Bændablaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 12
Bændabkiðið
Smáaug/ýs/ngar Bændab/aðs/ns - s/m/630300
Ferðaþjónusta bænda
Fyrir skömmu var haldinn aðal-
fundur í Félagi ferðaþjónustu-
bænda. Einnig var aðalfundur í Fé-
lagi ferðaþjónustubænda hf. sem er
ferðaskrifstofa er annast markaðs-
setningu, sölu- og útgáfumál. Eig-
endur hlutafélagsins eru Félag
ferðaþjónstubænda, allmargir
bændur og starfsfólk. Félagið var
gert upp með hagnaði sem er
nokkru fyrr en áætlanir höfðu gert
ráð fyrir. Fram kom á fundinum að
vel hefði gengið að selja “opna
greiðslumiða” í fyrrasumar. Kaup-
endur þeirra gista einkum hjá
bændum sem reka litlar einingar.
Afkomumöguleikar í greininni
hafa batnað umtalsvert á liðnum
árum og nú fá allmargir bróður-
partinn af tekjum sínum af ferða-
þjónustu en færri hafa afkomu sína
eingöngu af henni. Um þessar
mundir eru um 125 félagar í Félagi
ferðaþjónustubænda. Heldur fjölg-
aði í félaginu á liðnu ári.
Samvinna
ferðaþjónustubænda
Á fundinum var rætt um ný lög um
alferðir en Paul Richardsson hélt
erindi um þetta mál. Fram kom að
bændur telja að þessi lög séu mun
strangari en sambærileg lög á
meginlandi Evrópu. “Samkvæmt
alferðarlögum þarf hver sem setur
saman pakka - allt frá því að vera
t.d. gisting og gæsaveiði - að hafa
ferðaskrifstofuleyfi," sagði Mar-
grét Jóhannsdóttur, ráðunautur.
Talsverðar umræður urðu um
stóra aðila í ferðaþjónustu annars
vegar og smærri aðila hins vegar.
Hinir síðamefndu voru uggandi
um sinn hag og töldu hann fyrir
borð borinn. Margrét sagði jákvætt
að þessi umræða hefði átt sér stað.
“Tilfellið er að til þess að ferða-
þjónustan geti sinnt hlutverki sínu
þurfa að vera á markaði jafnt stórir
sem smáir aðilar. Hópar leita til
þeirra sem geta sinnt mörgum í
einu en þá er öll “lausatraffíkin”
eftir. Smærri aðilarnir eru mikil-
vægur hlekkur í keðjunni. Styrkur
samtakanna felst í fjölbreytni og
samvinnu. Sameinaðir geta bænd-
ur komið sér á framfæri en ef hver
og einn ætlar sér að annast sölu og
kynningu er það útilokað mál.”
Engar
ofurkröfur
Á liðnum árum hafa nokkrir aðilar
dregið sig út úr samtökunum. Hluti
þeirra hefur t.d. fundið sína föstu
viðskiptavini og telja sig því ekki
þurfa á því að halda að vera innan
samtakanna. “Auðvitað vildum við
hafa þá í samtökunum en ég virði
fyllilega löngun manna að starfa
sjálfstætt. Ég hef hins vegar skoð-
að þá aðila sem eru bændur, starfa
í ferðaþjónustu en eru utan okkar
samtaka. Mér kom á óvart að sjá
að í þessum hópi eru margir sem
hafa t.d. gengið úr félaginu í kjöl-
far athugasemda um gæði hús-
næðis og þjónustu. Kröfur Ferða-
þjónstu bænda eru lágmarkskröfur
sem felast í reglugerð um veitinga-
og gististaði. Hér er ekki um
neinar ofurkröfur að ræða.”
Gæðamál
og eftirlit
“Opinberir aðilar hafa hins vegar
ekki tekið upp áþekkt eftirlit og
við spyrjum okkur hvort hið
opinbera eigi ekki að fylgja því
eftir að þeir sem starfa í ferða-
þjónustu hafi tilskilin leyfl. Við
spyrjum einnig hvernig standi á
því að aðilar sem ekki hafa leyfi
geti samt sem áður starfað í grein-
inni. Þá er einnig ljóst að það er
mismunandi eftir landshlutum
hvemig lögum og reglugerðum er
framfylgt. Vandinn felst ekki síst í
því að fram til þessa hafa menn
ekki viljað ræða gæðamál. Innan
Ferðaþjónstu bænda hefur verið
virkt gæðaeftirlit en aðrir hafa
kinokað sér við að taka upp svipað
kerfi. Framtíð ferðaþjónustu felst
m.a. í því að gæðamálin séu í góðu
lagi og opinberir aðilar hafa ekki
enn áttað sig á að ábyrgðin er
þeirra.”
Brunavarnir
í ólestri
Margrét gerði brunavarnir og heil-
brigðiseftirlit að umtalsefni og hún
fullyrti að þau mál væm á stundum
í umdeilanlegu ástandi. “Ég get
t.d. fullyrt að brunavarnir hjá
sumum þeirra sem hafa gengið úr
samtökunum séu ekki í fullkomnu
lagi. Þetta er alvarleg ásökun en
því miður á hún við rök að
styðjast. Hvað varðar þá sem eru í
Félagi ferðaþjónustubænda þá er
miðað við reglugerð veitinga- og
gististaða. Reglugerðin er innan
skynsamlegra marka og setur
mönnum ekki óhóflegar kröfur.
Þvert á móti.”
Bændur
sniðgengnir
Margrét sagði að þrátt fyrir að
skilningur ráðamanna á ferða-
þjónstu hefði aukist þá væri enn
erfitt að koma sjónarmiðum ferða-
þjónustubænda á framfæri. Þetta
gerðist þrátt fyrir þá staðreynd að
ferðaþjónusta í sveitum væri orðin
umtalsverður atvinnuvegur. Þegar
ríkisvaldið er að vinna að málum
er snerta ferðamenn fer það gjam-
an á fund Sambands veitinga- og
gistihúsa. “Þetta er ófært. Hið
opinbera á einnig að leita álits
Ferðaþjónustu bænda. Hagsmunir-
nir þeirra og SVG eru á stundum
ólíkir og við skulum hafa í huga að
bændur geta boðið um 2000 rúm
yfir sumarmánuðina - sem er ekki
lítið hótel. Það er því ótækt að það
gerist aftur og aftur að bændur í
ferðaþjónustu séu sniðgengnir
þegar rætt er um skipulag ferða-
þjónustu á íslandi.”
Kvarg er undurgóð mjólkurafurð sem er ekki
eins og skyr og ekki eins og jógúrt - en eitt-
hvað einstaklega ljúffengt þar á milli.
Margir íslendingar þekkja Kvargið erlendis
frá en þessi eftirsótta mjólkurafurð er upp-
runnin í Mið- og Austur-Evrópu. Mikið
hefur verið lagt í þróun Kvargsins hér á
landi og hefur sérstök áhersla verið lögð á
bragðgæðin og rétta þykkt og áferð. Við
erum afar stolt af útkomunni: Kvargið er
meiriháttar gott á bragðið og leynir sér ekki
að það er unnið úr íslensku úrvals hráefni.
Kvarg er til með jarðarberjum, bláberjum
og blönduðum ávöxtum og er kjörið á
morgnana, í hádeginu og sem eftirréttur.
X®
nmr
MJÓLKURSAMSALAN
ógleymanlega gott