Bændablaðið - 29.01.2002, Qupperneq 7

Bændablaðið - 29.01.2002, Qupperneq 7
Þriðjudagur 29.janúar 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 Sala á kvóta gengur næst mansali Fátt, ef nokkuð á síðari hluta síðustu aldar hefiir haft eins mikil áhrif á byggð á Islandi og fiskveiðistjómarkerfíð. Það kemur kannski ein- hverjum á óvart að undirritaður sem er bóndi, búsettur inni í miðju landi, skuli blanda sér í þessa umræðu. En hvemig var það, var okkur ekki sagt að íslensku fiskimiðin, allt í kringum landið, væru sameign þjóðarinnar? Reglum um veióiheimildir verður að breyta Þegar þessi mál ber á góma, þá verður mér alltaf hugsað til vinar míns sem sat á Búnaðarþingi um tíma, Agúst Gíslason á ísafirði, þegar hann sagði, „Sala á kvóta er sala á fólki." Dæmisagan hér til hliðar sannar það. Viljum við breyta þeirri þróun sem nú er að eiga sér stað, þá verðum við að breyta þeim reglum sem gilda um veiðiheimildir. Vissulega rífast menn í dag um byggðakvóta og meðferð hans. í mínum huga hefði ég haldið að slíkt kerfi hefði átt að gilda miklu meira. Því ætti að vera hægt að breyta, sé vilji fyrir hendi. Eins þarf að draga úr kvótabraskinu, og helst að stöðva það. Það gengur náttúrlega ekki að þeir sem fá úthlutað byggðakvóta megi ffamselja hann. Kvótabrask i landbúnaði Nú kann einhver að benda á að það sé líka kvótabrask í landbúnaði. Já, því miður er það nú svo. Um allmörg ár hefúr mjólkurkvóti gengið kaupum og sölum og verð farið upp úr öllu valdi. Afleiðingin er skuldsettir bændur og mjólkin nokkrum krónum dýrari en ella. Ekki fékkst annað í þeim sauðfjársamningi sem nú gildir, og undirritaður reyndar stóð að, en að þar yrði leyft að versla með beingreiðslurétt effir tiltekinn tíma. í raun er þetta kannski það fráleitasta af öllu, þama verður bara verslað með niðurgreiðslur á vöruverði. Ekki er það heldur byggðavænt. Það verður að grípa til sértœkra aðgerða til að viðlialda byggð Oft heyrist þegar rætt er urn aðgerðir í byggðamálum að það megi ekki mismuna. Það má ekki mismuna milli héraða eða landshluta. Þetta heyrist líka ffá sumum bændurn. En ég leyfi ntér að segja að það sé verið að mismuna þegnum þessa þjóðfélags. Eiga t.d. allir jafna möguleika á heilbrigðisþjónustu? Eiga allir jafnan aðgang að póstþjónustu? Eiga allir jafhan aðgang að banka- þjónustu. Eiga allir jafnan aðgang að síma- og intemetþjónustu? Eiga allir jafnan aðgang að hinum ýmsu lista- og menningaratburðum, sem oft em styrktir af almannafé? Já, svona mætti lengi telja, svo að ekki sé rninnst á vömverð. Það er mismunun. Það verður því að grípa til sértækra aðgerða til að viðhalda byggð á tilteknum svæðum, nema það sé vilji ráðamanna að þær byggðir fari í eyði. Þetta gera margar þjóðir í Evrópu, þær vilja ekki vera borgríki. iGunnar Sœmundsson. SU saga úr samúmmm Það er vormorgunn, sólin er komin upp og glampar á kyrran hafflötinn. Þorpið er að vakna. Ung hjón em vöknuð. Húsbóndinn á að fara að vinna í vélsmiðjunni klukkan hálfátta en húsfreyjan fer til vinnu í frystihúsinu klukkan átta. Húsbóndinn er kominn ffam úr, það glymur mikið og kröftugt skipsflaut, ekki einu sinni, nei skipið flautar þrisvar og lengi í hvert skipti. Húsbóndinn dregur gluggatjöldin frá og lítur út á víkina. Hann snýr sér að konu sinni: „Togarinn er að sigla út, það er aldrei að þeir flauta í dag," segir hann og heldur áfram að klæða sig. „Já, þetta var næstbesti túrinn sem þeir vom að koma með að landi, ffá því að skipið kom fyrir tveimur ámm," svarar konan um leið og hún kveikir á útvarpinu. Þulurinn í ríkisútvarpinu tilkynnir að nú verði lesnar morgunfréttir, klukkan sé sjö. Fréttamaðurinn tekur við: „7 gœr var undirritaður samningur á milli útgerðar- fyrirtcekisins Sóma í Skötuvik og útgerðarfyrirlækisins Stakka á Vikingaeyri. Þeir hjá Stakka hafa keypt togarann Berserk, ásamt öllum afla- heimildum, en söluverð er ekki gefið upp. I kjölfarið mun ríkja mikil óvissa í atvinnu- málum í Skötuvík." Konan leit á bónda sinn og sagði: „Hvað verður um okkur, Bjössi?" Vissulega er þetta dæmi- saga, en