Bændablaðið - 28.10.1997, Qupperneq 8

Bændablaðið - 28.10.1997, Qupperneq 8
8 Bændablaðið Þriðjudagur 28. október 1997 A Alfa Laval Agri ...toppurinn f mjaltatækni Harmony Top Flow er ótrúlega léttur mjaltakross með nýja gerð spenagúmmía sem eru með þynnri veggi og meira flæðirými en nokkru sinni fyrr. Minna burðarálag á spena. Minni hætta á loftleka milli spena og spenagúmmís. Fljótvirkur flutningur á mjólkinni yfir í lögnina kemur í veg fyrir flökt á sogi. w VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601 Harmony TopFlow MJALTAKROSSIN Þetta er eio helsta niðupstaOan úr markaOskönnun Félags hrossabæeda sem kynut verður ð samráðsfundi í hrussarækt om miðjan mánuðinn Hulda Geirsdóttir, Félagi hrossabænda. Aukinn útflutningur hrossa og mikill áhugi erlendra aðila á ís- lenska hestinum hefur skapað þörf fyrir ítarlegri skilgreining- ar á þörfum reiðhrossa- markaðarins erlendis. Félag hrossabænda, í samvinnu við Útflutnings- og markaðsnefnd hrossa framkvæmdi viðamikla markaðskönnun fyrr á árinu og liggja niðurstöður nú fyrir. Könnunin var send út með tímaritinu Eiðfaxa Intemational í 2277 eintökum og var markhópur- inn eigendur og áhugamenn um ís- lenska hestinn erlendis. Alls bámst 282 svör, sem samsvarar 12,20% svarhlutfalli. Það telst mjög góð svömn, enda er 5% svömn talin nægja til að könnun sem þessi sé marktæk. Alls bámst svör frá les- endum í 23 þjóðlöndum. Hæst svarprósenta per útsend gögn var frá Stóra-Bretlandi eða 21,73%, en flest svör bámst hins vegar frá Þýskalandi eða 108. Langflestir svarendur vom kvenkyns, eða 77% og mjög virkir í hestamennsku, aldursdreifing var frá 18 til 75 ára og áttu svarendur frá 0 og upp í 40 hross. Niðurstöður könnunarinnar em mjög afgerandi á nokkmm sviðum. Til dæmis er afgerandi ljóst að mikill meirihluti svarenda hneigist að frístundahestamennsku, ekki keppni. Fjölda margir segja ræktunina einblína um of á atriði sem tengjast keppni, í stað þess að snúast um að skapa "ekta reiðhesta fyrir áhugamenn." Einnig em niðurstöður afger- andi þegar spurt er um þá eigin- leika sem mestu máli skipta þegar keyptur er íslenskur hestur. Þar standa lundgæði og tölt langt upp úr. Atriði eins og verð, hæð, litur, fimm gangtegundir, og ættgöfgi skipta mun minna máli. Þessar niðurstöður sjást svo aftur þegar spurt er um mikilvægustu eigin- leika í samanburði við önnur hestakyn. Þar standa geðslag og tölt uppúr. 72% svarenda kjósa að kaupa eingöngu tamin hross og endur- speglar það óskir markaðarins um fleiri vel tamin hross. 35% segjast kjósa hross sem fædd em á íslandi, 47% segja fæðingarland hrossa ekki skipta máh, og 18% kjósa hross sem Spurt var í könnuninni: „Hvaðan vilt þú kaupa hestana þína?“ Af hestasala í mínu landi (11%) Frá hestabúgarði í nágrenninu (7%). Af hestasala á íslandi (4%). Frá ræktanda í mínu landi (34%). 8og hjá smákálfum og júgurskemmdir hjá kvígom Jóhann B. Magnússon, fyrrv. starfs- mafiur Rannsóknastofnunar land- búnaðarins Veturinn 1994-1995 var gerð atferlisathugun á smákálfum í fjósi Bændaskólans á Hvanneyri. Athugunin var samvinnuverkefni Bútæknideildar Rala og Bænda- skólans, undir stjóm Jóhanns B. Magnússonar. Sérstaklega var fylgst með atferli þeirra er tengist sogi. Kálfaeldi í hópstíum hefur oft í för með sér að sog milli kálfa verður að ávana á fyrsta mánuði. Þegar spenar og júgur em sogin komast júgurbólgusýklar inn í júgurvefinn og geta verið búnir að skemma hann varanlega áður en kvígan ber. Könnun sem gerð var jafnhliða meðal 240 bænda á Suðurlandi og í Borgarfirði sýndi að hjá þeim vom 17,5% kvígna með júgurbólgu við fyrsta burð og 8,3% með ónýtt júgur eða júgur- hluta. