Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 8
8
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 27. febrúar 2001
Eiturefnanámskeið
Námskeið um notkun eiturefna og hættulegra
efna í landbúnaði, garðyrkju og við garðaúðun
verður haldið dagana 22. og 23. mars 2001.
Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja
öðlast réttindi til þess að mega kaupa og nota
efni í X og A hættuflokkum og/eða starfa við
garðaúðun.
Þátttaka í eiturefnanámskeiði veitir ekki sjálfkrafa
leyfisskírteini til kaupa á efnum ( X og A
hættuflokkum, heldur verður að sækja um það
sérstaklega.
Einnig verður að sækja sérstaklega um leyfi til
að starfa við garðaúðun.
Námskeiðið verður haldið hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins á Keldnaholti, Reykjavík.
Þáttökugjald er kr. 20.000,-
Tilkynna skal þátttöku sem fyrst og eigi síðar en
8. mars til Hollustuverndar ríkisins á sérstökum
umsóknareyðublaði. Umsóknareyðublað og
dagskrá námskeiðsins má finna á heimasíðu
Hollustuverndar ríkisins, www.hollver.is Athugið
að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og verða
þeir skráðir inn eftir tímaröð umsókna.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Hollustuvernd ríkisins í síma 585 1000.
Hollustuvernd ríkisins
Rannsóknastofnun iandbúnaðarins
Vinnueftirlit ríkisins
Fiat 88 95 4WD-Árg. 1993
ALÖ 640 moksturstæki
Listaverð: kr. 1.600.000,-*
Fermec 860 traktorsgrafa
Árgerð 1995
Listaverð: kr. 2.950.000,-*
Krone 125 rúllubindivél
Árg. 1996
Listaverð: kr. 750.000,-*
Roco Dowdeswell 825, árg.’96
Dragtengd, barkastýri.
Listaverð: kr. 620.000,-*
Verðkr. 1.390.000,-*
Afsláttur kr. 210.000,-
Verð kr. 680.000,-*
Afsláttur kr. 70.000,-
Verð kr. 490.000,-*
Áfsláttur kr. 130.000,-
Lanser Boss lyftari - árg. ‘87
2,5t, gámagengur.
Listaverð: kr. 600.000,-*
Verð kr. 400.000,-*
Afsláttur kr. 200.000,-
MF 60HX traktorsgrafa með skot-
bómu og opnanlegri framskóflu.
Listaverð: kr. 1.600.000,-*
Listaverð: kr. 1.600.000,
Welger RP 200 rúllubindivél
Árgerð 1993
Listaverð: kr. 750.000,-*
Verð kr. 500.000,-*
Afsláttur kr. 250.000,-
Massey Ferguson 390T, árg.’96
4WD -Trima 1695.
Listaverð: kr. 2.500.000,-*
Fleíri vélar
á tilboðsverði
* öll verð eru án vsk.
Case IH 695 XL.
Árg. 1991
Listaverð: kr. 1.100.000,-*
Verð kr. 950.000,-*
Afsláttur kr. 150.000,-
Case 4240 - Árgerð 1996
Vetö ámoksturstæki
Listaverð: kr. 2.400.-*
Verð kr. 2.000.000,-’
Afsláttur kr. 400.000,-
Fendt Favorit 510C. Árg. ‘96
Trima 840
Listaverð: kr. 3.550.000,-*
Verð kr. 3.400.000,-*
Afsláttur kr. 150.000,-
Afsláttur kr. 450.000,-
JCB 820 skurðgrafa.
Árgerð 1989.
Listaverð: kr. 2.450.000,-*
Ingvar
Helgason hf.
Sxvarhöfða 2, Sími 525 8070, Fax: 587 9577, www.ih.is, Véladeild
Geiturnar
koma
þegar
kallað er
„Eg geri geiturnar hændar að
mér með því að gefa þeim
brauð. I það eru þær mjög
sólgnar. Með þessu get ég kallað
á þær heim þegar ég vil ef þær
eru í kallfæri. En þær fara
yfirleitt ekki langt, halda sig
mest í fjallinu hér fyrir ofan á
sumrin. Það heyrir til undan-
tekninga ef þær fara í annarra
land,“ sagði Ásdís Sveinbjörns-
dóttir bóndi á Ljótsstöðum í
Unadal í Skagafirði þegar tíð-
indamaður blaðsins spurði hana
út í geitabúskapinn á dögunum.
Ásdís og maður hennar Trausti
Fjólmundsson hafa verið með um
og yfir 20 geitur í liðlega 20 ár.
Auk þess eru þau með 70-80
kindur. Ásdís segir að geiturnar
haldi sig alveg frá kindunum. Á
sumrin eru þær í tveimur til
þremur hópum og halda sig mest í
fjallshlíðinni sem er talsvert kjarri
vaxin, en sækjast ekki eftir að vera
í túninu. I rigningu koma geiturnar
heim og vilja þá komast inn í hús.
Þær fara yfirleitt seinna út á vorin
en kindurnar, sérstaklega ef vætu-
tíð er. Ásdís tekur ekki hafurinn úr
geitunum og því hefst burður
snemma, oftast í byrjun mars en í
ár voru þó kiðlingar um mánuði
fyrr á ferðinni. Geiturnar eru frjó-
samar, 70-80% þeirra eiga tvö kið
og einu sinni hafa komið þrjú úr
einni. Ásdís er í Geitfjárfélagi ís-
lands og heldur skýrslur, en það er
grundvöllur fyrir að fá styrk frá
Bændasamtökum íslands. Það eru
helstu tekjumar af geitunum því
að kjötið er í lágu verði. Ásdís
segist slátra öllum sínum geitum í
sláturhúsi og sjá sjálf um sölu á
kjötinu. Hún segir að flestir sem
smakka kjöt af kiðum séu hrifnir
af því og þarna sé í raun um algera
villibráð að ræða því að geitur
forðist að ganga á ræktuðu landi.
Samt sé eftirspurn fremur lítil en
hún virðist þó aðeins fara vaxandi.
„Mér finnst þessi grey vera
skemmtileg húsdýr þrátt fyrir að
þau séu stundum með óknytti. Þær
hafa t.d. ánægju af að setja hornin
í heyrúllurnar og geta verið frekar
ef sá gállinn er á þeim. Það þarf
hins vegar lítið fyrir þeim að hafa
hér. Þær ganga á afmörkuðu svæði
yfir sumarið, þvælast ekkert fram í
afréttina og koma aldrei með fénu
þegar það er rekið inn á haustin.
Þær eru líka hafðar meira fyrir
ánægjuna en að það sé mikill
hagnaður af þessu,“ sagði Ásdís
Sveinbjömsdóttir./ÖÞ.
Fundurmeð
formðnnum
aOildarfélaga LS
Fundur með formönnum
aðildarfélaga Landssamtaka
sauðfjárbænda verður hald-
inn mánudaginn 5. mars nk í
Bændahöllinni v/Hagatorg og
hefst fundurinn kl. 13.00. Á
fundinum verður m.a. rætt
um stað og stund næsta
aðalfundar LS. Þá verður
fjallað um framkvæmd
sauðfjársamnings og verka-
skiptasamning LS og BÍ.