Bændablaðið - 11.06.2002, Qupperneq 18

Bændablaðið - 11.06.2002, Qupperneq 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur ll.júní 2002 Hvað eru fjallagrös Fjallagrös eru fléttur, sem eru sambýli svepps og þörungs. Um er að ræða samvinnu tveggja lífvera sem báðir aðilar hagnast á. Sveppurinn sér sambýlinu fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með hjálp Ijóstillífunar. LANDS SAMBAND KÚABÆNDA Greiðslumark næsta árs A fundi Framkvæmdanefndar í sl. viku var ákveðið að leggja til við landbúnaðarráðherra að greiðslumark í mjólk verði aukið úr 104 milljónum lítra í 106 milljónir lítra. Aukningin nemur 1,91%, en söluspá fyrir næsta greiðslumarksár gerir ráð fyrir að markaðurinn þurfi prótein úr um 109 milljónum lítra mjólkur. Vefur LK Eins og fram kom í síðasta LK- dálki var verið að vinna að nýju útliti á vef LK. Sú vinna gekk mun hraðar er áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur vefurinn þegar verið opnaður í nýrri mynd. Nautakjötsmál Eins og fram kemur á verðlista yfir nautgripakjöt sem birtur er hér í blaðinu, hafa orðið tölu- verðar breytingar á verði hjá Norðlenska, Sláturhúsinu á Hellu og hjá Kaupfélagi Skag- firðinga. Eins og verðin birtast nú er nokkur verðmunur á milli sláturleyfishafa og því rétt að benda bændum á að leita ávallt bestu kjaranna. Undanfarið hefur gengið vel á birgðir í landinu og því er allt útlit fyrir að bændur geti nú farið að þrýsta á um leiðréttingu á verði nautgripakjöts vegna vænlegrar stöðu á nautakjötsmarkaðinum. Á það skal bent að hér á síðum blaðsins er einungis hluti af verðlistanum, en í heild er hann á vef LK: www.naut.is. Goðamálið Nú liggur fyrir að ósk um opinbera rannsókn á fjármáium Goða hf. hefur verið hafnað og er niðurstaðan endanleg. Af þessu leiðir að ekki verður frekar aðhafst í þessu máli af hálfu LK. Verð á kjarnfóðri í ljósi lítilla breytinga á kjamfóðurverði, þrátt fyrir gengisbreytingar, var ákveðið á síðasta stjómarfundi LK að gera úttekt á verðþróun undanfarinna mánaða. Þá hafa vaknað spumingar um hvort bændur njóti misjafnra kjara við kaupin og verða greiðslukjör því skoðuð einnig í þessari úttekt. Stefnumörkun nautgriparæktarinnar Nú hafa drög að stefnumörkun fyrir nautgriparæktina verið send til umsagnar til allra aðildarfélaga LK. Hvemig staðið er að kynningu á drögunum er í höndum hvers aðildarfélags, en umsagnir félaganna eiga að vera komnar til skrifstofu LK fyrir 10. ágúst sl. Aðalfundir aðildarfélaga í þessari viku munu öll aðildar- félög LK hafa lokið aðalfundum sínum og því ljóst hverjir munu sitja aðalfund LK og vera í trúnaðarstörfum fyrir félögin fram að næstu aðalfundum. Upplýsingar um ofangreinda trúnaðarmenn em settar á vef LK um leið og þær berast. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK. Fjallagrasanytjar Fyrstu heimildir á Islandi um íjallagrös er að finna í „Jónsbók" þar sem bannað var að tína grös á landi annarra bænda. Landsmenn nýttu grösin í seyði og kölluðu grasavatn eða grasate. Litið var á fjallagrös sem hollan og næringar- ríkan mat, auðugan af steinefnum og trefjaefnum. Víða annars staðar í heiminum hafa fjallagrös verið nýtt til lækninga um aldir, sérstaklega vegna öndunarfæra- sjúkdóma og meltingartruflana. Fyrirtækið íslensk fjallagrös ehf. hefur um árabil unnið afurðir úr íslenskum fjallagrösum. Til- gangur þess er að framleiða heilsuvörur þar sem byggt er á þessum aldagömlu alþýðuvísindum um hollustu og lækningamátt jurtanna, sem og nútíma vísinda- rannsóknum. Meðhöndlun grasanna Fyrirtækið hefur leitað til bænda og landeigenda um kaup á grösum. Til að vemda grasahagana og forðast oftínslu, leggur fyrirtækið íslensk fjallagrös áherslu á að eftirfarandi atriði verði höfð í huga við tínsluna: Að ekki sé tínt á sama svæði ár eftir ár. Að u.