Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 27. febrúar 2001 BÆNDABLAÐIÐ 11 Mýtt fjós meO mjaltara í MiklaholH í Biskupstungum Nýlega var tekið í notkun stórt og glæsilegt fjós í Miklaholti í Biskupstungum. Þetta er lausa- göngufjós með mjaltara og er Miklaholt þar með þriðja búið sem tckur slíkt tæki í notkun. Það eru Þráinn B. Jónsson og Anna S. Björnsdóttir sem reka búið ásamt syni þeirra Vil- hjálmi. Byrjað var að grafa fyrir fjósinu 10. september og 12. janúar sl. var það tekið í notkun. Vélar og þjónusta sáu um upp- setningu mjaltarans en Magnús Sigsteinsson, hjá Bændasam- tökum Islands, teiknaði húsið. Þráinn sagðist hafa tekið þá ákvörðun fyrir tveimur og hálfu ári að fjárfesta í mjaltara. „Þegar við sáum hvaða þægindi hlutust af þessu var þetta engin spurning. Þetta er það sem koma skal.“ Hann segir tækið hafa virkað eins og til var ætlast og jafnvel betur. „Mér var t.d. sagt að ég þyrfti sennilega að vakta þetta í nokkrar vikur en ég þurfti þess einungis fyrstu vikuna. Kýrnar eru líka fljótar að venjast þessu og nú er svo komið að aðeins þarf að hjálpa þremur kúm með handstýringu.“ Enn sem komið er fer hver kýr aðeins tvisvar á sólarhring í tækið til mjalta en Þráinn stefnir að þvf að hafa tækið síðar alveg opið þannig að kýrnar geti gengið í það þegar þær sjálfar vilja. Þráinn segir að geysilegur munur sé á vinnu kringum mjaltir eftir að nýja fjósið kom. „Aður fóru um sjö tímar á dag í að mjólka en nú tekur það einungis tvo tíma. Og á þeim tíma eru ekki nokkur átök í kringum þetta.“ Hann sér fram á að næsta muni kynslóð njóta góðs af mjaltaran- um. „Sonur okkar er með okkur í rekstrinum og hann mun trúlega njóta góðs af þessu tæki þegar fram í sækir,“ segir Þráinn að lokum. Markaðsrannsókn Gallup á viðhorfum til framleiðslu garðyrkjubænda: Gæði skipta neytendur meira mðli en verd Samband garðyrkjubænda kynnti í síðustu viku niðurstöður markaðsrannsóknar sem Gallup gerði að beiðni sambandsins. Þar var fólk spurt um ýmislegt sem tengdist grænmeti, blómum og garðplöntum. Nokkrar at- hyglisverðar niðurstöður komu úr könnuninni sem munu nýtast við að markaðssetja fram- leiðsluvörur garðyrkjubænda. I könnuninni var tekið 1000 manna slembiúrtak úr þjóðskrá af fólki á aldrinum 16-75 ára og var fólk spurt í gegnum síma. Svar- hlutfall var 66,4% sem telst viðun- andi. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 27. nóvember til 13. desember sl. Meðal athyglisverðra niðu- rstaða má nefna að við val á grænmeti hafa ferskleiki og bragðgæði mun meira vægi heldur en verð á því eða hvort það er íslenskt eða ekki. „Þetta er í andstöðu við þá umræðu sem hef- ur verið í gangi um að verð fæli fólk frá því að kaupa íslenskt grænmeti. I því samhengi er einnig rétt að minna á umræðu um hrein- leika í landbúnaði sem hefur verið mikil að undanförnu," segir Unn- steinn Eggertsson framkvæmda- stjóri Sambands garðyrkjubænda. Hlutfall þeirra sem segist borða grænmeti daglega eða oftar er.svipað og árið 1997. Hins vegar hefur sala á íslensku grænmeti aukist á sama tíma, t.d. hefur gúrkusala tvöfaldast frá árinu 1995. Þetta þykir benda til þess að markaðshlutdeild íslensks græn- metis á þeim markaði sé að aukast, enda hafði fólk mun jákvæðari viðhorf til íslensks grænmetis en þess innflutta. Hvað blóm varðar kemur í ljós að staða þeirra er sterk þegar fólk hugar að gjafavörum. 