Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. febrúar 2001 VMipli otj atvinnulíf Umsjón Erna Bjarnadóttir Kvótann burt! Álag á sumarslátrun Sumarið 2001 verður greitt álag á dilkaslátrun samkvæmt eftirfarandi töflu. Einungis verður greitt út á kjöt sem selt er ófrosið. Tímabil Kr. pr. dilk Tímabil Kr. pr. dilk Júní - 7. júlí 1000 5. - 11. áqúst 500 8.-14. júlí 900 12.-18. áqúst 400 15. -21. júlf 800 19. - 25. áqúst 300 22. - 28. júlí 700 26. áqúst -1. sept. 200 30. júlí - 4. ágúst 600 2. - 7. september 100 Bændasamtök íslands hafa samið við Landssamtök sláturleyfishafa um framkvæmd greiðslu álagsins. Geymslupld til bænda Bændur sem geyma dilka og slátra þeim frá 1. nóvember 2000 til 31. maí 2001 til fersk- kjötsölu skulu fá geymslugjald sem svarar kr. 11,00 á framleitt kg og að auki kr 3,00 á kg fyrir hvern byrjaðan mánuð frá og með nóvember til sláturmánað- ar. Greitt er framleiðslu í gæða- flokkum sem falla undir hold- fyllingarflokka E, U, R og O og fituflokka 1, 2, 3 og 3+. Greiðsl- ur þessar skulu reiknaðar út fyrir hvern mánuð fyrir sig sam- kvæmt greinargerð frá afurða- stöðvum um slátrun einstakra bænda og hafa Bændasamtök Islands samið við Landssamtök sláturleyfishafa um að annast framkvæmdina. Gjalddagi er í síðasta lagi í fjórða mánuði eftir framleiðslumánuð. Á ráðunautafundi sem haldinn var í byrjun febrúar vakti er- indi Jóhannesar Torfasonar á Torfalæk mikla athygli. Hann lagði til að kvótakerfi í mjólkurframleiðslu yrði af- numið. Kalt vatn hefur eflaust runnið milli skinns og hörunds þeirra sem hafa skuldsett sig verulega á síðustu tveimur til þremur árum við kvótakaup og endurnýjun á aðstöðu. Hvað felst í kröfu sem þessari, hverj- ar eru forsendur hennar og hverjar yrðu afleiðingarnar af því að verða við henni? Segja má að kvótakerfi frysti framleiðslumynstur (stærð og fjölda búa) á tilteknum tíma og leggi hömlur á möguleika bænda til að aðlaga rekstur sinn tækni- framförum sem bjóða upp á stækkun búa og hagræðingu í rekstri. Við þessu hefur verið brugðist með því að leyfa aðila- skipti að greiðslumarki. Því hefur þó fylgt mikið fjármagn út úr búgreininni með tilheyrandi skuldsetningu þeirra búa sem áfram eru í rekstri. Auk þess má gera ráð fyrir að innleiðing nýrrar tækni og hagræðing gangi hægar fyrir sig en ella, þar sem fyrst þarf jú að tryggja fram- leiðslumöguleika með kvóta- kaupum. Meðalkúabú nú hefur um 100.000 ltr. greiðslumark og til að ná stærð verðlagsgrund- vallarbús þarf að kaupa 88.000 ltr. kvóta sem kostar milli 18 og 20 milljónir kr. Miðað við tíu ára jafngreiðslulán, fjórar afborganir á ári og 16% vexti (sem er nærri meðalútlánsvöxtum óverðtryggðra lána á sl. ári) eru árlegar greiðslur í vexti og af- borganir ríflega 3,6 eða um 41 kr/ltr. Að teknu tilliti til verðbólgu væru vextir lægri en á móti kemur að óvíst er að núver- andi hlutfall milli mjólkurverðs og kostnaðar haldist óbreytt. Ef breytilegur kostnaður er 27 kr/ltr. eru þrjár krónur eftir til að borga laun og fastan kostnað. Þótt ein- hver bú geti reiknað sér skatta- legt hagræði fyrstu fimm árin meðan verið er að færa niður kaupverð greiðslumarks, þarf tæpast fleiri vitnanna við um að dæmið gengur ekki upp fyrir greinina í heild. Hvaða ókostir eru þá við afnám kvótakerfis? Flestum detta eflaust beingreiðslur fyrst í hug. Þar sem hér er um nokkuð séríslenska aðferð að ræða mætti eflaust finna aðrar leiðir til að skipta þeim fjármunum sem eru til ráðstöfunar. Offramleiðsla er það næsta en ekki er ólíklegt að ónýtt framleiðslugeta í dag