Bændablaðið - 28.10.1997, Qupperneq 14

Bændablaðið - 28.10.1997, Qupperneq 14
14 Bœndablaðið Þriðjudagur 28. október 1997 Rannsóknastofnun landbúnaðarins Grótar Einarsson, deildarstjóri Bú- tœknideildar RALA á Hvanneyri. Prófun á aflúttaki Afl mótorsins gefur í rauninni til kynna afköst dráttarvélarinnar við hin ýmsu störf. Með því að setja álagsmæli á aflúttakið má þannig fá fram eiginleika mótors, t.d. hvað varðar afl, eldsneytiseyðslu og seiglu. I upplýsingabækhngum eru stærðir oft gefnar upp með öðrum hætti og geta því veitt kaupandanum rangar hugmyndir. I stað þess að gefa upp afl á aflúttaki er mótoraflið oft gefi upp, en það er töluvert meira. Munurinn er vegna taps á afli í gírkössum. Mestur verður munur- inn ef mótoraflið er gefið upp í S AE- einingum, en nokkru minni ef miðað er við DIN-einingar. Við báðar þessar mæhaðferðir eru álags- mælingar gerðar án ýmiss konar búnaðar á mótomum, t.d kæhviftu, rafals o.fl. sem verður að vera fyrir hendi við venjulega notkun. Aflmælingar á aflúttaki gefa því bestan samanburð þegar vélamar em notaðar við búrekstur. Prófanimar em gerðar samkvæmt stöðluðum að- ferðum (OECD) og sérstaklega ætlaðar dráttarvélum. Við prófanimar er afhð á aflút- taki (tengidrifi) mælt við mis- munandi snúningshraða og álag. Aflið er mælt í kílówöttum (kW), snúningshraði í snúningum á mínútu (sn/mín) og eldsneytiseyðslan í h'tmm á klukkustund (1/h) og kíló af olíu á kflóvattstund (kg/kWh) sem nefna mætti eðliseyðslu. Ahar þessar niðurstöður em gefnar upp í töflum eða h'nuritum. Afl og snúningavægi Prófún á hámarksafh á aflúttaki er gerð með hámarks olíuinngjöf. Mesta afl fæst þegar mótorinn hægir á sér vegna álags við þann snúnings- hraða sem gangþráðurinn gefur há- marks innspýhngu í bmnahólfm. Við staðlaðar aðferðir (OECD) er miðað við meðaltöl mælinga eftir tveggja klukkustunda keyrslu. (Mynd 2 punktur 2). Hámarksafl við staðlaðan aflút- takshraða er mælt á lflcan hátt, þ.e. með hámarksinngjöf, en með álagi er mótorinn látinn hægja á sér þar til aflúttakið er komið niður í staðlaðan hraða sem oftast er 540 sn/mín. Aflið minnkar eftir því sem snúningshraðinn vflcur meira frá hraða við hámarksafl. Við þessar stöðluðu prófanir er afhð einnig mælt við þijá mismun- andi snúningshraða sem mótorinn er stilltur inn á með olíugjöfinni. a. Mestu olíugjöf. (Mynd 2. lína 1-2) b. Snúningshraða sem svarar til 80% af hámarkshraða. (Mynd 2, lína 3-4). c. Snúningshraða sem svarar til 60% af hámarkshraða. (Mynd 2, h'na 5-6). Á hverju hraðastigi er hraða breytt með álagi í sex þrepum frá óheftum hraða (mynd 2, punktar 1,3 og 5) þar til hámarkskrafti er náð (mynd 2, punktar 2, 4 og 6). Þó að álagið breytist mikið þá er ekki mikil breyting á snúningshraða eins og fram kemur á myndinni. Ástæðan íyrir því er sú að gangþráðurinn stjómar olíuinngjöfinni, en hún breytist að sjálfsögðu með auknu álagi. Eiginleikar mótors gagnvart hámarksálagi koma í ljós þegar álagið eykst skyndilega og snúningshraði fer vemlega niður fýrir hámark. Þetta gerist t.d. þegar ekið er af sléttum vegi upp brekku. Þá sér gangráður um að véhn fær mestu inngjöf. Þegar snúningshrað- inn minnkar eykst snúningsvægi mótors umfram það sem hann hefur við mesta snúningshraða (A á mynd 1). Ef álagið eykst nægilega mikið fer snúningsvægið rúður fyrir há- mark (B á mynd ) og þá er nauðsyn- legt að skipta um hraðastig. Aukning á snúningsvægi frá há- marksafli (C á mynd) og tilsvarandi lækkun á snúningshraða (D á mynd 1) er „seigla" mótorsins. Hún er oft gefin upp í prósentum. Há tala þýðir mikla „seiglu". Eldsneytiseyðsla