Bændablaðið - 27.02.2001, Blaðsíða 18
18
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 27. febrúar 2001
Garðyrkjubændur, fylgist
með áburðarblandaranum!
Víða eru áburðarblandarar sem
blanda sjálfir áburðarlausnina og
stilla leiðni og sýrustig eftir
óskum garðyrkjubóndans. Þeir
geta bilað og þó að þeir eigi ekki
að gefa áburðarlausn ef þeir ná
ekki að stilla leiðni eða sýrustig
rétt getur það samt gerst. Síðustu
þrjá mánuði hafa þrír áburðar-
blandarar bilað þannig að þeir
hafa gefið ýmist of háa leiðni eða
of mikla sýru. Leiðni upp á fjóra
og sýrustig undir pH 2 er ekki
hollt fyrir plönturnar og engan
veginn hollt fyrir pyngjuna. Því
er ekkert annað hægt en að taka
upp mælana og/eða sýrustigs-
strimlana og mæla.
I Ami blöndurum er hægt að
mæla í blöndunarkari og sjá
þannig hvað blandarinn gaf
síðast. Einnig er hægt að setja ílát
undir dropastæði og mæla hvaða
sýrustig og leiðni var í lausninni
sem fór út og hversu mikil hún
var. Þannig er hægt að fylgjast
með hversu mikið vatn
plönturnar fá og hver leiðni og
sýrustig eru til plantnanna.
Einnig er æskilegt, í stein-
ullar- og vikurrækt, að fylgjast
með hversu mikil umframvökvun
er til að geta fullvissað sig um að
plönturnar fái nóg. Ymsar
aðferðir eru til að mæla afrennsli-
svatn, hægt er að setja rennu eða
plastdúk undir motturnar,
kassana eða föturnar og grafa
smá holu ofan í jarðveginn og
safna afrennslisvatni þar saman í
ílát. Velja þarf stað sem gefur
rétta mynd af ræktun í hverju
húsi, þ.e. ekki í hliðarröðum og
ekki í endum raða.
A hverjum morgni er síðan
farið um húsin og mælt
vökvunarmagn, afrennslisvatns-
magn, leiðnitala í báðum
lausnum og sýrustig.
Misjafnt er milii tegunda í
ræktun hve mikið afrennslisvatn
á að vera en almennt má segja að
það eigi að vera á bilinu 20 -
40%. Því ónákvæmara sem
vökvunarkerfið er, þvf meir þarf
að vökva umfram til að tryggja
að allar plöntur fái nóg.
Sem sagt, gullna regla garð-
yrkjumannsins: Ef þú heldur að
allt sé í lagi, þá er eitthvað að!
Magnús A. Agústsson,
ylræktarráðunautur BI
Brot f klasa-
stjlkum ttmata
Við of háan hita verða klasarnir
smáir og grannir. Hætt er við að
plönturnar missi fyrsta klasa
og/eða þær verði of teygðar ef
hiti er of hár. Oft reynist
frjóvgun 3.-5. klasa erfið þegar
saman fer hár hiti og dimmviðri.
Að sumri getur nýr klasi myndast
u.þ.b. vikulega en að vetri geta
liðið um tólf dagar á milli
nýmyndunar klasa. Af
klasastilkum má oft ráða hvort
hvort plöntur hafi verið of
frjósamar eða í of miklum
grænvexti. Þegar um er að ræða
of frjósamar plöntur er stilkurinn
sver, stinnur, stuttur og sveigður.
Ef grænvöxtur plantna er hins
vegar of mikill er hann grannur,
langur og uppstæður.
Þegar grænvöxtur er of mikill
verða klasarnir því kröftugir og
uppstæðir og jafnvel vaxa þjófar
út úr endum þeirra. Til að halda
aftur af slíkum vexti eftir
útplöntun (ef hann er of mikill)
mætti efla blóm- og
aldinmyndun, t.d. með því að
auka hitamun dags og nætur en
sólarhringshiti má þó ekki hækka
um of. Of mikill hitamunur dags
og nætur veldur lengri og
veikbyggðari klasastilkum sem
hættara er við að fá brot í sig.
