Bændablaðið - 27.02.2001, Qupperneq 1

Bændablaðið - 27.02.2001, Qupperneq 1
4. tölublað 7. árgangur Þriðjudagur 27. febrúar 2001 ISSN 1025-5621 Framleiðnisjóður tehur upp sam- starí við lUýsköpunarsjóð Fyrir skömmu var undirritaður samningur um samstarf á milli Framleiðnisjóðs iandbúnaðarins og Nýsköpunarsjóðs náms- manna. Markmið Nýsköpunar- sjóðs er að gefa háskólum, rann- sóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í háskólanánú til vinnu á sumar- misseri við rannsókna- og þróun- arverkefni sem stuðla að ný- sköpun og auknum tengslum at- vinnulífs, háskóla og rannsókna- stofnana. Um alllangt skeið hefur Fram- leiðnisjóður veitt styrki til þeirra sem lagt hafa í meistara- og dokt- orsnám í búvísindum, en með þessu samstarfi vill sjóðurinn byggja upp og styrkja enn betur fræðimanna- sveit framtíðarinnar á sviði landbúnaðar. Samkomulag sjóðanna tveggja er gert til eins árs en að því loknu verður árangur þess metinn og ákvörðun tekin um framhald. Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins leggur allt að tvær milljónir króna til verk- efnisins. Nýsköpunarsjóður mun kynna verkefni þetta sérstaklega í fræðastofnunum landbúnaðaiins auk þess sem sjóðurinn kynnir það í öðmm háskólum og stofnunum. Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli háskólanema á mögu- leikum sem með þessu samstarfi Framleiðnisjóðs og Nýsköpunar- sjóðs námsmanna skapast til gef- andi sumarstarfa við hagnýt rann- sókna- og þróunarverkefni á sviði landbúnaðar. Nánari upplýsingar um þessi verkefni má fá hjá skrifstofu Ný- sköpunarsjóðs námsmanna, Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut í Reykjavík, s. 570-0888, og á heim- asíðu sjóðsins www.hi.is./pub/ nyskopun en þar er einnig að finna nauðsynleg umsóknareyðublöð. Vakin er athygli á að umsóknar- frestur hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna er til 10. mars nk. Gengið mót sólu Yfirburðir nauta frá árinu 1994 í haust var kynnt að fyrstu vísbendingar gæfu ástæðu til að ætla að nautaárgangurinn frá 1994 yrði mjög sterkur. A grundvelli þess ákvað ræktunarhópur fagráðs að notkun á hluta af þessum nautum yrði hafin strax í nóvember á síðasta ári þó að ekki væru koninar nægar upplýsingar um nautin til þess að hægt væri að afkvæma- dæma þau. Nú liggur fyrir fyrsta kvnbótamat hjá þessum nautum. Þær niðurstöður sýna að hópurinn er jafnvel enn sterkari en álitið var. í þessum árgangi voru 22 naut á Nautastöð BI sem voru notuð nógu mikið til að hægt verður að fella um þau dóm. Þegar kynbóta- mat er kannað þá kemur í ljós að í hópi tíu bestu nauta í íslenska kúastofninum frá upphafi koma sex þeirra úr þessum hópi og þar af þrjú þeirra bestu. Ef lengra er seilst og athugaður hópur 20 bestu nautanna þá eru tíu þeirra úr árgangnum frá 1994. Þessar við- miðanir sýna að yfirburðirnir eru með ólíkindum miklir. Til saman- burðar rná nefna að í hóp 20 bestu nautanna kemst ekkert naut frá 1993. Afar jákvætt er að mörg þessara nauta hafa enga alvarlega veikleika á þeim sviðum sem dæmt er fyrir, en slíkt hefur viljað loða við flest bestu nautin á und- anförnum árum. Ástæða er til að rninna á það að þessi hópur er sá fyrsti sem val- inn er á grundvelli nýs kynbóta- mats frá árinu 1993 og því fyrsti hópur nauta sem valinn er eftir að farið var að taka verulegt tillit til próteins í mjólk. Ljóst er að þær áherslubreytingar skila sér strax. Um leið er þetta áminning um að ræktunarstarf í nautgriparækt tekur mjög langan tíma því að hér er verið að uppskera árangur úrvals sem gert var fyrir tæpum áratugi síðan. Ræktunarhópur fagráðs mun á næstu dögum koma saman til fundar og ganga