Bændablaðið - 29.01.2002, Síða 1

Bændablaðið - 29.01.2002, Síða 1
2. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 29. janúar 2002 ISSN 1025-5621 Nautakjötsframleiðsla dregst saman: Skortur á nautakjöti í árslok? KflUP A UMFRAM- MJÚLKÁYFIR- STAMUAniDI VERÐLAGSÁRI 2001/2002 Á undanförnum mánuðum hefur stjórn SAM fjallað um þróun og horfur í mjólkurframleiðslu og söiumálum mjólkurvara á innanlandsmarkaði, svo og birgðahald mjólkurvara. Ai knirig í sölu mjólkurvara á síóasta , ri, 2001, var umtalsvert uinfram œntingar. Söluaukning í skyrvt '-.m hefur verið talsverð auk þess em sala á ostum hefur gengið m g vel. Vegna þessara aöstæðnr hefur stjórn SAM ákveðið ð mælast til þess við aðildarfílögin að þau kaupi samanlagt a.m.k. þrjár milljónir lítra mjólkur umfram greiðslu- mark á yfirstandandi verðlags- ári 2001/2002. Einungis verði greitt fyrir próteinhluta íjólkurinnar, þ.e. 75% af i furðastöðvaverði, enda verður fttan flutt úr landi þar sem ekki er markaður fyrir hana innan- lands. Búið er að korna þessum til- mælum frá SAM til allra af- urðastöðva og hafa þær, skv. fengnum upplýsingum, orðið við þeim og eru tilkynningar þessa efnis að berast mjólkurfram- leiðendum unt þessar mundir. Uppgjör og uppgjörsreglur keyptrar umframmjólkur Þær þrjár milljónir lítra sem afurðastöðvar vilja kaupa með þessum hætti af mjólkurfram- leiðendum, á yfirstandandi verð- lagsári, svara til um 2,88% af út- hlutuðu greiðslumarki verðlags- ársins. Hver greiðslumarkshaft hefur því forgang að greiðslu fyrir umframmjólk sem samsvarar því hlutfalli af greiðslumarki hans, eða 2,88%, þó aðeins próteinhluta afurðastöðvarverðs. Það sem kann að vera ónotað að loknu slíku uppgjöri, deilist á þá fram- leiðendur sem leggja inn umfram- mjólk, og þá í hlutfalli við greiðslumark þeirra. Uppgjör og greiðslur fyrir þá umframmjólk sem óskað er eftir fara fram þegar verðlagsárið 2001/2002 er liðið og fullnaðar- uppgjör Bændasamtaka íslands liggur fyrir. „Það gæti farið svo, miðað við þá þróun sem hefur verið í gangi, að í lok þessa árs yrði kjötskortur. Ástæðan fyrir því að bændur draga úr nautakjötsframleiðslu er mjög lágt verð til framleiðanda. Það hefur orðið veruleg raun- lækkun á nautakjöti til bænda á undanförnum árum en mjólkin hefur að mestu haldið í við verð- lagsþróunina. Þess vegna hafa mjólkurframleiðendur, sem hafa verið með kjötframleiðslu auk- reitis, farið út í að auka mjólkur- framleiðsluna og hætt við nauta- eldið. Eftir standa sérhæfð bú sem reyna að ná peningum í gegnum sérhæft nautaeldi með holdablendingum. Þessi bú eru tiltölulega fá og þetta er það dýr framleiðsla og verðið það lágt að menn halda þetta ekki lengi út að óbreyttu," sagði Runólfur Sigursveinsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, og staðfesti orð Snorra Arnar Hilmarssonar, sem sagði í síðasta Bbl. að mjólkurfram- leiðendur sem væru með nauta- kjötsframleiðslu af íslensku kyni aukreitis í búskapnum væru að gefast upp á nautakjötsfram- leiðslunni vegna þess hve verðið er lágt til framleiðenda. Hreiðar Karlsson, fram- kvæmdastjóri Kjötframleiðenda ehf, sagði í samtali við Bændablaðið að ástæðan fyrir því hve illa árar hjá nautakjötsffamleiðendum sé fyrst og offramleiðsla á nautakjöti á síðustu misserum. Þess vegna væri verðið svo lágt til framleiðenda, sem raun ber vitni. Iimflutningur á nautakjöti Runólfúr sagði að ef skortur yrði á íslensku kjöti opnaðist sá mögu- leiki að flytja inn kjöt. En hann sagðist ekki óttast að þar með tapaðist markaður fyrir íslenskt nautakjöt. Hins vegar væri ljóst að ýmislegt þurfi að laga í þessari kjötgrein, bæði hvað varðar ffarn- leiðsluna og ekki síður verðmyndun í vinnslu og verslun. Staðla verði ffamleiðsluna í meira mæli en nú er. Það væri verkefhi bændanna, ráðgjafarstarfseminnar og afúrða- stöðvanna en eftir stæði að þegar bændumir hefðu skilað oft á tíðum góðum gripum í sláturhús, þá virtist eitthvað fara úrskeiðis. Runólfur sagði að neytendur sem bæðu um gæðasteik