Bændablaðið - 28.10.1997, Side 3

Bændablaðið - 28.10.1997, Side 3
Þriðjudagur 28. október 1997 Bœndablaðið 3 Henta mykjutankar á íslandi Athyglisvert Wraun gerö á Hvsnneyri í vetur Magnús Sigsteinsson, Bændasamtökum fslands Víða erlendis hefur tíðkast lengi að geyma mykju í opnum, hringlaga tönkum. Þessir tank- ar eru oft á bilinu 15-25 metrar í þvermál og algeng hæð þeirra er2-4metrar. Tankanaerhægt að útbúa úr steinsteyptum ein- ingum eða galvaniseruðum og epoxy-máluðum stálplötum sem raðað er saman á steypta botnplötu. Einnig þekkist sú aðferð að útbúa mykjutanka úr stáiplötum sem settar eru upp á sandpúða og tankurinn er síðan fóðraður að innan með níðsterkum dúk. Steypt botn- plata er þá óþörf. Með þessari aðferð er fljótlegt að setja tank- inn upp og auðvelt að flytja hann í burtu ef búskaparhættir skyldu breytast. Mykju er komið í þessa tanka með því að dæla henni úr söfnunar- bmnni við gripahúsið í tankinn. Á síðari ámm hefur komið á markað- inn tæknibúnaður sem gerir það kleyft að fylla tankana neðan ffá, það er að segja að dæla eða þrýsta mykjunni upp í gegnum rör í botni tanksins. Þessi aðferð hefur þann kost umfram það að dæla mykju yfir tankbarminn að yfirborðslag mykjunnar liggur þá óhreyft og lyftist smám saman eftir því sem tankurinn fyllist. Minni mykjulykt verður úr tanknum og þá er heldur ekki verið að dæla mykju ofan á klakaskel að vetrarlagi. Dælulögn milli safhbmnns og tanks er þá al- farið neðanjarðar, sem er ótvíræður kostur í frosti. Þegar tankurinn er tæmdur er hægt að stinga mykjudælu beint ofan í hann yfir barm tanksins. Nauðsynlegt er að hræra upp í mykjunni áður en farið er að dæla henni upp, en í þessum tönkum er það afar auðvelt hvort sem er með traktordrifinni mykjudælu eða skrúfuhræm. Mykjutankamir hafa þótt hag- kvæm lausn sem hauggeymsla á kúa- og svínabúum erlendis. Þar tíðkast óvíða að hafa haugkjailara undir gripahúsunum eins og hér er algengt. Hagkvæmni tankanna byggist þó einkum á því að ekki þurfi að setja dýrt þak yfir þá heldur geti þeir staðið opnir. Nú hyllir loksins undir það að opinn mykjutankur úr stálplötum verði prófaður við hérlendar að- stæður. í haust verður byggður slík- ur tankur við geldneytafjósið á Bændaskólanum á Hvanneyri. Það er fyrirtækið Vélaval í Skagafirði sem flytur inn þennan mykjutank fráMalgarí Svíþjóð. Það verður fróðlegt að fylgjast með því nk. vetur hvemig búnaður- inn reynist og hvort þessir mykju- tankar geti orðið álitlegur kostur fýrir íslenska kúa- og svínabændur sem þurfa að stækka hauggeymslur sínar eða em að hugleiða ný- byggingar. Þessi athugun á Hvann- eyri er mikilvægt skref í þá átt að leita leiða til að lækka bygginga- kosmað í íslenskum landbúnaði. Ormjilyf fyrlr hre«« Eqvalan pasta er þægilegt og áhrifaríkt ormalyf. Eqvalan inniheldur ivermectin, sem er einstakt efnasamband unnið úr lífverum í jarðvegi. Sannað þykir að ivermectin (6,42 g í skammti) hefur meiri virkni og heldur því hrossinu þínu mun lengur ormalausu en önnur sambærileg lyf. Eqvalan eyðir helstu þráðormum og lifrum þeirra, hver pakkning er einn og hálfur skammtur. Milljónir skammta af Eqvalan sem gefnir hafa verið hrossum um allan heim sanna áhrifamátt og mikið öryggi lyfsins. Með hverri pakkningu lyfsins eru íslenskar leiðbeiningar um skömmtun, aðvararnir og mikilvægar varúðarreglur. Eqvalan pasta fœst án lyfseðils t Apótekum og hjá dýralœknum. Lesið leiðbeiningar vandlega fyrir notkun Ábcndingar: Þráöormur í mcltingarvcgi hrossa og þáðormalirfúr á ýmsum þroskastigum. SkjunmtasUeríMr. 0J2 mg ivcrmcctin, þ.e. 1,07 af pasta/lOOkg gcftð um munn. Gxta skal þcss, afi hcsturinn sé ckki tneð fóöurlcyfar uppi í sér og lyfið skal lagt aftanlcga á tungu. ARA SÍA ohf. frá CASE IH verksmiðjunum í Austurríki Eigum fyrirliggjandi CASEIH CS94 94 hestafla, 4x4, 4 cyl - MWM mótor, alsamhæfður vendigír, vökvamilligír - 16/16 gfrar, vökvatengt aflúttak, 430/540/750/1000 snún/mín, lúxushús - 72 dB, farþegasæti, lyftutengdur dráttarkrókur og opnir beislisendar. VÉLAR& ÞjéNUSTAhF Jámhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.