Bændablaðið - 29.01.2002, Qupperneq 11
Þriójudagur 29.janúar 2002
BÆNDABLAÐIÐ
11
Pepinomosaíkvírus
- nýp vípus í
tómötum erlendis
Verulegur órói hefur gripið um
sig meðal evrópskra tómatafram-
leiðenda eftir að nýr vírus greindist
í Hollandi, Englandi og Frakklandi
árið 1999. Vírusinn veldur röskun
á þroska blaðanna ásamt mósaík-
kenndum einkennum. Þar af
leiðandi töldu menn í fyrstu að um
væri að ræða kartöfluvírus-X eða
tómatatíglaveiki, en síðar kom í
ljós að svo var ekki heldur pepino-
mósaíkvírus (PMV) sem er bráð-
smitandi. Fram að þeim tíma var
ekki vitað að hann gæti sýkt
tómata en vírusinn virðist geta
þrifist á flestum tegundum í
kartöfluættinni (Solanaceae). Hann
greindist fyrst í Perú árið 1980 i
pepínóplöntum (Solanum muri-
catum) en hefur breiðst út til
margra landa á síðustu árum, þar á
meðal til Finnlands og Noregs.
Vírusinn getur breiðst mjög
hratt út og bitnað illa á uppskeru
og flokkun. Frá því að sýking á sér
stað og þar til plöntumar sýna ein-
kenni sýkingar geta liðið allt ffá
fáum dögum og upp í nokkrar
vikur, sem gerir það að verkum að
vírusinn getur verið til staðar í
plöntunum og borinn á milli þeirra
án þess að menn geri sér grein
fyrir því. Ekki er völ á neinum
vamarefhum sem vinna á vírusnum
og því er bara hægt að notast við
fyrirbyggjandi aðgerðir, reyna að
koma í veg fyrir að vírusinn berist
í ræktunina.
Einkenni
Einkenni vímssins em marg-
vísleg og breytileg og flest þeirra
minna á ýmsa aðra kvilla sem
hrjáð geta tómataplöntur, nokkuð
sem gerir greininguna erfiða,
sérstaklega í byrjun ræktunartíma-
bilsins. Ef gmnur leikur á að um
sýkingu geti verið að ræða, er mikil-
vægt að senda sýni til greiningar
sem allra fyrst.
Vemlega dregur úr vexti sýktra
plantna og jafnvel getur vöxtur
þeirra stöðvast, þannig að toppurinn
verður mjög kyrkingslegur. Yfir-
leitt sjást bara fá (t.d. eitt eða tvö)
eftirtalinna einkenna í ræktuninni.
Ýmsir þættir hafa áhrif á útlit ein-
kennanna, t.d. afbrigði, aldin-
hleðsla, árstími (t.d. birta) og aldur
plantna þegar sýking á sér stað.
Snemma á ræktunarskeiðinu
geta eftirfarandi einkenni verið
vísbending um að pepinomosaík-
víms geti verið til staðar:
1) Grár, mattur og grannur
toppur.
2) Yrjótt blöð sem verpast upp
eða niður á við.
3) Oddmjó, stinn og upprétt
blöð ("netlublöð"), með ljósgula
mósaíkmyndun.
4) Kúptir flekkir á blöðum.
Flekkimir geta verið örlítið dekkri
heldur en sjálft blaðið.
Seinna á vaxtartímanum geta
einkennin verið:
1) Gulir, greinilega afmarkaðir
blettir á blöðunum, stundum er um
smáa díla að ræða.
2) Algjör gulnun blaða.
3) Mislitun aldina. Einkenni á
aldinum em greinilegri á af-
brigðum með stór aldin.
Dreifing
Vímsinn breiðist mjög hratt út
þegar unnið er við plöntumar, og
hann getur borist með fatnaði. Oft
má rekja sýkingarferilinn í gróður-
húsum eftir því vinnulagi sem
tíðkast í stöðinni.
Líklegustu smituppsprettumar
em: Sýkt fræ; meðhöndlun sýktra
plantna eða aldina; smitun frá
gömlum, sýktum plöntuleifum og
smitun frá umbúðum (t.d. kössum)
sem borist hafa í stöðina.
Vímsinn breiðist ekki út með
lofti, en virðist geta breiðst út með
fræi. Hollenskar rannsóknir hafa
hins vegar leitt í ljós að ekki er
hætta á fræsmiti þegar fræið er
sótthreinsað. Vímsinn getur breiðst
út með plöntusafa, t.d. þegar unnið
er við plöntumar, þegar blöð og
rætur snertast og með vögnum og
kössum.
