Bændablaðið - 12.11.2002, Page 14
14
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. nóvember 2002
Sveitarfélög á
Vesturfandi jákvæð
í garð stáriðju
Sveitarstjórnir ofangreindra
sveitarfélaga fagna þeirri upp-
byggingu sem átt hefur sér stað
hjá Norðuráli á Grundartanga
undanfarin ár um leið og þær
vekja athygli á mikilvægi fyrir-
tækisins á svæðinu m.t.t. at-
vinnuuppbyggingar og jákvæðr-
ar þróunar mannlífs í víðasta
skilningi. Um leið eru þeir sem
fjalla um málefni stóriðju og
virkjana á opinberum vettvangi
hvattir til að fjalla á hlutlausan
og uppbyggilegan hátt um þá
kosti sem íslensk stóriðja felur í
sér fyrir byggðir landsins.
Varðandi fyrirhugaða stækkun
Norðuráls á Grundartanga lýsa
stjórnir þessara sveitarfélaga sig
reiðubúnar til að reyna af fremsta
mætti að uppfylla þær skyldur sem
að sveitarfélögum snúa og af þeim
er krafist vegna fyrirsjáanlegrar
fjölgunar íbúa og atvinnutækifæra
í landshlutanum.
Sveitarstjórnir á sunnanverðu
Vesturlandi eru meðvitaðar um
þýðingu uppbyggingar atvinnulífs
við Grundartanga og mikilvægi
þess fyrir byggðir á Vesturlandi og
leggja því ríka áherslu á að Norð-
urál á Grundartanga fái alla þá
fyrirgreiðslu sem nauðsynleg er af
hálfu hins opinbera í tengslum við
fyrirhugaðar stækkanir enda
þjóðhagsleg áhrif fyrirtækisins
mjög mikil og jákvæð.
Greinargerð
Tvær veigamiklar breytingar á
aðstæðum sem snertu íbúa á
sunnanverðu Vesturlandi sérstak-
lega urðu nær samtímis í lok 10.
áratugarins. Annars vegar var um
að ræða opnun Hvalfjarðarganga
og hins vegar byggingu Norðuráls
á Grundartanga. Báðar þessar
framkvæmdir höfðu mikil og
varanleg áhrif á atvinnulíf og bú-
setu í sveitarfélögum á Akranesi, í
Innri-Akraneshreppi, Skilmanna-
hreppi, Hvalfjarðarstrandarhreppi,
Leirár- og Melahreppi, Borgar-
byggð, Borgarfjarðarsveit og
Skorradalshreppi. Þessum breyt-
ingum fylgdi m.a. fjölbreytni í
atvinnuframboði og stærra
atvinnusvæði auk þess sem
sveigjanleiki til atvinnusóknar
Sameiginleg ályktun
Akraneskaupstaðar,
Borgarbyggðar,
BorgarQarðarsveitar,
Skorradalshrepps,
Innri-Akraneshrepps,
Skilmannahrepps,
Hvalfjarðarstrandarhr
epps og Leirár- og
Melahrepps vegna
uppbyggingar stóriðju
á Grundartanga.
jókst. Fasteignaverð á svæðinu
hækkaði og krafa um opinbera
þjónustu jókst svo nokkur dæmi
séu nefnd. Sveitarfélögin hafa af
þeim sökum orðið vinsælli og
álitlegri til búsetu en þau voru
áður.
Starfsemi Norðuráls á Grundar-
tanga hefur frá stofnun fyrir-
tækisins átt ríkan þátt í að treysta
atvinnu og búsetu á svæðinu
nálægt verksmiðjunni. Þrátt fyrir
að einungis tveimur áfongum af
stækkun Norðuráls sé lokið af
(líklega) fjórum er óhætt að segja
að Norðurál sé nú þegar einn helsti
atvinnurekandi á svæðinu. Færa
má fyrir því rök að staðsetning
verksmiðjunnar á Grundartanga
hafi fjölgað íbúum, dregið veru-
lega úr atvinnuleysi og leitt til þess
að ýmis þjónustutengd starfsemi
hafi dafnað og laun hækkað. Þetta
hefur m.a. leitt af sér meiri
eftirspum eftir vöru og þjónustu.
