Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 16
16
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 27. febrúar 2001
Sjöfti á Akureyri hefur ált
samleið með íslenskum
landbúnaði i bep 70 ár
Æ meirl áhersla verOur lögð á géöa þjúnustu vlö viöskiptavini
BALDUR Guðnason keypti í lok október á síðastliðnu ári 60% hlut í
SJÖFN hf. á Akureyri, en fyrirtækið var stofnað árið 1932 og á sér
langa og farsæla sögu. Baldur hefur ásamt samstarfsmönnum sínum
hjá fyrirtækinu unnið að því að móta fyrirtækinu nýja framtíðarsýn
nú síðustu mánuði. Ahersíum verður breytt á þann veg að þjónustu-
þátturinn verður í fyrirrúmi auk þess sem áhersla verður lögð á
öflugar dreifíleiðir fyrir framleiðsluvörur fyrirtækisins. Allt frá
fyrstu dögum fyrirtækisins hefur það átt samleið með íslenskum
landbúnaði og framleitt margvíslegar vörur sem honum henta.
Baldur sagði fyrirtækið eiga sér
farsæla sögu á Akureyri, þar væri
gott starfsfólk og mikil þekking
sem byggt yrði á til framtíðar.
„Við ætlum að nýta þann
styrkleika fyrirtækisins sem felst í
framleiðslu á gæðavörum en mun-
um jafnframt í æ meiri mæli leggja
áherslu á að veita viðskiptavinum
okkar góða þjónustu og það gerum
við með því að styrkja sölu- og
dreifikerfið jafnframt því að bjóða
ráðgjöf um notkun á vörum okk-
ar,“ sagði Baldur.
Höfuðstöðvar Sjafnar eru við
Austursíðu á Akureyri, en auk þess
er fyrirtækið með lager og vöru-
dreifingu við Dalveg í Kópavogi.
Þaðan er landinu frá Vestfjörðum
til Homafjarðar þjónað, en við-
skiptavinir á Norður- og Austur-
landi fá þjónustu frá Akureyri.
Baldur sagði að starfsmenn Sjafnar
væru í góðu samstarfi við sterkustu
endursöluaðila á hverju svæði og
þar væri hægt að fá faglega ráðgjöf
um framleiðsluvörur fyrirtækisins.
Þá hefur Sjöfn rekið verslanir á
nokkrum stöðum á landinu undir
nafninu Litaríki en ætlunin er að
draga fyrirtækið út úr þeim rekstri
og fá aðra til að reka þær. Eftir
sem áður mun Sjöfn veita sér-
fræðiaðstoð í þessum verslunum.
Kröfur um hreinlceti
sífellt að aukast
Baldur sagði viðskiptavini Sjafnar
vera allt frá einstaklingum upp í
verslanir, fyrirtæki og stofnanir,
enda bjóði fyrirtækið upp á breiða
vörulínu í málningar- og hrein-
lætisvörum. Áhersla verður lögð á
eigin framleiðslu og þar eru gæði í
fyrirrúmi, innflutning til t'ram-
leiðslu og öfluga söludreifingu.
Auk þess mun þjónusta aukin;
sölumenn Sjafnar ráðleggja
viðskiptavinum um hvernig nota
eigi framleiðsluvörur fyrirtækis-
ins.
Allt frá því fyrirtækið var
stofnað fyrir 69 árum hefur það átt
samleið með íslenskum landbún-
aði og sagði Baldur að svo yrði
áfram, landbúnaðargeirinn væri
stór markhópur Sjafnar og fyrir-
tækið hefði ævinlega verið í góðu
sambandi við bændur hér á landi.
Hann nefndi sem dæmi að það
færi mjög vaxandi að bændur settu
gólfefni frá Sjöfn í mjaltahús sín
og ykjust umsvifin á þeim vett-
vangi stöðugt í kjölfar aukinnar
umræðu á síðustu árum um
hreinlæti við framleiðslu matvara.
„Miklar kröfur eru gerðar um
hreinlæti við matvælaframleiðslu.
þeir hlutir þurfa að vera í lagi.
Umræður um sýkingar hafa verið
miklar, t.d. varðandi kúariðu og
salmonellu og neytendur gera
miklar kröfur. Því er mikilvægt
fyrir bændur að hafa þrifalegt í
kringum sig, en með því að leggja
sérstök gólfefni í mjaltabásana er
auðveldara að þrífa þá,“ sagði
Baldur.
Samstarf við fyrirtœki
í matvcelavinnslu
„Við höfum átt gott samstarf við
matvælafyrirtæki eins og t.d.
Norðurmjólk, Norðlenska og Goða
um vöruþróun og ráðgjöf varðandi
hreinlæti í vinnslustöðvum. Við
leggjum metnað okkar í að bjóða
heildarlausnir og erum sérfræðing-
ar á því sviði.“ Baldur nefndi að
auk þess sem Sjöfn framleiddi
gólf- og hreinsiefni til notkunar,
t.d. í matvælavinnslufyrirtækjum,
hefði fyrirtækið á sínum snærum
sérfræðinga sem leiðbeindu við
þrifalýsingu.
