Bændablaðið - 10.05.1995, Side 4

Bændablaðið - 10.05.1995, Side 4
4 Bændablaðið Miðvikudagur 10. maí 11995 Bændablaðiðl Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll viö Hagatorg 127 Reykjavík Sími 5630300 Bréfasími 5628290 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Útgáfunefnd: Gunnar Sæmundsson, formaður Hákon Sigurgrímsson, varaformaður Hörður Harðarson, Jónas Jónsson, Þórólfur Sveinsson Prentun: ísafoldarprentsmiðja Leiðarinn Markaðurinn móti áherslur í leiðbeiningaþj ónustu. Eitt meginhlutverk leiðbeininga- þjónustunnar á að vera að auðvelda bændum að ná fram óskum neytenda í framleiðslu sinni og markaðssetningu. Koma þarf á reglulegum neytendakönnunum en niður- stöður þeirra ásamt margvísleg- um upplýsingum frá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins um þróun í framleiðslu- og sölu bú- vara geta orðið vegvísir að aukinni markaðstengingu leið- beiningaþjónustunnar. Eigi þessi markmið að ná fram að ganga þarf að stytta boðleiðir frá neytendum til bænda. Það verður helst gert með öflugu samstarfi Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins, búgreinafélaga og afurðastöðva við neytendasamtök og samtök kaupmanna. Frumskilyrði er að bændumir sjálfir komi meira en verið hefur að markaðsstarfinu í gegnum búgreinafélögin. Öðmvísi öðlast þeir ekki þá markaðsvitund sem er þeim nauðsynleg, ætli þeir að vera þátttakendur í sölu afurða á kröfuhörðum neytendamarkaði. Misjafnt gengi einstakra búgreina í aðlögun að þeirri neyslubreytingu sem orðið hefur hér á landi á síðustu ámm, er að margra dómi, að nokkm leyti í beinu sam- hengi við dræma þátttöku bænda í markaðstarfinu. Þetta á ekki hvað síst við í kjötgeiranum. Ábyrgð sauðfjárbænda og afurðastöðva á gæðum og markaðssetningu afurðanna hefur verið allt of lítil. Rangar áherslur í ræktun og eldi sláturgripa ásamt alvarlegum mistökum afurðastöðva í verkun kjöts geta valdið bændum vemlegu tjóni sem erfitt getur reynst að leiðrétta. Margir hafa litið svo á að afskiptum bænda skuli vera lokið þegar afurðir hafa verið lagðar inn í afurðastöð og jafnvel að fullu greiddar bóndanum, án þess að afurða- stöðin hafi nokkra tryggingu fyrir því að sá kostnaður verði borinn uppi í endanlegu söluverði. Verði stefna þeirra ráðandi, sem hafna nauðsyn þess að efla skilning bænda á væntingum neytenda og gera þær að einskonar "gæðastefnu" búvömframleiðslunnar, sem leiðbeiningaþjónustan vinnur síðan eftir, mun draga veru- lega úr möguleikum þeirra til að takast á við þær breyting- ar sem framundan em í rekstrammhverfi landbúnaðarins. Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra Haysmunip bænda og neytenda fara saman “Mér finnst landbúnaðarráðuneytið og þau málefni sem því tengjast höfða mjög til mín. Um árabil hef ég fylgst vel með landbúnaðarmálum þó ég sé ekki bóndi. Sem bam og unglingur dvaldi ég ofit í sveit og mjög margt af mínu skyldfólki, tengdafólki og vinum býr í sveit. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel til at- vinnugreinarinnar og afkomu þeirra sem hana stund þó ég sé e.t.v ekki enn nógu ffóður um skipulagið eða “landbúnaðarkerfið” eins og það er stundum kallað. Hvað sem því líður eru verkefnin sem bíða ærin en um leið afar áhugaverð,” sagði Guð- mundur Bjamason landbúnaðar- ráðherra í samtali við Bændablaðið. Búvörusamningurinn endurskoðaður Viðfangsefni nýs landbúnaðarráð- herra eru af ýmsum toga og sagði Guðmundur að vissulega mætti kalla sum þeirra vandamál. “I stjóm- arsáttmálanum er rætt um að bú- vörusamningurinn frá 1991 verði tekinn til endurskoðunar. Sérstak- lega á að horfa til þess mikla vanda sem sauðtjárbændur eiga við að etja. Ég hef þegar átt fúnd með for- svarsmönnum bændasamtakanna og það er fullur vilji að hefjast handa.” Guðmundur sagði að undir- búningsvinna væri skemmra á veg komin en æskilegt væri. Astæðan væri þríþætt. í fyrsta lagi miklar breytfngar á starfsemi bændasam- takanna og nýir menn þar að taka við völdum. í öðru lagi að þegar nær drægi kosningum færi tími stjóm- málamanna oft í annað en vinnu af þessu tagi. í þriðja lagi mætti svo nefna djúpstæðan ágreining milli fyrriverandi stjómarflokka um stefh- una í landbúnaðarmálum sem hafi leitt til aðgerðaleysis. Því væri vand- inn meiri og brýnni þörf á skjótum viðbrögðum en ella hefði “Undir- búningsvinnan hefur því ekki verið samfelld og menn hafa ekki setið yfir þeim verkefnum sem snúa að bændum og þarfnast skjótra úr- lausna. En nú er ekki lengur til setunnar boðið. Ef núverandi bú- vömsamningur verður