Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 2
2 Bœndablaðið Þriðjudagur 8. apríl 1997 Að Melum 1 í Árneshreppi búa hjónin Bjarnheiður Júlía Foss- dal og Björn Torfason, þau eiga fimm börn. Nítján ára gömul hófu þau búskap full bjartsýni og á röskri tuttugu og tveggja ára búskapartíð hafa þau byggt upp af miklum dugnaði og myndarskap. í dag reka þau stærsta búið í hreppnum. Björn er ættaður úr Trékyllisvík, en Badda, eins og hún kýs að kalla sig, er ættuð frá Akureyri. Ámeshreppur er nyrsta byggð í Strandasýslu og á undanfomum árum hefur íbúum þar fækkað ört og er nú svo komið að í hreppnum búa rétt rúmlega fimmtíu manns. Bændablaðinu lék forvitni á að vita hvemig það er fyrir konu á besta aldri að búa á þessu jaðar- svæði og hvers konar framtíðarsýn hún hefur. „Þetta byrjaði nú eiginlega allt eftir að ég kynntist honum Bimi mínum. Hann vildi fara að búa og mér leist vel á hugmyndina. Við byrjuðum á því að leigja jörðina Melar 1 og svo keyptum við hana. Þegar við flytjum hingað ríkti bjartsýni í landbúnaði. A þessum tíma var Ámeshreppsáætlunin í gangi og við byggðum útihúsin, fyrir 300 kindur, sem hluta af henni. Það er gaman til þess að hugsa að á fyrstu búskaparárum mínu í gamla húsinu, upp úr 1975, kynnti ég með reka og eldaði á gamalli kolavél. Þegar við hófum búskap var Bjöm yngsti bóndinn í sveitinni og hann er það enn, þannig að það hefur ekki orðið mikil nýliðun hér í sveitinni. Þegar ég kom hingað fyrst var sveitasími en ekkert rafmagn, það hafa því orðið heilmiklar framfarir á þessu ámm. Samgöngur hafa lagast þótt þær séu ekki góðar. Það er auðveldara að búa nú hvað slíkt varðar, í dag em það aðrir þættir sem gera okkur erfitt fyrir.“ Búin eru lítil „Við hjónin erum í raun vel sett miðað við aðra bændur í sveitinni, kvótinn hjá sumum er svo lítill eftir niðurskurðinn að illt er við að búa. Af þrettán bændum í hreppnum eru aðeins fimm sem ná 180 ærgilda greiðslumarki. Það getur engin fjölskylda lifað á jörð með minna, menn geta ekki enda- laust hert sultarólina. Bændur hér eru líka famir að bregða búi, því það getur enginn þumbast enda- laust, þeir fá meira í at- vinnuleysisbætur en í afrakstur af slíkum búskap. Á sumum bæjum em að vísu nokkur hlunnindi af reki eða dún og sumir stunda sjó- róðra. En það getur enginn reitt sig á hlunnindabúskap, sala á dúni er ótrygg og um rekann getur enginn spáð. Og svo hefur grásleppu- veiðin verið rýr undanfarin ár. Menn reyna því eftir megni að vinna önnur störf sem bjóðast. Ég held að ég mæli fyrir mun flestra hér í sveitinni þegar ég segi að við viljum búa hér áfram en til þess að svo geti verið verðum við auðvitað að geta lifað af búskapn- um. Það er ekki eðlilegt að fólk þurfi að velta fyrir sér hvort það hafi efni á því að senda bömin sín í nám en íbúar hér þurfa að senda bömin burt strax eftir níunda bekk. Kaupstaðarbúar gera sér enga grein fyrir því hvemig þetta er. Fréttaflutningur um landbún- aðarmál er eins og hann er, allur í eina átt þ.e.a.s. neikvæður. Það er alltaf verið að tönnlast á styrkjum, sem em í raun ekkert annað en styrkir til neytenda. Það fer minna fyrir tali um niðurskurð og reglugerðir sem banna okkur að framleiða. Það var t.d. frétt um daginn þar sem sagt var að bændur í Strandasýslu hefðu haldið sínum sauðfjárkvóta hlutfallslega betur en annars staðar í landinu. Það gleymdist bara að segja að það væri vegna þess að þeir hefðu keypt meiri kvóta en aðrir. Niður- skurðurinn var alveg jafnmikill hér og annars staðar. Strandasýsla er mjög vel fallin til sauðfjárræktar og ekki síst hér norður frá. Ég get ekki skilið af hverju það má ekki meta slíka þætti þegar verið er að ákveða kvóta. Bændur hér eiga mjög erfitt með að snúa sér að öðru. Við erum svo langt frá markaðinum að við getum ekki stundað mjólkur- eða eggjafram- leiðslu.