Bændablaðið - 18.03.1997, Qupperneq 6
6
Bœndablaðið
Þriðjudagur 18. mars 1997
Blokkin verdur tiL Eins og fram kemur igreininni leggja verksmiðjurnar gifurlega mikla áherslu á gœdi og hafa m.a. tekið upp staðalinn ISO 9001 tilþess aó tryggja gceðin. Þá má geta þess að einn
starfsmaður er ábyrgurfyrir vélinni eftir að helstu hlutir hennar eru komnir úr málmsteypunni. Ef eigendur Valmet dráttarvéla skoða vélina geta þeir fundið nafn mannsins sem setti hana saman.
Sisu Disel fagnar fimmtíu ára afmæli
Upphaflegaframleiddi
verksmiðjan flugvÉlamútora
Fyrir nokkrum árum varð mikill
samdráttur í Evrópu í sölu
diselvéla og ináttu vélaframlcið-
endur hafa sig alla við til að
drukkna ckki í öldudalnum.
Fyrirtæki voru endurskipulögð,
sum hurfu í alþjóðlega hringi og
samvinna á milli þcirra jókst frá
því sem áður þekktist. Sisu Disel
í Finnlandi er citt þcirra fyrir-
tækja scm hér um ræðir en
Bændablaðið heimsótti höfuð-
stöðvar þess fyrr á árinu. Til-
efnið var reyndar 50 ára afmæli
Sisu Disel. Þar á bæ varð sam-
drátturinn tilefni mikillar upp-
stokkunar sem hcfur skilað sér
margfalt til baka.
A liðnu ári framleiddi Sisu
Disel 13000 diselvélar, stórar og
smáar, og mælt í hestöflum er hlut-
deild Sisu Disel í evrópska mark-
aðnum um 12% og 14% í hestöfl-
um annarra landbúnaðartækja.
Hvað varðar Valmet sem er einnig
eitt dótturfyrirtækja Sisu Corpora-
tion, og notar að sjálfsögðu aðeins
vélar frá Sisu Disel, þá er Valmct
mest selda dráttarvélin á Norður-
löndunum. Frá ársbyrjun 1996 til
og með 1. desember seldust 4.083
traktorar á Norðurlöndunum sem
er 34,3% af markaðnum.
Afmælisbamið er í borginni
Linnavuori, sem er umlukin klett-
óttum hæðum, svo ekki sé minnst
á himinhá tré. Staðsetning verk-
smiðjunnar hlýtur að vekja athygli
ókunnugra en leiðsögumaður
fræddi Bbl. á því að í síðari heim-
styrjöldinni hefðu flugvélamótorar
verið framleiddir í verksmiðjunni
og að henni hefði verið valinn
staður með tilliti til þess hve erfitt
hefði verið fyrir andstæðinga
Finna að gera loftárásir á húsa-
kynnin. Þess má geta að Linna-
vuori þýðir Kastalafjöll og í ná-
grenninu eru rústir virkis sem eitt
sinn þjónaði þýðingarmiklu hlut-
verki.
Vélaverksmiðjan Sisu Disel
var sett á fót árið 1942 en fram-
leiðsla diselvéla hófst fimm árum
síðar. Óhætt er að fullyrða að
diselvélaflóra verksmiðjunnar er
fjölbreytt en núverandi vélar voru
allar hannaðar í upphafi níunda
áratugarins.
“Hér snýst allt í kringum gæði
og umræða um gæðamál er mikil
meðal starfsmannanna,” sagði einn
þeirra sem sýndu blaðamönnum
fyrirtækið. “Við höfúm tekið upp
staðalinn ISO 9001 en það skiptir
kaupendur véla frá okkur afar
miklu máli. Þeir geta nú gengið að
því sem vísu að hér er fylgt
ákveðnum vinnureglum sem
tryggja gæði framleiðslunnar.”
