Bændablaðið - 11.06.2002, Síða 20
20
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur ll.júní 2002
Hluti verðskrár yfir nautgripakjöt helstu sláturleyfishafa í júní 2002*
Tekið saman af Landssambandi kúabænda
Sláturhúsið Sölufélag A-
Hellu Norðlenska KS Hún. ss
UN 1 U A - holdanaut 354 340 351
UN 1 Ú B - holdanaut 350 r-i | GO l-f* !<=> 1 333
UN 1 U C - holdanaut 295
UN 1 U A 320 326 350 316 316
UN 1 Ú A, léttari en 230 kg 305 317 302
UN 1 U B 305 317 350 301 301
UN 1 Ú B, léttari en 230 kg 295 308 290
UN 1 U C 270 273 260 269 269
UN 1 U M+ 279 275 278 279
UN 1 UM 270 260 265 269 269
UN 1 A, þyngri en 250 kg UN 1 A, þyngri en 230 kg 310 322 315 306 307
UN 1 A, léttari en 230 kg UN 1 A, þyngri en 200 kg 290 309 308 296 296
UN 1 A, léttari en 200 kg 270 280
UN 1 B, þyngri en 250 kg UN 1 B, þyngri en 230 kg 295 302 315 291 291
UN 1 B, léttari en 230 kg UN 1 B, þyngri en 200 kg 285 297 308 281 281
UN 1 B, léttari en 200 kg 265 280
UN 1 C 250 266 235 250 250
UN 1 M+ 265 260 260 260 265
UN 1 M 245 240 240 249 251
UN2A 210 204 200 215 214
UN2B 210 204 200 210 214
UN2C 155 142 150 151
UN2M+ 195 201
UN2M 180 170 180 185 187
K 1 U A 230 219 215 218 229
K 1 U B 230 209 215 213 229
K 1 U C 190 175 175 188 189
K 1 A 210 221 200 200 208
K 1 B 190 206 195 190 194
K 1 C 145 140 147 146 146
K 2 170 150 170 170 170
K 3 145 130 140 146 151
K 4 46
UK 1 215 160 200 188 210
UK 2 150 111 160 156 160
UK 3 120 91 120 130 130
25. dag í 55 dögum 45 dögum 60 dögum 25. dag í
Greiðsluskilmálar fyrir UN og K öðrum eftir eftir eftir öðrum
mánuði sláturdag sláturdag sláturdag mánuði
25. dag í 70 dögum 45 dögum 60 dögum 25. dag í
Greiðsluskilmálar fyrir UK öðrum eftir eftir eftir fjórða
mánuði sláturdag sláturdag sláturdag mánuði
er mal fram-
Hnnar
*Alla verðskrána má sjá á www.naut.is
Helgi Thorarensen, deildarstjóri fiskeldisbrautar Hólaskóla:
Fiskeldi er kjörin
Fjárbændur í Norður-
Þingeyjarsýslu hafa verið í
fararbroddi þeirra sem taka vilja
upp gæðavottun í landbúnaði.
Jóhannes
Sigfússon,
stjómarformaður
Fjallalambs á
Kópaskeri og
bóndi á Gunnars-
stöðum í
Þistilfirði, er
talsmaður þess að
taka upp
gæðavottun.
Hann var spurður
hvaða hag
bændur hefði af
því að taka hana
upp.
„Fjárhagslega
gefur þetta
kannski ekki
mikið af sér til að
byrja með, en ég
tel að hér sé bara
um að ræða kröfu sem menn verða
að gangast undir því hér er um að
ræða mál framtíðarinnar. Og ef
menn eru eitthvað að hugsa um
útflutning á kindakjöti þá verður
ekki hjá gæðastýringu komist í
framtíðinni. Ég held því líka fram
að gæðavottun sé ekkert annað en
það sem góðir búmenn vilja vera
með. Margir eldri bændur, sem í
daglegu tali voru kallaðir búmenn,
vom óbeint með gæðastýringu.
■ W
Hólaskóli býflur upp áfamhalHm í liskeldl á háskúlastigi nmsia hanst
Helgi Thorarensen, deildarstjóri fiskeldis-
brautar Hólaskóla, segir að þetta nám sé
annars vegar ætlað þeim nemendum sem
hafa lokið námi sem fiskeldisfræðingar frá
Hólum og eru byrjaðir að starfa innan
greinarinnar og hafa fengið nokkra starfs-
reynslu. Hins vegar er námið hugsað fyrir
fólk sem er í háskólanámi eða hefur lokið því
í einhverjum greinum en vill fá innsýn í
fiskeldi.
Nýjar tegundir
Helgi var spurður hvort einhverjar nýjungar
væm í fiskeldinu sem sérstaklega yrðu teknar
fyrir í þessu
framhaldsnámi. „Við
munum miða námið mikið
við fiskeldi á íslandi og
hvemig menn sjá það
þróast í framtíðinni. Við
stöndum ágætlega
tæknilega séð hvað varðar
lax- og bleikjueldi. Það er
sérstaklega í bleikjueldi
sem íslendingar standa
mjög framarlega. Það er
hins vegar verið að skoða
eldi á mörgum nýjum
fisktegundum. Það er vaxandi áhugi á barra-,
þorsk- og lúðueldi ásamt ýmsum tegundum af
skelfiski. Þetta eru greinar í þróun og það mun
taka nokkur ár að þróa eldið á þessum
tegundum því það er vandasamara en laxeldið,
og þá sérstaklega lirfueldið. Við munum fara
inn á þetta allt saman í náminu."
