Bændablaðið - 10.05.1995, Side 1

Bændablaðið - 10.05.1995, Side 1
5. tölublað 1. árgangur Miðvikudagur 10. maí 1995 Sigurgeir Þorgeirsson ráðinn framkvæmda- sQúri Bændasamtakanna Á fundi stjórnar Bændasamtaka íslands hinn 26. apríl var sam- þykkt að ráða Sigurgeir Þor- geirsson í starf framkvæmda- stjóra samtakanna. Alls sóttu átta manns um stöðuna. "Sameining Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins hlýtur að kalla á áherslubreytingar í starfi frarn- kvæmdastjóra en hveijar þær eru nákvæmlega er erfitt að segja til um á þessari stundu. Þá er ljóst að starf- semi samtakanna verður tekin til endurmats," sagði Sigurgeir í samtali við Bændablaðið. Sigurgeir sagði fjölmargt bíða nýrra samtaka. Hann nefndi í því sambandi erfiðleika sauðQárræktar- innar og sagði að kindakjötsffam- leiðslan væri komin í ógöngur en ástandið væri mun betra í mjólkinni enda væri jafnvægi á markaðnum, ffamleiðslan væri að færast á færri hendur og kúabúin að stækka. "Kindakjötsffamleiðslan hefúr ekki aðlagast versnandi markaðsaðstæð- um. Búum hefur Lftið fækkað en þau hafa minnkað." - Hver erframtíð kvótans? "Eins og birgðastaðan er um þessar mundir er tómt mál um að tala að hægt sé að kasta kvótakerfinu án nokkurs fyrirvara. Hins vegar er það mín skoðun að bændasamtökin eigi að miða stefnuna við það að losna út úr kvótakerfinu og reyna strax að auka sveigjanleikann í stýringu ffamleiðslunnar." Sigurgeir sagði að mikið ylti á því hvort tækist að koma ffamleiðslu bænda á erlendan markað. "Ef það tekst er vandamálið varðandi kvót- ann nánast úr sögunni." -Þurfa bœndur ekki að ná betri tökum á afurðasölunni? "Það er grundvalfaratriði. Hún verður að komast á tiltölulega fáar hendur. Þá og því aðeins er hægt að skapa eðlilegt mótvægi við þróunina sem hefur átt sér stað í smásölu- versluninni. Þar em nú nokkrir stórir aðilar sem hafa getað spilað á tvístruð sölusamtök bænda." - Ber yfirvöldum að notfœra sér tollaígildin í GATT-samningnum til hins ítrasta? "Ég tel að það eigi að lögfesta hámarksbindingar en hafa jafnffamt í lögunum heimildir til að fella niður hæstu tolfa eða vera með lægri tolla um ákveðinn tíma eða jafnvel varan- lega. M.ö.o. að nýta ekki bindingam- ar endilega að fúllu." - Geta íslenskir bœndir keppt við starfsbrœður sína í Evrópu án stuðnings frá hinu opinbera? "Nei. Flestar ef ekki allar greinar landbúnaðar í Evrópu njóta opinbers stuðnings. Styrkjaflóran í Evrópu er mun fjölbreytilegri en hér á landi. Um tollfijáisan innflutning þurfa menn ekki að tala. Slíkt skapar ekki raunhæfan samkeppnisgrundvöll." - Mundi landbúnaður blómstra ef Island gengi í Evrópusambandið? "Þeir sem því halda ffam leggja saman alla mögulega styrki í Evrópu og gefa sér að við fengjum þá alla - og að styrkimir haldist óbreyttir. ES3 mun skera niður styrki til landbúnaðar en það mun aftur bæta samkeppnisstöðu okkar og ætti að greiða fyrir útflutaingi til Evrópu- sambandsins. -Framtíðin? "Næstu árin verða mjög erfið ekki síst hvað varðar sauðfjárrækt- ina. En takist okkur að ná fótfestu á erlendum mörkuðum þá er ég bjart- sýnn fyrir hönd landbúnaðarins. Þetta gæti gerst um og upp úr alda- mótunum. Eg vil leyfa mér að vona að í upphafi næstu aldar geti landbúnaðurinn staðið sterkari en nú." Sigurgeir ásamt dóttur sinni Ólínu Kristínu á tröppunum heima á Hjallavegi. Sigurgeir verður fyrsti framkvœmdastjóri Bœndasamtaka íslands. Sigurgeir er 42 ára með doktors- próf í búvísindum frá Edinborgarháskóla. Hann var sérfrceðingur í sauðfjárrœkt hjá RALA frá 1976-1991 og sauðfjárrcektarráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands fá 1985- 1991. Hann