Bændablaðið - 12.11.2002, Side 2

Bændablaðið - 12.11.2002, Side 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þridjudagur 12. nóvember 2002 Réttur sjðvarjarða fil útræðis Kalt borð! Valdimar Guðjónsson, bóndi á Gaulverjabæ: LeM ðarf rang- hugmyndir um aO bændur beri sdk á hðu matvdruverði Ráðstefna á vegum Samtaka eigenda sjávarjarða verður haldin í Bændahöllinni, Skála, kl. 13:00 - 16:00 fostudaginn 22. nóvember 2002. Ómar Antons- son, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, setur ráðstefnuna en Guðni Agústsson, landbúnaðar- ráðherra, ávarpar fundarmenn. Fundarstjóri verður Ari Teits- son, formaður Bændasamtaka íslands. Ami Snæbjömsson, hlunninda- ráðunautur BI ræðir um hlunnindi jarða, Guðrún Ása Grímsdóttir, sérfræðingur á Ámastofnun, flytur erindi sem ber heitið Útræði frá sjávarjörðum fyrr á tímum - saga, hefðir og réttur og Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, flytur erindi sem hann kallar Útræði á íslandi fyrr á timum. Eftir kaffihlé ræða lög- fræðingamir Már Pétursson, lög- fræðingur BÍ og Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor um laga- legan rétt til útræðis frá sjávar- jörðum. Þá kemur Jón B. Jónas- son, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu og flytur erindi sem ber yfirskriftina: Útræðisréttur jarða og lög um stjórn fiskveiða. Hvers vegna er réttur til útræðis ffá sjávarjörðum ekki viðurkenndur? Aðalfundur Samtaka eigenda sjávarjarða verður haldinn í Bændahöllinni, Skála, sama dag og hefst fundurinn kl. 16:15. Rest hross til SwjijóOar Samkvæmt tölum um útflutning íslenskra hrossa frá Hagstofu íslands voru flest hross flutt til Svíþjóðar árin 2000, 2001 og frá janúar til ágúst á þessu ári. Frá janúar til ágúst í ár voru 205 hross flutt út til Svíþjóðar, 134 til Bandaríkjanna og 118 til Danmerkur og 114 til Þýskalands. Aðstæður og umhverfi í Kjarnaskógi við Akureyri á fyrsta degi vetrar gáfu hugtakinu „kalt borð“ alveg nýja merkingu. Líklegt er þó að óhófleg neysla af þessu kalda borði gefi ekki annað en tannakul og frostbit. Sú sem situr við „kalda borðið" heitir Sólrún Sesselja Haraldsdóttir en myndina tók faðir hennar, Haraldur Ingólfsson. Ekkert lát er á umræðunni um hátt verðlag hér á landi á mat- vörum og öðrum nauðsynja- vörum. Oft er íslenskum land- búnaði um hátt matarverð og fólk virðist trúa þessu án þess að kanna málið nokkuð. Athyglisverð grein Valdimar Guðjónsson, bóndi á Gaulverjabæ, skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir skömmu þar sem hann fer rækilega yfir þetta mál og leiðréttir þann misskilning sem í gangi er um að bændur eigi alla sök á háu matarverði. Hann spyr hvernig menn skýri 66% hærra verð á komvöru og brauði, 50% hærra verð á olíum og fitu, 50% hærra verð á sætindum, sykri og sultu og 62% hærra verð á gosi og vinsælum söfum úr ávöxtum hér á landi ef áhrif hefð- bundinna landbúnaðarvara á vöru- verð eru svona mikil. Orðrétt segir Valdimar í lok greinar sinnar: „Margt hefur verið vel gert í versluninni á síðustu árum og er það góður kostur að neytendur geti valið þjónustustigið sjálfir og að nokkru leyti verð. Það að segja innlenda búvöruframleiðslu, þar sem kjöt og mjólkurvörur eru innan við 6% í neysluvísitölunni, meginskýringu á mismunun vöru- verðs milli landa fer að hljóma sem söngkliður langt utan laglínu." Verð til bœnda hefur lœkkað „Upplýsingar um að kjöt og mjólkurvörur séu aðeins 6% í neysluvísitölunni fékk ég af vef Hagstofunnar. Eg veit að þessi tala hefur komið mörgum á óvart og mér finnst kominn tími til að við bændur vekjum athygli á hvernig hlutfollin eru í þessu. Hlutdeild okkar í heildarverðinu hefur verið að minnka hin síðari ár og að sjálf- sögðu erum við óhressir með það því einhverjir milliliðir hafa tekið Stafrænt sjönvarp veröur al ná til nánast allra heimila í landinu el við meinum aiivað með hyggðastefnu -segir Hjálmar Árnason, varaformaður samgtíngunefndar Póst- og fjarskiptastofnun hefur unnið greinargerð fyrir sam- gönguráðuneytið um stafrænt sjónvarp á Islandi. I greinar- gerðinni er gerð grein fyrir helstu atriðum varðandi staf- rænt sjónvarp á íslandi. Þar segir meðal annars: „Einsýnt þykir að Islendingar geta ekki leitt hjá sér þá ákvörðun að innleiða stafrænt sjónvarp.