Bændablaðið - 11.06.2002, Side 5

Bændablaðið - 11.06.2002, Side 5
Þriðjudagur ll.júní 2002 BÆNDABLAÐIÐ 5 Landsmót hestamanna verður haldið dagana 2. til 7. júlí nk. að Vindheimamclum í Skagafirði. Þetta er í fimmta skipti sem mótið er haldið í Skagafirði. Þessi merki viðburður, sem haldinn er annað hvert ár, er hápunktur hestamennskunnar og með stærstu einstöku atburðum sem fram fara hér á landi. Búast má við að fleiri þúsund gestir komi á lands- mótið, bæði innlendir og erlendir. Talið er að enginn annar viðburður hérlendis sé jafn eftirsóttur af erlendum gestum. Vert er að geta þess að Anna Elísabet Bretaprinsessa og hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, verða heiðurs- gestir mótsins. Hestamennska verður vinsælli með hverju árinu og er með vinsælustu dægradvöl hérlendis. Þá hefur íslenski hesturinn verið samofinn sögu og menningu þjóðar frá upphafi landnáms. Líflegur markaður Hjörtur Einarsson á Blönduósi er formaður framkvæmdanefndar Landsmótsins. Hann var spurður hvort mótið væri ekki mikil kynning fyrir íslenska hestinn. „Hingað kemur fjöldi áhugafólks um íslenska hestinn hvaðanæva að úr heiminum. Mikið af þessu fólki á íslenska hesta og á sér þann draum að koma til íslands á Landsmót hestamanna. Svo ég tali nú ekki um að komast í Skaga- fjörð, þar sem hestamennska hefur löngum verið í hávegum höfð. Skagfirðingar eru jú þekktir fyrir hrossarækt, eru miklir söng- og gleðimenn og kunna að meta góðan gæðing. Það er því gríðarlega sterk kynning markaðslega séð að fá alla þessa erlendu aðila til landsins þar sem þeir sjá íslenska hestinn í sínu upprunalega umhverfi. Það er öruggt að margir sem koma á mótið kaupa sér hest og fara með hann til síns heima og auka þar með hróður íslenska hestsins á erlendri grund." Aukinn áhugi á rœktunarstarfi -Heldur þú að áhugi bœnda á hrossarœktunarstarfi hafi aukist? „Tvímælalaust. Það sést best á þeim miklu framförum sem orðið hafa í hrossaræktinni á síðustu árum. Ég hygg að þetta ár verði metár hvað snertir fjölda góðra hrossa sem koma til dóms. A þær sýningar sem þegar er lokið hefur komið mikill fjöldi af góðum hrossum til dóms. Þessi vaxandi áhugi á hrossarækt er ekki bundinn við ákveðin landssvæði heldur er hann gegnumgangandi á landinu öllu." -Skilar þetta vaxandi rœktunar- starfsérþá ekki íbetri hrossum? „Síðan skipulagt ræktunarstarf hófst hafa orðið svo gríðarlegar framfarir í reiðhestskostum og byggingu íslenska hestsins að með ólíkindum er. Það er stórkostlegt að skoða myndir frá fyrri mótum og því sem er að gerast í dag og sjá framfarirnar, með fullri virðingu fyrir því sem menn voru að gera hér áður fyrr." Margir lifa á hrossarœkt -Hefur þeim búum fjölgað sem eru eingöngu í hrossarœkt? „I dag hafa allmargir lifibrauð sitt af hrossarækt, og þá ekki síður starfsemi tengdum hrossum, s.s. ferðaþjónustu, hestaleigu eða öðru sem tengist hestamennsku." -Maður heyrir fréttir af all- miklum útflutningi á íslenskum hestum, en hvernig gengur hrossa- rœktendum að selja reiðhesta innanlands? „Það er þörf fyrir ákveðinn fjölda af reiðhrossum í landinu. Kröfur um vel tamda og góða hesta hafa aukist og auðvelt er að selja hesta sem uppfylla þessi skilyrði. Miðlungshesta er hins vegar erfitt að selja í dag, sem og ótamin hross. Hestar sem uppfylla keppniskröfur renna út eins og heitar lummur. Það má orða það þannig að það þurfi að fullvinna vöruna áður en hún er seld. Þetta á jafnt við um hross sem eru seld innanlands eða úr landi," sagði Hjörtur Einarsson. A' DeLaval HITAVATNSKÚTAR Ryðfríir að utan og innan Sér úttak í þvottavél Hámarkshiti 95°C Áreiðanlegir, öruggir og endingargóðir Sérhannaðir fyrir mjólkurframleiðendur Lágmúli 7 108 Reykjavík sími 588-2600, fax 588-2601 VEIAVERf sÍnT46Í-4007 ráCECKBmaEaaa .ÆHSSSiBD C2^ín?s> ihusasmiðtan^hf- hTOmstangi KAUPF. VESTUR-HÚNVETNINGA .EGILSSTAÐIR kÆuPF. Mraðsbúa KÁÚPF. HRÚTFIRÐINGA BORGARNES KAUPF. BORGFIRÐINGm [FÉLAGSBÚIÐ IWTNGHOLTI [HOFN TTaupf. A-SKAFTFELLINGA SELFOSS KAUPF. ARNESINGA REYKJAVIK* PLASTCO— ÍH^KgOULUR KAUBFfÁ'RNESINGA IJLVÍI i ri - háqæða heyrúlluplast sem bændur tRI^ mm ‘OtyRAP RAP-tp * Skútuvogi 10 C • 104 Reykjavík • Sími: 568-0090 • Ffix: 568-0096 • plastco@plastco.is • www.plastco.is KIRKIUB7EIARKLAUSTUR Æmm ÁRNESINGA IvívIífPtÝRDAL ARNESINGA

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.