Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 4
4 Bœndablaðið Þriðjudagur 8. apríl 1997 Baendablaðidl Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími 5630300 Bréfasími 562 3058 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM 893 6741 Netfang: ath@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaóstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Haukur Halldórsson Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins. Það er prentað í 7000 eintökum og fara 6.719 (miðað við 15. október 1996) eintök í dreifingu hjá Pósti og síma. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er búa utan þéttbýlis. Prentun: Dagsprent Akureyri ISSN 1025-5621 Ritstjórnargrein Verkalýðshreyfingin og bændur Þær vinnudeilur, sem lyktaði með undirritun samninga þann 24. mars sl., mega vera bændum og samtökum þeirra ærið umhugsunarefni og þá ekki síst undanfari þeirra og framkvæmd. Þar er beinlínis vísað til þeirrar ákvörðunar Dagsbrúnar að efna til vinnustöðvunar í Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Emmessís hf. í heila viku áður en til allsherjarverkfalls skyldi koma. Eins og alþjóð veit, eiga bæði þessi fyrirtæki í harðri samkeppni á matvælamarkaðnum, mjólkin við gosdrykki og safablöndur af ýmsu tagi en ísinn við framleiðslu hins aðilans, sem stundar ísgerð á íslandi, og svo auðvitað innfluttan ís. Þótt á þessari stundu liggi ekki fyrir endanlegar tölur um vörusölu á þessu tímabili, þarf enginn að velkjast í vafa um að það jafnvægi, sem skapast hefði milli keppinautanna á þessu sviði, hefur raskast harkalega og mjög erfitt og útgjaldasamt getur reynst að endur- heimta það. Við blasir, að með vinnulagi af þessu tagi er hægt að spilla svo markaðsstöðu einstakra fyrirtækja að um hreina eyðileggingu sé að ræða. Hvemig liti það t.d. út ef verkfallið hefði aðeins beinst að einu olíufélagi eða t.d. Samskipum en ekki Eimskip? Því er eðlilega spurt að því hvort hér sé ekki um að ræða misbeitingu lögvemdaðs verkfallsréttar af því tagi sem fer í bága við almenna jafnræðisreglu í þjóðfélaginu og kallar á laga- setningu til úrbóta. Fyrir bændur sérstaklega er þó enn ríkari ástæða til að rýna í þessa atburðarás í ljósi aðdragandans. Á gmndvelli samstarfs bændasam- takanna, aðila vinnumarkaðsins og ríkisins í þjóðarsáttarsamningum, 7- mannanefnd og búvörusamningum tóku bændur á sig gríðarlega kjara- skerðingu, sem birtist nú glögglega í öllum afkomutölum stéttarinnar. Þá lagði mjólkuriðnaðurinn einnig drjúgt af mörkum til lækkunar vömverðs. Þessa hafa almenningur og ríkissjóður notið ríkulega í minni útgjöldum og lægri vísitölum neysluverðs. Það vom því æði kaldar kveðjur til bænda þegar ASÍ ákvað að draga sig út úr öllu samstarfi um stefnumótun í landbúnaði og verðlagsnefndum búvara í haust með þeim ummælum að nú ætti að krefjast óhefts inn- flutnings á búvömm. Þegar nú bætist við það einelti, sem fyrirtæki mjólk- urffamleiðenda vom beitt í áðumefndum vinnudeilum, er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að verkalýðshreyfmgunni sé alveg sérstaklega í nöp við bændur. Höfundur þessa pistils vill þó ógjama trúa því og sér reyndar engin rök fyrir slíkri óvild. En hver er þá skýringin? Verkalýðshreyfmgin á við að glíma erfið innri vandamál. Sá hópur, sem hún vill vera í hagsmuna- gæslu fyrir, er býsna sundurleitur og hagsmunimir fara oft illa saman. Það er einnig ljóst að hann skortir hugmyndalegan endumýjunarþrótt, sem birtist í getuleysi til að bregðast við breyttum viðhorfum í þjóðfélag- inu. Dæmi um það eru heiftarlega neikvæð viðbrögð hennar við setningu löggjafar um stéttarfélög og vinnudeilur á síðasta ári og keimlík andstaða við nýlegar hugmyndir um nokkrar breytingar á fremur góðu, en nokkuð stöðnuðu, lífeyrissjóðakerfi. í slíkri stöðu er fátt sem kemur sér betur en sameiginlegur andstæð- ingur, sem liggur vel við höggi. Það er líka hygginna manna háttur að vera ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, einkum ef sjálfs- traustið er á lægri nótunum. Það er því margt sem bendir til þess að for- ysta verkalýðshreyfingarinnar hafi séð í bændum, samtökum þeirra og fyrirtækjum sinn óskaandstæðing. Sé þessi kenning rétt, ættu vinnubrögð verkalýðsforystunnar að valda félögum í ASÍ enn meiri áhyggjum en bændum. En hvort sem hér er nærri getið eða ekki má fullyrða að eftir þessa reynslu verða bændur tæpast ginnkeyptir fyrir samráði við verkalýðs- forystuna um málefni sín./Gudmundur Þorsteinsson Verður íslensku kúakyni útrýmt í nafni vísinda? Jón Eiriksson, bóndi á Búrfelli Ráðamenn kúa- bænda hafa nú úti öll