Bændablaðið - 12.11.2002, Side 6
6
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. nóvember 2002
Bændablaðið er málgagn
íslenskra bænda
Ný lífæð byggðanna
Einhver mesta tæknibylting síðustu ára hefur orðið á sviði
Qarskipta og hefiir það komið almenningi til góða með ýmsu
móti. Sending hverskonar gagna með staffænum hætti milli tölva
virðist í vaxandi mæli leysa póstsendingar af hólmi. Farsími er
orðinn almenningseign og stöðug þróun er í gerð og möguleikum
þeirra. Komin er á markaðinn nú kynslóð farsíma sem fer vel í
vasa en er jafhframt fartölva sem sendir og tekur á móti
tölvupósti og hefúr mikið innra minni með tilheyrandi
möguleikum á geymslu og vinnslu gagna. Staffænt sjónvarp er á
næsta leiti, nákvæmni staðsetningartækja er ótrúleg og þannig
mætti lengi telja.
Bændur hafa verið fljótir að nýta sér þessa nýju möguleika til
kynningar á landbúnaðinum og markaðssetninga á eigin
afúrðum. Þannig kynna og selja flestir ferðaþjónustubændur
þjónustu sína á eigin heimasíðum og markaðssetning reiðhesta
fer einnig í vaxandi mæli ffam á netinu. Skráning og vinnsla
gagna í búfjárræktarstarfi er einnig í vaxandi mæli unnin raffænt
og miðlað um netið.
Ný tækni er þó háð þeim annmörkum að fyrir hendi þurfa að vera
flutningaleiðir gagnanna. í strjálbýlu landi og jafnffamt fjöllóttu
eru nauðsynlegar flutningaleiðir hvorki einfaldar né auðveldar.
Þær eru eigi að síður í vaxandi mæli forsenda búsetu í dreilðum
byggðum landsins og gmnnur að þeirri starfsemi sem þar fer
ffam en jafhffamt undirstaða nýrra atvinnutækifæra.
Markvisst hefúr verið unnið að endurbótum á
gagnaflutningakerfúm og raunar var ákvörðum um ffamhald þess
starfs forsenda þess að forsvaranlegt væri að selja Landsíma
íslands með tilheyrandi gagnaflutningakerfí. Frá þeim
ákvörðunum má ekki og verður ekki hvikað.
Bætt þjónusta við landsbyggðina m.a. á sviði gagnaflutninga er
þó fjarri því að vera einkamál þeirra sem þar búa heldur miklu
ffemur byggðamál í víðum skilningi og því eitt af mikilvægustu
málum íslensks samfélags. Kostnaður og vandamál tengd
þéttingu byggðar á suðvesturhominu koma ffam á æ fleiri
sviðum, nú síðast með kröfúm um að stærri hluti að
ffamkvæmdafé til vegagerðar fari í að byggja mislæg gatnamót í
Reykjavík til að mæta stöðugt aukinni umferð.
Þjóðmálaumræða og þar með talið umræða um byggðamál er
líflegri nú á kosningavetri en endranær og raunar tölverður uggur
í fólki á landsbyggðinni vegna þeirrar breytingar á
kjördæmaskipan sem færir suðvesturhominu meirihluta sæta á
Alþingi í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar.
Á yfirstandandi þingi hafa verið flutt nokkur mál sem varða
landsbyggðina og jöfhun lífskjara sérstaklega. Hvemig þeim
reiðir af kann að vera prófsteinn á hvers landsbyggðin má vænta
á næsta kjörtímbili.
Fáum blandast hugur um að þótt ný atvinnusköpun sé
landsbyggðinni nauðsynleg em landbúnaður og sjávarútvegur þó
forsenda byggðar á stómm hlutum landsins. Vandi þeirra greina
beggja er margþættur en jafnffamt um margt líkur. Stöðugar
kröfúr um hagræðingu og fækkun eininga þýða að byggð gisnar
eða hverfúr jafnvel á ákveðnum svæðum. Umræður um félagsleg
og fjárhagsleg áhrif þessa hljóta að verða hluti af umræðu um
stefnu og markmið í sjávarútvegsmálum og umræðu um
landbúnað og matvælaverð. /AT
Bændablaðiö kemur út hálfsmánaðarlega. Þvi er drerft til allra bænda landsins og
fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til
þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrífendur að blaöinu.
Árgangurínn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000.
Simi: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórísson (ábm.)
Auglýsingastjórí: Eirikur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson
Netfang blaðsins er bbl@bondi.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Nr. 165
Bændablaöinu er dreift í tæpum 8000 eintökum.
islandspóstur annast það verk að mestu leyti.
ISSN 1025-5621
Veitingahúsið Skessubrunnur í Svínadal
Borð oy stólor út-
skorio listaverk
eldra íbúðarhúsi á jörðinni. Eins
og gengur vatt þetta upp á sig og
við komum upp aðstöðu fyrir hópa
til að leigja skála og líka tjald-
stæði. Þetta stækkaði smám saman
og maður fór effir óskum gestanna
og varð ósjálffátt ferðaþjónustu-
bóndi. Við reistum fjögur 25 fer-
metra hús hér uppi í hlíðinni og
fjögur 12 fermetra hús neðar. Nú
erum við komin með litlu húsin í
sölu því draumurinn er að byggja
húsalengju með herbergjum þar
sem hægt verður að taka við
hópum í gistingu, og eins reyndist
bygging veitingahússins okkur
dýrari en við reiknuðum með,"
segir Linda.
