Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 12
12 ....... Bœndablaðið Þriðjudagur 8. apríl 1997 Námskeið á vegum Bændaskólans á Hvanneyri Litasamsetning í handverki, Hvanneyri 11.-12. apríl. Umsjónar- maður Guðrún Guðmundsdóttir. Grunnþættir litafræðinnar, unnin verkefnabók sem mun nýtast þátttakendum í áframhaldandi starfi við handverk og aðra iðju sem krefst litavals og samsetningar. Skýrsluhaldsforritið Danmink/Danfox, Hvanneyri 14. -15. apríl. Umsjónarmenn Bjarni Ólafsson og Einar Einarsson. Mjólkurgæði og júgurheilbrigði, Egilsstööum 15.-16. apríl, Hornafirði 17.-18. apríl. Umsjónarmaður Auður Lilja Arnþórsdóttir. Uppbygging júgursins, bakteríur i mjólk, flokkun mjólkur, júgur- bólga. Áhrif aðbúnaðar og mjaltatækni á júgurheilbrigði og gæði mjólkur. Fóðurframleiðsla á kúabúum, Hvanneyri 16.-17. apríl. Markmið: Að þátttakandinn verði færari um að skipuleggja nýtingu túna sinna og meta þörf og aðferðir við endurræktun túna og ræktun einærra tegunda. M.a. fjallað um fóðurþörf kúabúa, nýt- ingu núverandi túna, gróðurfar túna og þættir sem hafa áhrif á breytingu gróðurfars frá sáningu. Mat á gróöurfari. Einkenni tún- grasa. Nýting túna eftir gróðurfari og fóðurþörf (áburður, sláttur, beitj.Hagkvæmni nýræktar og endurvinnslu. Ræktunaráætlanir. Eiginleikar grænfóðurtegunda í ræktun og nýtingu. Nýting þeirra eftir aðstæðum og fóðurþörf. Hagkvæmni grænfóðurræktar. Skilyrði til byggræktar Málmsuða, Hvanneyri 17.-19. apríl. Umsjónarmaður Hilmar Hálfdánarson. Ætlað fólki sem hefur litla eða enga reynslu af málmsuðu. Logsuða og rafsuða. Tóvinna, Þingborg. Námskeiðinu er skipt á tvær helgar, 19.-20. og 26.-27. apríl. Bókleg og verkleg kennsla í undirstöðuatriðum tóvinnu, taka ofan af, kemba, spinna á rokk og halasnældu og loks að tvinna band. Jarðvinnsla og plægingar, Hvanneyri 28.-29. apríl. Bóklegt og verklegt námskeið í plægingu en einnig fjallað um endurvinnslu túna, framræslu, grófvinnslu, sáningu og fleira. Námskeið fyrir vistforeldra í sveitum, Hvanneyri 5.-6. maí. Rafgirðingar, Hvanneyri 12.-13. maí. Bóklegt og verklegt nám- skeið þar sem fjallað er um spennugjafa og efni til rafgirðinga, uppsetningu, vinnuþörf og öryggisatriði. im $ Nánari upplýsingar í síma 437-0000 Haukur Gunnarsson Bændaskólanum á Hvanneyri 311 Borgarnesi Sími 437-0000, fax 437-0048 LandhúnaOappíðheppa spupðup um neftid sem ftalla á um stefnu I landbúnaðapmúlum Kristján Pálsson (D) hefur lagt fram fyrirspum í þremur liðum til landbúnaðarráðherra. Fyrirspumin fjallar um störf nefhdar um stefnu í landbúnaðarmálum. 1. Hvaða samtök hagsmunaaðila eiga aðila að nefnd þeirri er skipa átti í upphafi árs 1996 og hefði það hlutverk að skoða vanda bænda og framtíðarsýn, ásamt því að marka stefnu í landbúnaðarmálum? 2. Hvert er hlutverk nefndarinnar samkvæmt erindisbréfi ráðherra? 3. Hvenær á nefndin að skila til- lögum sínum til ráðherra? Bændablaðið mun birta svar landbúnaðarráðherra strax og það verður lagt fram á Alþingi. Búnaðarsamband Eyjafjarðar Kjörlisti til Búnaðarþings fýrir kjörtímabilið 1998-2000 hefur borist til stjórnar Búnaðarsambands Eyjafjarðar studdur tilskildum fjölda meðmælanda og er hann þannig skipaður: Aðalfulltrúar: 1. Pétur Ó. Helgason, Hranastöðum, Eyjafjarðarsveit 2. Haukur Halldórsson, Þórsmörk, Svalbarðsstrandarhreppi Varafulltrúar: 1. Svana Halldórsdóttir, Melum, Svarfaðardal 2. Stefán Magnússon, Fagraskógi, Arnarneshreppi Samkvæmt lögum um kosningar til Búnaöarþings framlengist frestur til að leggja fram fleiri lista til 21. apríl nk. Komi ekki fram fleiri listar skoðast þessi sjálfkjörinn. Stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar Áskrift að bók til heiðurs Gunnari Guðbjartssyni á Hjarðarfelli Ég óska eftir að gerast áskrifandi að bók Bœndasamtaka íslands sem kemur út siðar á þessu ári til að heiðra minningu Gunnars Guðbjartssonar á Hjarðarfelli og jafnframt að taka þátt í að heiðra minningu hans með því að nafn mitt verði skráð á lista yfir þá er það gera en listinn verður fremst í bókinni. Sjá kynningu á bókinni á bls. 3 Vinsamlega sendið útfyllt eyðublað til Bœndasamtaka íslands, Pósthólf 7080, 127 Reykjavík. Nafn: Staða: Heimili: L J Lipur, kraftmikill ogfjölhœfur Ný lína frá New Holland INEWHOLLAI\D V VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601 * 4 stœrðir frá 65 til 95 hestafla með og án framdrifs * Lágnefja með frábæru útsýni * Aðbúnaður ökumanns og hljóðeinangrun (74 db) í ökumannshúsi með því besta sem gerist * Samhœfður gírkassi með vendigír og valmöguleika á vökvamilligír eða skriðgír * Vökvakúpling á aflúrtaki, þriggja hraða (540/750/1000 snún./mín.) * Opnanlegir beislisendar, lyftukrókur, vagnbremsa og margt fleira er meðal staðalbúnaðar * Besti valkosturinn, ríkulega búinn og á besta verðinu miðað við útbúnað

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.