þ.b. 30-50% plöntunnar séu skilin eftir í haganum. Rann- sóknir benda til að ef ca. 50% fléttunnar eru skilin eftir geti endurnýjunartíminn farið niður í 3-5 ár. Að varast sé óþarfa traðk á meðan á tínslu stendur, því þurr fjallagrös eru mjög stökk og brothætt. Tínsla Venja hefur verið að tína grösin með höndunum þegar þau eru blaut til að sem minnst af öðrum gróðri fylgi með. Þessi að- ferð er frekar seinleg, en hentar vel þar sem grösin vaxa innan um mnna- og lynggróður. Önnur aðferð er að raka þurmrn grösum upp úr sverðinum með e.k. hrífum eða kröfsum. Hrífa með styttum haus og minnkuðu tindabili hefur skilað góðum árangri við tínsluna. Augljóslega fylgir meira af aðskotagróðri með, borið saman við að tína grösin blaut með höndum, en tæknivædd hreinsun á grösum getur vegið upp á móti því. Þurrkun-hreinsun Nauðsynlegt er að þurrka grösin strax eftir tínslu. Best er að dreifa úr þeim og snúa þeim reglulega. Einföld og ódýr tækni getur aukið afköst við hreinsun grasanna borið saman við hreinsun í höndum. Hreinsunina má framkvæma með þrennu móti: á rist, með lofti og með því að fleyta óhreinindin úr grösunum með vatni. Til að geta hreinsað grösin með því móti þarf rúmgott húsnæði og nægilegt rennandi vatn. Aðferðin sem valin er markast að einhverju leyti af húsnæðinu og því hve mikill fylgigróður og önnur óhreinindi er með í grösunum. Geymsla Öll vinna við grösin, s.s. þurrkun, hreinsun og geymsla, verður að fara fram á svæði sem er ómengað af dýraúrgangi. Sigríður Baldursdóttir __ fléttufrœðingur ProkariaJIslensk fjallagrös Gylfaflöt 5 112 Reykjavík Lúpínu- ráfistefna ð Laugar- vatni Dagana 19. - 24. júní verður haldin á Laugarvatni 10. al- þjóðlega Iúpínuráðstefnan, en að henni standa Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Náttúrufræðistofnun íslands, Landgræðsla ríkisins og Skóg- rækt ríkisins í samvinnu við Alþjóðalúpínusamtökin (ILA). Ráðstefnan nýtur stuðnings landbúnaðarráðuneytisins. Alþjóðalúpínusamtökin eru félagsskapur vísindamanna, ræktenda og áhugamanna um lúpínur og stendur hann fyrir ráðstefnum um þessar plöntur með nokkurra ára millibili. Fyrsta lúpínuráðstefnan var haldin í Perú árið 1980. Ræktun og rannsóknir á lúpínum hafa undanfama ártugi að mestu beinst að einærum tegundum sem víðast hvar eru ræktaðar til frætekju, líkt og komtegundir. Umfangsmest um þessar mundir er lúpínurækt í Ástralíu en þar er hún stunduð á um einni milljón hektara lands. Óvíða er mikil ræktun stunduð á fjöl- ærum lúpínum. Meðal fyrirlesara eru Dr. Roger del Moral og Andrea Pickart frá Bandaríkjunum. Sjá nánar á vefsíðu ráðstefnunnar www.rala.is/lupin Svínapest kemur upp í Þýskalandi Á dögunum kom upp svínapest í Rotenburg í Þýskalandi, suðvestur af Hamborg. Alls voru 697 svín á búinu þar sem veikin kom upp og voru þau öll felld. Bærinn er í héraði þar sem vitað er að svínapest fyrirfinnst í villisvínum og talið er líklegt að smitið komi úr þeim. Á síðasta ári komu upp tvö tilfelli í nágrannahéraðinu, en þetta tilfelli í Rotenburg er það sjöunda á þessu ári í Þýskalandi. í Lúxemborg hafa í ár komið upp fjögur tilfelli, eitt í Frakklandi og 16 á Spáni (Þýtt úr www.landsbladet.dk, 30. maí 2002)/SS. www.naulis i og atvinna Leitum að konu til dvalar hjá fullorðinni konu á sveitaheimili skammt frá Flúðum. í boði er frítt húsnæði, en greitt er fyrir vinnu við umönnun og heimilisaðstoð. Einnig er möguleiki á að geta stundað vinnu í nágrenninu Gæti verið góður kostur fyrir fólk með skerta starfsorku. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf. Þeir sem hafa áhuga að kynna sér málið vinsamlega hafið samband við: Pálmar í síma 486 6685 - 892 2370 eða Aðalsteinn í síma 486 6605 - 898 1591 Ríkulega útbúnir traktorar á ótrúlega hagstæðu verði! DEUTZ-FAHR Agroplus 100 ha 6 cyl LÁGNEFJA Staðalbúnaður m. a.: 100 ha vatnskældur DEUTZ díeselmótor, 20 gíra alsamhæfður gírkassi 4 tvívirk vökvaúttök Lyftutengdur dráttarkrókur Opnir beislisendar 63 lítra vökvadæla Loftpúðasæti Útvarp með geislaspi/ara Eigum örfáar vélar ti! afgreiðslu strax! DEUTZ-fOHR ‘ Aukabúnaður á mynd: Aflúrtak og þrltengibeisli að framan. Þríhymingshraðtengi. Allt verð er tilgreint án virðisaukaskatts. miðað við gengisskráningu 5. júní 2002 ÞOR HF REYKJAVfK - AKUREYRI DEUTZ FAHR REYKJAVIK: Armúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.