Bændablaðið - 11.06.2002, Side 14
14
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur ll.júní 2002
Kornrœkt helur valdið
ðkveðinni byldngu í
landbnnnðinum
- segir Þúrerinn Leiissnn, bnndi í Keldudal i Skagalirði
Þórarinn Leifsson segir að
áhugi manna á komrækt hafi
vaxið, enda hafi komræktin valdið
ákveðinni byltingu í landbúnaði.
Þórarinn nefnir eftirfarandi í þessu
sambandi:
-Fyrst megi nefna að hjá all-
mörgum bœndum sé kornrœktin
nú orðin fastur liður ífóðuröflun
búsins og þáttur í að auka
fjólbreytni fóðursins.
-Með tilkomu kornrœktar hafi
rœktunarmenning meðal bœnda
batnað stórlega, bœði með örari
endurvinnslu túna og einnig hafa
með kornrœktinni komið afkasta-
meiri og betri jarðvinnslutœki en
áður þekktust.
-Komrœktin hafi styrkt bœndur
félagslega.
-Kornrœktin hafi vakið verð-
skuldaða athygli þéttbýlisbúanna
sem eru nú farnir að spytja
hvernig kornrœktin gangi og
hverjar uppskeruhorfurnar séu
með haustinu. Þannig styrkir
kornrcektin tengsl þéttbýlis og
sveitar, auk þess að göfga
menninguna með fjölbreyttara
umrœðuefni.
-Hve margir hektarar fara
undir rœktun koms?
„Sáð var í 14 ha hér heima en
auk þess er ég með 10 ha á leigu á
Vindheimum ásamt Sævari ná-
granna mínum á Hamri, en við
eigum nokkrar vélar saman."
-Nú er Keldudalur líklega
nokkuð norðan við þau mörk sem
menn hafa talið henta fyrir kom-
rœkt. Hefur það nokkuð háð þér?
„Komræktarmörkin eru alltaf
að færast norðar, bæði með betri
kornyrkjum og meiri þekkingu á
jarðyrkjunni. Eg fæ yfirleitt mjög
góða uppskeru, en komið er heldur
seinna á ferðinni en t.d. á Vind-
heimum. Jarðvegurinn er helst til
frjósamur til kornræktar og því
stendur komið lengi grænt fram
eftir hausti og á það til að leggjast.
A móti kemur að áburðarkostnaður
er mjög lítill."
-Hvemig var uppskeran í
fyrra?
„Uppskera síðasta hausts var
nokkuð breytileg eftir því hvar
kornið var, en trúlega um fjögur
tonn að jafnaði. Haustið 2000
mældist uppskera á akri hér allt að
6 tonn, en það ár var metár
norðanlands."
-Hvernig er hagað samvinnu
bœnda á svœðinu í komrœktar-
málum ?
„Árið 1996 stofnuðu um 20
skagfirskir kombændur einka-
hlutafélagið Þreski og Komræktar-
félag Skagaíjarðar. Tilgangurinn
með stofnun Þreskis ehf. var að
fjárfesta í vélbúnaði til þreskingar
og meðhöndlunar á komi, en
Komræktarfélag Skagafjarðar átti
að sjá um félagslega þáttinn.
Þreskir fjárfesti vorið 1996 í
notaðri MF16 þreskivél og dráttar-
vélaknúnum kornvals sem ætlað
var að ganga milli bæja. Það var
töluverður hugur í bændum með
sáningu um vorið og um haustið
vom þresktir liðlega 40 ha hér í
Skagafirði. Síðan hefur aukningin
verið mjög hröð. Nú á Þreskir ehf.
þrjár þreskivélar, sjálfkeyrandi
komsláttuvél, komþurrkara og
tækjabúnað til að sýruverka kom.
Nokkrir bændur í Austur-Húna-
vatnssýslu hafa gerst hluthafar og í
haust vom þresktir um 360 ha með
vélum félagsins. Hlutir Þreskis
hafa gengið kaupum og sölum,
bændur sem hafa bmgðið búi hafa
selt hlut sinn til þeirra sem hafa
verið að hefja komrækt og einnig
hefur alltaf verið aðgengilegt að
kaupa nýja hluti í félaginu.