var síðan aðstoðarmaður Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra frá 1991. Franfl garfiynkjunnai* ræðst af útfærslu GATT “Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stigið spor sem miklu mun breyta fyrir ís- lenskan landbúnað. Þar mun- ar mest um stóru milli- ríkjasamningana sem opna og breyta viðskiptum landa á milli,” sagði Sigurður Þráins- son varaformaður stjórnar Sambands garðyrkjubænda. Hann sagði einnig að út- færslan á GATT-samkomu- laginu gæti ráðið úrslitum um hvort garðyrkja yrði yfirleitt stunduð hér á landi á næstu árum. Sigurður benti á að íslending- ar, ásamt fjölmörgum öðrum þjóð- um heims, hefðu ákveðið að smátt og smátt skuli leggja til hliðar sjónarmiðið um að innlend fram- leiðsla skuli hafa forgang á heima- markaði. “í staðinn hefur verið gert samkomulag um aðferðir þar sem innflutningshöft verða af- numin og í áföngum skuli dregið úr styrkjum og aðgerðum sem skekkja samkeppni milli landa. Þetta verður erfitt í framkvæmd því víða um lönd hafa verið byggð upp svo flókin og öflug stykjakerfi að undrun sætir og er Evrópusam- bandið alþekkt dæmi um þetta. Margir hafa efasemdir um að nokkur leið verði að uppræta þessa styrki nema með óhemju kostaað- arsömu eftirliti og því verði til lítils barist,” sagði Sigurður. “Ef á hinn bóginn tekst vel til, verða hinar ýmsu vörutegundir framleiddar þar sem það er hagkvæmast á jarðarkringlunni og það er einmitt hugmyndafræðin sem GATT byggir á. Aðlögunar- tíminn er ekld ákveðinn að öðru leyti en því að næstu sex árin skal draga úr stuðningi um 15-36%. Það er mjög mismunandi eftir greinum hvemig og hve fljótt GATT samningurinn hefur áhrif á markaðinn hér hjá okkur. Garð- yrkjan er dæmi um atvinnuveg sem fær litla aðlögun. Sú vinna sem framundan er við að útfæra samninginn getur ráðið úrslitum um framtíð hennar hér á landi.” Sjá grein eftir Sigurð Þráinsson á bls. 2. Miöstöð garðyrkjunnar verði áfíeykjum í Ölfusi Aðalfundur Sambands garð- yrkjubænda, sem haldinn var fyrir skömmu, samþykkti að stofnsett verði miðstöð garð- yrkjunnar á Reykjum í Ólfusi þar sem menntun, endur- menntun, rannsóknarstarfsemi og leiðbeiningaþjónusta verði starfrækt auk þess sem starfsmenn (framkvæmda- stjóri) SG. hafi aðsetur. í tillögunni sem samþykkt var samhljóða segir m.a.: "Áhersla er lögð á, að öll rann- sóknarstarfsemi tengd garð- yrkju þ.m.t. rannsóknir á plöntusjúkdómum og lífrænni, vistvænni ræktun garðyrkju- afurða verði öll á sama stað. Ráðunautaþjónusta verði staðsett á Reykjum og að starfssvið ráðunauta verði skilgreint nákvæmlega m.t.t. verkaskiptingar milli ráðu- nauta og annarra starfs- manna.” Framkvæmastjóri í fullt starf hjá garð- yrkjubændum Aðalfundur Sambands garð- yrkjubænda samþykkti einnig að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf. í samþykktinni kemur fram að félagið hyggst vinna að því að ná 0,4% gjaldi af stéttarsambandsgjaldinu og stjóm SG á að vinna að því að skapa aðstöðu fyrir fram- kvæmdastjóra, ráðunauta og aðra starfsemi garðyrkjunnar á einum stað. Sameiningarmál Félags hrossa- bænda og Flrossaræktar- sajnbands Islands Á síðasta stjómarfundi BÍ var fjallað um bréf er borist hafði frá Félagi hrossabænda en þar var óskað eftir tilnefningu á manni í nefnd til að kanna inöguleika á sameiningu Fé- lags hrossabænda og Hrossa- ræktarsambands íslands. Hrafn- kell Karlsson lagði til að leitað yrði út fyrir raðir stjómarinnar um skipan á manni í umrædda nefnd. Hann gerði það að til- lögu sinni að stjómin skipaði Gunnar Sæmundsson í Hrúta- tungu í nefndina og var það samþykkt samhljóða.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.