svona sögur hafa gerst í mörgum sjávar- þorpum okkar á liðnum árum. Fyrirtæki og ein- staklingar fengu tiltekin réttindi til að sækja fisk á okkar íslensku fiskimið. Og einn góðan veðurdag var svo komið rokverð á þessar heimildir; já, hvert kíló í óveiddum þorski var orðið mikið verðmæti. Að einbeita sér að því jákvæða Efliny sjálfsmyndar oy samstöOu lands- Undanfarin misseri hafa hugtökin ímynd landsbyggðarinnar og sjálfsmynd landsbyggðarfólks æ oftar borið á góma í umræðunni um byggðamál hér á landi. Má þar nefna nýlegar skýrslur Þróunar- sviðs Byggðastofnunar Byggða- lög í sókn og vöm 1 og 2 en þar verður höfundum tiðrætt um ímynd hinna og þessara byggðar- laga landsins, sem og um sjálfsmynd íbúanna. Hér á effir verður greint frá dæmi frá Manitobafylki í Kanada um skipu- lagðar aðgerðir til eflingar jákvæðs hugarfars og samstöðu meðal landsbyggðarfólks. Háfleygar klisjur eða heilbrigð skynsemi? Hugtakið sjálfsmynd er í hugurn flestra nokkuð háfleygt. Almennt er þó viðurkennt að hugarástand einstaklinga ráði miklu um getu viðkomandi til að takast á við lífið. Það verður að teljast heilbrigð skynsemi að álíta að einstaklingur sem uppfullur er af svartsýni og vonleysi komi hvorki miklu í verk né sýni mikið frumkvæði. Það er einnig ljóst að samskipti manna við annað fólk geta haft áhrif á skoðanamyndun og hugarfar þeirra. Viða í Kanada hafa menn í auknum mæli velt fyrir sér áhrifúm ýmissa hugarfarslegra þátta á líf og starf í dreifbýli sem og á kynning- armál og ímyndarsköpun dreif- býlissvæða. aðilar tekið höndum saman í þeirri viðleitni að efla samhug og jákvætt hugarfar landsbyggðarfólks. Ein af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til er að halda árlega hátíð dreifbýlisfólks. Hátíð þessari, sem nefnd er Rural Forum eða vett- vangur landsbyggðarfólks í íslenskri þýðingu, er um leið ætlað stórt hlutverk i ímyndarsköpun lands- byggðar fylkisins. Vettvangur landsbyggðarfólks í Manitobafylki hefur á undan- förnum árum orðið mikil byggða- röskun. Fylki þetta, sem í hugum íslendinga er líklega best þekkt fyrir að vera endastöð flestra hinna íslensku Vesturfara í byijun síðustu aldar, átti lengst af allt sitt undir landbúnaði og þá sérstaklega akuryrkju. Undanfama áratugi hafa þó ýmsar ástæður orðið til þess að störfum í landbúnaði hefur fækkað verulega og tekjur bænda hafa dregist aftur úr tekjum flestra annarra stétta. Hinar dreifðu byggðir fylkisins hafa þvi átt mjög undir högg að sækja. Mannlíf á landsbyggðinni á sér þó sterkar rætur enda byggt á ríkri hefð og stolti íbúanna. Hugmyndin að baki Rural Fomm felst í því að skapa vettvang fyrir landsbyggðarfólk til að sýna sig og sjá aðra og vekja athygli á jákvæðum hliðum lífs og starfs í dreifbýli. Athyglinni er beint frá annars oft á tíðum neikvæðri umræðu um landsbyggðina en í staðinn einblínt um stund á þau tækifæri sem fyrir hendi em og því fagnað sem vel hefur tekist. Byggt á níu ára hefó Rural Fomm var haldið í níunda sinn í apríl síðastliðnum í bænum Brandon sem staðsettur er í suðvesturhluta Manitoba. Sam- koman var fjármögnuð af stjómvöldum fylkisins sem og af ýmsum fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum auk þess sem fjöldi sjálfboðaliða kom að undir- búningi og ffamkvæmd. Rural Fomm hefur vaxið að umfangi með hverju ári. Að þessu sinni sóttu 10.000 manns samkomuna og stóð hún í þrjá daga. Á dagskránni vom um 30 fyrirlestrar og námskeið, stór sýning þar sem sveitarfélögum, félagasamtökum og fyrirtækjum af landsbyggðinni gafst tækifæri á að kynna starfsemi sína, sem og skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Samkoman hefur skapað sér sterkan sess i hugum Einkunnarorð eins sveitarfélags- ins sem var með bás á samkomun- inni lýsa þeim anda er þar ríkti mjög vel. f lauslegri þýðingu: Virðum fortíðina, fögnum nútíðinni, einbeitum okkur að framtiðinni. Ingvar Björnsson ferðafélagi greinarhöfundar stend- jmsynvtð skiltlð.mriuruqoxísiairriotsv Manitobabúa og að þessu sinni sóttu flestir ráðherrar fylkisins hana sem og stærstu