Bændablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. apríl 1995
Bœndablaðið
3
Heildarsamtök kjötframleiðenda
Gætu stypkt stðflu Iram-
leiflenda gegn fðkeppni
"Við höfum verið að þreifa á
þessu máli í hálft annað ár og í
raun og veru hefur lítið miðað.
Það er Ijóst að kjötgreinarnar
eru misjafnlega vel á vegi
staddar. Svína- og kjúklinga-
kjötsframleiðendur hafa
nokkurn veginn náð að selja
sína framleiðslu og ég tel ekki
líkur á að þeir yrðu með í svona
samtökum. Hins vegar eru
framleiðendur nauta-, kinda- og
hrossakjöts samstíga en slátur-
leyfishafar eru enn ekki reiðu-
búnir," sagði Ari Teitsson, for-
maður Bændasamtaka íslands
en á búnaðarþingi var sam-
þykkt að fela stjórn sam-
takanna að leita allra leiða til að
stofna heildarsamtök allra kjöt-
framleiðenda í landinu.
Betra skipulag
Ef tækist að stofna heildarsamtök
af þessu tagi mundi það leiða til
betra skipulags á markaðnum.
Framboð yrði jafnara og minna um
undirboð. "Heildarsamtök munu
styrkja stöðu framleiðenda í bar-
áttu við aukna fákeppni í smá-
sölunni," sagði Ari. "Astæða þess
að erfitt er að ná mönnum saman
er einfaldlega sú að efnaleg staða
margra er afar þröng. Því ráða
skammtímasjónarmið of miklu.
Sláturleyfishafar verða að selja
sína framleiðslu sem er oft erfitt
enda eru til of miklar kjötbirgðir til
í landinu."
En auðnast kjötframleiðendum
að stofna heildarsölusamtök?
Þegar Ari var inntur eftir því
vitnaði hann til heimsóknar ensks
markaðsfræðings sem kom hingað
til lands í síðasta mánuði. "Þessi
maður benti okkur harkalega á að
við yrðum að gera ráð fyrir
aukinni hörku á smásölu-
markaðnum og að fákeppni innan
hans muni aukast. Okkur var ein-
faldlega bent á að sundraðir ættum
við ekki möguleika á að halda
velli. Ég er sammála þessu sjónar-
miði. Stjóm samtakanna mun því
gera sitt til að auka samstöðu
meðal sláturleyfishafa. Það er hins
vegar ekki sjálfgefið að okkur
takist að ná þessu markmiði í
einum áfanga. Allt eins gæti
upphafið verið aukin samvinna
sláturleyfishafa eða samruni
nokkurra sláturhúsa á tilteknu
svæði."
Hagræóing
Ari sagði að á næstu ámm yrðu
bændur og sláturleyfishafar knúnir
til að auka hagræðingu í slátrun og
vinnslu. "Fjölmargir hafa sýnt
fram á að slátrunarkostnaður er of
hár hér á landi. Miklu veldur léleg
nýting á húsum enda hefur sláturfé
fækkað umtalsvert. Til að ná
árangri verða menn að vinna
saman. Ef það gerist ekki er allt
eins víst að þeir verði knúðir til
þess í gegnum gjaldþrot. Slíkt hef-
ur gerst. Gjaldþrotaleiðin er dýr og
það eru fyrst og fremst bændur
sem tapa fjármunum á henni."
Nýlt Fnleiðslnð
Hinn 30. mars kom nýskipað
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins saman til fyrsta fundar.
Haukur Halldórsson var kjör-
inn formaður ráðsins og Þór-
ólfur Sveinsson varaformaður.
Eftirtaldir eiga sæti sem
aðalmenn í Framleiðsluráði: Ari
Teitsson, Álfliildur Ólafsdóttir,
Hörður Harðarson, Pétur Helga-
son, Kristófer Kristjánsson, Þór-
ólfur Sveinsson, Halldór Gunnars-
son, Haukur Halldórsson, Gísli J.
Grímsson, Amór Karlsson, Sig-
urður Þráinsson, Kristinn Gylfi
Jónsson, Guðmundur Lámsson,
Guðmundur Þorsteinsson og Guð-
mundur Sigþórsson.
Mikil aukning á út-
fluttu hrossakjöO
Veruleg aukning varð á út-
flutningi hrossakjöts á síðasta
ári til Japan. Áætlað er að
"pistólur" afturhlutar skrokka og
unnið kjöt úr afturhlutum hafi
verið af 2000 hrossum og er
áætlað cif verð í Tokyo hafi
numið um 96 milljónum króna.
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna flutti út 44,5 t í "pistólum" og
57,5 t af unnu kjöti en Kjötum-
boðið flutti út 20,4 t í "pistólum"
og 41 af unnu kjöti. Af unnu kjöti í
afturhlutum er reiknað með að
afskurður sé 46,4 t, þannig að
heildarútflutningur með afskurði
nam um 172,8 t. Sambærilegur út-
flutningur 1993 nam 88,3 t og
1992 105,3 t.
Nýhafinn er útflutningur á
frampörtum til Japan. Þar er um
tvo vöðva af fimm að ræða sem
þarlendir kaupa á góðu verði. Ver-
ið er að kanna hvort annað kjöt af
frampörtum gæti nýst í vinnslu
hrossabjúgna sem seld yrðu til
Rússlands. Þá er einnig verið að
vinna að útflutningi á folaldakjöti
til landa innan ESB. Hins vegar
hafa aðeins tvö sláturhús hér á
Iandi leyfi til að slátra hrossum
sem fara á þann markað. Auk þess
eru tollar háir; 8% á heila skrokka
og 10% á unnið kjöt.
Á þessu ári hafa farið utan um
20 t af hrossakjöti og skortir nú
sláturhross. Slátrað er vikulega 50
til 60 feitum hrossum.
Sauðfjármerki ^
Sauðfjármerkin frá Plastiðjunni
BJARGI eru unnin í samráði við
bœndur og sauðfjárveikivarnir
ríkisins.
Kostir merkjanna:
• Samrœmt litakerfi
• Bœjar- hrepps- og sýslunúmer áprentað á aðra hlið
• Ný og stœrri raðnúmer - að óskum bœnda - áprentuð á
hina hlið
• Skáskurður sem tryggir betri festingu
• íslensk framleiðsla
Vinsamlegast pantið í tíma til að tryggja
afgreiðslu fyrir sauðburð.
PLASTIÐJAN
BJARG
Frostagötu 30 Akureyri
Sími: 96-12578 - Fax: 96-12995
VEUUM
ÍSLENSKT
Hringlö Og leitiS
nánar/
uPPlýsinga
STUKTUVA6NAR
Eigum nú fyrirliggjandi finnsku sturtuvagnana á sama
verði og í fyrra. Vagnarnir eru með tvískiptum skjólborðum
og fást í 6 gerðum, með burðargetu frá 5 til 14 tonnum.
TUHTI
Góðfújkya leitið nánari upplýúnya
Dæmi um verð = (gengi 28.03.1995)
M6 6 tonn. Stærð palls: 379 x 236 cm á einni hásingu.
Verð kr. 360.000, -m/vsk.
M85 8,5 tonn. Stærð palls: 412 x 236 cm á tveimur hásingum.
Verð kr. 485.000.-m/vsk.
M110 11 tonn. Stærð palls: 460 x 236 cm á tveimur hásingum.
Verð kr. 616.000,-m/vsk.
H. HAUKSSON HF. SUÐURLANDSBRAUT 48 - SÍMl 588 1130 - FAX 588 1131