Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 27. febrúar 2001 BÆNDABLAÐIÐ 21 Valtra 50 ára ALHLIÐA SOTTHREIIMSIEFMI VOLDUGT VOPN GEGN SÝKLUM V HÆTTULÍTIÐ FÓLKI OG DÝRUM V UMHVERFISVÆIMT FRAMLEIÐANDI: Antec Intemational www.antecint.com HEILDSÖLUDREIFING: Pharmaco SIMI 535 7000 Bylting í framleiðslu smjörs Mjúlkurbú Húamanna tekur í notkun fyrstu smjðrvúlina í ár eru 50 ár frá því að framleiðsla Valtra dráttarvélanna hófst í Finn- landi. A þessum árum hefur orðspor þeirra borist víða og í dag er Valtra meðal stærstu fram- leiðanda dráttarvéla í heimi. Framleiðsla Valtra í fyrra var 15.964 dráttarvélar sem var 6% aukning miðað við árið á undan. Á sama tíma dróst heildardráttarvéla- sala í Evrópu saman um 7% en Evrópa er aðalmarkaðssvæði Valtra. Á árinu 2000 tókst Valtra jafn- framt í fyrsta skipti að koma markaðshlutdeild sinni í Finnlandi yfir 50% og á Norðurlöndunum öllum yfir 30% en Valtra hefur verið söluhæsta dráttarvél á Norðurlöndum síðustu nítján ár. Dótturfyrirtæki Valtra, Sisu Disel Inc. sem framleiðir dísel- vélamar í Valtra jók einnig fran- leiðslu sína umtalsvert á síðasta ári og framleiddi alls 20.729 dísel- vélar í verksmiðju sinni sem var 4,2% aukning frá árinu áður. Sem dæmi um ágæti Sisu díselvéla má nefna að ýmsir keppinauta Valtra nota þær í ákveðnar gerðir sinna dráttarvéla s.s. MF og Case/Steyr. Gæðamál hafa alltaf skipað veglegan sess hjá Valtra enda fékk fyrirtækið fyrst dráttarvélafram- leiðanda ISO 9001 gæðaviður- kenningu á sína framleiðslu og í lok ársins 2000 fékk verksmiðjan ISO 14001 viðurkenningu. Þann 19. janúar í ár var vöm- merki dráttarvéla Valtra fyrir- niámskeið á vegum Hélaskéla í mars Nú í mars verða eftirtalin nám- skeið haldin á vegum Hólaskóla: Framhaldsnámskeið í járning- um verður haldið dagana 9. - 11. mars á Hólum í Hjaltadal. í þessu námskeiði verður lögð áhersla á jafnvægisjámingar og sjúkrajám- ingar, en einnig verður farið í jám- ingar fyrir gangtegundir. Leið- beinandi á námskeiðinu verður Stefán Steinþórsson, járninga- maður. Dýrðarréttir úr bleikju. Námskeiðið verður haldið 9. mars t Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Á nám- skeiðinu verður fjallað um með- ferð og matreiðslu á bleikju. Úr bleikju má framreiða fjölmarga ljúffenga rétti, en námskeiðið endar einmitt með bleikjuhlað- borði sem þátttakendur útbúa. Leiðbeinandi verður Bryndís Bjamadóttir, hússtjómarkennari. Námskeið í markaðsfræðum fyrir þjónustugreinar, verður haldið 1.-2. mars á Hólum í Hjaltadal. Þar verður fjallað um markaðssetningu ýmissa þjónustu- greina og verður megináhersla lögð á ferðaþjónustu. Leið- beinandi verður Þorsteinn Brodda- son, framkvæmdastjóri Hesta- miðstöðvar Islands. Sjálfbær ferðaþjónusta í framkvæmd. Námskeiðið verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 23. - 24. mars. Þar verður dregin upp mynd af hvað sjálfbær ferðaþjónusta er, hvaða kröfur nútímaferðamenn gera til ferða- þjónustu í dreifbýli og hvemig ferðaþjónustan getur bragðist við þeim kröfum. Leiðbeinendur verða þau Sigurbjörg Árnadóttir, ráðgjafi og Jouko Parviainen ráð- gjafi í umhverfis- og ferðamálum. Frekari upplýsingar eru í bæklingnum Endurmcnntun 2001, sem hefur verið dreift til bænda og víðar. Einnig í síma Hólaskóla 453-6300. tækisins breytt úr Valtra Valmet í Valtra. Þessi breyting var loka- skrefið í ferli sem hófst árið 1997 þegar fyrirtækið var keypt af fjár- festingafyrirtæki sem heitir Partek. Þá var ákveðið að breyta skyldi nafni Valmet í Valtra í tveimur skrefum, fyrst í Valtra