“ Síðan segir meðal annars: „...Gróft kostnaðarmat á staf- rænu sjónvarpi með einum fjöl- flétti sem rúmar 5 sjónvarps- rásir og dreifir þeim um allt land er á bilinu 1 til 1,5 milljarðar króna eftir því hvort sjónvarpið nær til 95% heimila eða 99,9% heimila. Hér er ótalinn allur rekstrarkostnaður, svo og kostnaður neytenda af því að endurnýja tæki sín og einnig sá kostnaður sjónvarps- stöðva að bjóða upp á auka- þjónustu með sjónvarpsefninu, s.s. gagnvirkni.“ Sömu kröfur og nú eru gerðar til Ríkissjónvarpsins „Það virðist augljóst að framtíðarsamskipti sjónvarps séu í stafrænu formi. Það þýðir að þeim mun fyrr sem tekin verður ákvörðun um að stefna að því, þeim mun samræmdari og skipu- lagðari verða aðgerðimar. Því sýnist mér að skynsamlegast væri að taka ákvörðun á næstu misserum um stafrænt sjónvarps- kerfi og hvemig að því skuli staðið og reyna að sjá fyrir sér dreifileiðimar þannig að ekki verði tvíverknaður í uppbygg- ingunni. Ákveða hvemig búnað skuli nota þannig að þeir notendur sem þurfa að endumýja hjá sér búnaðinn viti hvað þeir eiga að kaupa,“ segir Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna. Hann segir að síðan eigi að líða nokkuð langur tími þar til kemur að ffamkvæmdinni um að taka upp stafrænt sjónvarp. Hann í greinargerð Póst-og fjarskiptastofnun um stafrænt sjónvarp kemur fram að það gæti náð til 99,9% heimila í landinu. segist telja rétt að umþóttunar- tíminn verði langur.„Fyrir því eru tvær ástæður. Önnur er sú að þetta er tiltölulega dýrt og á mörkunum að við höfum efni á að taka þetta kerfi upp. Menn þurfa að skipta um sjónvarpstæki og byggja þarf upp nýtt dreifikerfi og þetta er kannski ekki efst í forgangs- röðinni á því sem þjóðina raun- verulega vantar. Hin ástæðan er sú að það er tiltölulega lítil útbreiðsla á stafrænu sjónvarpi í Evrópu og við verðum að reikna með því að það verði hröð tækniþróun á þessu sviði og því mun kostnaðurinn við nýju tæknina lækka hratt. Ákvörðunina þarf hins vegar að taka tiltölulega fljótt til að draga úr misræmi í tækni. Þá þurfum við að gera sömu kröfur um dreifmgu á stafrænu sjónvarpi eins og gerðar eru núna til Ríkis- sjónvarpsins, það er að dreifingin nái til allra þeirra landsmanna sem vilja ná sjónvarpi yfirleitt,“ sagði Ari Teitsson. AUir nái stafrænu sjónvarpi Hjálmar Ámason, varaformaður samgöngunefndar Alþingis, sagði: „Eg tel ekki koma til greina að fara fram með mál af þessum toga öðruvísi en að það nái til allrar þjóðarinnar. Við megum ekki lenda með stafrænt sjónvarp í því sama og við höfúm lent með Intemettengingu og almenn sjónvarpsskilyrði fyrir landsmenn. Það er í mínum huga gmnd- vallaratriði og skylda okkar að sjá til þess að stafrænt sjónvarp nái til 99,9% heimila ef við meinum eitthvað með því að vilja halda uppi byggðastefhu í landinu,“ sagði Hjálmar Ámason. þetta til sín. Mest áberandi er þetta í nautakjötinu og þar hefur verð til okkar lækkað en sala hefúr ekkert minnkað, við höfum haldið okkar hlut hvað magn verðar. Lam- bakjötsframleiðendur eru aftur á móti í verri stöðu en nautakjöts- framleiðendur hvað það varðar," sagði Valdimar. Leiðrétta þarf misskilning Hann segir að það sé ljóst að bændur þurfi að fara í heiferð til að leiðrétta þann misskilning sem búið er að koma inn hjá þjóðinni að hátt matarverð á íslandi sé bændum að kenna. „Við verðum að vekja athygli á því hvemig skiptingin er. Við höfúm alls ekki verið nógu duglegir við það til þessa. Sjálfsagt væri best að hlut- laus stofnun annist úttekt á skiptingunni en hjá því verður ekki komist að leiðrétta þann mis- skilning sem uppi er í þessum mál- um," sagði Valdimar Guðjónsson. Fengu verOlaun tyrir nafn li húsnæOi Þessar prúöbúnu systur heita Guðrún og Jóhanna Runólfs- dætur. Þær unnu til verölauna fyrir nafnið „Búnaðarmiðstöð Suður- lands“ i samkeppni sem Búnaðar- sambandið stóð fyrir vegna vals á nafni fyrir sameiginlegt húsnæði BSSL, Héraðsdýralæknis, Suður- landsskóga, Skógræktarinnar og Veiðimálastofnunar. Að launum fengu þær hótelgistingu frá KÁ og þennan myndarlega blómvönd. Meðal annarra tilnefninga voru m.a. Búvangur, Búsel og Búálfarl og rmktun HÖNNUN OG RÆKTUN - ráðstefna til heiðurs Jóni H. Bjömssyni landslagsarkitekt og Óla Val Hanssyni fyrrverandi garðyrkjuráðunaut verður haldin fóstudaginn 15. nóvember nk, í sal KFUM og K í Laugardal, Reykjavík. Skráningin fer fram hjá Garðyrkjuskólanum. Þátt- tökugjald er kr. 5.000. Þá má geta þess að báðir þessir heiðursmenn, Jón H. Bjömsson og Óli Valur Hansson, verða áttræðir á árinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.