Bændablaðið - 29.01.2002, Qupperneq 17
Þriðjudagur 29.janúar 2002
BÆNDABLAÐIÐ
17
Uppbygging n inrðn-
pjónustu í tengslum
við stangveiöi
Stangveiði
Þeim sem stunda stangveiði fer
fjölgandi. Það gerist æ algengara
að ijölskyldur eða félagar taki sig
saman um að fara í veiðiferð þar
sem tilgangurinn er ekki síst sam-
vera, hvíld og útivist. í slíkum
ferðum skipta ekki síst máli
fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar
á svæðinu og ósnortin náttúra. Það
fer einnig fjölgandi þeim erlendu
veiðimönnum sem vilja komast í
veiði á Islandi. Laxveiðin skilar nú
yfir þremur milljörðum króna í
beinar tekjur til veiðiréttarhafa og
þá eru ótalin margfeldisáhrif og
tekjur af silungsveiði. Tiltölulega
markvisst starf hefur verið unnið í
markaðsstarfi og uppbyggingu á
laxveiði sem búgrein. Veiðifélög
og leigutakar laxveiðiánna hafa
þróað árangursríkt sölukerfí lax-
veiðileyfa og hótelrekstur í kringunt
veiðina. Slíkt kerfi skortir enn í
silungsveiðinni nema helst þar sem
veiði á sjávarsilungi fer fram í
vatnakerfum sem fóstra eftirsótta
laxveiði. Til að ná árangri í
markaðssetningu á veiði og
þjónustu við veiðimenn þarf að
hafa í huga eftir hverju veiðimenn
sækjast og leitast við að mæta
þeim væntingum.
Atriði sem skipta íslenska
veiðimenn mestu máli
Til skamms tíma hefur fjöldi
og stærð veiddra fiska skipt
íslenska veiðimenn hvað mestu
máli. Þrátt fyrir þetta veiða tveir
þriðju veiðimanna minna en einn
þriðja þeirra físka sem veiddir eru
og helmingur þessara veiðimanna
veiðir engan fisk. Verð á veiði-
leyfúm og sveiflur í laxveiðinni
hafa einnig verið áhrifaþættir sem
ráðið hafa sölu leyfa. Með
hækkandi verði á laxveiðileyfum
og Qölgun erlendra laxveiðimanna
hefúr sókn í silungsveiði aukist.
Verð á veiðileyfum í silungsveiði
er í flestum tilvikum enn það lágt
að fólk setur það ekki fyrir sig. Til
að mæta vaxandi eftirspum eftir
silungsveiði þarf víða að bæta
aðstöðu við veiðivötn. Aðgengi að
veiðistöðum skiptir veiðimenn
rniklu máli og svo aðstaða á
staðnum eins og kamrar og veiði-
hús. Ótryggt veðurfar á íslandi
hefur áhrif á ánægju með veiði-
ferðir og notaleg veiðihús eða
önnur gistiaðstaða er því kærkomin.
Sumir veiðimenn kjósa þó að
veiða Qarri alfaraleiðum og hafa
við það næði.
Breytt samsetning íslenskra
stangveiðimanna
Talsverðar breytingar em að
verða á samsetningu stangveiði-
manna og þeim atriðum sem gera
veiðiferð eftirsóknarverða í þeirra
augum. Það fólk sem sækir í
silungsveiði er í ríkara mæli
fjölskyldufólk en það sem fer í lax-
veiðina. Fjölskyldur þar sem fara
saman ýmis áhugamál og fjöl-
breytt þörf fyrir afþreyingu. Þá
reynir enn meira á að fleira sé hægt
að gera á svæðinu en að stunda
veiði. Aðrir útivistar- og
afþreyingarmöguleikar samhliða
veiðinni verða því lykilatriði.
