Bændablaðið - 10.05.1995, Page 8

Bændablaðið - 10.05.1995, Page 8
8 Bœndablaðið Miðvikudagur 10. maí 11995 Markaðsmál Það er af sem áður var þegar búvörumar “seldust af sjálfu sér”. Þær lúta sömu lögmálum og flestar vörur gera í dag; til þess að ná athygli og vekja áhuga neytenda, þarf að ástunda öflugt markaðs- starf. Samstarfshópur um sölu á lambakjöti hélt nýverið blaða- mannafund til þess að kynna það sölustarf sem í gangi er um þessar mundir. Á fundinum kom m.a. fram að hópurinn fær til starfsemi sinnar hlut sauðfjárbænda í endurgreiddu kjamfóðurgjaldi og hluta af neyt- enda- og jöfnunargjaldi. Að undanfömu hefur hluta af beingreiðslum verið varið til markaðsaðgerða, en þeim verður að veija til verðlækkana, sem skila sér til neytenda. Hluta þess fjár, sem til ráðstöfunar er á þessu ári, var varið til að lækka verð á birgð- um af framleiðslu verðlagsársins 1993/94 en um 55 milljónir króna em til ráðstöfunar og verður þeim varið til fjögurra verkefna sam- kvæmt áætlun samstarfshópsins. sagað á mismundandi vegu í sneið- ar, heil stykki eða bita. Kjötið er pakkað í lofttæmdar umbúðir í snyrtilega kassa með glæm loki, svo auðvelt er að skoða innihaldið. Gert er ráð fyrir að smásöluverð verði um kr. 625/kg. er best á grillið” Hún stendur til júlí loka. Samkomulag verður gert við afurðastöðvar og kjötvinnslur þannig að smásöluverð lækki um a.m.k. 15 % á því kjöti sem sannanlega verður selt sem verkað grillkjöt. búðum sem eykur geymsluþol vömnnar o.fl. Einnig em ýmsir tilbúnir réttir á boðstólum. Lambakjöt í yfir 200 útfærslum í könnun, sem samstarfshópurinn gerði nýverið í stórmarkaði í Reykjavík, kom í ljós að á boð- stólum vom rúmar 200 útfærslur af lambakjöti eða réttum unnum úr þeim. Mikið vöru- þróunarstarf Afurðasölur og kjötvinnslur hafa unnið mikið starf við vömþróun og markaðssetningu á lambakjöti. Því til sönnunar sýndi sam- starfshópurinn fjölmiðlafólki ýmsa gimilega hluta af lambakjöti. Þeir heita safaríkum nöfnum svo sem púrtvínslegið læri, hunangskóti- lettur, lambasveppasteik, óðalslæri 1. Bestu kaupin Undanfamar vikur hefur verð verið lækkað á lambakjöti í gæða- flokkunum DIA en það er niður sagað og selt í merktum pokum undir vömmerkinu “Bestu kaupirí’. Þama getur fólk fengið fyrsta flokks vöm á mjög hagstæðu verði og er leiðbeinandi smásölu- verð nú kr. 439/kg. 2. Snyrt lambakjöt. Um þessar mundir er að koma á markaðinn snyrt lambakjöt, niður 3. Lambakjötsdagar Þeir eru að hefjast í verslunum um þessar mundir. Gert er samkomu- lag við verslanir um að leggja áherslu á sölu á lambakjöti í ákveðinn tíma. Verð er lækkað nokkuð með beingreiðslufé og lögð áhersla á góða kynningu með auglýsingum og fleim. 4. Grillkjöt Sérstök söluherferð hefst 18. maí nk. undir slagorðinu “Lambakjöt Áhersla á uppþýtt kjöt og tilbúna rétti Um þessar mundir leggur sam- starfshópurinn áherslu á að kynna lambakjöt í skyndirétti svo og til- búna rétti sem stutta stund tekur að hita upp í örbylgju- eða bakarofni. Með því að bjóða kjöt í þessu formi er komið til móts við fólk sem ekki vill eyða miklum tíma í matreiðslu. Þegar að er gáð er framboð mikið af slíku lambakjöti, þýddir vöðvar, kjöt í loftskiptum um- Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Framleiðsla Mars Jan. '95- April '94 Breyting frá fyrra tímabili, % 1995 mars. '95 mars '95 mars '94 3 mán. 12 mán. Kindakjöt, kg 180 1.177 8.795.642 -0,7 Nautakjöt, kg 283.606 757.706 3.502.254 -6,8 -5,3 6,9 Svínakjöt, kg 255.654 691.511 3.205.150 -15,5 -1,0 10,2 Hrossakjöt, kg 38.568 142.493 814.474 11,1 4,3 -6,4 Alifuglakjöt, kg 139.088 386.357 1.405.632 22,9 14,6 -8,3 Samtals kjöt, kg 717.096 1.979.244 17.723.152 -5,4 0,2 1,6 Innv. mjólk, Itr. 8.104.132 23.922.627 101.037.999 -3,8 -4,1 0,2 Egg, kg 176.815 554.663 2.218.282 -10,4 -2,8 -2,2 Mars Sala innanlands 1995 Jan. '95- mars. '95 Apríl '94- mars '95 Breyting frá fyrra tímabiii, % mars'94 3 mán. 12mán. Kindakjöt, kg 376.749 