Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. október 2000 Gólf fyrir gripahús G.SKAPTASON TUNGUHALS 5 * REYKJAVlK SÍIVII 577 2770 FJÁRVOGIR Fjárvogir með skífuvog 150 kg hámarks burðargeta Inngögnuhliö opnast upp. Eitt handfang lokar hliöum og stjómar vigtun. Sama handfang opnar útgönguhliö. Útgönguhliö getur opnast til hægri eöa vinstri. Vigtin færist upp/niöur á lokuöum legum. Fjárvogir með tölvuvog Nú eru flárvogimar fáanlegar meö EziWeigh tölvuvog í staö sklfuvogar. Meö tölvuvog fæst fljótari og öruggari aflestur. Tölvuvogimar eru ákaflega handhægar og auöveldar f notkun. Viö flutning eöa geymslu er auövelt aö smella tötvuvoginni af til aö foröa henni frá hnjaski. PÚR HF RBYKJAVÍK • AKURBYRI REYKJAVlK: Armúla 11 - s(mi 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - slmi 461-1070 Framleiðsla og sala búvara í ágúst Alifuglakjöt í ágúst voru framleidd 236,5 tonn af alifuglakjöti, 14,7% minna en í sama mánuði í fyrra. Sala nam 269 tonnum, 17,5% meiri en í ágúst 1999. Síðastliðna 12 mánuði nam framleiðsla alifuglakjöts 3.154 tonnum, sem er 5,2% aukn- ing miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Sala á sama tíma var 3.116 tonn sem er svipað og á sama tímabili í fyrra. Svínakjöt í ágúst voru framleidd um 409 tonn af hrossakjöti, 2,4% meira en í sama mánuði í fyrra. Sala nam 421 tonni, 2,45% meiri en í ágúst 1999. Síðastliðna 12 mánuði nam framleiðsla svínakjöts 4.642 tonn- um, sem er 3,4% aukning miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Sala á sama tíma var 4.658 tonn sem er 3,9% aukning m.v. sama tíma. Smá- v auglýsinga- 1-1 síminn er 563 0300 iardúnn óskast Exco ehf. Skútuvogi 10 b. sími 581-2388. V t ’ .. i. ■ i. _ Viðræður milli Isteka og umhverfisráðuneytisins vegna blóðsöfnunar úr fylfullum merum: Deilt um hvort blóðsöfnunin falli undir ákvæði dýraverndunarlaga Umhverfisráðuneytið sendi í sumar bréf til fyrirtækisins Isteka vegna blóðsöfnunar úr fylfullum merum sem fyrirtækið hefur staðið fyrir undanfarin ár. I bréfínu kemur fram að ráðun- eytinu hafí borist ábending um að fyrirtækið safni blóði úr fyl- fullum merum í þeim tilgangi að nota það til lyfjaframleiðslu. Bent er á 16. gr. dýraverndunar- laga (laga nr. 15/1994) þar sem segir: „Óheimilt er að nota lif- andi dýr við kennslu, tilraunir, rannsóknir, framleiðslu eða prófun efna eða lyfja við sjúk- dómum nema með sérstöku Ieyfí tilraunadýranefndar ef slíkri notkun fylgir álag eða þjáning fyrir dýrið.“ Mat umhverfis- ráðuneytisins er að blóðsöfnunin falli undir þetta ákvæði og því eigi að leita leyfís samkvæmt þessu lagaákvæði. Sigríður Asgeirsdóttir, for- maður Sambands dýravemdun- arfélaga Islands, skrifaði umhverf- isráðherra bréf 17. ágúst sl. þar sem hún lýsir fyrir hönd samtak- anna andstöðu við þessa blóð- söfnun. I bréfinu segir m.a. „Sam- band dýravemdunarfélaga Islands telur að framangreind blóðsöfnun [...] sé bæði ólögleg og siðlaus og gróft brot á lögum nr. 15/1994 um dýravernd. [...] Nú munu fylfullar hryssur þúsundum saman þurfa að þola þessar harkalegu, heimildar- Nýr starfsmaður landbúnaðarins Hilda Pálmadóttir, frá Læk í Holtum, hóf störf sem sérfræð- ingur hjá Hag- þjónustu land- búnaðarins 1. október s.l. Hilda er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð (1990), búfræð- ingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri (1992), búfræðikandidat (1995) og lauk sémámi í uppeldis- og kennslufræðum við Kennara- háskóla íslands (2000). Hún starfaði m.a. sem bústjóri á til- raunabúi RALA á Möðruvöllum 1995-1998 og við tilrauna- og kennslustörf við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri (1999). Hilda er gift Höskuldi Gunnarssyni fjósameistara á Hvanneyri og eiga þau þrjú böm. Stórsekkir fyrir kom og kartöflur stærö 90 x 90 cm og hæö 105 cm Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni Hafnarfirði Sími 565 2733 Fax 565 2735 ■ / og eftirlitslausu blóðtökur, fimm sinnum á næstu tveimur mánuðum og enginn ábyrgur aðili fylgist með því hvemig þessum hryssum reiðir af.