látinn gilda óbreyttur bíða sauðtjárbænda mjög miklir erfiðleikar. Því þarf bæði að endurskoða samninginn og móta stefnuna til ffambúðar. Hrun í sölu lambakjöts - Nú ertu aðeins búinn að vera í embœtti landbúnaðarráðherra í nokkra daga. Það er því líklega of snemmt að biðja um tillögur eða hugmyndir? “Já, það er rétt. Fyrst verð ég að fá tækifæri til að ræða mun betur við nýja forystu bænda. Auk þess verða stjómarflokkamir að ræða málið í ríkisstjóm og ná samkomulagi um aðgerðir. Síðast en ekki síst verður að hafa í huga hagsmuni skattgreið- enda og neytenda. Málið er marg- flókið. Mikið hefur verið rætt um þá fjármuni sem hafa farið í land- búnaðinn og menn blásið það upp. Auðvitað verður að fara gætilega með fjármuni hins opinbera. Það er hins vegar óskynsamlegt og útilokað að hverfa ffá stuðningi við land- búnaðinn í einum vettvangi. Slíkt mundi skapa mun fleiri vandamál og kosta meiri fjármuni en fara nú í landbúnaðarmálin. Því miður vantar off yfirsýn þegar gripið er til skyndi- spamaðaraðgerða.” “Vandi sauðíjárbænda er að sjálfsögðu tengdur þeirri breytingu sem orðið hefur á neysluvenjum fólks. Við verðum því að leita annarra leiða en þeirra að binda okkur við að framleiðslan geti verið sú sama og hún hefúr verið á liðnum árum. Fram hefúr komið að neysla lambakjöts hefur dregist saman um 30% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Raunar er því réttara að tala um hrun en ekki samdrátt. Vonandi er hér um að ræða tímabundið ástand en þó segir þessi tala okkur að neyslubreytingin er staðreynd og með það í huga verðum við að vinna.” - Lausnir í sjónmáli? “Það eru ekki til neinar töffa- lausnir en við megum ekki gefast upp. Þannig þarf t.d. að gera átak í vöruþróun og færa afurðimar nær þörfum og óskum nútímafólks. Þama er mikið verk að vinna. Ég er þess fullviss að landbúnaðurinn á mikla möguleika og vonandi getum við í framtíðinni framleitt fyrir er- lenda markaði, hreina og vistvæna vöru eða jafnvel svokallað lífrænt ræktaða. En það leysir ekki vandann sem við blasir í dag og því verður landbúnaðurinn fyrst og ffemst að laga sig að sínum heimamarkaði.” GATT og hámarkstollar - GATT-samningurinn tekur gildi 1. júní. Hvemig verður farið með tollaígildin sem mikið hafa verið til umrœðu? “Undirritun þessa samnings fól í sér leyfi til að flytja landbúnaðar- vörur til landsins í takmörkuðu magni. Að sjálfsögðu felur slíkt í sér að innlendir ffamleiðendur verða að fá ákveðinn aðlögunartíma eða vemd í upphafi. Ég er þeirrar skoðunar að fara beri svipaða leið og Norðmenn hafa gert - þ.e. að velja 'hámarkstolla sem síðan verða þrepaðir niður á nokkmm ámm en er að sjálfsögðu tilbúinn til að skoða aðrar leiðir, veiti þær svipaða vemd og aðlögun. En um leið og bændur fá þessa aðlögun verður að sjálf- sögðu að virða rétt neytenda. Það vinnst ekkert við að krefjast óraun- hæfra tolla sem skapa landbúnaði- num óþarfa erfiðleika. Staðreyndin er sú að bændur og neytendur em ekki andstæðingar. Þvert á móti hljóta hagsmunir þeirra að fara saman.” Atvinnuleysisbætur - Rœtt hefur verið um að hið opinbera aðstoði t.d. þá bœndursem vilja skipta um starfsvettvang. “Já, það er mál sem þarf að ræða og ekki síst í sambandi við vanda sauðfjárbænda. Stjómvöld verða að vera tilbúin til að aðstoða þá bændur sem hér um ræðir. Til em sjóðir sem hægt er að nota en einnig verður að leita að nýjum verkefnum. Atvinnu- lífið hefur verið í kreppu og ekki getað tekið við nýju fólki. Margt bendir þó til að þetta sé að breytast.” - Hvað með rétt bœnda til atvinnuleysisbóta ? “Mjög margir bændur hafa orðið fyrir gríðarlegri tekjuskerðingu og það er rétt að þeir eiga ekki rétt á at- vinnuleysisbótum. Það er ekki eðli- legt að bændur séu utan þessa öryggisnets og það verður að tryggja aðgang þeirra að atvinnuleysis- bótum í einhveiju formi. Rætt hefur verið um sérstakan sjóð í þessu sambandi en þetta mál verður að leysa hið allra fyrsta.” - Fœkkun afurðastöðva hefur mikið verið til umrœðu að undanfömu. “Já, ég lít svo á að hér sé fyrst og fremst um mál atvinnugreinarinnar og heimamanna á hveijum stað að ræða. Eigendur afurðastöðvanna og framleiðendur verða að móta stefn- una, gera tillögur og leggja þær fyrir stjómvöld sem síðan aðstoða við að hrinda í framkvæmd þeim hug- myndum sem greinin kemur sér saman um. Ég tel að landbúnað- arráðherra eigi ekki að stýra því hvaða afúrðastöðvum eigi að loka og/eða hveijar eigi að nýta áfram,” sagði Guðmundur Bjamason að lokum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.