Gæta þarf þess þó að draga ekki
um of úr grænvexti plantnanna,
því að slíkt myndi bitna á
uppskerunni.
I byrjun ræktunar
myndast oft brot í klasastilkum,
sérstaklega í gróskumiklum
plöntum. Strax við blómgun má
sjá hvort hætta sé á að slík brot
myndist í klösunum síðar meir
því að stilkar slíkra klasa eru
langir, grannir og teygjast
skáhallt upp. Síðar meir hættir
þessum klösum til að fá brot í
sig. Erfitt er að ná fullkominni
frjóvgun í þeim, auk þess sem
þeir geta síðar um sumarið verið
inngönguleið fyrir grásvepp.
Unnt er að hafa áhrif á myndun
klasabrota með loftslagsstjómun
og vökvun.
Sökum þunga aldinanna
myndast brot í klasastilkana.
Brotið heftir safastreymi um
stilkinn og þá um leið vöxt
aldina og gæði þeirra rýma. Auk
þess dregur úr aldinhleðslu
plantna við þess háttar brot í
klasastilkum þannig að of mikill
grænvöxtur getur hlaupið í þær.
Belgískar tilraunir hafa leitt í
ljós að aldin tútna ekki eins vel
út á slíkum klösurn. Ennfremur
kom í Ijós að ef aldin höfðu náð
yfir 50 mm í þvermál þegar
brotið kom dró ekki mikið úr
vexti en ef þau voru aðeins 40
mm í þvermál dró um 10% úr
þyngd þeirra og um 20% ef
þvermál var 30 mm. Hollenskar
tilraunir staðfesta þessar
niðurstöður. Samkvæmt þeim
dreifist sá hluti afurða
ljóstillífunar sem hefði átt að
berast til fyrsta klasans á hina
klasana. I öllu falli tákna svona
brot í klasastilkum uppskerutap
framan af uppskerutíma. Holl-
endingar vekja ennfremur
athygli á því að brot í
klasastilk rýrir
aldingæði. Því
grófgerðari sem
aldinin eru, því meira
dregur úr vexti
þeirra. Með öðrum
orðum fást
tiltölulega betri
aldin af klösum með
broti í „venjulegum"
tómötum heldur en í
stórum bufftómötum.
Ymsar orsakir í
byrjun ræktunar geta
valdið broti í
klasastilkum. Sú
mikilvægasta er birtuskortur.
Sökum hans er framleiðsla
ljóstillífunar lítil en afurðir
hennar eru mikilvægt hráefni til
að byggja upp stinna plöntuvefi.
Nátengt birtuskorti er
vaxtarrými plantna. Þróunin á
síðustu árum hefur verið að
planta þéttar og þar með nýtur
hver planta minni birtu og
ljóstillífun minnkar. Til greina
kæmi að hafa lengra á milli
plantna í byrjun og taka síðan
upp aukasprota.
Hiti í gróðurhúsi hefur mikil
áhrif á myndun klasabrota.
Þannig eykur hár meðalhiti
myndun klasabrota, sökum þess
að plöntur nota þá meira af
afurðum ljóstillífunar til
öndunar. Algengt er að menn
kyndi mikið í byrjun ræktunar
miðað við birtu, til að hraða vexti
og flýta uppskeru. Hitamunur
dags og nætur hefur einnig áhrif.
Þannig eykur hár daghiti með
lágum næturhita lengdarvöxt og
þar með myndun klasabrota
samanborið við sama hita dag og
nótt. ef miðað er við sama
meðalhita.
Ennfremur veldur hár
meðalhiti og daghiti yfir 25°C
því að blómin sitja lengra út á
stilkunum. Því lengra frá stöngli
sem fyrsta blómið situr, því fyrr
myndast brot í klasastilkinn.
Mikil kynding að morgni
eykur hættu á broti í
klasastilkum, sökum meiri
lengdarvaxtar. Einkum er lítil
birta fyrstu klukkustundir eftir
sólarupprás að vetri. Þar af
leiðandi ætti ekki að hækka hita
of snemma upp í daghita að
morgni, eða ekki fyrr en tveimur
klst. eftir sóiarupprás. Að vetri er
yfirleitt svo lítil birta fyrstu klst.
eftir sólarupprás að hár hiti á
þessum tíma eykur lengdarvöxt í
klasastilkum. Auk þess er útihiti
einnig oft hvað lægstur við sólar-
upprás þannig að kynda þarf
rörin heitar til að ná hita upp á
þessum tíma. Hann ætti þó ekki
að hækka hraðar en sem nemur
1°C áklst.
