Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. febrúar 2001 m. — NISSAN PATROL Öflugur við allar dísil tdi aðstæður U . Ingvar Helgason hf. TBY Sirrarliiifla 2 Wéé.W Simi 525 8000 www.ih.is NámskeiO - gæOastýring í sauðflárframleifislu Mat á snoðull - tilraunaverkefni Bændur meti snoOullina sjálfir Ullarmatsnefnd hefur ákveðið, í samráði við Landssamtök sauðfjárbœnda, að gera tilraun nú í vetur með breytt fyrirkomulag við mat á snoðull. Tilraunin er liður íþví að leita leiða til að lœkka kostnað við mat og umsýslu á ull bœnda. Eftir að vetrarrúningi lýkur, verður árangur af þessu fyrirkomulagi metinn og ákveðið hvortfarið verður út f varanlegar breytingar. Snoðull er jafiian tekin afá hefðbundnum vetrarrúningstíma i mars. Reglur um mat á snoðullinni eru þœr sömu og á annarri ull en auk þess þarf að taka tillit til lengdar á snoðullinni, þar sem hún er í mörgum tUfellum mjög stutt. Matsreglurnar eru eftirfarandi: Samkvæmt síðasta búvörusamn- ingi var samiö um að greitt yrði hærra verð fyrir „Gæðastýrða sauðfjárframleiðslu“. Þar er um að ræða dilkakjöt sem framleitt hefur verið eftir kröfum um skil- greindan framleiðsluferil, holl- ustu og umhverfisvernd. Gæðastýringin uppfyllir kröfur markaðarins um upprunavottun en er auk þess áhrifamikið tæki til þess að bæta afkomu framleiðand- ans vegna þeirrar hagræðingar í rekstri sem unnt er að ná fram með notkun slíks kerfis. Til undirbúnings gæðastýring- arinnar verða haldin tveggja daga fræðslunámskeið fyrir fram- leiðendur. Námskeiðið er tvískipt þannig að einn dagur verður hald- inn nú í vor en annar í haust. Það er sjálfsagt fyrir alla sauðfjár- bændur að sækja slíkt námskeið en seta á því er forsenda fyrir umsókn um þátttöku í gæðastýringunni. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri sér um námskeiðah- aldið og leiðbeinendur á námskeiðunum verða starfsmenn skólans ásamt sauðfjárræktarráðunautum hvers svæðis eftir því sem mögulegt er. Námskeiðin, sem verða haldin víðs vegar um landið, munu hefj- ast þann 12. mars og reynt verður að gefa öllum framleiðendum kost á að sækja námskeið áður en sauðburður hefst í lok apríl. Nánara fyrirkomulag verður auglýst bráðlega á hverju svæði fyrir sig. H I - Hvít snoðull, lengri en 6 cm og þel lengra en 2,5 cni, nær alveg laus við gul hár og alveg laus við heymor, rusl og húsagulku. H II - Hvít snoðull, lengri en 4,5 cm og þel lengra en 1,5 cm, sem uppfyllir ekki kröfur fyrir H I. Ull með gulum hárum, minni háttar húsagulku, grófum toghárum. H III - Hvít snoðull, styttri en 4.5 cm, þel styttra en 1,5 cm, ásamt ull sem er gölluð eða skemmd. Mikið gul ull, ull með svörtum hárum. M I - Svart - Svört snoðull, lengri en 6 cm og þel lengra en 2.5 cm. Óskemmd og laus við heymor, rusl og laus við grá/hvít hár. M I - Grátt - Grá snoðull, lengri en 6 cm og þel lengra en 2,5 cm. Óskemmd og laus við heymor og rusl, ekki grámórauð eða gulleit. M I - Mórautt - Mórauð Arnar Bjarni simi: 486 5656 fax: 486 5655 gsm: 898 9190 Etnail: amarbifeislandia.is snoðull, lengri en 6 cm og þel lengra en 2,5 cm. Óskemmd og laus við heymor, rusl, ekki grámórauð. M II - Mislit snoðull, lengri en 4,5 cm og þel lengra en 1,5 cm. Ull af mislitum kindum, sem ekki er tæki í M I, þ.e. ull af flekkótlu, botnóttu, golsóttu, grámórauðu, hélusvörtu fé. Ull með minni háttar húsagulku eða grófum toghárum. M - III. Mislit snoðull styttri en 4,5 cm, þel styttra en 1,5 cm. Skemmd og gölluð ull. Ull sem flokkast í þennan flokk er verðlaus og mælt með því að henni sé fleygt strax. Mjög lítið fellur til af þessari ull á landsvísu. Við mat á hreinleika er miðað við að flokkar H-I, H-II og sauðalitir verði með 70% nýtingu og