Við prófanir á aflúttaki er eld- neytiseyðsla einnig mæld. Hún er oftast mæld í lítrum á klukkustund (1/kWh) sem einnig mætti nefna eðliseyðslu vélarinnar. Eðhseyðslan er góður mælikvarði á þá orku sem þarf tíl að framkvæma tiltekna vinnu. Með því mótí fæst gmnnur til að bera saman ólflcar vélar, jafnvel mismunandi aflmiklar vélar. Lítil eðhseyðsla þýðir góða nýtni, þ.e. að aflvéhn nýtir eldsneytið vel. Bestu nýtrúna hafa aflvélamar yfirleitt undir miklu álagi á frekar hægum snúningshraða (mynd 2, punktur 4). Þetta gildi er oft gefið upp í auglýsingum en í reynd em vélamar sjaldan notaðar á þessu hraðasviði undir álagi. Dráttarafl Dráttarafl vélanna er eðhlega háð aðstæðum á velli, en mest verð- ur það á þurmm og hörðum velli. Dráttargetan er að auki háð þyngd vélarinnar, þyngdarhlutföhum á milli fram- og afturhjóla, framdrifi og gerð hjólbarða o.fl. I alþjóðastöðlum yfir prófanir hefur því verið vahn sú aðferð að prófa vélamar á steinsteyptum eða malbikuðum brautum. Það gefur möguleika á beinum samanburði milh vélamerkja og eins á milh landa. Ekki em tíl neinar einhlítar að- ferðir tíl að yfirfæra niðurstöður um dráttargetu á prófunarbrautum yfir á hinar ólflcu aðstæður á velli. Við erfiðar aðstæður er dráttarafhð aðeins 20-40% af því sem það er á bundnu slitlagi. Við bestu aðstæður á velli næst um 70% af afhnu á velli miðað við prófunarbrautir. Við prófanir dregur dráttarvélin þungan vagn með sérstökum hemla- búnaði. Dráttaraflið er mælt í kflónewtonum (kN) og ökuhraðinn í kflómetmm á klukkustund (km/klst). Hjólaskrik er mælt í prósentum (%), eldsneytíseyðslan í h'tmm á klukku- stund (1/klst) og kflówattklukku- stund (kg/kWh). Með aðstoð hemlavagnsins er dregið úr hraða aflvélar þar tíl hámarks dráttarafl næst. Ut frá dráttarátaki og ok'u- hraða er síðan dráttarafhð reiknað. Prófunin er gerð á öllum hraðastíg- um bæði með og án aukaþyngingar á dráttarvélinni. Á lægstu hraða- stigum er ekki mögulegt að fullnýta mótorafhð vegna skriks á hjól- börðum. Mesta dráttarafhð fæst að jafnaði með 15% skriki á hjól- börðum. Dráttarafhð er oftast um 5- 10% minna en afl af aflúttaki vegna taps í gírkössum. Hraðastig dráttarvéla Ekki er einhlítt svar til við því hve mörg hraðastíg (gíra) er æskilegt að hafa á dráttarvélinni. Við ýmiss konar jarðvinnu er gott að hafa mörg hraðastig á bihnu 4-11 km/klst. Við flutninga skiptir meira máli að hafa mörg hraðastig á bihnu 15-30 km/klst. Mjög lág hraðastig (0,5-4,0 km/klst) getur verið nauðsynleg að hafa við ýmsar niðursetrúngs- og upptökuvélar. Þar sem flestar cháttarvélar eru notaðar við hin breytilegustu störf verða hraðastígin að vera málamiðlun gagnvart hinum ýmsu kröfum. Þrepin í hraðastígum þurfa að vera þannig að hraðinn aukist í ákveðnum hlutfollum (prósentum) eftir því hvað þrepin eru mörg. Með því mótí má komast hjá að „eyður“ séu á milh þrepa. Hraðastígsbreytingar (gfrskipt- ing) verða að vera liprar. Hraða- skiptíngar án þess að ijúfa þurfi tengsli (t.d. multí-power) auka af- kastagetu vélarinnar við breytilegar aðstæður. Samhæfhi (synkroni- sering) hraðastiga léttir mjög skiptínguna, t.d. þegar unnið er með ámoksturstækjum, og þá getur jafn- vel verið kosUir að „bakkgír" sé samhæfður. Þá er einnig kostur að hraðastíg- in séu í rökréttri röð á gírstönginni svo að ekki þurfi að leita eftír skiptingunum og hægt sé að skipta í beinu framhaldi. Vökvakerfi Við prófanir er vökvadælan reynd, þ.e. hver afköst hennar em við ólflcan þrýsting og hver lyftigeta lyftíarma er í mismundi hæðarstöðu. Vökvadælan er reynd með rennshsmæh sem sýnir streymið í lítíum