60% nefndu blóm fyrst þegar spurt var hvort fólk gæti nefnt einhverja tækifærisgjöf og 74,5% kaupa eingöngu blóm handa öðrum en sjálfum sér. „Þetta segir okkur að við þurfum að leggja meiri áherslu á að markaðssetja blóm sem dagsvöru, þannig að fólk kaupi t.d. meira blóm fyrir sjálft sig um helgar eða eitthvað slíkt," segir Unnsteinn. Þá kemur fram að það háttar svipað til með blóm og grænmeti að því leyti að gæði vöru skipta meira máli en verð. Ríflega helmingur aðspurðra sagðist ekki fá upplýsingar um hvernig eigi að meðhöndla blóm þegar þau eru keypt. Fleiri virðast þó fá leiðbeiningar nú en árið 1997. Hvað garðplöntur varðar þá kaupa flestir þær í gróðrarstöðvum og fá í flestum tilfellum leiðbein- ingar um meðhöndlun. Þegar spurt var hvaða árstíð menn teldu heppi- legasta til að gróðursetja tré og/eða runna sögðu 72,6% vorið en aðeins 7,3% nefndu bæði vor og haust. „Haustið er oft ekkert síðra til gróðursetninga, þannig að við þurfum að leggja áherslu á að menn reyni að gróðursetja meira á þeim árstíma,“ segir Unnsteinn. Þráinn B. Jónsson bóndi í Miklaholti við mjaltarann í nýja fjóslnu si'nu. FRAMLEIÐNISJOÐUR LANDBÚNAÐARINS AUGLÝSIR Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður með styrkjum og lánum verkefni til nýsköpunar og framleiðniaukningar í landbúnaði og við aðra eflingu atvinnu í dreifbýli, sbr. lög nr. 89/1966. Framleiðnisjóður leggur áherslu á að fjármagn sjóðsins verði til viðbótar framlögum frá ábyrgðaraðilum verkefna, bæði eigin fjár og því sem þeir kunna að afla frá öðrum. Framleiðnisjóður leggur á árinu 2001 áherslu á viðfangsefni sem hafi þessi markmið: a. að auka framleiðni búgreina með rannsókna- og þróunarverkefnum b. að styrkja tekjumöguleika á einstökum búum með nýsköpun í búrekstri c. að efla kunnáttu og færni í búrekstri d. að efla og styrkja markaði fyrir búvörur og þjónustu búa e. að styðja hagræðingu í úrvinnslu búsafurða og efla atvinnufyrirtæki í dreifbýli. Mikilvægt er að í umsókn sé • markmið verkefnis sett fram með skýrum og mælanlegum hætti, • sýnt fram á faglega og fjárhagslega möguleika umsækjanda til þess að leysa verkefnið af hendi, • glögg grein gerð fyrir kostnaði við verkefnið og hvernig það skuli fjármagnað; einkum er mikilvægt að gera grein fyrir eigin framlagi umsækjanda til verkefnisins, • sýnt fram á fýsileika verkefnis og áætlaðan ábata af því á fyrirsjáanlegum tíma. Framleiðnisjóður landbúnaðarins áskilur sér rétt til þess • að meta með sjálfstæðum hætti getu umsækjenda til þess að standa undir fyrirætlunum sínum og taka tillit til hennar við úthlutun styrkja (einkum hvað snertir faglega kunnáttu/færni á sviðinu og fjárhagslega burði/möguleika/stöðu), • að meta framvindu og árangur verkefnis sem styrkur hefur verið veittur til og haga greiðslu hans samkvæmt niðurstöðu slíks mats. í því sambandi er styrkþegum skylt að veita sjóðnum þær upplýsingar sem hann telur sér nauðsynlegar í allt að fimm ár frá lokaúthlutun. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Engjaási 2-310 Borgarnes, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöð fást einnig á skrifstofum búnaðarsambandanna og á heimasíðu sjóðsins, veffang: www.fl.is. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Engjaási 2, 310 Borgarnes. Sími 430-4300 / myndsími 430-4309 / netfang fl@fl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.