Bændablaðið - 25.06.1996, Síða 20

Bændablaðið - 25.06.1996, Síða 20
Bændoblaðið Krókliáls 11 Valmet Aðalfundur Landssambands kúabænda verður haldinn að Hallormsstað dagana 25. - 26. ágúst. Þetta er tíundi aðalfundur samtakanna og verður tíma- mótanna minnst á ýmsan hátt. Kjötumboðið festi nýlega kaup á Fjölni viðskiptahug- búnaði. Fjölnir keyrir á HP 9000/E45 UNIX tölvu. KB og KASK sem voru í samfloti með Kjötumboðinu keyptu sams- konar búnað. Þessi tölva kemur í stað gamallar IBM AS/400 tölvu sem er búin að þjóna fyrirtækinu vel og lengi. Jafnframt þessu er bætt við nokkrum Pc vélum. Byrjað er að keyra Fjölni en með honum falla út öll eldri kerfi. Þar með skapast nýir möguleikar í einu öflugu upplýsingakerfi í stað þess gamla sem er búið að reynast vel en var erfitt að þróa áfram til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í dag. Með nýja kerfinu koma fjölmargar nýjar upplýsingar um reksturinn ásamt því að öll vinnsla gengur mun hraðar. Nýja kerfið mun hafa áhrif á vinnubrögð og gefur tækifæri til að endurskoða og stokka upp ýmsa þætti og þróa þá áfram. MuttiSol Nú Qt lag.. ÚTSÖLUSTAÐIR: ÖLL HELSTU MJÓLKURBÚ LANDSINS ak HELODIP SPENADÝFAN Vistvœn & árangursrík Slátrun hefst iremur vikum yrr en venju- lega hjá Kaup félagi Þingeyinga Sláturhús Kaupfélags Þing- eyinga áformar að hefja slátrun þrem vikum fyrr en venjulega eða um 15. til 20. ágúst. Slátrað verður einn til þrjá daga í viku á tímabilinu 20. ágúst- 15. september, verður þetta gert til að svara kröfum um ferskt kjöt í út- flutning. “Forsvarsmenn afurðastöðva og búnaðarsambanda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hafa hist og þeir voru sammála um að mögulegt væri að fá fé til slátrunar á þessu tímabili frá þeim þrem sauðfjárræktarsvæðum sem hér um ræðir. Einnig getur verið að komi fé frá öðrum svæðum,” sagði Jón Helgi Bjömsson, slátur- hússtjóri Kaupfélags Þingeyinga. Jón Helgi sagði að nauðsynlegt hefði verið talið að umbuna þeim sem létu dilka í forslátrun t.d. með ákveðinni álagsprósentu sem færi lækkandi eftir því sem nær drægi eðlilegum sláturtíma. “Enn fremur var talið eðlilegt að þeir bændur er hefðu vottaða framleiðslu fengju greitt ákveðið álag á kjöt sem færi til útflutnings. Ég hvet bændur til að fylgjast með framvindu mála,” sagði Jón Helgi, “en við munum láta forsvarsmenn búnaðarfélaga vita um næstu skref.” INNFLUmiNGUR: PHARMACO HF. UTSOLUSTAÐIR: ÖLL HELSTU MJÓLKURBÚ LANDSINS SkankarI sölKkála og vendanir? Markaðsráð Kindakjöts taldi að of lítið framboð væri af lambakjöti í tilbúnum réttum, ekki síst með tilliti til söluskála um allt land og verslana sem selja heita rétti. Með það í huga var haft samband við Rannsóknastofnun land- búnaðarins og starfsmenn stofnunarinnar fengnir til að þróa vöru úr lambakjöti sem hentaði vel fyrir ofna, grillofna og hitaskápa á þessum stöð- um. Með dyggri aðstoð Kaupfé- lags Þingeyinga á Húsavík þróaði Rannsóknastofnun landbúnað- arins síðan þrjár vörur úr hreinum framskönkum af bógbundnum dilkaskrokkum. Þessar vörur eru: marineraðir skankar, léttsaltaðir skankar og raspaðir skankar. Hráefnið í skankana er mjög ódýrt. Skankana má því selja ódýrt sem er forsenda fyrir því að hægt sé að höfða til markaðarsins fyrir tilbúna rétti. Skankamir eru holl vara. Fitu- magn í þeim er mjög lágt, eða innan við 10%. Hver skanki vegur um 300 til 400 g. Einn til einn og hálfur skanki er því góður skammtur fyrir fullorðinn, einkum ef meðlæti fylgir. Eins og fram hefur komið er hér um heita, tilbúna rétti að ræða. Skankana má annað hvort snæða á staðnum, þar sem það hentar, eða taka með heim í þartilgerðum pokum. Það er von Markaðsráðs að skankamir geti orðið verðugir keppinautar kjúklinga, ham- borgara og annarra tilbúinna rétta þegar fram líða stundir. /KK

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.