Valmet og síðan í Valtra. Fyrirtækið Partek er gríðarstór finnsk samsteypa sem á fjölda minni fyrirækja. Meðal þekktra vöramerkja sem þeir eiga auk Valtra eru: Kalmar lyftarar, Hiab bílkranar, Cargotek gámakranar og Valmet Skógarvélar. Heildarvelta Partek árið 1999 var 176 milljarðar íslenskra króna. Fréttatilkynning Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi hefur tekið í notkun fyrstu smjörvélina hér á landi. Birgir Guðmundsson segir í Mjólkur- fréttum að það sé síst ofmælt að „bylting hafi orðið í framleiðslu smjörs með tilkomu þessarar vélar.“ Birgir segir einnig að með tölvutækni hafi framleiðslan gjörbreyst. „Gæðin eru meiri og nýtingin betri; í rauninni má segja að um framför sé að ræða á öllum sviðum hvað varðar bygg- ingu smjörsins, útlit þess, smyrj- anleika og geyms!uþol.“ í Mjólkurfréttum segir að smjörvélar hafi verið til í nokkuð mörg ár en tækniframfarir allra síðustu ára, einkum á sviði rafstýringa, hafi flýtt fyrir þróun- inni. „Okkur var kunnugt um að með því að taka upp hina nýju tækni yrði smjörið mun betra og öryggið meira en hægt var að viðhafa í hinum hefðbundnu vélstrokkum. Vandinn var hins vegar sá að smjörvélamar vora svo stórar og afkastamiklar að ekki var unnt fyrir okkar litla markað að festa kaup á slíku tæki. Hin síðari ár hafa hins vegar komið fram æ fleiri gerðir af smjörvélum, bæði stóram og smáum, og loks er svo komið að við höfum getað látið drauminn rætast og tileinkað okkur fullkomn- ustu tækni við smjörframleiðslu sem völ er á,“ sagði Birgir. MBF keypti vélina af fyrir- tækinu APV í Danmörku en hluti hennar er framleiddur í Þýskalandi. Hún getur afkastað frá 500 kg og upp í tvö tonn á hverri klukkustund, en MBF framleiðir eitt tonn á tímann. Smjörvélin bætir stöðu MBF á alþjóðlegum markaði, því að mjólkuriðnaðurinn hér á landi þarf að losa sig árlega við afurðir í formi fitu. „Skekkjan í neyslunni hér innanlands er mikil hvað varðar prótein annars vegar og fitu hins vegar. Af þeim sökum verður af- gangs þó nokkuð magn af smjöri vegna hins svokallaða greiðslu- marks og þetta smjör þurfum við að flytja út. Gerðar era feiknarlegar kröfur um gæði smjörs erlendis og til þess að vera vel samkeppn- ishæfir var nauðsynlegt að bæta tæknina og standa jafnfætis öðram sem selja á sömu mörkuðum og við. Nú þurfum við engu að kvíða varðandi útflutninginn því að við getum framleitt vöru sem öragglega er í hæsta gæðaflokki. Hráefnið er hreint og ómengað og tæknin tölvuvædd og eins nútímaleg og kostur er á.“ Mjólkurbú Flóamanna er eins og kunnugt er stærsta mjólkurbú landsins og starfssvæði þess nær frá Hellisheiði í vestri og austur fyrir Homafjörð. Við búið starfa 130 manns og mjólkurinnleggjendur era um 400 talsins. Heildarinnlegg mjólkur er um 40 milljónir lítra á ári - og er það um 40% af lands- framleiðslunni. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna era framleiddar 75 teg- undir af mjólkurvöram en fjöldi vöranúmera er um 140 og árlega bætast við nýjar framleiðsluvörur. TIRB GOMPANY {199%) L7D. TILB O Ð w w BUVELA- OG VINNUVELADEKK A ÞESSU ARI ÆTLUM VIÐ AÐ HALDA ÁFRAM MEÐ SÉRSTÖK VILDARKJÖR, SEM VIÐ GETUM BOÐIÐ BEST, MILLILIÐALAUST fullt verð 13,6R24 31.923,- 9,5/9X24 16.618,- 12,5X15,3 14pr 15.671,- Þetta eru aðeins nokkur verðdæmi TILBOÐSVERÐ án vsk 20.513,- 10.011,- 10.070,- m/vsk 25.538,- 12.464,- 12.537,- Hafðu endilega samband og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig! AKUREYRI, S. 462 3002 FELLABÆ, S. 471 1179

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.