Norðurál á Grundartanga hefúr
frá stofiiun fyrirtækisins verið
eftirsóttur og fjölmennur vinnu-
staður og er einn af þeim stærstu
hér á landi utan höfúðborgar-
svæðisins. Þar starfa nú rösklega
200 manns en áætlanir gera
ráð fyrir að þeim muni Qölga í 350
eftir næstu stækkun verk-
smiðjunnar í 180 þúsund tonna
ársframleiðslu. Þar við bætist að
Norðurál keypti á sl. ári þjónustu
af tæplega 70 aðilum á Vesturlandi
fyrir um 330 milljónir króna. Um
85% starfsmanna álversins búa á
Vesturlandi. Þar af eru á Akranesi
um 63%, í Borgarnesi 9% og í
öðrum nágrannasveitarfélögum
13%. Fram hefur komið að stefna
fyrirtækisins sé að leggja enn
meiri áherslu á búsetu starfsmanna
í næsta nágrenni verksmiðjunnar.
Hjá fyrirtækinu bjóðast sér-
hæfð störf sem krefjast sértækrar
þjálfúnar. Kröfur eru gjarnan
gerðar um iðn- og tæknimenntun
en einnig fer mikil starfsþjálfun
fram á vinnustaðnum þannig að
minna menntað fólk fær tækifæri
til að sérhæfa sig og hækka þar
með laun sín. Af þessu leiðir að
áVesturlandi greiðir stóriðjan
hæstu meðallaun af öllum starfs-
greinum í landi og eru einungis
fiskveiðar ofar á blaði. Árið 2001
greiddi Norðurál samtals um einn
milljarð króna í laun og launa-
tengd gjöld. Miðað við að 85%
þessara starfa eru í höndum íbúa
svæðisins má ljóst vera að
stækkun vinnustaðarins um 200
störf, auk 300 afleiddra starfa af
þeim sökum, mun hafa mikla
þýðingu fyrir sveitarfélög á
sunnanverðu Vesturlandi.
Ef áætlanir um stækkanir
Norðuráls ganga eftir má gera ráð
fyrir því að árið 2008 hafi
fyrirtækið fjárfest fyrir um 80
milljarða króna á Grundartanga.
Fjárfesting af slíkri stærðargráðu
hér hlýtur aðgefa sveitarfélögun-
um sem mestra hagsmuna eiga að
gæta tilefni til að þrýsta á um
áffamhaldandi uppbyggingu fyrir-
tækisins, ekki síst þegar litið er til
þeirra jákvæðu áhrifa sem
fyrirtækið hefur þegar haft.
Rétt er að benda á ýmis önnur
jákvæð áhrif álvers á Grund-
artanga og skulu hér nefnd nokkur
þeirra:
1. Nauðsynleg stækkun
hafnar og hafnaraðstöðu gefur
möguleika á útvíkkun annarrar
hafnsœkinnar starfsemi á
Grundartanga.
2. Fyrir h vert eitt starf við
stóriðju er áætlað að 1,5 störf
verði til á atvinnusvœðinu.
3. Verslun og þjónusta á
svæðinu eflisk
4. Samstarf Norðuráls og
Fjölbrautaskóla Vesturlands um
stóriðjubraut við skólann.
5. Fasteignaverð er i
námunda við markaðsverð á
h ófuðborgarsvœðin u.
Um allt þetta eru sveitarstjómir
á sunnanverðu Vesturlandi
meðvitaðar og leggja því sem fyrr
segir ríka áherslu á að Norðurál á
Grundartanga fái alla þá fyrir-
greiðslu sem nauðsynleg er af
hálfú hins opinbera sem og
sveitarfélaganna, enda þjóðhags-
lega jákvæð áhrif fyrirtækisins
mikil, bæði í nær- og fjærumhverfi
verksmiðjunnar.
Á myndinni má sjá Oddleif Eiríksson, 1 árs, á kornakri Seljavalla í
Nesjahreppi. Korni var sáð í um einn hektara. Álftin var búin að éta og
troða um 60% akursins. Innfellda myndin var tekin skammt frá en þar má
sjá uppskeruna sem hefði getað orðið á öllum akrinum og hins vegar
hvernig útkoman var á meirihluta akursins eftir ágang álfta.