„Við leggjum mikla áherslu á
að veita viðskiptavinum okkar
ráðgjöf varðandi það hvemig nota
á vörumar og höfum kappkostað
að vinna að vömþróun þannig að
okkar efni nýtist sem best,“ sagði
Baldur og benti á að íslenskar
vömr, þróaðar með íslenskan veru-
leika að leiðarljósi, hentuðu ís-
lenskum iðnaði en innfluttar vömr
væm margar hverjar alls ekki
sérsniðnar fyrir íslenskan iðnað.
„Markmið okkar er að vera
leiðandi þjónustufyrirtæki á þessu
sviði. Gagnvart landbúnaði mun-
um við nú í auknum mæli leggja
áherslu á góða þjónustu. Við bend-
um á að framleiðsla landbúnaðara-
furða er ein samfelld keðja sem
byrjar hjá bændum. Islenskir
bændur eru mjög meðvitaðir um
þýðingu þess að framleiða góða
vöru og leggja metnað sinn í það.
Þeir gera sér glögga grein fyrir að
hlutimir verða að vera í lagi,“
sagði Baldur.
Sjöfn hefur til umráða sérstak-
an mjaltabás í þartilgerðum gámi
og hafa bændur fengið hann til af-
nota þegar þeir setja gólfefni á
mjaltabása í fjósum sínum. Þannig
raskar vinna iðnaðarmanna í fjós-
inu ekki hinum daglegu störfum
meðan efnin eru sett á gólfið.
Sjöfn framleiðir ýmis hreinsiefni
sem notuð em við reglubundna
hreinsun mjólkurkerfa, efni sem
eyða útfellingum í lokuðum
mjaltakerfum og eins efni til
spena- og júgurþvotta. Nefna má
að 50 ár em frá því fyrirtækið hóf
framleiðslu á júgursmyrsli en það
hefur í áranna rás verið endurbætt.
Þá em ótalin ýmis efni við hand-
þvott og sótthreinsun handa sem
og til þvotta á mjólkur- og gripa-
húsum.
Fullkomin og öflug
aðstaða til rannsókna
Sjöfn á í töluverðri samkeppni við
innfluttar vömr en Ásgeir Ivarsson
efnaverkfræðingur hjá fyrirtækinu
sagði að sú mikla áhersla sem lögð
væri á að framleiða vörur sem féllu
að umhverfinu og spilltu því ekki
gerði að verkum að fyrirtækið
stæði sterkari fótum. Staðreyndin
væri sú að augu almennings hefðu
á liðnum ámm opnast fyrir því að
ganga bæri vel um náttúruna.
Þannig nefndi Ásgeir að nú á
dögum sé sífellt verið að draga úr
notkun óæskilegra efna og leita
nýrra lausna að teknu tilliti til um-
hverftsáhrifa og virkni hreinsiefna.
Þá sagði hann að einnig stæði yfir
vinna í rannsóknarstofu Sjafnar
sem miðaði að því að finna nýtt
efni í stað klórs og gengi sú vinna
samkvæmt áætlun. Ásgeir sagði
rannsóknaraðstöðu Sjafnar eina þá
fullkomnustu og öflugustu á sínu
sviði hér á landi.
Hann sagði að bændur og raun-
ar allir viðskiptavinir fyrirtækisins
gætu leitað eftir upplýsingum um
notkun á framleiðsluvörum Sjafn-
ar. Hægt er að hafa samband við
Ásgeir á netfangið asgeiri
@sjofn.is og einnig í síma Sjafnar
á Akureyri en þar hefur verið tekið
í notkun nýtt númer, 464-9000.
Heimasíða fyrirtækisins þar
sem er að finna ýmsar upplýsingar
er á slóðinni www.sjofn.is og einn-
ig má fá upplýsingar hjá söludeild
Sjafnar á Dalvegi í Kópavogi í
síma 540-9100.
Lánasjóður landbúnaðarins
VeMr nú bændum lán
öl endurfiármðgnunar
Lánasjóður landbúnaðarins hef-
ur ákveðið að nýta heimild í
lögum til að veita bændum lán til
endurfjármögnunar. Bændur
geta nú sótt um endurfjármögn-
un á bæði skuldum hjá Lána-
sjóðnum og öðrum lánadrottn-
um, en sjóðurinn hefur fram til
þessa einungis skuldbreytt eigin
lánum. Gert er ráð fyrir að all-
nokkur hópur bænda muni nýta
sér þennan möguleika, en á
árunum 1995 og 1996 fengu
rúmlega 400 bændur skuldbreyt-
ingalán, en þá var gert sérstakt
tímabundið átak í þeirn málum.
Að sögn Guðmundar Stefánsson-
ar framkvæmdastjóra Lána-
sjóðsins eru þau lán til endur-
fjármögnunar sem sjóðurinn
býður nú ekki hugsuð sem sér-
stakt tímabundið átak, heldur er
ætlun sjóðsins að bjóða þennan
valkost til frambúðar, rétt eins
og lán til framkvæmda, jarðaka-
upa, bústofnskaupa o.s.frv.