Sveitastörf, styttri hestaferðir,
gönguferðir og náttúmskoðun svo
dærni séu nefnd geta gert ferðina
að fjölbreyttari upplifún og enn
eftirsóknarverðari og ánægjulegri
fyrir fjölskyldumeðlimi. Samvera
í bændagistingu eða sumarhúsi í
ferð þar sem allir í Qölskyldunni
hafa viðfangsefni sem þeir hafa
gaman af yfír daginn er lykill að
eftirminnilegu fríi. Effir því sem
möguleikamir sem hægt er að
bjóða upp á eru margþættari er
höfðað til stærri hóps fólks, hér
gildir og útsjónarsemin sem í
mörgu öðm. Til að þetta sé hægt
þarf að koma til samvinna fleiri
bænda þar sem þættir eins og
veiði, gisting, hesta- og skoðunar-
ferðir geta verið á hendi ólíkra
aðila. Nálægð við aðra tegund
afþreyingar eins og söfn, sögu-
staði, sundlaugar eða skemmtilegar
uppákomur er líka kostur.
Erlendir veiðimenn
og silungsveiði
Hægt er að auka vemlega
fjölda erlendra veiðimanna sem
hingað sækja í silungsveiði. Er-
lendum laxveiðimönnum hefúr
Qölgað og útlendingum sem sækja
í silungsveiði má einnig fjölga
með markvissu starfí. Spennandi
möguleikar felast ekki síst í þvi
að höfða til fjölskylduveiði í bland
við aðra afþreyingu á meðal
erlendra veiðimanna. Hingað til
hafa erlendir veiðimenn aðallega
verið einstaklingar eða hópar
þeirra á ferð fremur en fjölskyldur.
Þessu er hægt að breyta og gera
hóp erlendra veiðimanna sent
hingað sækir Qölbreyttari. Hinir
margvíslegu möguleikar í ferða-
þjónustu til sveita og auðlindir í
náttúru og sögu landsins ættu að
vera styrkur í slíkri markaðs-
setningu. Til að ná til erlendra
veiðimanna þarf ýmislegt að korna
til. Mikilvægt er að koma á
framfæri upplýsingum um veiði-
vötn og helstu einkenni þeirra svo
sem físktegundir, lífríki og veiði-
möguleika. Skýrt þarf að vera
hvaða aðstaða er fyrir hendi svo
sem gisting, rnatur og hreinlætis-
aðstaða og hvort í boði sé leiðsögn
og þá í hverju hún sé fólgin. Frarn-
boð á öðrum afþreyingarmögu-
leikum á svæðinu skiptir einnig
miklu máli til að gera væntanlega
ferð eftirsóknarverða. Margir er-
lendir veiðimenn kvarta undan því
að erfítt sé að nálgast upplýsingar
um möguleg veiðivötn og þá ekki
síður um hugsanlega tengiliði eða
ferðaþjónustuaðila sem bjóða
veiðina og aðra þætti þjónustunnar.
Heimilisföng og símanúmer
þjónustuaðila verður að vera hægt
að nálgast fyrirhafnarlítið og síðast
en ekki síst leiðbeiningar urn það
hvemig veiðimenn eigi að komast
á staðinn.
Hvernig má koma í veg fyrir
óánœgju og rangar vœntingar
veiðimanna?
Vís leið til að valda óánægju á
meðal veiðimanna er að gefa rangar
eða ófullnægjandi upplýsingar unt
veiði og veiðimöguleika. Veiði get-
ur verið takmörkuð við ákveðinn
árstíma, svo sem á sjóbleikju og
sjóbirtingi, eða verið sveiflukennd á
milli ára. Viti veiðimenn þetta gera
þeir sér ekki rangar væntingar eða
reyna jafnvel að veiða á tímabilum
sem lítillar eða engrar veiði er von.
Upplýsingar um eðli og ástæður
veiði-sveiflna gera veiðimenn einn-
ig sáttari við brokkgengan árangur
þeirra sjálfra. Þannig getur fræðsla
um lífsferla og sveiflur í ástandi og
stærð fiskistofna verið mikilvægur
þáttur í kynningu á veiðimögu-leik-
um. Koma þarf á framfæri
upplýsingum um allt sem snertir
veiðina, aðgengi og aðstöðu á sem
aðgengilegastan hátt. Miklu skiptir
að veita stangveiðimönnum góða
þjónustu. Þá er ekki endilega átt við
hátt þjónustustig heldur ekki síður
hvemig hún er veitt, svo sem
móttaka og umgengni líkt og gildir
um aðra ferðaþjónustu.
