Bændablaðið - 18.03.1997, Side 1
5. tölublað 3. árgangur
Þriðjudagur 18. mars 1997
ISSN 1025-5621
Nýtt byggyrki frð Rannsökna-
stofnun landbúnaðarins
Nú í vor kemur íslenskt bygg-
yrki á markaðinn. Um margra
ára skeið hefur verið unnið
að kynbótum byggs á Rann-
sóknastofnun landbúnaðar-
ins. Fyrir þremur árum var
ákveðið að leggja kapp á að
koma fyrirliggjandi efniviði í
nýtanlegt horf. Til að koma
því í kring var stofnað til sam-
vinnuverkefnis Rala, tveggja
búnaðarsambanda og korn-
bænda um að þróa byggyrki
og koma því á markað. Rann-
sóknasjóður íslands og
Framleiðnisjþður styrktu
verkefnið. í tengslum við
landsfund kornbænda, sem
haldinn verður á Keldnaholti
föstudaginn 21. mars næst
komandi, verður haldin ráð-
stefna þar sem niðurstöður
verkefnisins verða kynntar.
Veðurfar á íslandi er að
mörgu ólíkt því sem gerist í
komræktarlöndum. Sumur hér
eru að vísu nokkuð löng, en svöl
og hvassviðri eru tíð. Erlend
byggafbrigði, þótt fljótþroska
séu, nýtast misjafnlega þess
vegna. Á Rala hefur verið lagt
kapp á að kynbæta bygg þannig
að það þoli ágang veðra og nýti
sér hið tiltölulega langa sumar. í
tilraunum hafa bestu islensku
Ketfir varasamip
(Qártiúsum
Nú, þegar styttist í sauðburð,
er við hæfi að minna fjár-
bændur á þá óbeinu hættu
sem sauðfé landsmanna getur
stafað af köttum í fjárhúsum.
Hættan er fólgin í örsmáu
sníkjudýri sem lifir í köttunum.
Berist það í ær á meðgöngu
getur það leitt til fósturláts eða
vansköpunar, séu ærnar að
smitast í fyrsta sinn.
Sjá nánar á bls. 10
Norðlensk hross í vetrarveislu
um ii tækjum
Búnaðarsamband Suðurlands
hefur ákveðið að efna aftur til
útboðs á tækjum vegna bú-
rekstrar. Þetta kemur fram í
fréttabréfi sambandsins.
Að þessu sinni verður leitað
eftir magninnkaupum á heyvinnu-
tækjum, þ.e. sláttuvélum, múga-
vélum og snúningsvélum.
Bændablaðsmynd/JE
kynbótalínurnar skilað 10-15%
meiri uppskeru en þau erlendu
yrki sem eru í notkun.
Eins og nú horfir eru í korn-
ræktinni fólgnir helstu vaxtar-
möguleikar í hefðbundnum land-
búnaði. Við framleiðum núna
innan við tíunda hluta þess fóð-
urkorns sem notað er í landinu.
Þá framleiðslu má fimmfalda án
verulegrar áhættu og kom á að
vera hægt að rækta á helmingi
allra bújarða á landinu. Hinu nýja
byggyrki er ætlað að auka öryggi
ræktunarinnar. Fleiri yrki eru á
mótunarstigi og munu koma fram
á næstu árum./AH
Þróun framleiðenda- og smásöluverðs sýnir glögglega framlag
bænda til bættra lífskjara í landinu
Laonafölk getur nú keypt meira al
búvfirum en fyrir nokkrum úrum
Á markaðssíðu Bændablaðs-
ins er að þessu sinni fjallað
um þróun framleiðendaverðs
og smásöluverðs á ýmsum
búvörum, á árunum 1981 -
1996. Einnig er tímabilinu
1981 - 1995 deilt upp í þrjú
tímabil og sýnt á mynd hversu
langan tíma (í mínútum) verka-
fólk var á hverjum tíma að
vinna fyrir kílói eða lítra af
ýmsum búvörum. Glögglega
má sjá hvernig verð á bú-
vörum (bæði til bænda og
neytenda) hefur farið lækkandi
á tímabilinu.
Sú staðreynd að það tók launa-
fólk skemmri tima að afla tekna til
kaupa á algengum búvörum á
tímabilinu 1991 - 1995 en áður
undirstrikar framlag landbúnaðar-
ins til bættra kjara í landinu á þess-
um tíma. Þessi þróun verður þrátt
fyrir t.d. það að vísitala kaupmáttar
ráðstöfunartekna hafi verið að
meðaltali lægri á þessu tímabili en
t.d. 1986- 1990. Allt ber þetta að
sama brunni, sá árangur sem náðst
hefur m.a. með framleiðniaukn-
ingu, skilar sér til neytenda.
Þróun vísitölu neysluverðs frá
árinu 1992 undirstrikar þetta enn
frekar. Samkvæmt fréttatilkynn-
ingu frá Hagstofú íslands þann 10.
mars sl. þá voru innlendar búvörur
háðar verðlagsgrundvelli, 5,2% af
vísitölugrunninum í nóvember
1992 en höfðu lækkað í 4,7% í
mars 1997. Neysluverðsvísitalan
hækkaði úr 164,1 stigi í nóvember
1992 í 178,4 stig í mars 1992 en á
sama tíma lækkaði vísitala fyrir
búvörur háðar verðlagsgrundvelli
úr 145,9 stigum í 145,6 stig í mars
1996.
„Þessi niðurstaða er í fullu sam-
ræmi við það sem bændur hafa hald-
ið ffam undanfarin misseri. Bændur
hafa lagt mikið af mörkum og nú er
svo komið að þeir mun ekki sætta sig
við að sitja hjá við útdeilingu
kjarabóta á komandi mánuðum,"
sagði Ari Teitsson, formaður Bænda-
samtaka íslands. „Markmið þjóðar-
sáttarsamninganna árið 1990 var að
draga úr verðbólgu, skapa stöðug-
leika í íslensku efhahagslífi og trey-
sta þannig afkomu þjóðfélagsins og
(regna jress til lengri tíma litið. Til að
ná þessum markmiðum var ljóst að
færa þyrfti fómir um stund. Það
gerðu margir þjóðfélagshópar en
óhætt mun jró að fúllyrða að hlut-
fallslega mestu fómir að því er varð-
ar afkomu færðu bændur. Þeir sem
fómina færðu gerðu það í þeiiri trú
að [reir legðu grunn að batnandi hag
þjóðfélagsins. Nú þegar hagur
þjóðarinnar er að vænkast hljóta þeir
sem undirstöðuna sköpuðu að vænta
hlutdeildar í efhahagsþatanum.
Eg er þess fullviss að ríkis-
stjóm sem og aðilar vinnumarkað-
arins og neytendur almennt hafa
fullan skilning á þessari sann-
gjörnu kröfu bænda - en á það mun
reyna á næstunni,“ sagði Ari.