fjölmiðlar. Kynning á landsbyggðarlífi Undirrituð sótti Rural Forum 2001 síðastliðið vor. Samkoman var með eindæmum vel skipulögð og andrúmsloftið hvetjandi og jákvætt. Þeir sem hlut áttu að máli, jafnt skipuleggjendur, þátttakendur í námskeiðum og fyrirlestrum sem og þeir sem tóku þátt í fyrirtækja- og sveitarfélagakynningum virtust allir mæta til leiks með sama hugarfari. Varpað var upp raun- særri mynd af stöðu landsbyggðar- samfélaga og landsbyggðaratvinnu- vega en um leið var athyglinni beint sérstaklega að þeim mögu- leikum sem fyrir hendi eru til að bæta skilyrði til búsetu og afkomu landsbyggðarfólks. Urn leið og samkoman var gríðarleg upp- spretta hugmynda fyrir lands- byggðarfólk og gott tækifæri til að efla tengsl þeirra á milli, var hún um leið mjög ffæðandi fyrir þá sem minni þekkingu höfðu á aðstæðum. Þannig hafði samkoman einnig ríku kynningarhlutverki að gegna. Undirbúningur fyrir Rural For- um 2002 er nú hafinn en samkom- an verður haldin í Brandon dagana 25.-27. apríl. Kynningarefni um samkomuna veröur hægt að nálgast á vefnum innan tíðar á slóðinni: http://www.ruralforum.mb.ca/. En þar er nú að finna nánari upplýsingar urn Rural Forum 2001. Elin Aradóttir Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar aöstæður í dreifbýli Manitobafylkis er bent á eftirfarandi vefslóðir: Hagsmunasamtök bænda í Manitoba: http://www.kap.mb.ca/index.htm Landbúnaðarráðuneyti Manitoba: http://www.gov.mb.ca/agriculture/index.shtml Nýsköpunarsjóður landbúnaöarins: http://www.brandonu.ca/Organizations/RDI/ Samtök landbúnaðarfræðimanna http://www.mia.mb.ca/ Byggðaþróunarstofnun Háskólans í Brandon: http://www.brandonu.ca/Organizations/RDI/ Almennar upplýsingar um Manitoba htto://www.travelman itoba.com/ Snjótittlingurlnn Þeir voru miklir mátar, hagyrðingamir snjöllu, Einar á Hemiundarfelli og Kristján frá Djúpalæk en þeir bjuggu samtímis á Akureyri. Eitt sinn fann Einar særðan snjótittling og tók hann inn til sín til að hlú að honum. Hann setti fuglinn í gluggakistu í eldhúsinu og þá vildi svo til að Kristján átti þar leið hjá og sá fuglinn. Þá orti hann vísu og sendi Einari: Otal sorgir Einar hrjá, ekkert má skáldið hugga, þó að sér hann tylli á tá með tittlinginn út í glugga. Einar var ekki seinn til svars og sendi Kristjáni þessa vísu: Öfundast nú yfir mér, eins og hlyti ég bitling, þeir sem aðeins eiga sér auðnulausan tittling. Augun misgömul Eitt sinn var augnlæknir úr Reykjavík á ferð um landið í lækningaerindum. í þorpi einu kom til hans gamall maður sem var að verða blindur á vinstra auga en heilskyggn á því hægra. „Af hveiju haldið þér að þessi augnsjúkleiki minn stafi?" spurði gamli maðurinn. „Þetta er bara ellin að leika þig grátt," svaraði læknirinn. „O, varla er nú vinstra augað eldra en það hægra," svaraði sá gamli. Útistandandi skuld Einu sinni var góður og gildur bóndi sem lagði það í vana sinn að heita á Strandakirkju, en þar sem kirkjan varð sjaldan við áheitunum og eins vegna reglusemi í viðskiptum, þá hélt hann sérstakan reikning við kirkjuna og færði til tekna ef hún varð við áheiti en til skuldar ef áheitið brást. Við hver áramót gerði hann svo upp áheitareikninginn og færði á skattframtal sitt. A skattskýrslu bónda mátti eitt sinn lesa: „Útistandandi skuld hjá Strandakirkju, vegna svikinna áheita, kr. 20.000." Hold er hey Eftirfarandi grafskrift er sögð rituð á legstein prests er meri beit til bana: Valt er löngum lifsins fley og lekt í fjöruborðinu. Presturinn œpti: ,,Hold er hey," og hiyssan tók 'ann á orðinu. Yður að segja Pétur Stefán Jónsson, fyrrum frétta- og alþingismaður orti mikið í því sem menn kalla slitruhátt í vísnagerð. Einu sinni þurfti Stefán á peningaláni að halda. Hann fór á fund Péturs Benediktssonar landsbanka- stjóra og datt í hug að erindið fengi betri málalok ef það væri borið ffam í bundnu máli og rétti Pétri þessa vísu: Fá- ég opna tæktar trant, sem trauðla hjalað getur. Pen- nú inga er mér vant yður að segja Pétur. Stefán fékk lánið orðalaust. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.