Álierslur stangveiðimanna
eru að breytast
Víða erlendis, eins og í Banda-
ríkjunum, leggja veiðimenn mjög
mikið upp úr því hve ósnortin sú
náttúra er sem þeir em að veiða í og
þá ekki síst hvort að sá fískur sem
er veiddur telst af náttúrulegum
uppmna eða ekki. Sambærileg hug-
arfarsbreyting er að verða á meðal
íslenskra veiðimanna. Uppmnaleiki
þeirrar náttúm sem veitt er í og
veiðistofna er farinn að skipta
meira máli. Þannig þykir minna til
þess koma að veiða eldis- og haf-
beitarlax en lax sem klakist hefúr út
í náttúmnni og skilað sér til baka.
Sömuleiðis er gerður vaxandi
greinarmunur á því hvort verið sé
að veiða í uppistöðulóni eða
náttúmlegu vatni, verið að veiða
tegund eða stofh sem uppmnninn er
í viðkomandi veiðivatni eða físka af
innfluttum tegundum eða stofnum.
Margt hefúr stuðlað að þessum
breyttu viðhorfúm. Áhugi fólks á
náttúmnni og almennri útivist hefúr
verið í sókn á nýjan leik og þekking
manna á eiginleikum og sérstöðu
lífkerfa, ekki síst fískistofna hefúr
aukist og vitneskjan unt að þeim
væri víða ógnað vegna gjörða
manna. Til að mæta þessum
breyttu viðhorfúm og stuðla að
jákvæðri þróun þeirra er mikilvægt
að afla og miðla enn frekar þekk-
ingu á sérstöðu og eiginleikum
veiðivatna til veiði- rnanna og nýta
þau á vistvænan hátt. Slíkt styrkir
irnynd veiðivatna og gerir þau eft-
irsóttari.
Lokaorð
Aflamagn er á undanhaldi sem
mælikvarði á vel heppnaða veiði- f-
erð. Að vera úti í náttúmnni,
friðsæld og afslöppun ásamt
félögum eða íjölskyldunni er að
verða enn frekara markmið veiði-f-
erða. Samfara þessu eykst áhugi á
að tvinna veiðiferðina saman við
aðra útivist og afþreyingu. Þetta er
byggðavæn þróun sem byggir á
virðingu fyrir náttúmnni, þróun
sem bændur og aðrir ferða-
þjónustuaðilar eiga að taka þátt í og
hagnýta sér.
Bjarni Jónsson,
Norðurlandsdeild
Veiðimálastofnunar, Hólum.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra boðaði til fréttamanna-
fundar síðast liðinn föstudag um
jarðamál. Eins og fram kom í
fréttum í haust urðu snarpar
umræður á Alþingi, þar sem því
var m.a. haldið fram að
landbúnaðarráðuneytið fvlgdi
ekki settum lögum og reglum
eða gætti með viöhlítandi hætti
opinberra hagsmuna við sölu
ríkisjarða. Vegna þessa óskaði
landbúnaðarráðuneytið eftir
áliti Ríkisendurskoðunar á fyrir-
komulagi þess við sölu ríki-
sjarða. Nú hefur Ríkisend-
urskoðun sent frá sér álit um
málið. Niðurstöður Ríkisend-
urskoðunar eru eftirfarandi:
Niðurstaða Ríkisendurskoðunar:
Engar aUiugasemdir
írifi sfilu rikisjaröa
Álit Ríkisendurskoðunar
"Þegar á heildina er litið em
þeir starfshættir sem tíðkaðir em
hjá jarðadeild landbúnaðarráðun-
eytisins í samræmi við lög og þær
reglur sem ráðuneytið hefur sett
sér um sölu ríkisjarða.
Ríkisendurskoðun gerir ekki
athugasemd við verklag jarða-
deildar við sölu ríkisjarða. Ljóst
má vera að miklar breytingar hafa
orðið á starfsemi deildarinnar frá
því Ríkisendurskoðun gerði stjóm-
sýsluúttekt á jarðdeildinni 1998 og
hefur hún í flestu lagað sig að
tillögum urn verklag, sent þar vom
gerðar.
Við þessa skoðun lagði Ríki-
sendurskoðun ekki mat á söluverð
þeirra jarða sent seldar vom með
heimildum i sérlögum enda var
óháður utanaðkomandi sérfræð-
ingar í öllum tilvikum fengnir til
að meta jarðimar og var matið nær
undantekningarlaust lagt til gmnd-
vallar. Ekkert kom frarn við at-
hugun þessa sem benti til þess að
mat væri ekki byggt á málefnaleg-
um forsendum.