Allt lagt í sölurnar
Linda sagði að þau hefðu verið
með hænsnabú sem þau seldu í
fyrra og andvirðið fór upp í þessa
miklu byggingu sem veitingahúsið
er. „Það má eiginlega segja að við
höfum byrjað uppbygginguna fyrir
18 árum. Þá rak ég sumarbúðir í
Að Tungu i Svínadal í Borgar-
firði hefúr verið reist veitingahús
sem heitir Skessubrunnur og er um
það bil 6 km frá þjóðveginum upp
Leirársveitarveg, en 4 km ef farinn
er Svínadalsafleggjari þegar farin
er leiðin fyrir Hvalfjörð. Veitinga-
staðurinn var opnaður í júní á
þessu ári. Það að reka stórt
og glæsilegt veitingahús upp
í sveit er ekki algengt á
íslandi, nema þá í beinum
tengslum við bændagistingu.
Bændagisting er hins vegar
aukabúgrein að Tungu, en
veitingastaðurinn Skessu-
brunnur er aðalatriðið. Og
það sem meira er, hann er
svo einstakur að hann á ekki
sinn líkan í landinu. Það eru
hjónin að Tungu, Linda
Samúelsdóttir og Guðni
Þórðarson, sem eiga Skessu-
brunninn. Linda sér um
veitingahúsið en Guðni er
bifreiðastjóri og vinnur utan
heimilis.
Útskurður t gegnheila eik
Veitingahúsið getur tekið
við 150 matargestum í aðal-
sal og að auki er hliðarsalur
fyrir um 20 manns. Það sem
gerir þennan stað svo sér-
stakan er barborðið, stólamir,
borðin og nokkrar veggskreytingar.
Húsmunimir eru úr gegnheilli eik
og allt útskorið. Fyrir utan ýmsar
klassískar útskurðarskreytingar em
hesthöfúð allsráðandi á borðum,
stólum og veggskreytingum.
Linda sagði að þau hjón hefðu
leitað víða eftir aðila sem gæti
annast þennan útskurð eins og þau
vildu. Alls staðar sem þau báru
niður vom menn ekki tilbúnir til
að leyfa þeim að breyta sínum hús-
gögnum. Að lokum fundu þau
útskurðarmeistara í Póllandi sem
var tilbúinn til að taka verkið að
sér fyrir þau. Það tók hann og hans
menn að sjálfsögðu langan tíma að
vinna þetta verk, en það urðu tveir
mánuðir fyrir 32 menn. Þegar
staðurinn opnaði í vor kom
pólski eigandinn að verk-
stæðinu í heimsókn til
Islands að líta á verk
sinna manna sem svo
sannarlega eru sérstæð
og glæsileg.
Arshátíðar og annar
hópfagnaður
Hún segir að í sumar hafi
veitingahúsið verið opið fyrir al-
menning seinnipart á laugardögum
en á öðmm dögum var opið fyrir
hópa sem pöntuðu fýrirffam.
Mikið hefúr verið pantað um
helgar í haust og fram á vetur, og
nú er svo komið að Linda segist
hafa orðið að vísa frá. Síðan koma
jólahlaðborð í desember og
þegar er byrjað að panta fyrir
þorrablót í vetur.
Linda var spurð hvers
vegna þau hefðu farið út i að
byggja þetta mikla veitinga-
hús í staðinn fýrir að fara út í
hefðbundna bændagistingu.
Þörf fyrir svona stað
„Mér fannst fólk kalla
eftir svona stað. Það var eins
og svo marga vantaði eitt-
hvað í líkingu við Skessu-
brunn, þar sem höfuðáhersla
er lögð á veitingastað með
möguleika á gistingu." Hún
sagði að í sumar er leið hafi
verið töluvert um að fólk
sem var í bíltúr kæmi við og
fengi sér hressingu, og
sömuleiðis fólk úr sumar-
bústaðahverfúm í nágrenninu
og nærsveitum. Linda segir
að eftir að Hvalfjarðar-
göngin komu hafi ferða-
mönnum fjölgað upp í Svínadal.
Áður hafi fólk bara ekið með hraði
fýrir Hvalfjörð en nú komi það í
rólegheitum og skoði sig um. Fólki
líki vel að hafa stað eins og
Skessubrunn sem er nokkuð ffá
þjóðveginum en ekki of langt. Þar
sé rólegt og fólk kunni því vel að
vera komið út úr skarkalanum.
Tómstundaiðja
Yfir sumarið segist Linda geta
boðið gestum að fara á hestbak.
Skessubrunnur er við rætur Skarðs-
heiðar þar sem eru margar og
fallegar gönguleiðir og þar er ein
aðalleiðin upp á Heiðarhomið sem
er hæsti tindur Skarðsheiðar. Þá er
boðið upp á heitan pott og bað-
aðstöðu.
Linda segir að margt sé í
athugun og undirbúningi
varðandi staðinn og þá
sérstaklega hótelálman
fýrmefnda. Hún
segist vilja seija litlu
bjálkahúsin fjögur en
tíminn einn muni leiða
í ljós hvert ffamhaldið
verður.