Stjómendur Sisu Disel hafa
sett markið hátt. Framleiðsla verk-
smiðjunnar hefur aukist jafnt og
þétt á liðnum árum og er nú um
12.000 vélar á ári. Ætlunin er að
um aldamót framleiði verksmiðjan
um 20.000 vélar árlega. Bróður-
parturinn er framleiddur í Finn-
landi en auk þess rekur Sisu Disel
vélaverksmiðju í Brasilíu. En
hvaða vélar þekkjum við frá Sisu
Disel? Svarið er einfalt - þær knýja
Valmet dráttarvélamar sem hafa
gert sig gildandi á íslenskum
markaði á liðnum árum. Það er
fyrirtækið Bújöfur sem flytur
vélamar til Islands. “Við erum
hreykin af því að geta boðið ís-
lenskum bændum Valmet dráttar-
vélar með diselvélum frá Sisu
Disel,” sagði Þorgeir Elíasson,
framkvæmdastjóri Bújöfurs, “því
Finnamir þekkja vel til erfiðra að-
stæðna sem menn búa við á norð-
urhveli jarðar. Finnskir bændur
þurfa að geta treyst vélum sínum
við ólíklegustu aðstæður - rétt eins
og starfsbræður þeirra á Islandi.
Hönnun vélanna tekur mið af
þessari staðreynd. Valmetinn hefur
náð fótfestu hér á landi og er nú
með söluhærri vélum.”
“I verksmiðjum okkar er gífur-
lega mikil áhersla lögð á gæði og
eitt af því sem við höfúm gert er að
gera starfsmenn mun ábyrgari fyrir
vélunum. Þannig er það einn mað-
ur sem setur hverja vel saman og
ber ábyrgð á henni - setur reyndar
nafn sitt á vélina svo vitað sé hvar
var að verki,” sagði einn talsmanna
Sisu Disel. Það vekur líka athygli
að vélar eru ekki framleiddar á
lager - þvert á móti. Hver og ein
einasta vél er seld þegar fram-
leiðsla á henni er hafin. Þannig er
enginn lager nýrra véla í húsa-
kynnum Sisu Disel. “Þetta skiptir
höfuðmáli því það er dýrt að liggja
með nýjar vélar,” sagði sami við-
mælandi.
En Sisu vélamar eru ekki að-
eins í dráttarvélum Valmet. Þær er
einnig að finna í dráttarvélum frá
Massey Ferguson og Steyr en Sisu
Disel selur umrædduin fyrirtækj-
um umtalsvert magn diselvéla.
Samstarf fjölþjóðlegra samsteypna
er með ólíkindum og sem dæmi
má nefna að fyrirtækið framleiðir
Valmet dráttarvélar fyrir nokkur
önnur fyrirtæki sem aðeins mála
þær sínum litum - og selja síðan á
mörkuðum sem Valmet hefúr ekki
haslað sérvöll á.
Sisu Disel er þekkt nafn í Finn-
landi. Sú staðreynd kemur vel
fram þegar rætt er við Finna en í
samtali við einn þeirra kom fram
að hann - rétt eins og fleiri - sökn-
uðu þess tíma er diselvélar frá Sisu
Disel knúðu jámbrautarlestar um
landið þvers og kruss. Eina þeirra
var t.a.m. að finna skammt frá
Valmet dráttarvélaverksmiðjunum
en við nánari athugun kom í ljós að
jámbrautarlestin var í eigu finnska
þjóðminjasafnsins. Sú vél var knú-
in 180 hestafla, 8 cyl vél sem var
hreint engin smásmíði. Nýjar vélar
frá Sisu Disel, sem búa yfir sama
afli, eru aðeins brot af þeirri stærð.
Framleiðsla Sisu-Valmet á
traktorum í Finnlandi hefur
aukist ár frá ári. Því til
sönnunar má gcta þcss að árið
1971 nam framleiðslan 2.340
vélum en á liðnu ári voru
smíðaðar 7.200 dráttarvélar.
Rétt eins og í diselvélum þá
setja menn markið hátt þegar
kemur að traktorum. Um
aldamót er gert ráð fyrir að
árleg framleiðsla á Valmet
traktorum í Finnlandi og
Brasilíu vcrði 20.000 stykki
árlega. Rétt cins og í
vélaverksmiðjunni eru ckki
framleiddar dráttarvélar á
lager. Allar vélar sem renna út
úr verksmiðjunni eru þcgar
scldar. „Vinsælasta tcgundin hér
á landi er 65 gerðin en hún er
með 75, 80 og 86,5 hö vélar.
Vélin með 86,5 hö vélinni licfur
verið nýlega kynnt hér á land og
vakið verðskuldaða athygli,“
sagði Þorgeir Elíasson hjá
Bújöfri. Á myndinni er nýr
Valmct að skríða saman.
'il ’ jf
1 jjji
1