir Producer Subsidy
Equivalent sem þýða má sem
tekjuígildi stuðnings við fram-
leiðendur landbúnaðarafurða.
Þessi aðferð má heita fullþróuð nú
og hefur öðlast nokkuð traustan
sess í þessum samanburðarfræð-
um. Einnig hefur verið notast við
AMS-aðferð (Aggregate Measure-
ment of Support). Meginmunurinn
á þessum aðferðum felst í því að
PSE byggir á framleiðendaverði en
AMS á heildsöluverði.
Landbúnaðarráðuneytið hefur
reiknað PSE fyrir ísland og sam-
bærilegar tölur liggja fyrir um flest
önnur aðildaríki OECD. A mynd 6
gefur að líta samanburð á PSE
milli 14 aðildaríkja OECD fyrir
árið 1993 (ESB er tekið sem ein
heild). Myndin sýnir að PSE er
hæst í Sviss, 77%, Noregur kemur
næst á eftir með PSE-gildið 76%
og í þriðja sæti er ísland með 74%.
Þar á eltir fylgja Japan (70%) og
Finnland (67%). Þessi fimm ríki
skera sig nokkuð úr öðrum ríkjum
með mun meiri stuðning viö
landbúnaðinn en gerist og gengur í
OECD. ESB er nokkurn veginn á
miðjum kvarðanum og lægst er
PSE-gildið á Nýja Sjálandi, aðeins
3%. Island er því í hópi þeirra
þjóða sem styðja landbúnaðinn
mest.
En athyglisvert er að skoða
þróun PSE í umræddum löndum á
undanfömum árum. Mynd 7 sýnir
þróun PSE í nokkrum löndum fyrir
síðastliðin átta ár. Þar kemur í ljós
að ísland var ótvírætt í fyrsta sæti
fyrir nokkrum árum en hefur
smám saman færst neðar á þennan
kvarða, bætt stöðu sína í saman-
burði við önnur lönd. Og talið er
að Island færist enn niður um eitt
sæti á árinu 1994, niður fyrir
Japan. Samtals hefur PSE-gildið
lækkað um 14 prósentustig frá því
það var hæst árið 1991; úr 85% í
71 %. Þetta er umtalsverður árang-
ur, ekki síst í ljósi þess að víðast
annars staðar hefur PSE-gildið
lítið breyst.
Líkleg framtíðarþróun
Alþjóðlegir samningar, einkum
GATT-samningurinn, marka ytri
rammann um landbúnað á íslandi í
framtíðinni. En innan þess ramma
er mikið svigrúm til þess að móta
landbúnaðarstefnu.
Meginmarkmið stefnunnar hljóta
að felast í þrennu:
1. Að draga úr opinberum
stuðningi við landbúnaðinn.
2. Að stuðla að lækkun mat-
vælaverðs.
3. Að auka framleiðni í land-
búnaði og tengdum greinum og
bæta hag bænda.
Þetta hljómar nú ef til vill eins
og sjálfsagðir hlutir í eyrum
margra. En eru þeir það? Um þetta
eru skiptar skoðanir. í þessum
markmiðum felst aðlögun í áföng-
um að breyttum aðstæðum og
minni opinberum stuðningi. Sumir
telja hins vegar eflaust að nóg sé
að gert í bili í þá veru að þrengja
að landbúnaði. Rökin fyrir því eru
meðal annars þau að ísland sé ekki
lengur efst á lista OECD-ríkja yfir
stuðning við landbúnað og
núverandi staða sé því viðunandi.
Aðrir telja á hinn bóginn skyn-
samlegt að taka risaskref í þessum
efnum og afnema svo til allan
stuðning við landbúnað í einu
vetfangi'. Eða jafnvel nota stuðning
við landbúnað sem skiptimynt í
kjarasamningum. Ég tel að báðar
þessar leiðir séu óskynsamlegar
við núverandi aðstæður. Aðlögun í
áföngum er að mínu viti farsælust
og hagkvæmust frá þjóðhagslegu
sjónarmiði. En áfangamir mega
náttúrlega ekki vera of litlir.
Eins og fram kemur hér á
undan hefur um sumt miðað í
þessa átt undanfarin nokkur ár.
Þannig hefur dregið úr stuðningi
við landbúnað og búvöruverð hef-
ur lækkað miðað við verð á öðrum
vörum. Afkomu bænda hefúr hins
vegar hrakað og framleiðniþróun í
úrvinnslugreinum landbúnaðar
hefur ekki verið fúllnægjandi.