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort fóðmnaraðferð hefði áhrif á sogatferli hjá smá- kálfum. Leitast var við að svara spumingum svo sem: Hvort kálfar svali sogþörf jafnt allan sólar- hringinn? Hvort svölun á sogþörf sé breytileg eftir því hvemig þeir eru fóðraðir (túttur eða fötur)? Hvort gjafatíðni hafi áhrif (tvisvar eða Qómm sinnum á dag)? Hvemig sogatferli breytist með aldri? Kálfahópum var annars vegar gefin mjólk í fötum á fóðurgangi, og hins vegar úr túttufötum, þar sem túttumar vom í 5-10 sm hæð yfir herðakambi. Túttukálfamir höfðu túttumar allan sólarhringinn nema rétt á meðan þær vom þrifnar en fötumar vom teknar frá fötukálfunum þegar kálfamir vom búnir að drekka. Allir kálfamir fengu 6 lítra af mjólk á dag og höfðu frjátsan aðgang að þurrheyi, kjamfóðri og vatni. Sogatferlið var mest áberandi í 15 mínútur rétt fyrir gjafir og nokkra stund (15-30 mínútur) eftir gjafir. Einnig var sog þegar um- gangur var í fjósinu og þegar kálfamir stóðu upp eftir að hafa legið lengi. Heita má að allt sog- ferli túttukálfanna hafi beinst að túttunum. Þeir sugu túttumar 15- 30 mínútur í hvert mál. Utan mála sugu þeir allir túttumar en aðeins í stuttan tíma í einu. Aldrei greindist sog milli túttukálfanna. Sogatferli hjá fötukálfunum einkenndist af að þeir sleiktu og sugu milligerðir, rimlana í gólfínu, andlit, háls og júgurstæði hvers annars. I kjölfar mjólkurfóðmnar kom alltaf fram sog á milli ein- hverra kálfa. Með auknum aldri styttist heildartími sogs hjá öllum kálfun- um og það greindist minna utan fædd em í sínu heimalandi. Mikill meirihluti svarenda er sáttur, eða nokkuð sáttur við verð á hrossum og fylgni verðs og gæða hrossa, en 41% finnst innflutnings- gjöld of há. 44% svarenda segjast vilja kaupa hesta sína beint af ræktanda á Islandi, 34% af ræktanda í sínu heimalandi, 11% af hestakaup- manni í sínu heimalandi, 7% af reiðskóla í nágrenni og 4% af ís- lenskum hestakaupmönnum. Þar skrifuðu margir athugasemdir um að þeir kysu að versla beint við ræktendur á Islandi, en það væri erfitt vegna tungumálaerfiðleika, skorts á útflutningsþjónustu of.l. Einnig kom oft fram að bændur- /ræktendur gætu ekki gefið upp verð þegar spurt væri og að von- laust væri að kaupa vöm sem ekki væri verðmiði á. 72% töldu stefnu hrossaræktar- innar á íslandi á réttri leið, þó skrifuðu margir athugasemdir við svör sín, s.s. að hrossin væm að verða of fíngerð, fótagerðin væri ekki nógu góð of.l. Þegar menn voru spurðir um reynslu sína af íslandi fengu hestamir og náttúran hæstu einkunn. Fólkið kom þar á eftir, en íslensk matargerð fékk lægstu einkunn. Sumarexem var nefnt í miklum meirihluta þegar menn vom beðnir um að nefna vandamál sem þeir ættu við að stríða með íslensku hestana sína. Margir skrifuðu athugasemdir um hversu alvarlegt þetta vandamál væri og að flestir teldu það einskorðast við hross fædd á íslandi. Þegar spurt var um uppáhalds- lit var vindótt oftast nefnt af einstökum litum. Þar á eftir komu bleikt og bleikálótt. Könnun Félags hrossabænda verður kynnt ítarlega á sam- ráðsfundi fagráðs í hrossarækt 14. nóvember nk. og niðurstöður hennar ræddar. Frá ræktanda á íslandi (44%) gjafatíma. "Túttukálfamir" lágu meira en hinir og gefur það til kynna að þeir hafi náð að full- nægja sog- og næringarþörfinni betur. Túttufötur líkja eftir náttúm- legum aðstæðum. Með slíkri fóðmn er minni hætta á að mjólk lendi í vömbinni og valdi þannig skitu hjá kálfunum og munnvatns- framleiðsla verður meiri og þar með betri nýting á mjólkinni. Kálfar sem fá mjólk úr túttum ná yfirleitt að fullnægja sogþörf sinni á meðan á fóðmn stendur og þannig er að miklu leyti hægt að koma í veg fyrir næringarlaust sog kálfa. Túttumar verða að vera hjá þeim allt mjólkurfóðmnarskeiðið og einnig fyrst eftir að hætt er að gefa þeim mjólk. Mjög áríðandi er að kálfamir hafi strax frá fyrstu viku einnig aðgang að fersku vatni, fái nægju sína af góðu gróf- fóðri og séu í rúmgóðum hlýlegum stíum. Allir þessir þættir auka á vellíðan kálfanna og minnka þar með þörf þeirra til að leita eftir huggun með sogi. Gott uppeldi styrkir gripina þannig að þeir verða sterkari fyrir og fá síður júgurbólgu, fóðursjúk- dóma eða annað slen.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.