Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. jaitúar 2002 BÆNDABLAÐIÐ 5 viðkomandi bæ og þeim er víða boðið upp á að kaupa mat. Þessir ferðamenn gista ekki endilega heldur koma hópamir bara við á bæjunum. Þessi þjónusta við erlenda ferðamenn nýtur vaxandi vinsælda." Ferðaþjónusta bænda hefur mikið samstarf við Hólaskóla en í skólanum er ferðamálabraut. Sævar segir að ráðstefnan sem haldin var með ferðaþjónustu- bændum síðasta haust hafi einmitt verið haldin í samstarfi við Hóla- skóla. Hann segir að á því sam- starfi verði framhald. Sömuleiðis er samvinna varðandi námskeiða- hald. Hann nefndi í því sambandi námskeið sem haldið verður í mars næstkomandi í tengslum við aðal- fund Ferðaþjónustu bænda. „Það er mikil starfsemi í gangi og bjart sagði Sævar Skaptason. Ferðaþjónusta bænda: „Bókunartímabilið hjá okkur hefst um jólin og upphafið lofar góðu að þessu sinni. Fólk notar internetið æ meira tii að leita sér upplýsinga um þjónustuna og það eykst frá ári tii árs að útiendingar velji þá leið til að bóka sig hjá okkur. Um 80% gesta Ferðaþjónustu bænda eru útlendingar. Mikið er um að Islendingar hafi samband við skrifstofuna og leiti upplýsinga en þeim beinum við beint í viðskipti við bæina," sagði Sævar Skaptason, framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda, í samtali við Bændablaðið. Hann segir að veltuaukning hafi orðið töluverð í ferðaþjónustunni á síðasta ári miðað við árið 2000 enda hafi Ferðaþjónusta bænda vaxið mjög undanfarin ár. Erlendar ferðaskrifstofur eru famar að bóka æ meira hjá Fb, bæði hópa og einstaklinga. Sævar segir að þeim líki vel að geta bókað marga bæi i gegnum einn aðila í stað þess að þurfa að hafa samband við hvem og einn bæ. Sævar var spurður hvort Ferðaþjónusta bænda bjóði upp á einhverjar nýjungar í sumar. „Auðvitað eru bændur að byggja, bæta og breyta en nýjungar felast helst í því sem snertir afþreyingu fyrir ferðamenn. Það hefur til dæmis aukist að ferðamenn komi heim á bæi til að kynnast íslenskum landbúnaði. Þeir fara í fjósið og að kynnast lífi og Bókanir íyrir þetta ár fara vel aí stað Bændur athugið! Til afgreiðslu strax á mjög hagstæðu verði: □ Lamborgini 874-90 dráttavél 88 hö. m/moksturst. □ SAME Explorer II 90 dráttavél 88 hö. m/moksturst. □ Avant fjósvélar (minivélar). □ Álrampar fyrir minivélar. □ Kornmylla með blandara. □ Þrítengiskúffur 1,6-2,2 m3. □ L.t.hjólrakstr.vél 2,8-3,5m. □ Dragt. hjólrakstr.vél 6m. □ Hnífatætarar 185-250 cm. □ Pinnatætarar 300 cm. □ Fjaöraplógherfi 260 cm. □ Kílræsaplógur. □ Snjóblásarar 230-260 cm. □ Haughrærur. □ Haugsugudælur 6,5-1 Oþ. l/m. □ Barkar og barkatengi. □ 6" lokar og stútar. □ Mykjudæla 2800 Itr/min. □ Brunadælur. □ Vökvayfirtengi. □ Snjókeðjur. □ Sagarblöð 800 mm. □ Plöntunarrör (geispur). Flekkjari SSK4x2 Upplvsinqar í síma: 5876065. Næsta skinnauppboð er í Finnlandi dagana 31. -1. febrúar en þá verða boðnar til sölu 371.000 refaskinn og 741.000 minkaskinn. Dagana 5. -7. febrúar verður uppboð í Kaupmannahöfn og er áætlað að selja þar tæpar 3 milljónir minkaskinna og tæp 100.000 refaskinn. Þegar þessar línur eru skrifaðar er ekki annað að heyra frá uppboðshúsunum en að útlitið sé svipað og það hefur verið síðustu mánuði./EE dráttavélar Lágmúlí 7 fíeykja vík a..,......—..... Sími: 588 2600 Akureyri ..................... Sími 461 4007 www.veiaver.is............. VÉLAVERf iS&JiffliwtfMuiliiji.mijnj^/h^y^

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.