Vímsinn getur borist með
sýktum tómataaldinum, t.d. hefur
sænska plöntueftirlitið fundið
hann í um helmingi innfluttra
tómata ffá Spáni. Bretar hafa einnig
fúndið vimsinn í innfluttum
tómötum ffá S-Evrópu.
Varúdarráðstafanir
Vímsinn er tekinn mjög alvar-
lega víða erlendis og tómatafram-
leiðendur hvattir til að grípa til
ákveðinna varúðarráðstafana. Þó
að ekki hafi enn orðið vart við
vírusinn hér á landi er rétt að fara
með gát.
I fyrsta lagi ætti að gæta að
öllum heimsóknum í stöðina, t.d.ef
viðkomandi kemur erlendis frá.
Hafa ber í huga að klæðnaður sem
notaður hefur verið við sýktar
plöntur getur borið smit i sér í 14
daga.
I öðm lagi ætti að hafa í huga
að smit getur borist með sýktum,
innfluttum tómötum. Smit getur þá
hæglega borist t.d. á hendur þegar
tómaturinn er sneiddur niður.
Nauðsynlegt er því að þvo hendur
vandlega að lokinni máltíð. Komið
í veg fyrir að innfluttir tómatar séu
bornir inn í stöðina.
í þriðja lagi þarf að gæta vel að
notuðum kössum sem koma til
stöðvarinnar, þeir gætu t.d. hafa
komist í snertingu við erlenda
tómata í verslun og síðan verið
sendir illa hreinsaðir til stöðvarinnar.
Að lokum er rétt að hafa í huga
að smásmugulegt hreinlæti er ein
besta vömin! Fyrirbyggjandi
aðgerðir kosta lítið, en sýking
getur haft gríðarlegan kostnað í för
með sér.
Garðar R. Árnason.
Varahlutir í dráttarvélar,
bíla, báta og vinnuvélar
Alternatorar og startarar í flestar
vinnuvélar ss. Broyt, Case, Cat,
Cummings, Deutz, Fend, Fíat, Ford,
Iveco, John Deere, JCB.M, Massey
Fergusson, Perkings, Same, Steyr,
Yamar Ursus, Zetor ofl. Vörubíla:
M.Bens, Man, Ivaco, Scania, Volvo ofl.
Jeppa: Cherokee, Ford Bronco,
Econoline 6,9 og 7,3 diesel,
Explorer,Toyota Hilux,
Mitsub.Pajero, Nissan Patrol o.fl.
Einnia í flesta fólksbíla. sendibíla oa
bátavélar. Getum einnig fengið kúplingar
í flestar vinnuvélar frá Valeo
Olíumiðstöðvar með blæstri, tvær
stærðir. Fyrir bíla, húsbíla, vinnuvélar,
báta vörub. o.fl. Einnig
olíumiðstöðvar sem hita upp
Alternatorar
Startarar
rými og kælivatn á vélum.
Trumatic gasmiðstöðvar. Þrjár stærðir
fyrir bíla, húsbíla, vinnuvélar, báta,
vörubíla o.fl. Hita upp rými með blæstri.
Halda stöðugu hitastigi og hægt að leiða
loft hvert sem er með börkum. Mjög
fyrirferðarlitlar!
Gasmiöstöðvar
Gasþilofnar
Baksýnismyndavél
Trumatic þilofnar: Þrjár
stærðir fyrir útihús,sumarbústaði o.fl.
Mjög snyrtilegir og fyrirferðalitlir, hægt
að fella inn í vegg. Líka hægt að hafa
blástur.
AUKIÐ ÖRYGGI Allar miðstöðvar taka
loft til brennslu utan frá rými og leiða
afgasið út aftur.
Vatnsmiðstöðvar margar
gerðir, í bíla vinnuvélar og
fleira.
AUKIÐ ÖRYGGI! Baksýnismyndavélar!
Skjár og myndavél til að sjá t.d. aftur
fyrir vél/rúlluvagn, sendibíl þegar
bakkað er eða bindivél/sláttuvél að
störfum.
12 volta Örbylgjuofnar,
kaffivélar, pizzugrill, ofnar,
ísskápar og fleira. Spennubreytar úr
12 v í 220 v. Sólarrafhlöður 12 volta.
Gasluktir og Ijós fyrir
sumarbústaði og fleirra.
Einnig vinnuljós allt að
400W.