spjót til að hægt verði að hefja tilraunainn- blöndun erlends kúa- kyns við íslenskar kýr. Fagráð Lk og nú síðast Búnaðarþing hafa lagt blessun sína yfir ffarn- kvæmdadrög meirihluta Nautgriparæktamefnd- ar. Þar sem ég hef miklar efasemdir um þennan innflutning geng ég nú fram fyrir skjöldu. Það er athyglisvert að þegar Búnaðarþing samþykkti nú á dögunum tilrauna- innflutning hafði málið ekki verið kynnt hinum almenna bónda. Það eru því örfáir bændur og ráðu- nautar sem keyra þetta mál áfram í skjóli „fulltrúalýðræðis“. Forráðamönnum bænda liggur mikið á. Einangrunarstöðin í Hrís- ey er laus til fósturvísaflutinga og urgur er í kúabændum vegna versnandi afkomu. Því henda þeir þessa „gulrót“ á lofti til að láta bændur hlaupa úr sér óánægjuna. Mikilvægi málsins er rökstutt með yfirvofandi samkeppni lendis frá og að íslenskar kýr séu illa byggðar, úrillar og nytlágar og að íslenski kúastofninn sé svo lítill að hann hafi enga möguleika á að ná þeim framfomm sem eru í ofúrkúastofnum útlanda. Undir það skal tekið að smæð íslenska kúastofnsins þýði hægari kynbóta- framfarir samanborið við erlend stór kyn en um leið minnt á að staðfestar eru verulegar framfarir í íslenska kúastofninum, bæði hvað varðar mjólkurmagn og byggingu. Þar hefúr verið unnið gott kyn- bótastarf sem enn má bæta. í þessum vangaveltum þurfa menn að hafa það í huga, að ís- lenskir kúabændur keppa ekki í hagkvæmni við bestu kúaræktar- svæði heimsins (þar sem svokallað heimsmarkaðsverð mjólkur verður til). Okkar vopn gæti hins vegar verið sérstaðan og hreinleikinn sem neytendur og yfirvöld væru tilbúin að styðja. Málið er enn flóknara Ekkert er vitað um þann kostnað er lýtur að fjósbreytingum vegna stærri kúa né heldur um beinan kostnað sem verður af til- raunainnflutningi næstu árin. Þar er látin duga rökleysan: „Það verð- ur bara að koma í Ijós“. Nýju kúa- kyni munu fylgja ný vandamál. Gripimir þurfa meira eftirlit og ná- kvæmni, þ.e. búskaparlag verður meira krefjandi. Erlend kyn eru flest hymd og einlit og fótasjúk- dómar auk fleiri álagssjúkdóma yrðu örugglega vandamál. Ræktun íslenska kúastofnsins mundi smám saman heyra sögunni til. Kynbótastarf sem stundað er í dag hyrfi og í staðinn snerist starfið um að velja naut af katalógum INTERBULL (Fær- eyska leiðin). HeQist þessi til- raunainnflutningur verður trauðlega snúið til baka. Bændur verða að gera sér það ljóst að með þessu skrefi er búið að ákveða breytingar sem líklega útrýma íslensku kúa- kyni. Þar stendur hnífúrinn í kúnni. Trúnaðarbrestur verður á milli bænda og Lk og B1 þar sem þetta mun ekki skila krónu í vasa bænda næstu 10 - 15 árin. Þetta kemur fram í greinargerð Nautgripa- ræktamefndar. „Lítil ástæða er til að ætla að nýtt kúakyn hafi nokkur teljandi áhrif á afkomu kúa- bænda.“ Að hafa upprunaleg kyn kúa, sauðfjár og hrossa, hrein land- námskyn, em mikil menningar- verðmæti og einstök sérstaða sem íslensk bændastétt er stolt af og á að nota sér til framdráttar. Því hef ég þá trú að möguleikar íslenskra bænda séu fólgnir í sérstöðu og hreinleika en þeirri ímynd má ekki kasta frá sér án þess að bændur geri sér grein fyrir hvað komi í staðinn. I þessu sambandi skal minnt á mikilvægi varðveislu sérstakra kúakynja, sem ísland er skuld- bundið með alþjóðasamþykkt. Enda hafa vísindamenn löngum bent á þá hættu sem felst í ein- stefnu nútímanautgriparæktar. Því getur virkt ræktunarstarf sérstæðra kynja verið mikilvægt fyrir breyttar aðstæður í framtíðinni. Vonandi vekur meðfylgjandi óska- og aðgerðarlisti þá hugsun að ýmislegt megi gera íslenskum kúabændum til hagsbóta - og að þetta tímabundna knésig fyrir út- lenskum kúm geti bændur hrist af sér og rétt úr kútnum. Hvað ber að gera? Óskalisti Umbylta meingölluðu kvótakerfi. Hagrœða í mjólkurvinnslu. Vinna að stefnumótun í nautgriparœkt. Stœrð bús og rekstrarform, fjölskyldubú eða verksmiðjubú. Á að stefna að hómarksnotkun innlends fóðurs? Efla þekkingu og faglegan metnað kúabœnda og róðunauta. Efla Hvanneyri sem rannsókna-, kennslu- og endurmenntunarmiðstöð í nautgriparœkt. Byggja þar strax veglegt tilrauna- og kennslufjós. Hverfa fró tilraunainnflutningi og loka Hríseyjarstöðinni. Gera bœndur virkari í rœktunarstarfi. Skylda skýrslufœrslu allra kúa og taka upp sjúkdómaskróningu og bœta nautsmœðraval. Bœta fóðrun, beitarbúskap og almennan aðbúnað nautgripa. Hafna notkun mjólkur- og vaxtarhormóna. Sérstakan stuðning við ungbœndur og bœta afleysingarfyrirkomulag. Skapa jókvœða ímynd hreinleika og sérstöðu íslenskrar mjólkurframleiðslu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.