Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 18
18 Bœndablaðið Þriðjudagur 8. apríl 1997 MarkaðsmáI Nemendaverkefni á vegum Fremleioelurdðg Tveir hópar úr Rekstrar- deild Tækniskóla íslands eru um þessar mundir að vinna að verkefnum fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins og eru þau hluti af námi þeirra við skólann þar sem lögð er áhersla á raunveru- leg verkefni fyrir atvinnulífið. Annars vegar er um að ræða markaðsrannsókn sem lýtur að kjötneyslu og viðhorfi til land- búnaðar. Hins vegar lokaverk- efni tveggja útskriftamema af Vörustjómunarsviði þar sem gerð verður hagkvæmnisat- hugun á ffamleiðslu og dreif- ingu heitra máltíða til bama í einsetnum grunnskólum. Ætl- unin er að birta og jafnvel dreifa niðurstöðum þegar þær liggja fyrir. Áhugasamir geta haft samband við Ólaf H. Erlingsson hjá Framleiðsluráði. Arðgreiðslon 68 piisund á meðslkð Nú liggur fyrir að Mjólkur- samsalan og Mjólkurbú Flóa- manna greiða arð, 62 aura á inn- veginn lítra til þeirra félagsmanna sem vom innleggjendur á síðasta ári auk þess sem fjármunum sem svarar til 8 aura á innveginn lítra verður ráðstafað sem viðbótar- framlagi í séreignasjóð mjólkur- framleiðenda. Alls gera þetta 70 aura á lítra sem samsvarar 2,4% hækkun á afurðastöðvaverði. Samkvæmt Niðurstöðum bú- reikninga frá árinu 1995 (Hag- þjónusta landbúnaðarins: rit 3:1996) hafði meðalkúabú um 97 þúsund lítra greiðslumark og skilaði 1780 þúsund krónum í launagreiðslugetu (samanlögð greidd laun og hagnaður fyrir laun eigenda). Umrædd arðgreiðsla skilar þessu meðalbúi því um 68 þúsund krónum sem er 3,8% hækkun á launagreiðslugetunni Verðmyndun nýmjólkur 1. september 1996 Nýmjólk, 1 líters fernur Afurðastöðvaverð til bóndans 28,79 kr Vinnslu- og dreifingakostnaður 17,19 kr Sjóðagjöld 1,63 kr Verðmiðlun 0,65 kr Verðtilfærsla 1,61 kr Úr uppgjörssjóði -3,61 kr Umbúðagjald 5,98 kr Heildsöluverð 52,42 kr Smásöluálagning 7,23 kr Virðisaukaskattur, 14% 8,35 kr Smásöluverð með VSK 68,00 kr Beingreiðsla úr ríkissjóði til bænda 25,79 kr Framleiðsla og sala búvara í febrúar Nú liggja fyrir tölur um fram- leiðslu og sölu búvara í febrúar. Miðað við febrúar 1996 var sala á kjöti allgóð eða aukningum 1,8% og sama er að segja þegar litið er á tólf mánaða tímabil. I tilfærslum milli tegunda gætir helst samdráttar í sölu á hrossakjöti en á móti kemur aukin sala í öðrum tegundum, hlut- fallslega mest á kindakjöti. Sala á mjólk og mjólkurvörum var ívið minni en í sama mánuði í fyrra. Hluta af skýringunni er að fmna í að einum færri söludagar eru í febrúar í ár en í fyrra (í fyrra var hlaupár). Þegar litið er á sölu á einstökum af- urðum kemur fram verulegur sam- dráttur í sölu á fituríkum vörum s.s. rjóma og viðbiti. Sala á ostum er hins vegar vaxandi sem er athyglis- vert í ljósi þess að innfluttir ostar eru að ryðja sér til rúms í verslun- um. Innflutningur á ostum á síðasta ári nam 98 tonnum en sala á inn- lendum ostum nam um 3.530 tonn- um. Sé litið á sölu drykkjarvara síð- ustu 12 mánuði mælist lítilsháttar aukning í sölunni. Af einstökum drykkjarvörum sýnir kókómjólk hlutfallslega mesta söluaukningu eða um 20%. Af framleiðsluhliðinni eru þær fréttir helstar að mjólkurframleiðsl- an var heldur minni en í sama mán- uði í fyrra og nú þegar verðlagsárið er hálfnað er búið að framleiða um 48% af greiðslumarki verðlagsárs- ins. Framleiðsla á kjöti var meiri en í sama mánuði í fyrra og nú voru t.d. framleidd um 2 tonn af kinda- kjöti en engin kindakjötsframleiðsla var í febrúar á síðasta ári. Fram- leiðsla á eggjum var allnokkuð meiri en salan í mánuðinum og jukust birgðir um tæp 17 tonn. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Febrúar Des. '97 Mars '96 Breyting frá fyrra tímabiii, % Hlutdeild % Framleiðsla 1997 feb. '97 feb. '97 febrúar 96 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Kindakjöt Ath. * 2.020 65.343 8.136.216 0 -40,9 -6,4 46,7 Nautakjöt 282.731 785.293 3.158.345 8,4 -0,4 -0,2 18,1 Svínakjöt 303.210 963.567 3.795.247 21,3 12,3 11,7 21,8 Hrossakjöt 24.321 122.435 572.524 -49,6 -53,1 -43,4 3,3 Alifuglakjöt 157.261 526.338 1.775.318 6,6 10,2 -10,9 10,2 Samtals kjöt 769.543 2.462.976 17.437.650 8,9 -1,3 -4,5 100 Innvegin mjólk 7.823.851 24.852.406 100.751.743 -5,6 -3,8 -3,5 E99 192.650 632.817 2.289.027 -0,2 3,5 2,8 Sala innanlands Kindakjöt 440.054 1.455.951 7.129.190 5,5 18,2 -2,8 43,0 Nautakjöt 287.379 772.132 3.290.653 0,2 -2,1 1,7 19,8 Svínakjöt 290.254 941.259 3.773.340 1,8 3,1 11,5 22,7 Hrossakjöt 50.840 149.106 593.959 -11,8 -9,7 -8,9 3,6 Alifuglakjöt 174.549 503.584 1.805.453 0,7 2,7 0,3 10,9 Samtals kjöt 1.243.076 3.822.032 16.592.595 1,9 6,5 1,1 100,0 Mjólkurvörur í Itr.: Umr. m.v. fitu 7.299.567 24.140.272 98.651.117 -8,9 -3,8 -1,3 Umr. m.v. prótein 7.931.114 24.686.165 101.452.345 -4 -0,2 0 Egg,kg 152.755 484.294 2.062.951 -13,3 3,4 -2

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.