á mínútu (1/mín) og þrýsti- mæh sem sýnir þrýstínginn í mega- pascal (Mpa) og rennshshindmn sem sett er á milli tveggja oh'uúttaka á dráttarvélinni. Mesta rennshs- magnið fæst að sjálfsögðu þegar mótstaðan er minnst. Með mót- stöðunni er þrýstíngurinn aukinn smám saman þar tíl öryggisventihnn í véhnni opnast. Við þær aðstæður gefur vökvadælan hámarksafl og - þrýsting. Hönnun vökvakerfisins að öðm leytí er einnig mikilvæg. Oh'umagn- ið í kerfinu hefúr gildi varðandi hve fljótt oh'an hitnar og einnig hve stór kerfi utan dráttarvélar er hægt að nota, t.d. ýmsan sturtubúnað. Ef vökvakerfið er notað lengi í einu undir miklu álagi getur sérstakur kæhbúnaður verið nauðsynlegur og oft má fá hann sem aukabúnað á vélamar. Nær allar dráttarvélar em búnar með þrítengibeish. Við prófanir er lyftigeta í lyftíörmum mæld, annars vegar beitt í lyftiörmum og hins veg- ar í sérstökum ramma sem settur er á beishð. í báðum tílvikum er lyftí- getan mæld í mismunandi hæð á lyftisviðinu. Krafiturinn er mældur í ldlónewton (kN). Lyftigetan er breytileg eftir hönnun kerfis, þ.e. á hvaða hæðarsviði lyftígetan er mest. Dráttarvélin sem vinnustaóur Aðbúnaður ökumanns við stjómun á dráttarvélum hefur batnað á undanfömum ámm. Það á bæði við um ýmiss konar stjómunarbúnað og öryggisatriði. I gildi er reglugerð sem kveður á um að allar vélar skuh vera með öryggisgrind, og em nær allar nýjar vélar nú með vönduðu húsi. Innkoma vélamar, þ.e. fótstig, handföng og hurðir skipta núklu Snúnlngihr«bl mólor*. »n/m!n. Mynd 3. Myndin sýnir eldsneytiseyðslu við ólíkan snúningshraða. Efri línan sýnir heildareyðslu í lítrum á klukkustund, en neðri lína eðliseyðsluna, kg olíu á kílóvatttíma. Punktar 1 og 2 sýna eyðslu við hámarksálag. Besta nýtingin á olíunni fæst við punkt 4, cn mjög léleg fæst við punkt 3 þ.e. mikinn snúningshraða og lítið álag. Snánlngtvagl Nm Mynd 1. Línuritið sýnir 1 D snúningsvægi dráttarvélar við ólíkan snúningshraða. Fjarlægðin A gefur til kynna snúningsvægi við hámarsksafl mótors (mesta snúningshraða), en B mesta snúningsvægi, en það er við minni snúningshraða. C sýnir aukningu á snúningsvægi frá hámarksafli og D hvað snúningshraði minnkar til að ná þeim mörkum. \ \ E \ 1 Snúnlno#hra6l mótora, en/mln. Snúnlno»hrat)l múlors, sn/mln. Mynd 2. Á línuritinu kemur fram samband á milli snúningshraða mótors og afls. Lína 2-4-6 sýnir hámarksafl við ólíka snúningshraða. Línur 1-2, 3-4 og 5- 6 sýna afl mótors við mismunandi álag og snúningshraða. Dæmi: Við punkt 5 snýst mótor um 60% af hámarkssnúningshraða án álags. Mótorinn hægir nokkuð á sér við álag þar til mesta afl fæst á þeirri hraðastillingu, punktur 6. Við kaup á dráttarvélum er tekin ákvörðun um tiltölulega mikla fjárfestingu á mælikvarða almenns búrekstrar. Því er nauðsynlegt að menn vandi valið og afli sér sem fyllstra upplýsinga áður en kaup eru gerð. Sú ákvörðun er oft erfið því að tvinna þarf saman ýmiss konar tæknilegar upplýsingar, verð og greiðsluskilmála, væntanlega þjónustu umboðs og inn í það fléttast svo jafnvel fyrri reynsla af ólíkum merkjum. Við prófanir á dráttarvélum á opinberum prófunarstöðvum koma fram mikilvægar tæknilegar upplýsingar. Hér á landi er ekki aðstaða til prófunar á dráttarvélum, en Bútæknideild fær skýrslur frá flestum prófunarstöðvum í Evrópu. Þá hafa allir umboðsmenn þessar skýrslur undir höndum, sem sjálfsagt er að kynna sér áður en kaup eru gerð. Eftirfarandi pistill er tekinn saman til að skýra hin ýmsu hugtök sem eru í þessari umræðu svo og hvemig staðið er að mælingum.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.