Vatnshitarar 220 v. 20 til 60
lítra.
Bílaraf
Sími: 564 0400
Fax: 564 0404
Auðbrekku 20
200 Kópavogi
Erum flutt í
Auöbrekku 20 í
Kópavogi.
Vorum áður í 35
ár í Borgartúni.
LandbúnaOarstörf
eru hættuleg
Óhætt er að fullyrða að þeir sem vinna
við landbúnað vinni afar fjölbreytileg
störf. Landbúnaðarvélar sem bændur
þurfa að kunna skil á eru fjölmargar. Þeir
þurfa að umgangast húsdýr, kunna að
fara með ýmis konar handverkfæri og
geta brugðið sér í hlutverk trésmiðs,
bifvélavirkja, málmiðnaðarmanns o.fl.
Bændur þurfa að geta bjargað sér á flest-
um sviðum. Þetta er ef til vill ein af
skýringunum á því að slys við Iand-
búnaðarstörf eru tíð.
, Þ^æj-.trú manM sppi s;tarfa yjð eftirlit í
atvinnugrein séu ekki skráð. Ef það er rétt til
getið er það afar alvarlegt mál. Slysa-
skráningin veitir mikilvægar upplýsingar um
hvar slysahættan er mest og um leið á hvað
leggja beri áherslu í upplýsinga- og forvama-
starfinu.
Ef slysaskráning vegna ársins 2000 er
skoðuð kemur í ljós að á árinu 2000 hafa
verið skráð 37 slys í landbúnaði (þ.e. 31 slys
við almennan búrekstur og 6 slys við
garðyrkju o.fl.). Af þessum 37 slysum var
eitt dauðaslys. Skoðum þessi slys nánar.
Hægt er að flokka slysin eftir því hvað
orsakaði þau. Eftirfarandi tafla sýnir slíka
Jlokkun:_____________________________________
Orsakavaldar
Aflvélar og drifbúnaður
Iðnaðarvélar
Búvélar
Handverkfæri - áhöld
Vinnusvæði - umhverfi
Vörur - efni
Dýr
Annað
Samtals
Fjöldi slysa
1
2
6
7
11
1
7
2
37
Einn maður beið bana á árinu við
landbúnaðarstörf er hann lenti í rúllubagga-
vél.
Eins og taflan ber með sér orsakast flest
slysin af sjálfu vinnu-
svæðinu eða um-
hverfinu sem fólk
vinnur í. Mörg þeirra
slysa urðu vegna
hálku (t.d. í fjósi)
eða ísingar á jörð
þegar farið er milli
húsa. Umgengni við
húsdýr er ekki hættu-
laus enda valda þau nokkrum slysum á
hverju ári, einkum nautgripir og hestar.
Sem dæmi um handverkfæri sem valda
slysum má nefna slípirokk og handsög en
.einnig.
Hættumar leynast víða.
Ef litið er til þess hvaða áverka fólk fær
við þessi tilkynntu slys eru beinbrot, útvortis
blæðing og tognun algengastir.
Slys þessi em að sjálfsögðu misalvarleg
og það skal ítrekað að miklu skiptir að öll
vinnuslys séu skráð. Áður hefur komið fram
að talið er að slys í landbúnaði séu allmiklu
fleiri en þau sem skráð eru. Vonandi er
ástæðan fyrir því hversu slælega vinnuslys í
landbúnaði em skráð ekki sú að bóndinn líti
á vinnustað sinn sem heimili en ekki vinnu-
stað þar sem vinnuvemdarlögin eiga að
gilda. Bóndabýli er vinnustaður bóndans
þótt þar sé einnig heimili hans. Bóndinn er
sjálfur atvinnurekandi og ber því ábyrgð á að
aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi séu í
samræmi við lög og reglur. Vinnuvemdar-
lögin (lög um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi nr. 46/1980) eiga svo sannarlega við
um jandbúnaðarstörf.
I reglum um tilkynningu vinnuslysa
segir að alvarleg vinnuslys skuli tilkynna
strax til Vinnueftirlitsins og lögreglu. Önnur
vinnuslys sem valda fjarveru ffá vinnu
a.m.k. einn dag auk dagsins sem slysið varð
skal tilkynna til Vinnueftirlitsins á þar til
gerðum eyðublöðum. Eyðublöð þessi má fá
hjá umdæmisskrifstofum Vinnueftirlitsins
og á heimasíðu þess: www.vinnueftirlit.is
eða ww.w-ver. is^HKS__________________________: