Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 6
6 Bœndablaðið Þriðjudagur 8. apríl 1997 Mjólkurfélag Reykjavíkur áttatíu ára Þá komu bændur í bæinn og seldu mjólk Þegar bændur í nágrenni höfuðborgarinnar tóku að huga að stofnun félagsskapar um sölu mjólkur fyrir rúmum 80 árum fór hún fram með öðrum og frumstæðari hætti en þekkt er í dag. Bændur fluttu mjólk frá sveitabæjum og seldu ógerilsneydda á markaðsstöðum, einkum við brauðbúðir og kaffihús höfúðborgarinnar en einnig annars staðar þar sem möguleikar voru að ná til almennra neytenda. Ekkert skipu- lag var á dreifmgu og sölu mjólkur og áttu bændur jafnan mikið undir því hvort þeim tókst að ná til fastra viðskipta- vina sem einkum voru brauðgerðar- og kaffihús. Undir hæl- inn var lagt hvort bændur gátu komið öllum afurðum sínum í verð og einnig fyrir hvaða greiðslu þeir urðu að láta þær af hendi. Oft þurftu bændur að greiða verulega þóknun fyrir aðstöðu til að koma mjólkinni í hendur neytenda, einkum almennings, og gat þá eftirtekjan orðið rýr. Árið 1915 urðu nokkur umskipti í landbúnaði. Árferði var gott og jók það bjartsýni og kraft margra bænda til að vinna að bættum hag með því að auka framleiðslu sína. Nautgripum fjölgaði, meira af mjólk barst á markað í Reykjavík og skipulagsleysið í sölumálum jók á vanda bænda. Á þeim tíma var tæpast um aðra kælitækni en bæjar- læki og tjamir að ræða. Mjólkin þoldi því illa geymslu og var oft orðin súr þegar hún komst í hendur neytenda auk þess sem sjúkdómar, einkum taugaveiki, bárust frá sveita- bæjum til þéttbýlisins með mjólkinni. Mjólkurframleiðslan var einnig mismikil eftir árstíðum og oft barst meiri mjólk á markað á vorin og ffam eftir sumri en tókst að selja þótt á öðmm tímum væri stundum um mjólkurskort að ræða. Verðlag mjólkur fór einnig nokkuð eftir framboði og eftirspum á hveijum tíma auk þess sem opinber verðlagsnefnd setti há- marksverð á mjólk sem tæpast er hægt að segja að miðast hafi við ffamleiðslukostnað. Eftirtekja bænda var því rýr og í litlu samræmi við alla fyrirhölhina. Að vernda rétt sinn gegn gjörræði Ljóst varð að skipulagsleysið hentaði bændum illa og kom neytendum heldur ekki til góða. Því fóru forsvarsmenn í bændastétt á suðvesturhorni landsins að huga að samvinnu og að koma betra skipulagi á sölumálin. í gerðabók frá árinu 1915 kemur fram að þann 28. desember sama ár hafi verið haldinn fundur manna er stóðu að framleiðslu mjólkur í Reykjavík og nágrenni, í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. í gerðabókinni segir að fundurinn hafí verið ljölsóttur og fundarefnið þetta: „Hver leið er til þess, að vemda rétt sinn gegn því gjörræði, sem verðlagsnefnd landsins hefur sýnt mjólkurframleiðendum í Reykjavík og grennd, með því að setja skóinn fyrir dymar með því að ekki megi verð á mjólk fara ffam úr 22 auruni pr. líter,“ eins og segir í orðréttum texta gerðabókarinnar. í fundargerðinni kemur fram að miklar umræður hafi orðið á fundinum og niðurstaða hans að kjósa nefnd er skyldi skipuð þremur mönnum úr Reykjavík og einum úr hverjum f|ögurra nærliggjandi sveita. Var nefndinni meðal annars fengið það verkefni að fá ákvæðum um hámarksverð á mjólk breytt á viðunandi hátt. Frá öngþveiti til mjólkurbúða Segja má að með stofnun þessarar nefndar hafi verið lagður grunnur að stofnun Mjólkurfélags Reykjavíkur því á fundi hennar kom fram tillaga er var samþykkt um stofnun félags mjólkurframleiðenda. Stofnunin varð að veruleika og kom félagsráð hins nýstofnaða félags saman til síns fyrsta fundar 28. mars 1917, sem er stofndagur Mjólkurfélags Reykjavíkur. Þá hafði náðst nokkur árangur í kjarabaráttu bænda því á stofnfundinum var verð á mjólk ákveðið 38 aurar á lítra. Það þótti ekki mikið en hafði þó hækkað um 14 aura frá árslokum 1915. Á öðrum fundi félagsráðs, sem haldinn var 5. maí á sama ár, var samþykkt tillaga frá Jóni Kristjánssyni, er var fyrsti formaður þess, um að félagið tæki að sér sölu á mjólk. Með því voru stigin fyrstu skrefin til skipulagningar á sölu mjólkur á höfuðborgarsvæðinu því að lokinni þessari samþykkt var hafíst handa um að koma á fót mjólkurbúðum í Reykjavík. Stofnun Mjólkurfélags Reykjavíkur átti því mikinn þátt í að leiða bæði bændur og borgarbúa frá því öngþveiti er ríkti í sölu mjólkur á höfuðborgarsvæðinu. Umskipti í landbúnaði og uppgangstími Á þriðja áratugnum urðu umtalsverö umskipti í íslenskum landbúnaði. Þjóðfélagið var að breytast úr bændasamfélagi og þéttbýli tekiö aö myndast víða um land en þó einkum í Reykjavík. Fleiri og fleiri hættu að stunda sjálfsþurftarbúskap og fór markaður fyrir landbúnaðarafurðir vaxandi. (kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar var efnahagsástand betra en áður hafði þekkst og hagur margra bænda vænkaðist. Ræktun jókst og fyrsti vísir aö vélvæðingu hélt innreið sína í íslenskan landbúnað. Þótt ýmsar ytri aðstæður yröu þannig til aö auka hag bænda átti samtakamáttur þeirra einnig þátt í þeim umbótum er þeir uröu aönjótandi. Eitt þeirra félagssamtaka er vann ötullega aö hagsmunamálum landbúnaðar á þessum tíma var Mjólkurfélag Reykjavíkur. Við tölvustýringu á kögglunarvél. Það er Jón Þór Pálsson sem hér er ad gangsetju vélina. Umfangsmiklar framkvœmdir Á árunum 1929 og 1930 var hafist handa um umfangsmiklar framkvæmdir á vegum Mjólkurfélagsins í þvi augnamiöi að víkka starfssvið og auka þjónustu. Félagið hafði áður fest kaup á húseign á horni Lindargötu og Vatnsstígs í Reykjavík þar sem fyrstu mjólkurstöð þess var komiö á fót. Þar var unniö að gerilsneyðingu mjólkur og framleiöslu mjólkurafuröa á borö við skyr og rjóma Mjólkurstöðin við Lindargötu sendi einnig frá sér mjólk til neytenda og hafði starfaö um nær tíu ára skeiö þegar Ijóst var að auka þyrfti aðstöðu hennar. Var hafist handa um byggingu fullkominnar mjólkurstöðvar við þann hluta Hringbrautar sem nú he'itir Snorrabraut og varð síðar aðsetur Osta- og smjörsölunnar um langt árabil. Á sama tíma réðust forráðamenn Mjólkurfélags Reykjavíkur í byggingu stórhýsis viö Hafnarstræti. Með því jukust starfsmöguleikar félagsins mikið og í Hafnarstrætinu varð til vísir að þeirri starfsemi sem einkennt hefur félagið síðan en það er blöndun og sala á fóðurvörum fyrir búpening. Kornmylla og fóóurblöndun í Hafnarstræti 5 kom Mjólkurfélag Reykjavíkur upp kommillu og vélabúnaði til blöndunar fóðurvara og hóf sölu á öllum algengum tegundum kornvara. Auk þess var fljótlega farið að versla með sáðvörur, girðingarefni og ýmsar byggingavörur auk heyvinnuvéla. Mjólkurfélagið opnaði einnig smásöluverslun í Hafnarstrætl 5 þar sem margvíslegar rekstrarvörur til landbúnaðar voru á boðstólum. Á þann hátt tók félagið þátt i þeirri miklu uppbyggingu, sem var að hefjast í landbúnaði á þessum tíma, þótt sú uppbygging yrði ekki að öllu leyti samfelld og erfiðleikar kæmu illa niður á starfsemi þess síðar. Um sama leyti og Mjólkurfélag Reykjavíkur rak mjólkurstööina við Hringbraut, síðar Snorrabraut, voru starfrækt þrjú önnur mjólkurbú á Suðurlandi; Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, Mjólkurbú Ölfusinga