frá afkvæmadómi nautanna. Ný nautaskrá nauta- stöðvar BÍ ætti að geta birst innan hálfs mánaðar. Nánari upplýsingar um einstök naut munu birtast í næsta tölublaði Bændablaðsins, þegar dómur á nautunum liggur fyrir. / JVJ/ kemur næst út 13. mars Búnaðarbing í næstu viku Búnaðarþing 2001 verður sett í Súlnasal Hótel Sögu þriðjudaginn 6. mars nk. kl 10:00. Gert er ráð fyrir að þingið standi í fimm daga. Á þinginu fer fram stjómarkjör. Björn Halldórsson, formaður SÍL um framtíð loðdýraræktar á íslandi SamstaOa og samvinna framleiOenda er lykilorOiO Loðdýrarækt í nágrannalöndum okkar, Danmörku og Noregi, er rekin á afar mis- munandi forsendum enda ólíku saman að jafna. Annars vegar er um að ræða fjöllótt land og miklar vegalengdir og hins vegar land þar sem stutt er á milli staða og lítið um landfræðilegar hindranir. Dönsk loðdýrarækt er rekin á forsendum greinarinnar sjálfrar og nýtur engra opinberra styrkja en norsk stjórnvöld líta á loðdýrarækt sem byggðamál og meðhöndla hana sem slíka. Þetta kom fram á fundi sem Björn Halldórsson formaður Sambands íslenskra loðdýra- ræktenda og fleiri áttu með dönskum og norskum loðdýraræktendum í uppboðs- húsi danskra loðdýraræktenda í Kaup- mannahöfn. En hvernig sér formaður SIL mismunandi aðstoð hins opinbera til loð- dýraræktar? „Forsvarsmenn SIL hafa farið til land- búnaðarráðherra og rætt við hann um það hvort við viljum byggja upp loðdýrarækt á forsendum greinarinnar sjálfrar eða hafa byggðasjónarmið sem viðmið,“ sagði Björn Halldórsson, formaður SÍL. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvers vegna illa er komið fyrir loðdýrarækt á Islandi og forðast að gera aftur sömu eða sambærileg mistök. Samstaða og samvinna Björn sagði að í loðdýrarækt væri framleidd vara sem færi á heimsmarkað. „Grundvöllur velgengni loðdýrabænda er að á uppboðum DPA sé boðin fram gæðavara, framleidd á eins hagstæðu verði og unnt er. Lágur framleiðslukostnaður næst með samstöðu og samvinnu framleiðenda. Um það snýst málið." Kaupendur gera í æ ríkari mæli kröfu um að skinnin séu eins í útliti og gæðum. Torben Nielsen, forstjóri DPA, sagði t.d. frá kínverskum kaupanda sem kaupir árlega um 1,5 milljón minkaskinn. „Krafa Kínverjans er sú að skinnin séu öll eins,“ sagði Torben. Björn sagði að þetta útskýrði t.d. hvers vegna Saga Royal skinn, sem er besti gæðaflokkurinn, hefðu selst á lægra verði en Saga sem er næstbesti flokkurinn en fjöldi skinna í honum er mun rneiri. Sterkar fóðurstöðvar Aðspurður sagði Björn að afstaða Norðmanna í málefnum loðdýraræktar væri um margt athyglisverð. í fyrsta lagi varðandi áherslu á byggðamál en ekki síður væri athyglisvert að þeir ætluðu loðdýrarækt að taka við „vandamálum" frá öðrum atvinnu- greinum. „Nefna má úrgang frá laxeldi og sláturúrgang. Þeir nýta þetta sem fóður í loð- dýrarækt og skapa á þann hátt heilmikil verðmæti og atvinnu," sagði Björn. „Það er greinilegt að þessi rök hafa Norðmenn í hyggju að nota í framtíðinni og ég tel að við ættum að gera slíkt hið sama. I framtíðinni verður fólki ekki sama hvað er gert við dýrmæt hráefni af þessu tagi.“ - Fram kom hjá Dönum að fóðurstöðvar gegna afar mikilvægu hlutverki.... „Já, það er rétt. Þeir tala um að sterkar fóðurstöðvar og kjarni loðdýrabúa í næsta nágrenni séu þýðingarmikið atriði. Annars má segja að eftirlit með minkafóðri í Danmörku sé betra en eftirlit með matvælum sem ætluð eru mannfólki.“ - Hvaða skilaboð fengu íslenskir loð- dýrabændur í uppboðshúsi DPA? „Þau voru einföld: Að standa saman, vinna faglega og nota heilbrigða skynsemi.“ - Sjá bls. 14 og 15.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.