Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. febrúar 2001 Haraldur Jónsson á Ásbrandsstöðum setti hólka undir veginn hjá sér fyrir búfénað: „Öryggi vegfarenda og afigengi inlQár að beitarlandi tryggf' Haraldur Jónsson bóndi á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði lét fyrir nokkru setja hólka undir veginn til þess að kýrnar hafi aðgang að beitarlandi beggja vegna vegar. Harald- ur notaði tækifærið þegar verið var að lagfæra veginn. Nú geta kýrnar hans gengið óárcittar á beitarland hinum megin vegar án þess að af því stafi umferðartafir eða slysahætta. Haraldur ákvað að setja þetta á einn stað undir veginn hjá sér þegar hann frétti af því að slíkt hefði verið gert á nokkrum stöðum á land- inu. Hann viidi setja hólkana á fleiri staði en fjárskortur kom í veg fyrir það. „Mér skilst hins vegar að þetta hafi ætíð valdið taugatitr- ingi og menn jafnvel staðið í stappi þegar óskað hafi verið eftir því að fá þetta gert. Staðreyndin er nefnilega sú að Vegagerðinrii er ekki skylt að gera þetta en í mínu tilviki féllst hún á það, hikandi þó, ef ég kostaði þetta algjörlega sjálfur." Haraldur notaði 16 metra langan og tveggja metra víðan báruhólk sem oftast er notaður í ræsi. Hólkurinn var síðan settur ofan í lækjargil þannig að ekki þurfti að hækka veg- inn sérstaklega vegna þessa. „Þama get ég rekið kýrnar mínar og sauðféð í gegn og einnig teymt hest. Eg setti dálítið malarlag í botninn þannig að það er smá flötur neðst í hólknum.“ Hólkurinn kostaði Harald 270 þúsund krónur auk uppsetningar. Haraldur er þeirrar skoðunar að það hefði fyrir 20-30 árum átt að setja í vegalög að svona hólkar yrðu settir undir vegi þar sem þörf væri á því um leið og þeir væru lagðir eða end- urbættir. „Það hefði verið upplagt að setja þetta undir vegina um leið og farið var að setja á þá bundið slitlag. Þarna var tækifæri til þess að auka öryggi vegfarenda og tryggja búfé greiðan aðgang að beitarlandi beggja vegna vegar á sama tíma. Þetta er bæði samgönguráðherrum og þeim sem setið hafa í samgöngunefnd til háborinnar skammar. Ég skil Vegagerðina ósköp vel að vilja ekki framkvæma eitthvað sem þeir hafa ekki heim- ild til að gera.“ Haraldur telur að ef slíkar reglur yrðu sett- ar væri hægt að gera þetta með litlum kostnaði. „Mér finnst synd og skömm að þetta sé ekki gert. Ég veit t.d. að vegurinn um Svalbarðseyri við Eyjafjörð var endurbættur nýlega. Á bænum Svalbarði þarf að reka nautgripi yfir þjóðveg eitt og þar skilst mér að það þurfi tvo karlmenn til. Þetta veldur umferðartöfum tvisvar á dag. Því í ósköpunum voru ekki sett svona undirgöng undir veginn þegar var verið að rífa upp slitlagið á annað borð? Það er margfalt dýrara að gera svona lagað eftir á. Mér finnst einnig óskiljanlegt að tæknifræðingar Vegagerðarinnar hafi ekki lagt til við samgönguyfirvöld að þeir fengju að gera þetta.“ Haraldur bendir einnig á að svona hólkur gæti nýst í öðrum tilgangi. „Það væri hægt að staðsetja þetta þannig að þetta væri í lægðum og að hægt væri að hleypa leysingavatni þarna í gegn á vorin. Þannig gæti þetta komið í staðinn fyrir ræsi sem yfirleitt eru þurr nema á vorin.