Rekstur félagsins miðar að því að
hluthafar hafi aðgang að góðri og
öruggri þjónustu á sanngjömu
verði.
Kornræktarfélag Skagafjarðar
hefur svo séð um félagslega þátt-
inn. Það er aðili að Komræktar-
félagi íslands og hefur staðið fyrir
kornskoðunarferðum og fræðslu-
fundum. Síðasta sumar stóð
félagið svo fyrir stórri komræktar-
ráðstefnu á Sauðárkróki sem tókst
vel.
Það em nokkrir verktakar sem
taka að sér jarðvinnslu og sáningu
á komi. Einnig hefur það færst í
vöxt að þeir sem eru að byrja í
komrækt eða em með lítið magn
leigi land sem hentar vel til kom-
ræktar og semji við verktaka um
alla jarðvinnslu og sáningu fyrir
fast verð. í sumum tilfellum skilar
verktakinn korninu og hálminum
heim til bóndans að þreskingu
lokinni."
-Ef rétt er munað þá breyttir
þú sáðvél þannig að hún fellir
saman frœ og áburð. Hvemig
gengur það og hver er ávinningur
afþví?
„Eg á einfalda raðsáðvél með
nágranna mínum. Ég hafði lesið
um tilraunir í Finnlandi og Noregi
sem bentu til þess að ef köfnunar-
efnis- og fosfóráburður væri felldur
niður með fræinu mætti fá
vemlega uppskeruaukningu, og
því meiri eftir því sem jarð-
vegurinn væri þyngri og rakari. Ég
heimfærði þetta strax á mínar
aðstæður og við ákváðum að gera
tilraun á sáðvélinni okkar. Við
keyptum áburðarbox á vélina sem
ætlað er til yfirbreiðslu áburðar og
útbjuggum á það barka sem eru
festir við fætur sáðvélarinnar
þannig að áburðurinn rennur niður
í sáðrásimar. Við höfum nú notað
þennan búnað í fimm ár með
góðum árangri. Tilraunaniður-
stöður frá RALA sýna að þetta er
að skila um 700 kg uppskeru-
aukningu á ha."
-Hvernig stóð á því að þúfórst
að verka korn meðprópíonsýru?
„Geymsla á blautu komi í stór-
sekkjum er ágætis kostur meðan
magnið er lítið. Það er nokkuð
síðan ég fór að leita að hentugri
aðferð til að geyma kom í stómm
einingum þar sem mýs og fuglar
gætu ekki valdið skaða. Ein þeirra
aðferða sem ég skoðaði var pró-
píonsýmverkun. Þessi aðferð er
vel þekkt erlendis, en þar er hún
notuð í þurrara komi en ég fékk af
mínum akri og ég var því efins um
hvort þetta virkaði við mínar að-
stæður. Ég fór í samstarf við
Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri
og saman gerðum við tilraunir neð
blöndun própionsým í kom í
litlum stfl haustið 2000. Til-
raunimar heppnuðust það vel að ég
verkaði allt mitt kom með þessum
hætti síðastliðið haust. Allmargir
bændur hér verkuðu einnig sitt
kom að hluta eða öllu leyti með
própionsýru og mér sýnist
árangurinn vera mjög góður. Ég er
nýbúinn að skoða kom sem verkað
var með þessari aðferð í gömlum
votheystumi, það var trúlega með
einungis 40% þ.e, en var mjög gott
þrátt fyrir geymslu í átta mánuði.
Ég tel að olíuþurrkun henti
ekki á kom sem er undir 60% þ.e.
vegna mikils kostnaðar, en allt
mitt heimakom er blautara en það.
Helsti ókostur blautverkaðs koms
er hins vegar sá að ekki er hægt að
gefa það í hefðbundnum kjam-
fóðurskömmturum og því þarf að
útbúa sérstaka aðstöðu við gjafir í
lausagöngufjósum."
-En hver er kostnaður við
própíonsýruíblöndun ?
„Magn sýrunnar fer eftir þurr-
efnisinnihaldi komsins og eftir því
hversu lengi á að geyma það.