“ Nýta möguleikana á staðnum „Á svona einangmðum stað verður að taka tillit til aðstæðna og nýta möguleikana. Við höfum t.d. aðgang að mjög góðum beitilönd- um og riðuveiki þekkist ekki. Við höfum ekki eins góða möguleika og aðrir til að gera út á ferða- þjónustu. Fólki finnst þetta of langt í burtu og svo eru samgöngur við hreppinn erfiðar. Ef ekkert ver- ður að gert fellur byggð hér niður og jaðarinn færist sunnar í sýsluna. Hugsanlega liggur framtíð okkar í vistrænni ræktun og það má segja að við höfum alla tíð stundað hana, lömbin hér fara beint á fjall og koma sjaldan eða aldrei inn á tún. Lítil bú eins og hér eiga auðvelt með að stunda vist- ræna ræktun. Við þurfum ekki að reka fé langar leiðir á beitilöndin og lömbin eru því ekkert annað en villibráð. En það verður að segjast eins og er að við höfum lítið gert í því að sækja um vottun fyrir vist- rænni ræktun, það stendur þó til að athuga máliö betur. Mér finnst Búnaðarfélagið gera of lítið í því að kynna okkur svona mál. Bændaforystan mætti einnig gera meira af því að kynna málefni bænda út á við. Það heyrist satt best að segja lítið frá þeim og mér finnst þeir ekki svara nógu vel þegar gagnrýni á land- búnaðinn er sem mest. Ég held að þeir ættu að fá sér frétta- og kynningafulltrúa.“ Hver á að taka við? „Meðalaldur bænda í hreppn- um er nokkuð hár og það getur reynst erfitt fyrir fullorðið fólk að breyta um búskaparhætti. Margir þeirra hafa lifað samdráttarskeið í landbúnaði og sjá ekki fram á að nokkur taki við búunum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessir bændur endumýi hús né tæki og auk þess gætu þeir það ekki vegna smæðar búanna. Á undanfornum árum hafa nokkrir bæir hér farið í eyði og samfara því hafa tapast rúmlega 300 ærgildi úr sveitinni. Við hefðum gjarnan viljað kaupa þau en höfðum hreinlega ekki efni á því, mig minnir að ærgildið seljist á um 14.000 kr. Persónulega finnst mér að sveitarfélagið hefði átt að hjálpa mönnum að kaupa kvóta þeirra sem hættu að búa og með því renna stoðum undir áframhaldandi atvinnuöryggi þeirra sem vilja búa áfram. Ef ég væri beðinn um að spá inn í framtíðina, mundi ég ekki þora lengra en svona fimm ár. Draumur minn er að hreppurinn haldist í byggð og að við fáum að lifa mannsæmandi lífi. En í raun- veruleikanum held ég að við fáum að skrimta nokkur ár til viðbótar, nema að það komi eitthvað raun- hæft til. Það er ekkert grín fyrir ungt fólk að taka við búi í dag, hvað þá að hefja búskap. Það hefur svo sem verið reynt að stinga upp á nýjungum, en flestar þeirra hafa annað hvort verið óraunhæfar eða hreinlega fáránlegar. Heimilisiðnaður var eitt, það var lagt til í fullri alvöru að konumar í sveitinni færu að búa til hrossabresti eða dömu- bindi úr ull og svo áttum við að breyta flatgryfjunum í diskótek. Ég sé okkur svo sem í anda halda villt þorrablót í flatgryfju þar sem við dönsum hringdans við brakið úr hrossabrestum. Svona hug- myndir eru auðvitað ekkert annað en dulin skilaboð um að við eigum að hætta þessu hokri og að okkur sé best borgið með því flytja á mölina. Við sem búum hér emm að berjast fyrir tilverurétti okkar, allt okkar lífsstarf er hér og hér viljum við vera. Við hljótum að hafa rétt til þess. Það er ekki auð- velt fyrir okkur að rífa okkur upp og flytja annað en við fáum lítið sem ekkert fyrir það sem við höfum byggt upp. Við erum bændur, ekkert annað og munum þumbast eins lengi og hægt er. /VH Bændablaðsmynd/ÁB Einbeiting skút úr hverjum andlits- drœtti! ____________■ ÚtskurOur i Tungubúfl Mikill áhugi er fyrir útskurði í tré í Tunguhreppi. Haldið var út- skurðamámskeið í fyrravetur á vegum atvinnumálanefndar og Búnaðarsambands Austurlands í félagsheimili hreppsins, Tungu- búð. Á það komu 16 manns. Leiðbeinandi var Ólafur Eggerts- son, bóndi í Berunesi. Dagana 22. 23. og 24. mars sl. var Ólafur fenginn til að koma aftur og leið- beina við útskurð og sóttu það námskeið 19 manns. Margir fallegir gripir voru búnir til á námskeiðinu en menn höfðu líka á orði að félagsskapurinn væri góð- ur. Nú hafa verið keypt tæki og jám til útskurðar og er mönnum ekkert að vanbúnaði til að halda áfram við útskurðinn./AB Undanpága írá útílutningi í búvörulögum er svohljóð- andi ákvæði í 29. gr., þar sem kveðið er á um hverjir skulu taka þátt í útflutningi kinda- kjöts: -Undanþegnir útflutningsupp- gjöri eru þó þeir framleiðendur sem hafa 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks, enda liggi fyrir fullnægjandi vottorð um ásetning þeirra,- Sauðljárbændur sem hafa hug á að verða undanþegnir útflutningi á kindakjöti næsta haust á gmnd- velli þessa ákvæðis þurfa að gæta þess að búfjáreftirlitsmaður telji fé þeirra nú í apríl og hann geti feng- ið þá talningu staðfesta af öðmm trúnaðarmanni. Þeir þurfa einnig að skuldbinda sig til þess að leggja aðeins inn afúrðir þess fjár. VARAHLUTIR í LAND ROVER OG RANGE ROVER HAGSTÆTT VERÐ SENDUM HVERT Á LAND SEM ER Höldur VARAHLUTAVERSLUN -SÍMI 461 3016

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.