“ Forsvarsmenn ísteka telja hins vegar að blóðsöfnunin falli ekki undir þetta ákvæði. Hörður Kristjánsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að þessi blóð- söfnun hafi verið stunduð síðan árið 1979. „Þessir hlutir vom skoðaðir þegar söfnunin hófst á sínum tíma.“ Hörður segir þessa blóðsöfnun ekkert frábrugðna því að nýta mjólkina úr kúnum og bendir á að yfirdýralæknir hafi lýst þeirri sömu skoðun fyrir tveimur árum. „Það geta hins vegar orðið slys í þessu eins og allri annari meðferð á skepnum en við vinnum mark- visst að því að fyrirbyggja þau. Við bendum hins vegar á að dýra- læknar sjá um blóðsöfnunina og þeim ber skylda samkvæmt dýralæknalögum til að stuða að dýravemd en í dýralæknalögum segir: „Dýralæknar skulu standa vörð um heilsu dýra í landinu, stuðla að bættu heilsufari þeirra, aukinni arðsemi búfjár og góðum aðbúnaði og meðferð dýra.“ Við teljum því að blóðsöfnunin sé í fullkomnu samræmi við dýra- vemdunarlög.“ Blóðsöfnunin fer yfirleitt frarn í ágúst og september á hverju ári og em fimm lítrar teknir úr hryss- unni í hvert skipti. Allt blóðið er unnið hjá ísteka og framleitt úr því frjósemislyfið PMSG (eCG) sem er flutt út. Þess má geta að Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir í viðtali við Morgunblaðið 30. ágúst 1998 að mjög sjaldgæft sé að hryssan þoli ekki þessa blóðtöku. Hann segir að 1-2 merar drepist á hveiju sumri af völdum blóð- tökunnar sem séu hverfandi afföll. Hörður segir að slys séu fátíð og að engin slys hafi orðið á yfir- standi söfnunartímabili, sem sýni þann góða árangur sem hefur náðst í slysavömum. Málið er nú í vinnslu hjá umhverfisráðuneytinu og yfirdýralækni og eru þessir tveir aðilar ásamt ísteka að ræða um lausn þess. Nautakjötsmál Eins og flestir urðu varir við stóð LK fyrir verðkönnun á nautakjöti í verslunum fyrir nokkru. Könnunin vakti mikla athygli og í kjölfar hennar hefur verð í verslunum lækkað í eðlilegu samræmi við þá lækkun sem bændur hafa tekið á sig. Mjólkursýnataka Fyrir nokkru barst LK erindi frá einu af aðildarfélögunum er varðaði sýnatöku mjólkur (sjá fundargerð stjómarfundar frá 8.6. á www.bondi.is/wpp/bond.nsf/ pages/fundargerdir-LK Þar var óskað eftir því að LK beitti sér fyrir því að bændum yrði gert kleift að senda mjólkursýni inn til skoðunar oftar en 8 sinnum á ári. Samkvæmt upplýsingum fráRM stendur ekkert í veginum fyrir því að fá greind sýni oftar en 8 sinnum, ef talin er sérstök þörf á slíku. Þeir _______________ bændur sem hafa þörf fyrir tíðari sýnatökur en almennt tíðkast í dag er því bent á að snúa sér til þess mjólkursamlags sem þeir leggja inn hjá. Kaup á greiðslumarki Þegar greiðslumark er keypt skiptir miklu máli að þannig sé staðið að viðskiptunum að ekki sé nokkur vafi á skyldum og ábyrgð kaupanda og seljanda. Oft er um háar fjárhæðir að ræða og því miður geta og hafa <fc komið upp atvik sem leiða til taps fjármuna. Af þessum sökum hefur LK nú fengið samningseyðublað, vegna viðskipta með greiðslumark, sem BSSL hefur notað nú um nokkurt skeið. Lögfræðingar LK hafa yfirfarið samningseyðublað og er það aðgengilegt á vefslóðinni: www.bondi.is/wpp/bond.nsf/ pages/lksamningur Við hvetjum ykkur sem eruð að kaupa eða selja greiðslumark að notfæra ykkur þetta samningseyðublað. Allaánetið! Eins og eflaust margir vita bjóða mörg fyrirtæki upp á ókeypis netfang og þar með aðgengi að veraldar- vefnum. Þegar hafa fjölmargir kúabændur fengið sér netfang á vegum einhvers af bönkum eða sparisjóðum landsins og fá þeir þá netfang og aðgangsorð wææasææi að vefnum án endurgjalds eða mánaðarlegs fasts kostnaðar. Ástæða er til að kvetja sem flesta að notfæra sér þessa möguleika. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þessa möguleika hjá viðkomandi viðskiptaútibúi. Styrkir Af gefnu tilefni er bændum bent á þann möguleika að sækja um styrki til breytinga á básum í fjósum. Eyðublað er að finna í biaðinu í dag. Landssamband kúabænda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.