í Hveragerði og Mjólkurbú Thors Jensens á Korpúlfsstöðum. Kreppa og erfiðleikar Uppgangurinn í landbúnaði varð ekki stöðugur. Kreppan mikla á fjórða áratugnum lét engan ósnortinn. Ekki heldur bændur sem margir uröu að draga saman þegar markaður fyrir afurðir þeirra minnkaöi vegna samdráttar í almennu atvinnulífi, atvinnuleysi og þverrandi kaupgetu almennings. Þetta haföi mikil áhrif á starfsemi Mjólkurfélags Reykjavíkur sem þá haföi nýlega lagt í miklar fjárfestingar til þess að geta þjónað bændastéttinni sem best þegar hún hóf að brjótast frá búskaparháttum fornaldar til nútíma. Auk kreppunnar urðu umtalsverðar breytingar á mjólkursölu í landinu eftir að Alþingi setti lög um sölu afurða á árinu 1934 og voru af mörgum kölluð mjólkurlögin. Afurðasölulögin frá 1934 höfðu mikil áhrif á dreifingu og sölu mjólkur og meöal annars þau að Mjólkurfélag Reykjavíkur hætti vinnslu og sölu mjólkurafurða. í lok fjórða áratugarins var farið að gæta verulegs vonleysis vegna langvarandi samdráttar í efnahagslífinu. Verslunin fór ekki varhluta af samdrættinum fremur en bændastéttin. Til að bregðast við aðsteðjandi vanda ræddi stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur meðal annars þá kosti að skipta félaginu í þrjár rekstrareiningar. Smásalan og Hafnarstræti 5 selt Gert var ráð fyrir að um almennan verslunarrekstur yrði aö ræða þar sem verslunin Uverpool og útibú yrðu sérdeild, rekstur húseignarinnar að Hafnarstræti 5 yrði aðskilinn rekstri heildsölu, kornmyllu og viðskiptum við bændur er mynduðu sjálfstæða rekstrareiningu. Af þessu var þó ekki en nauðsynlegur samdráttur framkvæmdur með öðrum hætti. Árið eftir voru margar að eignum Mjólkurfélagsins seldar og má þar nefnda smásöluverslunina og húseignina viö Hafnarstræti 5. Að þessari endurskipulagningu afstaðinni annaðist Mjólkurfélag Reykjavíkur heildverslun, mölum á komi og viöskipti við bændur sem halda vildu í vonina um að félagiö gæti áfram veitt landbúnaðinum þá þjónustu sem það hafi gert á uppgangstímanum. Hætt við að leggja félagið niður Eftir þetta hófst erfið uppbygging sem ekki varð sé fyrir endann á í bráð. Um sumarið 1941 var staðan svo erfiö að 14. júlí það ár var samþykkt á stjórnarfundi að leggjafélagiö niður og selja það sem eftir var af eignum þess. Til þess kom þó aldrei eins og sést af 80 ára sögu þess í dag. Magnús Þorláksson á Blikastöðum beitti Jóhannes Sigurdsson viö vél sem sekkjar fóðrið. ________________ sér þá fyrir því ásamt fleiri bændum í Mosfellssveit að sölunni yrði frestað á meðan þess yröi freistað að finna því rekstrargrundvöll á ný. Þá var kreppan afstaöin og efnahagur landsins tekinn að vænkast, meðal annars vegna annarrar heimsstyrjaldarinnar og hersetu landsins er hafi mikil fjármálaleg umsvif í för með sér. Mjólkursamlag Kjalarnesþings bauöst til aö lána fé til uppbyggingar Mjólkurfélags Reykjavíkur og Búnaöarbankinn hét stuðningi yrði hætt við sölu á félaginu. Ekki kom til þess að leita yrði á náöir Kjalnesinga því þegar til kom nægöu lánveitingar Búnaðarbankans til þess að koma fótum undir reksturfélagsins að nýju. Frumkvöðull í Sundahöfn Aöeins fjórum árum eftir að rætt var um að leggja Mjólkurfélag Reykjavíkur niður og verulegur hluti eigna þess seldar vegna rekstrarerfiðleika vár staða þess aftur orðin þaö góö að afráðiö var að hefjast handa um nýjar framkvæmdir. (mars 1945 hafði félagið tryggt sér lóö við austanverðan Laugaveg, fyrir innan mjólkurstöð Mjólkursamsölunnar. En vegna aðhaldsaðgerða fjárhagsráðs, er á þeim tima hafði