Við mat á verðgildi jarða er
rniðað við að ábúandi ætli að
stunda þar áfram hefðbundinn bú-
skap. Ef hafður er í huga tilgangur
jarðalaga sem er að vemda land-
búnaðarhagsmuni verður að telja
eðlilegt að við matsgerð skuli að
jafnaði rniða við að ábúandi ætli að
stunda áfram búskap ef annað ligg-
ur þá ekki fyrir. Ríkisendurskoðun
beinir þó þeint tilmælum til land-
búnaðarráðuneytisins að það kanni
hvort ekki sé tímabært að huga að
breytingu á þessari áherslu þannig
að við mat á ríkisjörðum megi taka
tillit til annarra mögulegra nytja
við verðlagningu þeirra."
/
Seturáðherra œskilegíír
i einu tilviki átelur/Ríkisend-
urskoðun að ekki hafl verið gætt
að málsmeðferðarrCglum stjóm-
sýslulaga nr. 37/1993 og bendir á
að rétt hefði ve'rið að skipa setur-
áðherra til að fara með málið
vegna skvlclleika kaupanda við
landbúnaoarráðherra. Ráðuneytið
meðtekur þessi tilmæli en bendir á
að málið hafí verið fullunnið í
ráðúneytinu án þess að jarðadeild
háfi haft um það grun að einn af
fjölmörgum bræðmnt land-
búnaðarráðherra ætti þar í hlut.
Farið var meó reglubundnum hætti
með söluna, sem var samkvæmt
heimild í 38. gr. jarðalaga og var
söluverð matsverð Ríkiskaupa.
Þegar kom að undirritun afsals
kom skyldleiki aðila í ljós og hefði
ráðuneytið á þeim tíma mátt korna
málinu til seturáðherra, þrátt fyrir
að það hafí verið fullunnið af
starfsmönnum þess.
Nokkur umræða varð á Alþingi
í nóvember sl. vegna svars sern
landbúnaðarráðherra veitti við fyr-
irspurn frá Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur alþingismanns um
sölu ríkisjarða. Fyrirspumin var
mjög víðtæk og svar land-
búnaðarráðherra takmarkaðist við
þann tíma sent honum var settur til
að svara fyrirspuminni. Taldi ráð-
herra sig ekki hafa leyfí til að gefa
upp hverjir keyptu ríkisjarðir fyp'
_________________________________i !
en kaupsamningum eða afsölum
hafi verið þinglýst. Ýmsir þing-
menn voru ósáttir við þessa túlkun
ráðherra. Þess vegna ákvað hann
að leita eftir áliti forsætisráðherra
um að hve miklu leyti lög leyfðu
að Alþingi verði veittar þær upp-
lýsingar sem fyrirspyrjandi sóttist
eftir.
Álit forsætisráðherra
„Álit forsætisráðherra barst
mér með bréfí þann 15. þ.m. í
stuttu máli telur forsætisráðherra
að upplýsingar um söluverð ríki-
sjarða varði ekki svo viðkvæma al-
mannahagsmuni, að þörf sé á að
takmarka aðgang Alþingis að
þeim. Ég er sammála þessari
niðurstöðu forsætisráðherra en tel
þó áfram að einkahagsmunir kaup-
enda hljóti að þurfa að vega jafn
þungt og hagsmunir ríkisins í eink-
aréttarlegum viðskiptum, eðli
málsins samkvæmt. Því fínnst mér
rétt að ganga úr skugga um hvort
um þinglýsta samninga sé að ræða
áður en ég get veitt upplýsingar
um efni þeirra.
Forsætisráðherra telur jafn-
framt nægilegt að veita einungis
upplýsingar um söluverð, en ekki
nöfn kaupenda þeirra, til að
Alþingi geti viðhaft það eftirlit,
sem því er að lögum falið að hafa
með meðferð fjármuna hins opin-
bera. Ég get einnig nteð hliðsjón
af framangreindu verið sammála
þessari niðurstöðu forsætis-
ráðherra," sagði Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra. - - ,
et.Tubnnudbrrol rrturd j t & bliart