Heppileg atvinnugrein í dreifbýli
-Er fiskeldi heppileg atvinnugrein í
dreifbýli? „Fiskeldið er nefnt sérstaklega í
nýsamþykktri stefnu stjómvalda í byggða-
málum sem einn af helstu möguleikum dreif-
býlisins í atvinnunýsköpun. Það eru nokkrar
ástæður fyrir því. í fyrsta lagi fellur fiskeldi
mjög vel að atvinnuumhverfi í dreifbýli og í
sjávarplássum. Það er verið að vinna fisk í
þorpum út um allt land og þar er mikil reynsla
af fiskvinnslu og fisksölu. Með því að ala fisk
við hliðina á fisvinnslustöðvunum er verið að
útvíkka þá starfsemi sem þar fer fram. Það er til
að mynda mjög spennandi að sjá hvað gerist ef
tilraunin með laxeldi á Austfjörðum tekst vel.
Þá skapast miklir möguleikar fyrir
vinnslustöðvar á svæðinu að vinna og flytja út
lax."
Ekki mannfrek atvinnugrein
Helgi segir að fiskeldi sé ekki mannfrek
atvinnugrein, og megi ekki vera það. Hún
byggist á því að tiltölulega fáir sjái um eldið en
síðan vindur hún utan á sig þegar kemur að
slátrun, vinnslu, sölu, þjónustu og öðm því um
líku.
„Margfeldisáhrifin eru því mikil. Víða í
dreifbýlinu er fólki farið að fækka og þá er
fiskeldið heppileg atvinnugrein fyrir fámenn
sveitarfélög og síðar til að byggja upp meiri
starfsemi. Bændur em vel undirbúnir að fara út
í og vinna við fiskeldi vegna þess að þeir em
vanir reglubundinni vinnu. Það þarf að fóðra
fiskinn á vissum tíma alveg eins og mjólka þarf
kýr á vissum tíma. Menn þurfa að hafa sterka
og ríka ábyrgðartilfmningu til að halda þeirri
reglubundnu rútínu sem nauðsynlegt er í
fiskeldinu, segir Helgi."
Hann segir að mikill
áhugi á fiskeldi sé meðal
sjómanna. Margir þeirra
hafi verið við nám á
Hólum. Þeir sækja í
fiskeldisnám og virðast sjá
það sem atvinnumöguleika
ef þeir hætta á sjónum og
fara í land. Þess má að
lokum geta að til greina
kemur að bjóða hluta af
framhaldsnáminu á
háskólastigi sem hefst í
haust, sem fjamám.
Þeir mundu allar dagsetningar.
Þeir mundu hvað þeir báru á
hverja spildu frá ári til árs, hvenær
þeir byrjuðu að slá og annað eftir
því."
Ekki mikil vinna
-Er þetta
mikil vinna fyrir
bóndann?
„Nei, þetta er
ekki mikil vinna
fyrir þá sem hafa
gert áburðar-
áætlanir og skráð
uppskeru, sem
flestir bændur
almennt gera. Ég
skal viðurkenna
að það er nokkur
vinna í byrjun
fyrir þá sem ekki
hafa verið með
fjárbókhald að
taka gæða-
stýringuna upp.
-Þú telur að þetta muni skila sér
til bænda þegar ffá líður?
„Ef markaðurinn óskar eftir
gæðavottun þá er ég alveg tilbúinn
til að leggja þá vinnu af mörkum
sem fylgir gæðastýringunni. í raun
þarf ég ekki að fá neina peninga
fyrir það, ég verð bara að fylgja
óskum markaðarins. Það sem ég tel
mjög mikilvægt í þessu er lyfja-
skráningin. Að menn skrái
nákvæmlega alla lyfjanotkun og
þegar menn em famir að gera það
hafa þeir mun betri reglu á lyfja-
gjöfinni."
Norður-Þingeyingar áhugasamir
-Em bændur í Norður-
Þingeyjarsýslu almennt sammála
því að taka upp gæðavottun?
„Ég hygg það. Við vorum með
þetta í fyrra en því miður stendur
upp á hið opinbera. Við erum til
að mynda ekki búnir að fá land-
vottun sem þýðir að við erum ekki
búnir að fá stimpilinn. Nú er okkur
. sagt að við eigum að fá niður-
stöður Nytjalands um miðjan júní.
í framhaldi af því þurfa síðan
eflaust einhverjir að gera úrbóta-
áætlun í samráði við Land-
græðsluna. Við hér í Norður-
Þingeyjarsýslu vorum með þetta
sem tilraunaverkefni til að vera á
undan og geta þá sniðið af
vankanta. Og varðandi land-
vottunina spyr ég fyrir mína parta:
Vill nokkur bóndi í dag liggja
undir því að vera talinn land-
níðingur? Ég vil heldur fara inn í
þetta vottunarkerfi þegar þessi
neikvæða umræða um að bændur
séu sífellt að ganga á landið, dynur
á okkur," segir Jóhannes
Sigfússon.
Bændablaðið
kemur næst út 25.
júní. Síðasta blað
fyrir sumarleyfi
kemur út 9. júlí.