Síðastliðið sumar kostaði kg af
sýmnni um 140 kr án vsk. en
blöndunin þarf að vera 12 til 20 kg
á tonnið. Própionsýruíblöndunin
eykur orkuinnihald komsins lítil-
lega. Við hefðbundna náttúrulega
gerjun á blautu komi í sekk getur
orkutapið orðið mjög mikið, jafn-
vel yfir 10% en íblöndun própion-
sým kemur í veg fyrir þetta tap.
Það má því ætla að aukið orkuinni-
hald og betri verkun komsins fari
langt með að greiða kostnaðinn við
própionsýruna í blautu komi."
-Síðasta haust voru fluttar inn
vélar til komsláttar og þreskingar
á korni úr múgum, hvernig kom
það til?
„Þetta átti sér nokkum að-
draganda. Ég hafði talað við aðila
sem höfðu verið í Kanada þar sem
mest allt kom er þreskt með
þessari aðferð, þ.e. komið slegið
og látið þoma í sláttuskárum á
velli í nokkra daga. Með þessu má
þurrka komið sem mest á velli án
þess að eiga á hættu að rok
eyðileggi uppskemna. Aðstæður
hér á landi em í sumu ekki
ósvipaðar því sem gerist á nyrstu
komræktarsvæðum Kanadamanna,
þ.e. þeir geta fengið rok og slyddu
á uppskerutíma sem getur spillt
uppskemnni. Þreskisfélagar ákváðu
að gera tilraun með hvort þetta
væri eitthvað sem hentaði hér í
Skagafirði, en fok er vandamál á
því komyrki sem gefur besta
uppskem hér. Ég notaði nokkra
mánuði í að viða að mér upp-
lýsingum um aðferðina og hvaða
búnaður myndi henta best.
Niðurstaða þeirrar könnunar varð
sú að við keyptum til landsins
notaða sjálfkeyrandi sex metra
breiða komsláttuvél og notaða
þreskivél með búnaði til að taka
upp sláttuskárana. Vélamar voru
keyptar frá Alberta í Kanada í
gegnum netið og fluttar hingað til
lands. Það voru slegnir og þresktir
100 ha síðastliðið haust með
þessum búnaði. Búnaðurinn
reyndist í stómm dráttum eins og
til var ætlast, og þegar best lét
náðist komið liðlega 82% þurrt af
akri. Það korn var sett beint í
geymslu og geymdist með
ágætum. Þessi aðferð sparaði
einnig stórlega þurrkunarkostnað
þar sem aðeins þurfti að taka
síðustu vatnsdropana úr kominu í
stað þess að vinda úr því mörg
tonn af vatni. Tilrauninni er ekki
lokið og stefnum við að því að
vinna áfram að gagnasöfnun næsta
haust, en Bjami Guðmundsson á
Hvanneyri hefur séð um til-
raunahliðina og gagnaúrvinnslu.
Verkefnið var styrkt af Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins, Iðn-
þróunarfélagi Norðurlands vestra
og Landbúnaðarráðuneytinu. Auk
þess lögðu starfsmenn véladeildar
Ingvars Helgasonar okkur lið við
útvegun og innflutning vélanna.
Ég tel að þessi aðferð sé mjög
spennandi, a.m.k. á úrkomuminni
svæðum landsins."
'YTbrnrœkt í Keldudal í
Skagafirði er stunduð sem
JL A. hluti af endurræktun túna. í
ár voruflög 7-10 dögum seinni til en
síðustu ár og var sáningu ekki lokið
fyrr en upp úr miðjum maí. Yfirleitt
plægir Þórarinn Leifsson, bóndi í
Keldudal, allt á vorin en að þessu
sinni var sú breyting á að hann
plœgði helminginn síðasta haust.
Stœrstur hluti Keldudalsjarðarinnar
er í grýttum móajarðvegi en við þær
kringumstæður hentar ekki að plœgja gömul tún á vorinfyrr
en gaddur er alveg farinn úr jörð. Þvíþarfað velta gömlu
túnunum á haustin ef ætlunin er að sá korni í spilduna að vori.
Mikilvægt er að vanda alla jarðvinnslu sem kostur er, þar sem
það skilar sér beint í aukinni uppskeru.