“ Kýrnar hafa átt auðvelt með að venjast því að labba þarna í gegn. „Ég þurfti einu sinni að ýta þeim þama í gegn og þá voru þær búnar að læra á þetta,“ sagði Haraldur og bætti því við í léttum dúr að eina slysahættan af þessu væru líklega ökumenn sem væru svo steinhissa á að sjá kýrnar koma labbandi undan veginum að þeir gleymdu að fylgjast með veginum! Þess má að lokum geta að Þuríður Back- man alþingismaður lagði á síðasta þingi fram þingsályktunartillögu um þessar rásir eftir að hafa séð þær hjá Haraldi og greindi Bænda- blaðið frá henni í sumar. Þuríður lagði hana síðan aftur fram á þessu þingi. HMningar mótmæla nýrri reglugerð um lyjjagjafir Stjórnarfundur FSAH (félags sauðfjárbænda í Austur-Húna- vatnssýslu), hélt fund í nóvember á liðnu ári og beindi því til hcilbrigðis- og trygginga- ráðherra að hún beiti sér fyrir breytingum á 17. grein í reglu- gerð no. 539/2000, með það fyrir augum að dýralæknum verði heimilt að afgreiða sýklalyf til bænda gegn lyfseðli, og án undangenginna sjúkdóms- BÆfllDUM BOfllfl Afl TAKA ÞÁTT í TILBAUfllARÆKTUfll Á FLJÚTÞROSKA ÍSLBISKU BYGGI Rannsóknastofnun landbún- aðarins og Landssamband kornbænda bjóða bændum að taka þátt í tilraunaræktun á fljótþroska íslensku byggi sumarið 2001. Byggið er kyn- bætt hjá RALA og ber ein- kennisheitið xl23-l (Súla). Þetta er annað ár þcssarar til- raunaræktunar og verður hún með sama sniði nú og í fyrra. Landssamband kornbænda tekur að sér umsjón með ræktuninni. Til ráðstöfunar verða rúmlega 50 tonn af sáð- byggi. Þar sem hér er um óskráðan efnivið að ræða verð- ur sáðkornið einungis afgreitt eftir þátttökulista. Ætlað er að þátttakendur grciði kostnaðinn af sáðkorninu, en það hefur verið ræktað í Svíþjóð. Kornbændur sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari tilraunaræktun eru beðnir um að snúa sér til Mjólkurfélags Reykjavíkur eða Kaupfélags Árnesinga, en þau munu sjá um sölu á korninu og skrá þátttöku. Aðfangaeftirlitið gerir kröfu um að þátttöku- listinn verði tilbúinn með góð- um fyrirvara. Því verðum við að biðja menn um að skrá sig sem fyrst og í síðasta lagi föstu- daginn 9. mars. greinmgar. Stjórninni hafði ekki borist svar í síðustu viku. Stjórnin minnti á það í bréfi sínu að í 17. grein reglugerðar nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum stæði: „Óheimilt er að meðhöndla dýr með sýklalyfjum nema að undan- genginni sjúkdómsgreiningu dýra- læknis og skal dýralæknir sjálfur hefja meðferðina, þegar um búfé er að ræða.“ Síðan segir í bréfi stjórnar: „Notkun sýklalyfja er lítil í sauðfjárrækt og þá helst á sauð- burði. Oft verður að bregðast skjótt við ef bjarga á lífi. Annars mun skepnan oftast drepast eða skaddast á einhvern hátt. En sam- kvæmt ofangreindri tilvitnun má bóndi ekki eiga lyfjaglas hjá sér til að grípa til ef ekki næst í dýra- lækni eða hann er ekki til á svæðinu. Sýnist okkur þetta lýsa miklu vantrausti á bændur. Bændur hafa mikla reynslu í að meðhöndla kindur gegn algengum kvillum. Ekki er verið með þessu að kasta rýrð á dýralækna. Bændur hafa í gegnum árin fengið góðar leiðbeining- ar frá dýralæknum, stund- um í gegnum sínta og ef það hefur ekki dugað hafa bændur leitað til þeirra með skepnurnar. Miðað við óbreytta reglugerð eru sum ákvæði hennar illfram- kvæmanleg fyrir dýralækna auk þess þau hafa a. m. k. í mörgum tilvikum óhóflegan kostnað í för með sér fyrir bændur. Sérstaklega á það við á afskekktum svæðum og þar sem margt sauðfé er. Eins og fram hefur komið í uppgjöri búreikninga hjá Hag- þjónustu landbúnaðarins hefur staða sauðfjárbænda heldur vérsnað. Sá aukni kostnaður sem hlýst af því að þurfa alltaf að kalla á dýralækni til að líta á féð, þó svo að bóndinn viti mæta vel hvað ami að, verður til þess að bóndinn sleppir því. Þá er annað hvort að drepa skepnuna eða hún drepst og bóndinn verður fyrir tjóni sem oftast hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir. Stjórn FSAH mótmælir þessu og óskar eftir því að þannig verði gengið frá þessari reglugerð að hún verði raunhæf í framkvæmd og öllum til góðs.