Hófleg vökvun og há
leiðnitala hafa áhrif á vöxt
plantnanna og geta stuðlað að
sterkari fyrstu klösum. Sökum
minni vatnsupptöku plantnanna
tútna frumumar ekki eins mikið
út. Auðvelt er að stjórna vökvun
áður en rótum er hleypt niður.
Ahættusamasti tíminn er þegar
búið er að hleypa rótum niður.
Þær vaxa þá út um rótarbeðinn
og þeim stendur til boða mikið
vatn, auk þess sem leiðnitala er
lág samanborið við í pottunum.
Eftir því sem plönturnar taka upp
meira vatn, tútna frumurnar
meira út af vatni.
Vökvun þarf að vera í
samræmi við útgufun plantna.
Þar af leiðandi má ekki vökva of
mikið í dimmviðri. Vökvun síðla
nætur og snemma morguns eykur
hættu á að brot myndist í
klasastilka. Vökvun á þessum
tíma eykur rótarþrýsting, þannig
að frumur tútna út og lengjast og
klasastilkar lengjast, sérstaklega í
hlýju og röku veðri.
Ef leiðnitala er lækkuð of
hratt, þannig að plönturnar ná
ekki að fylgja breytingunum
eftir, verða toppar þeirra oft of
kröftugir og efstu klasamir
standa meira eða minna lóðréttir
upp og fá auðveldlega brot í sig
þegar aldinþungi eykst.
Klasabrot myndast oft í
kjölfar mikils vaxtar. Klasinn
vex þá út frá stinnum og sverum
stöngli. Ef stöngull er álíka sver
fyrir ofan klasann vex yfirleitt
fram eðlilegur klasi. Ef stöngull
er hins vegar talsvert grennri
fyrir ofan klasann tekst plöntunni
ekki að halda nægum þrýstingi út
í klasann sem vex þá skáhallt
upp. Með ríflegri vökvun er oft
mögulegt að ná fram eðlilegum
klösum á ný en vökvun þyrfti þá
að ná að gera stöngulinn í toppi
plantnanna sverari. Mjög ríkuleg
vökvun getur þó haft öfug áhrif,
þannig að stöngullinn verði of
sver og næsti klasi fái brot í sig.
Að vetri er inngeislun oft það
lítil að ómögulegt er með
ræktunaraðgerðum að koma í
veg fyrir myndun brots í
klasastilkum. Fyrstu sex
klösunum hættir þá mjög til þess
að fá brot í stilka og því væri
mjög æskilegt að aðstoða
plöntumar með sérstökum
klemmum. Setja þarf
þær á stilkana áður en
aldinin fara að tútna út
svo að heitið geti,
þ.e. áður en hætta
skapast á myndun
klasabrots. Hafi brot
á annað borð
myndast er bæði
erfiðara að koma
klemmunni fyrir og
árangur tvísýnn.
Ennfremur má
draga úr hættu á broti
með því að særa
klasastilkana að
neðanverðu á meðan
klasarnir eru mjög ungir. Þegar
fyrsta blóm klasa springur út og
jafnvel fyrr, þegar þriðja eða
fjórða blóm springur út, er of
seint að særa stilkinn. Ef þetta er
gert of seint getur hann náð að
togna og fá brot í sig. Þar sem
allir klasamir springa ekki út á
sama tíma þarf oftast nær að fara
yfir plönturnar tvisvar sinnum í
viku. Særing stuðlar einnig að
stærri aldinum sem eykur hleðslu
plantnanna. Því gæti þurft að
mæta með lægri hita og/eða
meiri aldingrisjun. Særingu
mætti t.d. framkvæma með
hrjúfum slöngubút eða með
stubbi af járnsagarblaði. Við
hana er klasastilkur særður frá
fyrsta blómi og að stofni. Særing
fyrstu átta til tíu klasastilkanna er
mjög algeng í Hollandi og Belgíu
og er þar hluti af föstum
daglegum vinnuþáttum. Þó svo
að þetta kosti tíma telja menn sig
fá það til baka.
