Bændablaðið - 12.11.2002, Síða 10

Bændablaðið - 12.11.2002, Síða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. nóvember 2002 Sjiutningar hafa um- talsverOa kusfi um- fram tlutninga á landi - segip í greinargerO meO þingsðlykhinariOgu Aksturskostnaður dýralækna: Úbreytt framlag frá ríkinu veldur vanda „Fullyrða má að sjóflutningar meðfram strandlengjunni séu verulega vannýttur samgöngu- kostur hér á landi. Þróunin í þessum málum hefur verið á þann veg að dregið hefur úr þessum flutningum ár frá ári og er nú svo komið að einungis eitt skip stundar reglulegar siglingar meðfram ströndum landsins. Þessi þróun hefur orðið á sama tíma og menn hafa almennt verið sammála um margvíslega kosti sjóflutninga umfram land- flutninga, svo sem minni meng- un og minna slit á vegum...“ Þannig segir í greinargerð með þingsályktunartillögu um að sam- gönguráðherra skipi nefnd, strand- siglinganefnd, er hafi það hlutverk að kanna þróun, stöðu og æskilega framtíðarhlutdeild strandsiglinga í vöruflutninga- og samgöngukerfi landsins. Þungaflutningar fcerst upp ú land Fyrsti flutningsmaður þessar Jón Bjarnason, þingmaður, bendir á að varðandi þungaflutninga eins og áburðar-, fóður- ogfiskflutninga og aðra magnflutninga til ogfrá Vestflörðum og norður og austur meðfram ströndum landsins hafi þeir nánast allir flust yfir í landflutninga sem hafi snarhœkkað flutningskostnaðinn og skert samkeppnishæfni atvinnulífsins á þessum svæðum. þingsályktunartillögu er Jón Bjarnason. Hann var spurður hvort hann teldi að sjóflutningar yrðu hagkvæmari en landflutningar. Hann sagði að það færi eftir því hvemig hver reiknar sér og benti á að ríkið taki þátt í sam- göngumálum með ýmsum hætti, eins og til að mynda í gegnum skattheimtu á flutningum og hafn- arframkvæmdum. Hann sagði það öllum ljóst að flutningalýrirtækin hafi verið að flytja vöruflutningana upp á land, og þar með talið einnig þungaflutninga og magnflutninga. Þetta hefði gerst án þess að það væri hin opinbera stefna um að sú þróun ætti að eiga sér stað. Hcerri flutningskostnaður „Sjóflutningar em því meira en vannýttur kostur, þeir eru hrein- lega að leggjast af án þess að það sé skilgreind stefna stjómvalda. Þau hafa hins vegar áhrif á hvers konar samgöngukerfi þróast í land- inu í gegnum skattamál og fleira,“ segir Jón. Umhverfis- þátturinn Jón bendir einnig á um- hverfisþáttinn. í skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá því í maí 2001 segir starfshópur á vegum samgönguráðuneytisins og Vegagerðarinnar „...að í saman- burði við flutninga á vegum eru flutningar á sjó taldir vænlegri kostur með tilliti til losunar gróð- urhúsalofttegunda. Hér skiptir þó nýtingin mestu máli. Eðli skipa- flutninga veldur því að miklu magni er safnað saman til flutninga í stórum flutninga- einingum. Þetta er líka helsti veik- leiki sjóflutninga því þeir em mun seinvirkari en flutningar á vegurn." í frumvarpi til fjáraukalaga segir að Bændasamtök íslands hafi farið fram á 13 milljóna króna framlag til jöfnunar á aksturskostnaði dýralækna vegna dýralæknaþjónustu. Segir í frumvarpinu að gert sé ráð fyrir að landbúnaðarráðuneytið beiti sér fyrir nauðsynlegum breytingum á reglugerð og fyrirkomulagi þannig að kostnaður verði framvegis innan fjárheimilda. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna sagði að forsaga málsins væri sú að eftir breytingar á lögum um dýralækna og dýralæknaþjónustu, sem em frá árinu 1999, heföi verið gert samkomulag um að ríkið greiddi að hluta niður aksturs- kostnað dýralækna. „Samdar vom um þetta reglur sem fela í sér niðurgreiðslu á kostnaði við lengri ferðir. Þetta tók gildi árið 2000 og á fjárlögum fyrir það ár voru 8,2 milljónir króna sem hafði verið áætlað, miðað við reglumar, að fæm nærri því að duga,“ segir Sigurgeir. Hann segir að það hafi hins vegar gerst sumarið 2000 að sett var ný lyfjareglugerð sem hafði í for með sér stóraukinn ferða- kostnað dýralækna. Þessi lyfja- reglugerð tók m.a. fyrir það að bændur mættu sjálfir hefja fúkka- lyfjameðferð á kúm. Stóraukinn ferðakostnaður „Alla vega sýnist okkur að þessi reglugerð hafi stóraukið ferðakostnaðinn. Um haustið var ljóst að fjárveitingin, 8,2 milljónir króna, myndi ekki duga fyrir árið. Við sóttum um meiri peninga og vorum fullvissaðir um að þeir myndu koma pg þess vegna héldum við hjá BÍ áfram að greiða niður ferðakostnaðinn. Það gerð- um við sömuleiðis árið 2001 og höfúm allan þennan tíma verið að berjast í því að fá þessa fjár- veitingu aukna." Sigurgeir segir að á fjáraukalögum ársins 2002 sé 13 milljóna króna framlag sem muni duga fyrir umframeyðsluna á