Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 11
Þriöjudagur #. apriL 1997 Bœndablaóió 11 Kimberly-Clark Þurrkupappír við öll tækifæri. Hvort sem þú ert að hreinsa dráttarvélina eða mjaltavélina er Kimberley Clark klúturinn hentug lausn. 11 flírÍfai Upplýsingar og pantanir í síma 515 1100 Sláturfélag Suðurlands Afkoma félagsins í samræmi við áætlun Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands og dótturfélags þess voru 2.325 mkr. á árinu 1996, en 2.220,7 mkr. á árinu 1995. Velta samstæðunnar jókst um 4,7% frá fyrra ári. Veltuaukningin stafar af auknum umsvifum kjötiðnaðar milli ára. Rekstrargjöld námu 2.190,1 mkr. samanborið við 2.083,1 mkr. árið áður sem er 5,1% aukning á milli ára. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 134,9 mkr. en var 127,6 mkr. árið áður. Fjármagnsgjöld um- fram fjármunatekjur voru 54,7 mkr. en á árinu á undan 63,6 mkr. og lækkuðu um 14%. Hagnaður af reglulegri starf- semi var 80,2 mkr. en nam 74 mkr. árið áður. Að frádregnum sköttum og tapi hlutdeildarfélags var hagn- aður af rekstri Sláturfélags Suður- lands 75,1 mkr. en 71,1 mkr. árið áður. Afkoma félagsins á árinu var í samræmi við áætlun en gert var ráð fyrir 75 mkr. hagnaði á árinu 1996. í árslok 1996 störfuðu 283 Trðhellustðttfoð sðluhliQi að kirkju- dyrum Sigtryggur Þorláksson, Sval- barði í Þistilfirði, hefur ritað blaðinu bréf en í því segir Sig- tryggur: „í Bændablaðinu þriðju- daginn 4. febrúar sl. er smágrein með fyrirsögninni „Rekaviður til nýrra nota“. Greinin endar á: „fróðlegt væri að frétta af reynslu annarra varðandi þessa notkun á rekaviðnum". Mér finnst því rétt að segja frá því, að árið 1993 lögðum við slíka gangstétt frá sáluhliði að kirkju- dyrum hér á Svalbarði. Þessi tré- hellustétt hefir reynst mjög vel og hafa allir lokið lofsorði á hana. Mjög auðvelt er að skipta um hellur þar sem þær eru lausar á sandlagi. Einnig virðist mér þessar tréhellur taka vel óhreinindi af skóm kirkjugesta. Þessar hellur væru áreiðanlega mjög heppilegar í gangstéttir í skrúðgörðum.“ Með bestu kveðjum, Sigtryggur Þorláksson Hagkaup býður bændum í heimsókn Síðar í vikunni er von á hópi bænda til Reykjavíkur í boði Hagkaups. Hér er um að ræða bændur sem eru félagar í Félagi ferskra fjárbænda. Landbúnaðarsýning á Egilsstððum I sumar Stjóm Búnaðarsambands Aust- urlands ákvað á fúndi í liðnum mánuði að standa fyrir sýningu í tengslum við 50 ára afmæli Egils- staðabæjar. Á þessari sýningu verða sýndar búvélar, dýr og landbúnað- arafúrðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður handverk í hávegum haft. Þorsteinn Bergsson hefúr ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar sem verður 27. - 29. júm' í sumar. /AB starfsmenn hjá Sláturfélaginu og er það fækkun frá árinu áður, er þeir voru 286. Þegar starfsmenn voru flestir hjá félaginu í sláturtíð voru 498 á launaskrá. Unnin ársverk 1996 voru 312 og hafði fjölgað um 2 frá árinu áður er þau voru 310. Olís þjónar bændum Olís kynnir nýja og öfluga þjónustu við bændur í landinu. Vandaðar vörur á ólíkum sviðum landbúnaðar. NYBORG Vandað heybaggaplast frá Danmörku með plastkjarna eða pappa. IM NOVADAN 500 mm 750 mm 1.800 m 1.500 m Hágæða hreinsiefni fyrir mjólkuriðnaðinn til hreinsunar á mjaltavélum og mjólkurtönkum. Framleitt af Novadan, leiðandi fyrirtæki í danska mjólkuriðnaðinum. 50 ára afmæli búvísindanáms á íslandi Á hausti komanda eru 50 ár liðin frá því að kennsla í búvísindum hófst við framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri. Af því tilefni er áætlað að efna til veglegrar afmælishátíðar á Hvanneyri laugardaginn 30. ágúst n.k. Þangað eru allirfyrrverandi og núverandi nemendur og kennarar deildarinnar boðnir velkomnir. Hátíðardagskrá hefst kl. 2 e.h. og um kvöldið verður sameiginleg hátíð fyrrverandi nemenda. Skipuð hefur verið sjö manna nefnd sem vinnu nú að undirbúningi hátíðarinnar. I nefndinni eiga sæti: Leifur Kr. Jóhannesson, formaður, Magnús B. Jónsson, varaformaður, Bjarni Guðmundsson, ritari, Jóhannes Torfason, Björn Þorsteinsson, Baldur H. Benjamínsson, Jóhannes Hr. Símonarson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.