Garðar R. Árnason,
t JBœndasamtökum Islands
Riðuveiki eða
pyðsveppur?
Riðusjúkdómur í nautgripum sem
kominn er upp víða um meginland
Evrópu hefur vakið upp sterka um-
ræðu um hreinleika innflutts kjöts
og kjötafurða til landsins. Ráðherra
landbúnaðarmála hefur látið til sín
taka með því að fallast á frestun
innflutnings norskra fósturvísa úr
kúm, láta fara yfir innflutningsmál
og funda með bændum víða um
land. Málið er því tekið föstum tök-
um, sem er vel, enda mjög al-
varlegt.
Ryðsveppur er sjúkdómur sem
leggst á trjáplöntur og hefur til
dæmis útrýmt gljávíði og komist í
ösp. Þegar sveppurinn kom fyrst
upp, sem var á austanverðu land-
inu, var ekki gripið til þeirra út-
rýmingaaðgerða sem að öllum lík-
indum hefðu dugað til að hemja út-
breiðslu sjúkdómsins á byrjunar-
stigi. Sveppurinn komst því með tíð
og tíma í trjáplöntur víða um land
og gátu landsmenn fylgst með út-
breiðslu hans í fréttum sjónvarps-
stöðva hverju sinni.
Haustið 1999 skipaði landbún-
aðarráðherra vinnuhóp sem hafði
það hlutverk að gera úttekt á
vörnum gegn sjúkdómum og mein-
dýrum á plöntum og leggja fram
tillögur um hert eftirlit með inn-
flutningi og um nauðsynlegar að-
gerðir þegar upp koma ný vanda-
mál. Vinnuhópurinn skilaði grein-
argóðri skýrslu til ráðherra í febrú-
ar 2000 þar sem m.a. voru lagðar
fram tillögur til úrbóta. Var þar
einkum lagt til að fjármagn yrði
tryggt til að kosta útrýmingarað-
gerðir þegar upp koma vandamál í
ræktuninni.
I þessu sambandi má benda á að
þegar upp kemur riðuveiki í sauðfé
er féð skorið niður, hús sótt-
hreinsuð og bóndanum greiddar
bætur vegna tekjumissis og til að
koma upp heilbrigðum sauðfjár-
stofni. Tillögur vinnuhópsins voru
því m.a. settar fram í þeim tilgangi
að gæta jafnræðis milli dýrasjúk-
dóma og plöntusjúkdóma.
Þrátt fyrir störf vinnuhópsins
og ítrekanir samtaka garðyrkju-
bænda hefur málið ekki þróast í þá
átt sem garðyrkjubændur óskuðu.
Það er miður, því að hættan á að
plöntusjúkdómar haldi áfram að
berast hingað til lands er sannar-
lega fyrir hendi. Það er því brýnt að
ráðuneytið taki þetta mál föstum
tökuin hið fyrsta, enda er skóglendi
okkar lands í hættu. Jafnframt er
hætta á að plöntusjúkdómar sem
ekki er útrýmt með skipulögðum
hætti berist í grænmetisræktun í
gróðurhúsum þar sem notaðar eru
lífrænar varnir í stað varnarefna.
Notkun lífrænna varna í græn-
metisræktun er mikilvæg fyrir
ímynd íslensks grænmetis vegna
heilnæmis og hreinleika þess.
Hættan felst því ekki endilega í
sjúkdómunum sjálfum heldur því
hve kerflð er ilia í stakk búið til að
taka á slíkum vandamálum þegar
þau koma upp.
Það verður að teljast eðlilegt að
búfjárrækt og garðyrkja standi
jafnfætis þegar kemur að öryggis-
þætti löggjafar ef upp koma vanda-
mál í ræktun. Eins og staðan er nú
eru þessi úrræði ekki til staðar í
íslenskri garðyrkju.
Unnsteinn Eggertsson, frkvstj.
Sambands garðyrkjubœnda.