MikiH ágangur álfta í
Mkrum í Austur-
Nú þegar veturinn gengur í garð
hafa bændur lokið kornupp-
skeru. í Austur-Skaftafellssýslu
hefur kornrækt náð að festa sig
nokkuð í sessi. Landshlutinn er
vel til kornræktar fallinn enda
vorar snemma og haustið hag-
stætt. í ár var uppskeran þó með
lakara móti. Það bætir ekki úr
hvað ágangur gæsa og sérstak-
lega álfta er mikill. Álftastofninn
hefur vaxið mikið undanfarin ár
og tjón af völdum hans er orðið
umtalsvert á ári hverju. Vor og
haust leggst álftin á tún auk þess
að skemma grænfóður- og korn-
akra á haustin.
Staðan er erfið fyrir bændur
því hvorki eru greiddar bætur né
má verjast álftinni. Bjargráða-
sjóður sem bætir tjón í túnum
hefúr ekki bætt tjón í ölo-um, en þó
er það í endurskoðun. Álftin er al-
friðuð og má því ekkert aðhafast. I
maí 1999 beindi umhverfisnefnd
Homafjarðar því til umhverfis-
ráðherra að hið fyrsta verði gerð
könnun á stærð álftastofns á Suð-
austurlandi ásamt tjóni af völdum
ágangs í ræktarlöndum bænda.
Ráðgjafanefnd um villt dýr sendi í
september2001 bréftil umhverfis-
ráðuneytis þar sem mælt er með að
fram fari rannsókn á álftastofhinum
í Austur-Skaftafellssýslu. ítrekunar-
bréf hefur verið sent.
I janúar 2001 sendu Bænda-
samtök íslands bréf til umhverfis-
ráðuneytis vegna þessa máls en
ekkert hefur verið aðhafst ffam til
dagsins í dag. Bændur í Austur-
Skaftafellssýslu eru, eins og skilja
má, nú orðnir langþreyttir á að-
gerðarleysinu.
Stefania Nindel,
héraósráðunautur i A-Skaft
Varahlutir og
rekstrarvörur
fyrir
landbúnaðinn
V#
VÉLAVAL Varmahlíð M
Simi 453 8888 Fax 453 8828
BúnaOapmiðstöA Suðurlands Mega opnuö ð SeHossi
Þorfinnur
Þórarinsson,
formaöur stjórnar
BSSL, Sveinn
Sigurmundsson,
framkvæmda-
stjóri BSSL,
Guðni Ágústs-
son, landbúnað-
arráðherra og
Hjalti Gestsson
fyrrum fram-
kvæmdastjori
BSSL.
F.v. Torfi Jónsson, sláturhússtjóri á Hellu,
Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands
veiðifélaga og Sveinn Skúlason, Bræðratungu.
Sólveig Pálsdóttir
og.Jón Þorbergs-
son frá Prest-
bakkakoti á Síöu
heimsóttu nýjar
höfuðstöðvar
Suðurlands-
skóga. Þau hafa
stundaö skóg-
ræktá jörð sinni
en Sólveig hefur
m.a. séð um
dreifingu á plönt-
um fyrir Suð-
urlandsskóga.
Búnaóarmiöstöð
Suðurlands, Austurvegi 1
á Selfossi, var formlega
opnuð föstudaginn 1. nóv.
sl. Búnaðarsamband
Suðurlands, Skógrækt
ríkisins, Suðurlands-
skógar, Héraðsdýra-
læknir og Veiðimála-
stofnun eru nú öll undir
undir sama þaki. Þess má
einnig geta að Hrossa-
ræktarsamtök Suður-
lands eru með aðstöðu hjá
BSSL.
Með því að samnýta
afgreiðsluog síma-
þjónustu og hafa innan-
gengt á milli skrifstofa
næst fram hagræðing sem
vonandi á eftir að skila
sér í bættri þjónustu.
Landbúnaðarráðherra,
Guðni Ágústsson, hélt
ræðu þar sem hann lýsti
yfir ánægju sinni með
þessa þróun. Hann
ítrekaði m.a. nauðsyn
þess að ráðunautar væru
„úti á akrinum“ á meðal
bænda og að samþjöppun
í leiðbeiningaþjónustu
væri tímanna tákn. Fleiri
góðir menn héldu ræður
og þar á meðal Hjalti
Gestsson sem var starfs-
maður og framkvæmda-
stjóri Búnaðarsambands
Suðurlands í tæp fimmtíu
ár. Innan veggja
Búnaðarmiðstöðvarinnar
eru um 24 starfsmenn.