941.120 6.806.003 -39,7 -30,8 -14,9 Nautakjöt, kg 276.528 763.899 3.235.442 -4,0 -2,2 -0,5 Svínakjöt, kg 261.033 666.579 3.175.072 -23,6 -5,2 8,9 Hrossakjöt, kg 62.648 195.615 624.269 97,2 48,5 -2,1 Alifuglakjöt, kg 132.289 336.230 1.376.703 8,0 6,9 -9,7 Samtals kjöt, kg 1.109.247 2.903.443 15.217.489 -21,3 -11,7 -6,8 Mjólkurvörur í Itr.: Umr. m.v. fitu 8.633.355 24.025.713 100.313.658 2,9 2,3 1,9 Umr. m.v. prótein 9.145.526 25.308.300 100.964.131 0,7 1,4 0,7 Egg, kg 196.390 528.163 2.186.856 -8,4 -6,6 -5,1 og margt fleira. Þama gat t.d. að líta nafnlaust, léttreykt fyrirbæri sem líktist beikoni og er unnið úr framparti. Þama gat einnig að líta sérpakkaða lambavöðva sem meyma í umbúðunum. Þetta er vara, sem væntanleg er á markaðinn. Sama er að segja um “nagga”. Þeir em væntanlegir á markað og verður þeim gerð nánari skil þegar þar að kemur. Uppskrifta- samkeppni í vor verður efnt til uppskriftasam- keppni í samstarfi við Matreiðslu- klúbb Vöku Helgafells. Áskrif- endur Nýrra eftirlætisrétta fá upplýsingar um keppnina í síðari hluta maí. Keppnin verður einnig auglýst í fjölmiðlum svo allir geti tekið þátt í henni. Keppnin felst í því að semja uppskrift að hollum og góðum skyndirétti úr lambakjöti og verða góð verðlaun í boði. Markmiðið með keppninni er að hvetja fólk til fjölbreytni og nýjunga í notkun á lambakjöti. Framleiósla og sala Vemleg framleiðsluaukning (22,9 %) var á alifuglakjöti í mars sl. miðað við mars í fyrra. Fram- leiðsla hrossakjöts óx einnig á sama tímabili (11,1%). Fram- leiðsla svínakjöts er hins vegar 15,5% minni og nautgripakjöts tæpum 7% minni nú í mars saman- borið við mars 1994. Á 12 mánaða tímabili er hlutfallsleg aukning mest í framleiðslu á svínakjöti (10,2 %) en mestur samdráttur er í framleiðslu alifuglakjöts (8,3 %). Salan á kjötmarkaðnum veldur áhyggjum. Heildarsala á kjöti dróst saman um 21,3% í mars m.v. mars Jón Ragnar Bjömsson í fyrra. Það er auðvitað varasamt að líta aðeins á einn mánuð í þessu samhengi því ýmsir þættir geta valdið miklu útslagi á svo stuttu tímabili. Samdráttur í kjötsölunni er 6,8% á 12 mánaða tímabili og 11,7% á þriggja mánaða tímabili. Samdráttur í sölu kindakjöts vegur mest því hlutdeild þess er um 45% í kjötmarkaðnum. Árssala kindakjöts er nær 15% minni nú en árið áður og um 40% samdráttur er í mars. Svínakjöt er eina kjöt- tegundin sem sýnir söluaukningu á 12 mánaða tímabili (8,9%) þótt samdráttur sé í sölu þess í mars og undanfama þrjá mánuði. Þær kjöt- tegundir, sem em með hlutfalls- lega aukningu í sölu undanfarið em hrossakjöt (+48,5% á þremur mánuðum og +97,2% í mars) og alifuglakjöt (+6,9% á 3 mánuðum og +8,0 % í mars). Innvegin mjólk dregst lítils- háttar saman til skemmri tíma litið (-4,1% undanfama 3 mánuði) en stendur nánast í stað miðað við 12 mánuði (+0,2%). Salan er á svipuðum nótum og í fyrra því miðað við 12 mánaða tímabil vex hún um 1,9 % umreiknað á fitu og 0,7 % umreiknað á prótein. Framleiðsla eggja er 2-3% minni hvort heldur litið er á þriggja eða tólf mánaða tímabil. Salan hefur einnig dregist saman eða um 5,1% á tólf mánaða tíma- bilinu. Ekki verOuppbætur lí ungkálfa Stjóm Landsambands kúabænda ákvað á fundi sínum þann 26. apríl sl. að fella niður verðbætur á slátraða ungkálfa frá og með 1. maí. í samþykkt stjómarinnar varð- andi nautakjötsmarkaðinn segir: I Fella niður verðbætur á slátraða ungkálfa frá næstu mánaðamótum, með það í huga að nýta þá fjármuni sem við það sparast til markaðsstarfs ekki síst erlendis (USA). II Kynna framleiðendum rækilega að með því er ekki verið að hvetja til ásetnings allra kálfa þar sem engan veginn er hægt að tryggja að útflutningurinn muni skila fullu verði. Framleiðendur verði hver fyrir sig að meta áhættuna í því sambandi. III Koma því til leiðar við Bænda- samtök Islands að teknar verði upp leiðbeiningar um nautgripaeldi og kynning á mati nautgripakjöts.”

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.