í kjötborðinu fengju oft vöru sem ekki stæði undir væntingum. Runólfúr sagði nauðsynlegt að tryggja gæðavöm alla leið í kjötborðið, en samhliða þurfi að eiga sér stað veruleg verðhækkun á besta kjötið til ffamleiðenda, annars gæfúst menn upp á að reyna að ffamleiða þetta kjöt. „Neysla nautakjöts stendur í stað en ef allt væri í lagi ætti að vera hægt að auka markaðshlutdeild nautakjöts á tiltölulega háu verði þegar kaup- geta er mikil en það hefiir því miður ekki tekist síðastliðin ár," segir Runólfúr. Stóraukin kálfaslátrun Hemiann Ámason, stöðvarstjóri sláturhúss SS á Selfossi tekur undir það að dregið hafi umtalsvert úr nautakjötsframleiðslunni. Hann nefnir sem dæmi kálfaslátmnina. Á síðasta ári var slátrað rösklega 650 fleiri kálfum en árið áður var líka aukning í kálfaslátmn milli ára. „Ég held þó ekki að nautakjötsskortur verði í lok þessa árs en ég tel að áhrifanna fari að gæta á næsta ári. Árið 1998 vont nánast öll naut búin í landinu og þá var gríðarlega mikill ásetningur hjá bændum sem aftur hefúr leitt til offramboðs á síðustu missemm. Nú draga menn aftur úr ffamleiðslunni þannig að þetta virðist alltaf vera nokkuð sveiflu- kennt eftir aö Landssamtökin hættu að stýra ffamleiðslunni eins og þau gerðu rneð kálfaverðinu. Þau vissu auðvitað nokkuð hvað þurfti tiL Nú em að koma upp sérhæfö bú meö holdablendinga sem vega nokkuð á móti minnkandi nautakjötsfram- leiðslu mjólkurframleiðenda," segir Hemtann Ámason. Kaupþing var að skoöa verðþróun síðustu 18 mánaða. í ljós kom að búvörur hafa hækkað minna en nær allir aðrir vörufiokkar. Má sem dæmi nefna að á þessum tíma hafa bæði egg og nautakjöt lækkað í verði til framleiðenda og dilkakjöt hækkað minna en sem nemur breytingum á vísitölu neysluverðs. Sjá nánar á bls. Bændablaðið kemur næst út 12. febrúar Allt fóður sem er á markaði hér á landi, annað en gróffóður svo sem hey, hálmur, rótarávextir o.s.ffv., á að vera skráð hjá Aðfangaeffirlitinu og merkt með vörulýsingu. Aðfangaeftirlitið hef- ur eftirlit með framleiðslu, geymslu og sölu á fóðri hér á landi. Ólafúr Guðmundsson, forstöðumaður Aðfangaeftirlitsins sagði nokkum misbrest á þessu að því er varðar merkingar, en þó heföi þetta lagast mikið á undan- fömum ámm, en blaðinu hafa borist kvartanir vegna lélegra merkinga á fóðri. Ólafúr sagði Aðfangaeftirlitið stöðugt beijast við þetta vandamál og leggja starfsmenn eftirlitsins leggja sérstaka áherslu á merkingu fóðurs en það virðist ekki nægja. „Bændur þurfa Iíka að ganga eftir Kvartanir vegna lélegra merkinga á íóðri þvi að merkingar séu á því fóðri sem þeir kaupa. Best væri að þeir heföu það sem reglu að versla ekki við þá aðila sem ekki merkja vörumar sómasamlega, en því miður getur það reynst erfitt vegna fákeppni á markaðnum,“ sagði Ólafúr. Ólafur bað um að bændur létu eftirlitið vita ef þeir verða varir við ómerkt eða illa merkt fóður á markaðnum. Hægt er að hafa sam- band við Aðfangaeftirlitið í RALA-húsinu á Keldnaholti, sími 577-1010, bréfasími 577-1020 og netfang oli@adfangaeftirlit.is og það mun þá hafa samband við viðkomandi söluaðila eða fram- leiðanda um málið. Einnig er æskilegt að ráðunautar og dýralæknar fylgist með að ekki sé selt ómerkt fóður, því annars em leiðbeiningar um fóðmn mark- lausar og heilbrigði skepnanna stefnt i voða. Vanþekking á þessu sviði getur haft neikvæð áhrif á gæði afúrðanna, afurðamagn og afkomu búanna. „í samvinnu við Félag íslenskra fiskimjölsframleiðanda var á síðasta ári haft samband við fiskimjölsframleiðendur varðandi merkingar í þeirri von að þeir komi þessu í lag hjá sér. Þessu verður síðan fylgt eftir með eftirliti hjá ftamleiðendum, söluaðilum og kaupendum. í flestum tilfellum em merkingar í lagi hjá þeim sem blanda og selja fóður, en einhver brögð munu vera að því að innflutt fóður sé ekki með fúllnægjandi upplýsingar, en reynt er að fylgjast með þessu í tolli eftir því sem hægt er,“ sagði Ólafur Guðmundsson.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.