nánast atræðisvald um fjárfestingar í landinu, var ekki unnt að hefjast handa um byggingar fyrr en á árinu 1952. Á árunum 1952 og 1953 var reist nýtt versiunar- og verksmiöjuhús á lóöinni við Laugaveg 164 og einnig á samliggjandi lóö viö Brautarholt. I þessu húsnæði var komið upp kornmyllu og aðstöðu til blöndunar fóðun/öru. í framhaldi af byggingu húsnæðis fyrir starfsemi félagsins var hafist handa um endumýjun á vélakosti þess. Þá voru nýjar aðferðir teknar að ryðja sér til rúms við gerð fóðurs og þá einkum í því efni aö köggla fóðrið i stað þess að blanda það f formi mjöls. Nýrrar aðstöðu leitað Starfseminni óx fiskur um hrygg og tækninýjungar kölluðu á meiri framkvæmdir. Meðal annars var rætt um byggingu fóðurturna á Ártúnshöfða og sótt um lóö í því skini. Með tilkomu fóðurturna myndu opnast möguleikar á að flytja heila skipsfarma af komi til landsins i einu og sáu menn verulega hagkvæmni fólgna í slíkum viðskipta- og framleiðsluháttum. Forráðmenn Mjólkurfélags Reykjavíkur Asgeir Haröarson fóðurfrœðingur hugar að gœðum framleiðslunnar. könnuðu einnig möguleika á aðstööu fyrir starfsemi félagsins á svæöi vesturhafnarinnar i Reykjavík en hugmyndir þar að lútandi hlutu dræmar undirtektir borgaryfirvalda, sem þá höfðu ákveðið skiptingu hafnarsvæðisins á þann veg aö í vesturhöfninni skyldi veröa framtíðar fiskihöfn Reykjavíkur. Mjólkurfólagi Reykjavíkur var hins vegar bent á aðstöðu sem var að skapast vegna hafnarframkvæmda Reykjavíkurborgar viö Vatnagarða þar sem Sundahöfn er nú. Þessum ábendingum var vel tekiö og hugðust forráömenn Mjólkurfélagsins nýta sér þá aðstöðu sem þeim stóö til boða. Frumkvöðull í Sundahöfn Hið nýja tækifæri, sem uppbygging Sundahafnar bauð, varð til þess að samstarf myndaöist á milli þriggja fóðurvörusala um uppbyggingu móttöku og geymsluaðstöðu fyrir stóra kornfarma. Ljóst var að slík samvinna myndi leiða ákveðna hagkvæmni af sér og hafði Mjólkurfélag Reykjavíkur forystu um að koma henni i framkvæmd. Þetta leiddi til þess að Fóðurblandan og fóröurvömdeild Sambands íslenskra samvinnufélaga stofnuðu auk Mjólkurfélags Reykjavíkur hlutafélag um stofnun Komhlöðunnar í Sundahöfn sem tók til starfa árið 1971. Eftir að Sambandið hætti starfsemi, festu Fóðurblandan og Mjólkurfélag Reykjavíkur kaup á hlut þess og eiga það nú til helminga Þegar Mjólkurfélag Reykjavíkur tók að starfa í Vatnagöröum var lítil sem engin starfsemi hafin á athafnasvæði Sundahafnar og er fyrirtækið því réttnefndur frumkvöðull þar sem stærsta vöruhöfn landsins er nú staðsett. Frjáls innflutningur - aukin vöruvöndun Um þetta leyti var innflutningur á blönduðu fóðri gefinn frjáls og fór samkeppni á markaðinum því harönandi. Leiddi það til þess að meira var vandað til fóöurgerðarinnar auk þess sem ýtrustu hagkvæmni var beitt við framleiðsluna. Keypt var tölvustýrð fóðurblöndunarstöð sem jók alla nákvæmni viö fóðurgerðina. Þegar Fóðurblandan var seld árið 1984 var rætt um að Mjólkurfélag Reykjavíkur festi kaup á henni. Af því varð ekki en þegar Ijóst var að Heildverslun Guðbjörns Guðjónssonar vildi selja eignir sínar í Sundahöfn hófust viðræður á milli þess fyrirtækis og Mjólkurfélagsins er leiddu til kaupa þess á eignum heildverslunarinnar. Eftir að uppbyggingá starfsemi Mjólkurfélags Reykjavíkur í Sundahöfn var vel á veg komin var hús féiagsins viö Laugaveg selt Mjólkursamsölunni en skrifstofur þess fluttar í húsnæði sem Heildverslun G.G. hafði áöur átt við Korngarð 5 í Vatnagörðum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.