árunum 2000 og 2001 og ffam á þetta ár. Upphæðin hafi hins vegar aldrei verið hækkuð á fjárlögum þannig að framlagið var uppurið í júlí í sumar, og 13 milljónum betur. „Þær 13 milljónir sem við fáum á fjáraukalögum eru til að dekka það sem búið var að ráðstafa í niðurgreiðslu aksturs- kostnaðar á árunum 2000 og fram til júlí 2002. Við höfum ekki haft neina peninga til að greiða niður aksturskostnað ffá því í ágúst í ár og til næstu áramóta. Eins og horfumar em í dag verðum við áffam með 8,2 milljónir á íjár- lögum sem mun, eftir óbreyttum reglum, ekki duga til að greiða aksturskostnaðinn nema um það bil hálft næsta ár. Nú munum við sækja á að fá á þessu leiðréttingu, en afstaða íjármálaráðuneytisins hefúr verið sú að fá lagfæringu á lyfjareglugerðinni til að draga úr þessum kostnaði. Það hefur ekki gengið eftir," segir Sigurgeir Þorgeirsson. Hann segir að það taki engu tali að koma ekki inn í fjárlög með verðlagsleiðréttingar. Hinn opin- beri taxti vegna aksturs hafi hækkað umtalsvert meira en vísi- talan undanfarin ár. VANDAMÁL? HAUGHÚS - FLEYTIFLÓRAR Stíflast í flórnum? - Ammoníakstækja? - Fúlnar haugurinn? Brennisteinsvetni? Penac-g íblöndunarefni mýkir skítinn og gerir honum kleift að brjóta sig niður á skömmum tíma. Flóramir stíflast ekki og renna betur til. Skíturinn verður mun betri áburður á túnin. Mikið notað í lífrænni ræktun. Penac-g er jafngott fyrir svína- sem kúaskít. Eitt kíló Penac-g í 100 tonn af skít. Verð kr. 4.200/kg m/VSK. Hringið og fáið upplýsingabækling. Penac-g sent gegn póstkröfú. Lífrænar afurðir ehf, 861-9822. JUiugi meðal imge lúlks eð stunda oðm á Hvanoeyri - segip Þúpíp Alíelsson sem hyggst leggja íyrir sig búskap I framtíðinni. Þúrir lýkur búfræðinámi í vor Þórir Níelsson heitir ungur Eyfirðingur sem er á öðru ári í búffæðinámi (Bændadeild II) við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri, og útskrifast í vor. Þórir er frá Torfum í Eyjafjarðarsveit. 1 ijósinu á Torfum eru 26 kýr og framleiðslurétturinn er 122 þúsund lítrar. Þess má geta að Þórir er með sveinspróf í renni- smíði. „Ég stefni á að vera við bú- skap í framtíðinni,“ sagði Þórir sem hefur í hyggju að starfa í upphafi við bú í öðrum landshluta og öðlast þannig meiri reynslu. Verknám stundaði hann á Brúna- stöðum í Hraungerðishreppi og sá fljótt að Sunnlendingar beita á stundum öðrum aðferðum við búskapinn en norðanmenn. „Það er skemmtilegt að kynnast öðru en því sem maður er vanur,“ sagði Þórir. Nemendumir á Hvanneyri standa þétt saman og sú staðreynd sagði Þórir að hefði mikil áhrif á krakka sem ekki þekkja mikið til Hvanneyrar. Þegar Hvanneyringar færu út saman væri mikið fjör í hópnum. „Það hefur komið krökkum utan skólans á óvart hve mikið er að gerast héma og ég hef orðið var við áhuga á að koma hingað. Samfélagið á Hvanneyri er líka þannig að það er ein- faldlega gott að búa héma,“ sagði Þórir og bætti því við að enginn kæmist upp með það að læðast með veggjum og taka ekki þátt í samfélaginu á staðnum. - Þú óttast ekki um framtíð landbúnaðarins? „Nei - og það hefúr sýnt sig að ungt fólk sem hefur menntað sig á Hvanneyri, og hafið búskap, nær virkilegum árangri. Það er staðreynd að oft taka búin kipp þegar yngra fólk tekur við taumunum. Hitt er svo aftur annað mál að búin verða líka skuldsettari um leið og menn ráðast í framkvæmdir. Ég tók eftir því á Suðurlandi að meðal ungs fólks ríkir mikill áhugi á að drífa búin áfram. Sama þróun er að eiga sér stað fyrir norðan. Við vorum aðeins á eftir, en sækjum nú fram. Á sínum tíma voru Norðlendingar komnir lengra en þá tóku Sunnlendingar stökk.“ Árið 1999 voru samþykkt ný búfræöslulög með formlegri stofnun Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. „Búfræðslulögin færöu skólanum stórauknar skyldur viö íslenskan landbúnað, en jafnframt margvísleg ný tækifæri I tengslum viö hið nýja og fjölþætta hlutverk landbúnaðar framtiðarinnar. I kjölfar laganna hefur skólinn gengið undir mikla endurskipulagningu, og liöur í því var árangursstjórnarsamningur skólans og landbúnaðarráðuneytisins um framkvæmd lagabundinna skuldbindinga hans,“ sagði Magnús B.Jónsson, rektor. í samræmi viö þennan samning var hafin kennsla á tveimur nýjum námsbrautum, landnýtingu og umhverfisskipulagi, til viðbótar við fyrra háskólanám í búvísindum. Undirbúninguraö MSc námi var hafinn og þegar eru fyrstu nemendurnir innritaðir í það nám við skólann. Áfram er haldið uppi öflugri búfræðimenntun og fjarnám f almennum búfræðum hófst árið 1999. Fyrstu fjarnámsbúfræðingarnir voru svo brautskráðir árið 2001.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.