“. Undir bréfið ritaði Jóhanna E. Pálmadóttir á Akri í Torfalækjarhreppi. Fundað um korn I Þingeyjansýslu Kornræktarfélag Þingeyinga áætlar að halda aðalfund á Fosshóli þriðjudaginn 6. mars kl. 13:30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Nýir félagar eru vel- komnir. Nánari upplýsingar gefur Marteinn Gunnarsson í sírna 464-3611. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.495 eintök í dreifingu hjá íslandspósti í lok nóvember. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ftitstjóri:' Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Prentsnið - Prentun: isafoldarprentsmiðja - Nr. 129-ISSN 1025-5621 Landbúnaðarráðherra dreymdi bara um Jón... Á hinu háa Alþingi fyrir skömmu svaraði Guðni landbúnaðarráðherra fyrirspurn frá Jóni Bjarnasyni, Hólamanni. Guðna mæltist svo: „Hvað hv. þm. Jón Bjarnason á Hólum varðar, þá þakka ég honum fyrir fyrirspurnina. Hann er ofarlega enn á Hólum. Ég minnist þess þegar ég kom þangað í fyrravor ætlaði ég að láta mig dreyma þá nótt hetjurnar fornu, Guðmund góða, Jón Arason og Gottskálk grimma en undir morgun dreymdi mig bara Jón Bjarnason. Andi hans er því enn sterkur yfir þeim stað, og þakka ég honum fyrir þessa fyrirspurn. Hún er gott innlegg í fjárlagaumræðuna, góð brýning fyrir mig til þess að sækja enn fram eins og góður lax mót straumi." Garðyrkjumenn á hagnýtu námskeiði Garðyrkjuskólinn stendur fyrir hagnýtu rekstrarnámskeiði fimm föstudaga í mars fyrir garðyrkju- menn og þeirra starfsfólk. Námskeiðið hefst alla dagana með léttum hádegisverði í skólanum og stendur sfðan frá kl. 12:45 til 17:00. Framtals- leiðbeiningar í Bændablaðinu 13. mars Ekki reyndist unnt að birta framtalsleiðbeiningarnar í þessu blaði þar sem óiokið er reglugerðarbreytingu sem snertir gjaldfærslu á kaupverði lífdýra, en Ketill A. Hannesson, landbúnaðar- hagfræðingur Bændasamtakanna sagði að allt benti til að hægt væri að birta leiðbeiningarnar ríkisskattsstjóra í blaðinu 13. mars. Um svipað leyti ættu bændur að hafa fengið eyðublaðið til útfyllingar. Ný útgáfa af Búbót verður að sjálfsögðu ekki send út fyrr en Ijóst er hvaða breytingum umrædd reglugerð tekur. Alþjóðleg hestavörusýning Fyrsta alþjóðlega hestavörusýningin á íslandi, ISLANDICA 2001, verður haldin dagana 7. - 9. september í Laugardaishöll. Á sýningunni verður mikið úrval af ýmiskonar vörum og búnaði sem tengist íslenska hestinum. Auk þess verða þar kynntir ferðamöguleikar á hestum um landið. Heimasíða sýningarinnar er www.islandica.com. Byrjaðerað selja sýningarpláss í höllinni, en ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu íslands annast það verk. Síminn er 585 4309. .is Nú er netvæðingin að ryðja sér til rúms í mjólkuriðnaðinum. MS hef- ur hafiö framleiðslu á nýrri tegund af skyri sem þeir kalla skyr.is. Og að sjálfsögðu hefur verið komið upp vefsíðu með þessari slóð. Á þessum vef er m.a. að finna upplýsingar um hollustu skyrsins, næringargildi þess og uppskriftir úr skyri. Osta- og smjörsalan hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja í vefvæðingunni og heldur uppi síðu með slóðinni www.ostur.is. Þar eru upplýsingar um nýjustu framleiðslu fyrirtækisins úr ostum ásamt fróðleik um vörurnar sjálfar og næringargildi. Þá má geta þess að einnig er til síðan mjolk.is og jogurt.is er í vinnslu. Svo má að benda á að slóðin surmjolk.is er ennþá laus!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.