sé fimm til tíu milljónir lítra. Þriðja og eflaust sársaukafyllsta hliðar- verkunin eru fjárhagslegar af- leiðingar gagnvart þeim sem keypt hafa greiðslumark á sl. árum. Með þessu væri greiðslu- mark gengisfellt og þar með lækkaði veðhæfi jarða með greiðslumark í mjólk. I mörgum tilfellum myndi því skorta veð fyrir því sem þegar er áhvílandi og verulegar takmarkanir yrðu á möguleikum til að fjármagna framkvæmdir með nýjum veðlánum. Dæmið hér að ofan sýnir hins vegar að þessi búgrein er í öngstræti þegar horft er á mögu- leikar hennar til endurnýjunar. Finna þarf leið sem getur gert mjólkurframleiðslu hæfa til að takast á við krefjandi rekstrarum- hverfi á komandi árum. Full þörf er því á að taka varnaðarorð Jóhannesar alvarlega og spyrja hvort við getum haldið núverandi fyrirkomulagi á framleiðslustjórn óbreyttu, kostnaðar vegna. Verði niðurstaðan neikvæð, eins og Jóhannes færir rök fyrir, þarf að taka ákvörðun utn breytingar með góðum fyrirvara. Jan-01 Nov-00 Feb-00 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2000 Jan-01 Jan-01 January '00 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 296,864 770,071 3,043,932 -2.3 -5.9 -1.6 13.6% Hrossakjöt 124,601 533,512 1,117,905 16.5 7.9 2.6 5.0% Kindakjöt* 4,215 573,838 9,689,705 41.3 23.6 12.1 43.4% Nautgripakjöt 315,242 875,868 3,646,572 6.8 -2.5 -0.2 16.3% Svínakjöt 337,642 1,293,753 4,845,885 23.0 7.4 2.7 21.7% Samtals kjöt 1,078,564 4,047,042 22,343,999 9.7 4.3 5.4 Innvegin mjólk 9,830,484 27,347,799 104,404,274 4.0 1.3 -2.6 Sala innanlands Alifuglakjöt 316,386 837,738 3,226,607 2.1 11.3 7.8 16.4% Hrossakjöt 94,147 249,690 715,420 80.5 23.0 31.2 3.6% Kindakjöt 484,081 1,714,260 7,229,523 4.5 10.3 4.3 36.8% Nautgripakjöt 306,108 859,553 3,636,449 5.4 -3.5 -1.4 18.5% Svínakjöt 337,638 1,317,042 4,860,789 26.2 7.3 3.0 24.7% Samtals kjöt 1,538,360 4,978,283 19,668,788 11.2 7.6 4.2 Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 7,377,664 25,676,373 98,151,920 2.5 -1.0 -0.6 Umr. m.v. prótein 9,167,352 26,670,968 106,675,883 8.2 2.6 2.9 ‘Kindakjöt lagt inn sankv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. “Sala mjólkur og mjólkuafurða umreiknuð á fitugrunni með leiðréttum stuðlum Samtaka afurðast.í mjólkuriðnaði frá því í september 1998. Góð sala var á kjöt- og mjólkurvörum í janúar. Heildarsala á kjöti var 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra og jókst sala í öllum kjöttegundum. Hlutfallslega er hrossakjöt hástökkvari mánaðarins með 80% söluaukningu. Sala á svínakjöti jókst um 26%. Þá leynir sér ekki að íslenskir neytendur treysta nautgripakjöti hér og láta ekki umræðu um vandamál því tengd erlendis trufla mnkaup sín, því að sala þess jókst um 5,4% m.v. sama mánuð í fyrra. Heildáiframleiðsla á kjöti var 9,7% meiri nú en í sama mánuði í fyrra og á ársgrundvelli nemur aukningin 5,4% en heildar- söluaukning á sama tíma er 4,2%. Það virðist því vera umhugsunarefni hvert stefnir með framboð, borið saman við vöxt innanlandsmarkaðar, sem er jú langmikilvægastur og sá eini fynr þrjár kjötteg- undanna. Síðustu 12 mánuði hafa verið flutt út samtals um 1.680 kg. af kinda- og hrossakjöti. Framleiðsla umfram sölu innanlands auk útflutnings síðustu 12 mánuði nemur því um 2.000 tonnum. Sala á mjólkurvörum var einnig góð og nemur heildarsöluaukning á próteingrunni sl. 12 mánuði tæplega 3%. Eftir að hægt var á mjólkurframleiðslu um mitt síðasta ár kemur janúar nú með 4% aukningu miðað við sama mánuð í iyrra.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.