Guðmundur segir að sjóðurinn
setji ákveðin skilyrði fyrir lánveit-
ingu. Hann vilji að umsækjendur
setji fram áætlanir um rekstur og
fjárfestingar bús síns til næstu
fimrn ára. „Við teljum að bæði
þurfi að stórauka og stórbæta
áætlanagerð í búrekstri. Með
auknum fjárfestingum og stöðug-
um þrýstingi um aukin gæði og
lægra verð þarf stöðugt að fínstilla
reksturinn betur og svigrúmið til
rangra ákvarðana, hvort sem er í
rekstri eða fjárfestingum verður
alltaf minna og minna. Bændur
þurfa að tileinka sér áætlanagerð í
auknum mæli og hana þarf bæði að
auka og bæta frá því sem nú er.
Sjóðurinn setur það sem algert skil-
yrði fyrir veitingu endurfjár-
mögnunarláns að rekstrarforsendur
séu fyrir hendi og almennt hefur
sjóðurinn lagt aukna áherslu á
rekstrarþáttinn við lánveitingar.
Einnig krefst sjóðurinn full-
nægjandi trygginga fyrir þessum
lánum eins og öðrum lánum sem
hann veitir."
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem Bændablaðið hefur aflað sér er
hér um að ræða eins konar „bréfa-
skipta fyrirkomulag", þ.e. lántak-
andi gefur út fasteignatryggt
skuldabréf til Lánasjóðsins en
sjóðurinn gerir upp tilteknar skuld-
ir lántakanda við lánadrottna með
öðru skuldabréfi. Með þessu móti
er talið að unnt sé að ná fram betri
kjörum, en hugsanlega er það
nokkuð á kostnað sveigjanleikans
þar sem lánveiting er háð samþykki
lánadrottins. Guðmundur segir
þetta fyrirkomulag vissulega hafa
kosti og galla. Það megi þó gera
ráð fyrir að með því náist skárri
kjör og fjármögnun verði væntan-
lega auðveldari. Hann telur þó að
tímasetningin nú sé ekki sú heppi-
legasta. Nú séu vextir í hámarki og
þessi lán verði veitt með föstum
vöxtum. Hugsanlegt er að þessir
vextir breytist síðar, en eins og er
séu vextirnir 7,3%.
Guðmundur Stefánsson lagði
að lokum áherslu á að umsækjend-
ur vönduðu umsóknir sínar og að
þeim fylgdu öll umbeðin gögn.
Slíkt tryggði bestu og fljótustu af-
greiðsluna.
Landssamband
kúabænda
Verð á nautgripakjöti
Á bls.23 birtist nú verðskrá
helstu sláturleyfishafa á
helstu flokkum. Framvegis
verða þessi verðskrá birt
reglulega og eru bændur
hvattir til að hafa samband við
skrifstofu LK ef óskað er eftir
öðru formi á þessari birtingu.
Verðskrána er einnig að finna
á vefslóðinni www.bondi.is
Þjóðverjar prófa mottur
undir kýr
Þýska rannsóknarstofnunin
DLG hefur tekið til prófunar
fjölmargar gerðir af mottum
fyrir kýr. Niðurstöðurnar voru
þær að fimm af 14 mottum
stóðust prófanir. Mottutegund-
inar eru eftirfarandi: Genetics
Erri Comfort (Danmörku),
Agrotel (Austurríki), Brouwers
Noppen (Hollandi), Durotec
Durofarm soft (I) (Þýskalandi)
og Kraiburg Weichvett Einzel-
matte (Þýskalandi). Áður hafa
fimm aðrar mottur staðist
prófanir DLG: Pasture, Agripr-
om, Arntjen, Dunlop
(vatnsdýna) og gömul útgáfa
af dýnu frá Kraiburg. Nánari
upplýsingar er að finna á
heimasíðu DLG: www.dlg-
frankfurt.de
Góð sala á nautakjöti í
janúar
Niðurstöður janúarsölu á
nautakjöti reyndust mjög
jákvæðar fyrir okkur en mjög
neikvæð umræða um nauta-
kjöt og kúariðu í liðnum
mánuði virðist ekki hafa haft
áhrif. Reyndar þvert á móti
varð 5,4% söluaukning miðað
við janúar í fyrra. Það sem af
er febrúar er útlitið gott.
Auðveldast að temja
kálfana nýfædda
í danskri rannsókn á smá-
kálfum, kom í Ijós að nýfæddir
kálfar eru mjög móttækilegir
fyrir mönnum fyrstu 3-4 dag-
ana eftir fæðingu. Niður-
stöðurnar leiða í Ijós að til að
gera kálfana sem gæfasta er
best að umgangast kálfana á
meðan þeir drekka (fyrstu
dagana). Annað sem kom í
Ijós var að ef kálfar voru hjá
mæðrum sínum var mun
erfiðara fyrir rannsóknarfólkið
að vinna „traust“ kálfanna.
Þannig voru kálfar sem voru
hjá mæðrum sínum fyrstu
dagana mun hræddari og
erfiðari í umgengni en aðrir
kálfar. Nánari upplýsingar er
að finna í Intern Rapport nr.
137 frá DjF.