III flokks ull með 60% nýtingu. Reynsla af mati á snoðull sýnir, að algengast er að hvít snoðull hjá hverjum bónda fari í tvo flokka, oftast H-II og H-III, þar sem ullarlengdin skiptir Lárus sími: 437 0023 fax: 437 0023 gsm: 869 4275 Etnail: larnetítcaknct.is höfuðmáli um skiptingu milli flokka. Þeir bændur sem rýja mjög snemma á haustin og eiga hvítt fé, geta fengið snoðullina að mestu í H-I og H-II vegna lengri vaxtartíma ullarinnar frá haustrúningi til vetrarrúnings. Því má miða við að flestir bændur geti flokkað hvíta snoðull í tvo flokka en mislita ull verður auk þess að flokka eftir litum. Þungi snoðullarreyfanna getur verið vísbending um ullarlengd og má reikna með að: reyfi þyngra en 500 g nái lengd fyrir I. flokk,- reyfl sem er 3 - 500 g falli í II. flokk og léttari reyfi en 300 g fari í III. flokk. Mælt er með því að ullin sé flokkuð strax við rúning, um leið og hún kemur af kindinni. Best er að setja upp borð eða plötu (rimlaborð er best), með pokum til hvorrar handar fyrir stærstu tvo flokkana og flokka beint ofan í pokana. Mislita féð skal rýja síðast og ganga frá þeirri ull sérstaklega eftir litum. Nauðsynlegt er að hafa mjög gott ljós í augnhæð yfir ullinni þegar hún er flokkuð. Ganga þarf frá ullinni í greinilega merkta poka, þar sem fram kemur nafn, kennitala og heimilisfang innleggjandans ásamt ullarflokknum. Ekki má skrifa á pokana sjálfa, heldur á merkispjöld sem fest eru við fyrirbandið. Þegar ullin er send með flutningsaðila þarf að senda fylgibréf um fjölda poka eða magn í hverjum ullarflokki ásamt heildarfjölda poka. Við móttöku hjá ístex er flokkunin staðfest, ullin vegin og ullarmatsnóta skrifuð út. Uppgjör fyrir snoðull skal fara að fram í lok ágúst og greiðast þá að fullu. Ef snoðull er send óflokkuð, er hún metin samkvæmt gildandi reglugerð. Við ákvörðun á ullarverði því sem tekur gildi 1. mars verður tekið tillit til matskostnaðar. Rétt er að vekja athygli á því að mat og meðferð á þeirri ull sem er einrúin að vetri verður með sama hætti og áður. LANDBUNAÐAR- HÁSKÓLINN Á HVANNEYRI ENDURMENNTUN sími: 437 0000 fax: 437 0048 netfang: helgibj@hvanneyri.is NÁMSKEIÐ UM FJÁRHÚSBYGGINGAR verður haldið á Hvanneyri 27. - 28. mars 2001 Efnisatriði: Fóðrunartækni, vinnu- hagræðing og skipulag í fjárhúsum. Loftræsting fjárhúsa, meðferð búfjáráburðar, mismunandi gerðir fjárhúsa og undirbúningur bygginga- framkvæmda. Hagkvæmni bústærðar og fjárfestingargeta. Umræður um framtíðarfjárhús. Nánari dagskrá á heimasíðu LBH, www.hvanneyri.is Síðasti skráningardagur er 13. mars Tii afqreiðslu strax: á verði frá síðasta ári: • Fjósvélar (minivélar). • Álrampar fyrir minivélar. • Kornmylla með blandara. • Sturtuvagnar. • Þrítengiskúffur. • Diskasláttuvél. • Lyftut. hjólrakstrarvélar. • Dragt. hjólrakstrarvélar. • Hnífatætarar. • Pinnatætarar. • Fjaðraherfi. • Flagjöfnur. • Kílræsaplógar. • Snjóblásarar. • Haughrærur. • Haugsugudælur. • Barkar + tengi. • 6" lokar + stútar. • Mykjudælur. • Brunadælur. • Vökvayfirtengi. • Snjókeðjur. • Sagarblöð 800 mm. • Plöntunarrör. Upplvsinaar í síma: 5876065. LANDSTÚLP11n - Fjós eru okkar fag - • Weelink fóðrunarkerfi • Gjafatækni - fjölbreytt tækni til fóðrunar við ýmsar aðstæður. • Artex innréttingar - leiðandi í þróun innréttinga. • Pasture Mat básadýnur - ath! bæði í legubásafjós og básafiós. • Steinrimlar og flórsköfukerfí í gripahús • Nýbyggingar - viðbyggingar - breytingar Veitum aðstoð og ráðgjöf við hönnun og skipulag fjósa - hafið samband, við mætum á staðinn! • Loftræstingar Sérhæfðir í loftræstilausnum - ný og gömul fjós - sníðum loftræstinguna að aðstæðum á hverjum stað.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.