Bændablaðið - 28.10.1997, Síða 5

Bændablaðið - 28.10.1997, Síða 5
Þriðjudagur 28. október 1997 Bœndablaðið 5 kyni sem reynt yrði. * Efnasamsetning mjólkur hjá rauðu kúnum er hvað líkust því sem má finna hér á landi. * I erlendum samanburði er ekki að finna neinar vísbend- ingar um afgerandi yfirburði svörtu kynjanna umfram þau rauðu. Gagnvart afurðasemi er slíkur samanburður er- lendis á traustum grunni. Út- litsþcetti eins og júgur- og spenagerð er tiltölulega auð- velt að meta út frá gripunum sjálfum, þeir þættir stjórnast það lítið af umhverfisþáttum. Gagnvart hreysti, jjósemi og öðrum lágarfgengisþáttum er munur á milli kynjanna minna þekktur, en vísbend- ingar eru samt fremur um yfirburði hjá rauðu kynjunum í sumum slíkum eiginleikum. * Áherslur í ræktunarstarfi á síðustu einum til tveimumr áratugum eru að mörgu leyti meira aðlaðandi þegar horft er til framtíðar, í ræktun rauðu kynjanna á Norður- löndum en hjá öðrum kynjum. Hvernig á að framkvæma tilraun meó innflutning? Þriðja atriðið sem nefndinni bar að móta tillögur um var á hvem hátt bæri að standa að slík- um tilraunainnflutningi. Nefndin gerir þá ráð fyrir að slíkan inn- flutning verði að framkvæma í fullu samræmi við núgildandi lög um innflutning dýra. Þá er ljóst að stefnt yrði að því að flytja inn fósturvísa í kýr í ein- angrunarstöðinni í Hrísey. Lagt er til að fluttir yrðu inn það margir fósturvísar að 5-7 naut fengjust sem sett yrðu í sæðistöku og hefð- bundna afkvæmarannsókn í samanburði við íslensk naut á sama tíma. Gerðir yrðu sérstakir samning- ar við þau bú sem tækju þátt í þeim samanburði. Það yrðu aðeins bú þar sem til staðar er traust og öflugt skýrsluhald á vegum naut- griparæktarfélaganna. Jafnframt mundu viðkomandi aðilar undir- gangast skuldbindingar um að dreifa ekki gripum af hinu nýja blóði frá búum sínum á meðan á tilrauninni stæði. Á þennan hátt væri tryggt að gripimir yrðu reyndir við breyti- legar aðstæður hér á landi og um leið yrði samanburðurinn það víð- tækur að mögulegt yrði að leggja mat á alla þá eiginleika sem áhugaverðir eru í slíkum saman- burði ( einnig hreysti, heilbrigði og fijósemi kúnna). Eins og allir þekkja þá munu niðurstöður af slíkum samanburði fyrst liggja fyrir 6-7 árum eftir að innflutningur fer ffam. Við innflutning fósturvísa má ætla að líkur fjöldi af kvígum og nautum fæðist. Nefndin leggur til að þær kvígur sem þannig verða til verði nýttar sem "útungunarvélar", þannig að fósturvísar af hreinum gripum verðir fluttir frá þeim í kýr á tilraunabúunum. Á þann hátt ættu að fást upplýsingar sem geta gefið vísbendingar um þann blendingsþrótt sem hugsanlega kemur fram við blöndun á erlendu kyni við það íslenska. Ástæða er til að leggja á það áherslu að þessar tillögur fjalla um tilraun til blöndunar á erlendu mjólkurkúakyni við það íslenska. Þegar niðurstöður lægju fyrir væri kominn grundvöllur til að leggja mat á frekari nýtingu á erlendu erfðaefni við kynbætur á íslenska kúakyninu. Sjá upptalningu á funda- stöðum á næstu blaðsíðu. TRAKTORSVEISLA!!!!!! Bónus pú^fírgaLaeeiD= dráttarvélini-^ö áffiQksturstaekiil \mT færðU Með hverr. ve. iy.»i- R40 ámoksturstæki, ao verðmæti kr. 520.000- ai vsk. I nú er einstakt tækifær. að eignast öf'u9a - vökvaskipta drattarvei New Holland 7740SLE 4 x 4. 95 hestafla dráttarvél vökvaskipt á aðeins kr. 3.190.000- án vsk, með ámoksturstækjum Áthugið að aðeins er um örfáar ftMV vélar að ræða °9 « tilboðið ’ r \ yi: stendur í V. ii ^ takmarkaðan V U Cl«)N3vl tíma. —•••. •••••••••• „'••••••••••••• *•••••••••••••• ••••••••♦•••••• ^^^••••••••••••'— Láttu ekki verðtilbað ársins gángá þer úr greidum. New Holland býður vökvaskiptar dráttarvélar á tilboði ársins VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.