Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 8. apríl 1997 Bœndablaðið 17 Afurðastöðvar í sláturiðnaði ■ V Þriðjudaginn 18. febrúar sl. birtist á síðum Bændablaðsins athyglisvert viðtal við Öm Bergsson, bónda á Hofi í Öræfum. Öm er stjómarmaður í Bændasamtökum Is- lands og stjómarfor- maður kaupfélags sem rekur afurðastöð í sláturiðnaði og rak, allt til síðustu áramóta, af- urðastöð í mjólkur- iðnaði. Ég get tekið undir flest það sem fram kom í viðtalinu, en Öm talar m.a. um mikilvægi þess að fækka afúrðastöðvum og lækka sláturkostnað með betri nýtingu mannvirkja og vinnuafls. Ef það tekst mun það færa bænd- um hærra afúrðaverð í fram- tíðinni. Nú heyrist það hins vegar að Sölufélag A- Húnvetninga, Kaup- félag Skagfirðinga og jafnvel Kaupfélag Eyfirðinga hyggist ráðast í byggingu og endurbætur á sláturhúsum sínum sem mun kosta milljóna tugi króna á hverjum stað. Vantar framsýna stjórnendur ? í dag hafa tvö sláturhús á Norðurlandi, þ.e. sláturhús KÞ á Húsavík og sláturhús Kaupfé- lagsV-Hún. á Hvammstanga leyfi Guðbjörn Arna- son er landbúnað- arhagfrœðingur og starfsmaður Landssambands kúabœnda til að flytja út kjöt á markað ESB- löndum. Þessi sláturhús hafa kostað miklu til og bæði gætu þau og þyrftu að slátra enn meira en þau gera í dag til að lækka vinnslu- kostnaðinn. En af hverju þarf flott sláturhús með öllu til heyrandi á 100 km fresti á Norð- urlandi ? Ef þessi fimm fyrirtæki sem ég nefni hér bæru gæfu til að horfa lengra fram í tímann myndu þau sameinast um eitt öflugt sláturhús sitt hvorum megin við Tröllaskagann. Samgöngur og samgöngutæki hafa stórbatnað á síðustu árum og því er auðvelt að flytja sláturfénað og vinnuafl um mun lengri veg en áður. Þau ættu alla vega að byrja strax á því að skipta með sér verkum. Lærum af sjávarútveginum Það vita allir sem fylgjast eitt- hvað með hvaða hagræðing hefúr átt sér stað í sjávarútveginum á undanfömum misserum, nefnilega sameining og samruni fyrirtækja sem hefur leitt af sér eflingu greinarinnar. I henni ræður ekki hreppapólitík ríkjum. Samþjöppun í smásölu á Stór- Reykjavíkursvæðinu og sam- keppni milli veikburða slátur- leyfishafa, sem hvorki virðast hafa getu né vilja til að standa saman um að bæta afkomu sína, gerir það að verkum að sífellt minna kemur í hlut þeirra og til- hneiging til að skerða verð til bóndans fer vaxandi. Bændur bera ábyrgð Bændur geta ekki skorist undan ábyrgð í þessum málum. Frumkvæði að fækkun afúrða- stöðva og hagræðingu verður að koma frá þeim sjálfum. Það er í raun sorglegt að horfa upp á það að forystumenn bændastétt koma fram á fundum utan héraða sinna og krefjast hagræðingar og hærra afurðaverðs en þegar heim er komið tala þessir sömu menn fyrir því að efla atvinnu í byggðarlögum sínum og að byggja þurfi upp sláturhús sem m.a.hafí leyfi til að ..i lagræðingin veröur að koma frá grasrótinni. frá bændunum sjálfum sem eiga framtíð sína undir því að fá mannsæmandi verð íyrir afurðir sínar. Ef enginn árangur næst í því að fækka úrvinnslu- og söluaðilum á markaðnum mun afurðaverö halda áfram að lækka og kjör bænda að versna. Þá verður enn meiri flótti úr sveitum landsins og æ færri senda gripi sína í flnu sláturhúsin út um allt Norðurland sem munu án efa vannýta ijárfestingar sínart“ segir Guðhjörn Árnason. selja kjöt á markað í hinum stóra heimi. Á undafömum árum hefúr einmitt átt sér stað samruni og sameining í slátur- og mjólkuriðnaói í viðskiptalöndum okkar - einmitt í þeim löndum sem við hyggjumst selja íslenskt lambakjöt. Byggðar hafa verið gríðarstórar einingar sem eru hagkvæmari í rekstri og betur í stakk búnar til að mæta aukinni samkeppni eftir því sem áhrifa alþjóðasamninga um verslun með búvörur fer meira að gæta. Á sama tíma bendir margt til fjöldi sláturhúsa á íslandi standi í stað! Er það ekki undarleg þversögn? Bændur njóta góðs af hagræðingunni Bændur sem framleiða mjólk á sölusvæði I - þ.e.a.s. á Suður- og Veslurlandi fengu á dögunum ávísun þar sem þeir fengu greiddan hluta af hagnaði síðasta árs. Þarna er um tímamótaáfanga að ræða sem færir bændum hærri tekjur. Á þessu svæði hefur átt sér stað fækkun afurðastöðva bæði í slátur- og mjólkuriðnaði. Hagræðingin verður að koma frá grasrótinni, frá bændunum sjálfum sem eiga framtíð sína undir því að fá mannsæmandi verð fyrir afurðir sínar. Ef enginn árangur næst í því að fækka úrvinnslu- og söluaðilum á markaðnum mun afurðaverð halda áfram að lækka og kjör bænda að versna. Þá verður enn meiri flótti úr sveitum landsins og æ færri senda gripi sína í fínu sláturhúsin út um allt Norðurland sem munu án efa vannýta íjár- festingar sínar. Ég skora á norðlenska bændur að velta því vandlega lyrir sér hvort þeir geti ekki haft áhrif á og reynt að koma í veg fyrir offjárfestingu sem virðist blasa við. Sláturhús verða ekki endurbyggð fyrir milljónatugi nema bændur vilji. Allt snýst þetta um úrvinnslu á afurðum - að bændur fái mannsæmandi tekjur fyrir vinnu sína og að neytendur geti sætt sig við verð og gæði framleiðslunnar. Ef fyrirtæki bænda eyða milljónum í óarðbærar ljárfestingar versnar afkoma bænda og vöruverð hækkar. r ----------------------------------1 Fjölbreytt úrval véla í vorverkin! Sturtuvagnar Avinnsluherfi Aburðardreifarar Haugsugur Hmfaherfi ELAR& PJéNUSTAuF Járnhálsi 2,110 Reykjavík, sími 587 6500, Óseyri 1a, 603 Akureyri, sími 461 4040

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.