Af þessu má sjá að þegar á allt
er litið hefur töluverður árangur
náðst í landbúnaði undanfarin ár.
En betur má ef duga skal. Stuð-
ningur við landbúnaðinn er meiri
en viðunandi er og matvælaverð
hærra. Afkoman í landbúnaði er
jafnframt verri en ásættanlegt er
þegar til lengri tíma er litið og örva
þarf ffamleiðni í úrvinnslu-
greinunum.
Til þess að ná árangri í þessum
efnum þurfa menn að tala tæpi-
tungulaust um að hverju beri að
stefna um stuðning við landbúnað-
inn á næstu árum og leita eftir
samstöðu um markmið. Það er
grundvallaratriði fyrir greinina að
vita hversu hratt hún þarf að laga
sig að minnkandi stuðningi á
næstu árum. Slík vissa gefur meiri
kraft en margur liyggur en óvissa
skaðar landbúnaöinn og þjóðar-
búskapinn. Til álila kæmi að
byggja stefnumörkunina að þessu
leyti á PSE-viðmiðuninni, til
dæmis með því að ákveða nú að
hvaða PSE-gildi verði stefnt árið
2000. Búvörusamningar og aðrir
samningar sem gera þarf um
starfsumhverfi greinarinnar fram
að aldamótum hefðu þá viðmiðun
sem væri tiltölulega auðskiljanleg,
bæði gangvart almenningi og þeim
sem starfa við landbúnað og tengd-
ar greinar.
Hvort sem þessi leið verður
valin eða einhver önnur virðist
næsta ljóst að landbúnaðurinn þarf
að laga sig að kröfuharðara starfs-
umhverfi í framtíðinni en hann
hefur búið við um langt árabil. í
því felst að verðmæti heföbund-
innar landbúnaðarframleiðslu fyrir
innlendan markað mun áfram
dragast saman. Á móti kunna þó
hliðargreinar að vaxa og dafna sem
gætu vegið að hluta upp sam-
dráttinn í hefðbundnum land-
búnaði. Þótt þannig séu um margt
erfiðir tímar framundan er engin
ástæða til að ætla annað en að
landbúnaðurinn geti náð þeim
þremur markmiðum sem lýst er
hér á undan, öllum í senn, ef fylgt
verður skynsamlegri landbúnaðar-
stefnu sem mótar með ljósum hætti
starfsumhverfi greinarinnar til
lengri tíma.
Ég vil í lokin draga saman þrjú
atriði sem ég tel að ráði einna mest
um hvemig landbúnaðinum muni
famast í nýju starfsumhverfi.
l.Skýr landbúnaðarstefna til
langs tíma.
2. Aukin framleiðni í landbúnaði
og úrvinnslugreinum hans.
3. Útflutningur
landbúnaðarafurða komi í stað
skerts heimamarkaðar.
Þetta em grundvallaratriði sem
landbúnaður og stjómvöld verða
að leggja áherslu á í því skyni að
búa sem best í haginn fyrir fram-
tíðina.
Umhverfisvænir
girðingarstnurar
framleiddir li
Rúðum
Einar Harðarson á Flúðum í Hmna-
mannahreppi hefúr hafið fram-
leiðslu á umhverfisvænum girð-
ingarstaumm fyrir rafmagnsgirð-
ingar. Stauramir em endumnnir úr
plasti, neti og rúllubaggaplasti.
Mun fljótlegra er að ganga frá nýju
staurunum en harðviðarstaurunum
sem hafa verið notaðir hingað til.
Einar hefur gefið sér góðan tíma til
að vinna og þróa staurana en tók
ákvörðun um framleiðslu þeirra
eftir að hafa fengið verðlaun í
"Snjallræði", hugmyndasamkeppni
á vegum Iðntæknistofnunnar. Búi.ð
er að setja upp eina girðingu á
Hvanneyri með nýju staurunum og
Landgræðsla ríkisins hefúr ákveðið
að kaupa 3000 staura sem verða
notaðir í sumar um allt land við
mismunandi skilyrði. Einnig hefúr
Vegagerð ríkisins sýnt staumnum
mikinn áhuga. Nýju stauramir hafa
verið spennuprófaðir en þurrir þola
þeir allt að 40 þúsund volt og
blautir um 10 þúsund volt sem
þykir mjög gott.
Óskar Hallgrímsson ráðgjafi Land-
grœóslu rikisins um rafmagnsgirðingar
með staur firá Einari en framleiðslan var
h'nnt á Landgrceósluráðstefriu i Biskups-
tungum á dögunum.