Bændablaðið - 12.11.2002, Síða 17
Þriðjudagur 12. nóvember 2002
BÆNDABLAÐIÐ
17
HölasköH
gerfstum-
boösaOil lyrfr
GreenHobe
21 i IsJandi
I tengslum við Ferðamálaráð-
stefnu sem haldin var í Stykkis-
hólmi 17. og 18. október var
haldið málþing um mikilvægi
vottunar á umhverfisvænni
ferðaþjónustu. Vottun í at-
vinnugrein eins og ferðaþjónustu
er mikilvæg til þess að við-
skiptavinir séu fullvissir um að
yfirlýsingar þess er þjónustu
býður séu réttar. A þinginu
skrifaði Skúli Skúlason, skóla-
meistari Hólaskóla, undir
samning sem felur í sér að Hóla-
skóli verði vottunaraðili Green
Globe 21 á íslandi, en Green
Globe 21 eru alþjóðleg samtök
sem vinna með neytendum, fyrir-
tækjum og samfélögum að því að
gera ferðaþjónustu sjálfbærari
með því að vinna eftir Staðardag-
skrá 21. Samgönguráðuneytið
styður Hólaskóla við verkefnið.
Markar timamót iferðaþjónustu
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra segir þennan samning
marka tímamót í ferðaþjónustu á
íslandi. Það skipti sköpum við
ákvörðunina að jafn stór samtök og
Ferðaþjónusta bænda með 120-130
aðila innan sinna raða stefndu að
því að fá umhverfisstefhu sinna
aðila vottaða af Green Globe 21.
Þrjú íslensk fyrirtæki hafa nú
þegar fengið fullnaðarvottun Green
Globe 21, en þau eru Gistiheimilið
Brekkubær, Ferðaskrifstofan Leið-
arljós og fólksflutningafyrirtæki
Guðmundar Tyrfingssonar ehf.
Sjálfbœr ferðaþjónusta
Green Globe eru alþjóðleg sam-
tök sem vilja stuðla að sjálfbærri
ferðaþjónustu og voru stofiiuð árið
1994 í framhaldi af heimsráð-
stefhunni í Rió de Janeiro 1992.
Þeir sem gerast félagar í Green
Globe fá eitt ár til að uppfylla
kröfur samtakanna áður en þeir fá
vottun. Hins vegar geta þeir strax
nýtt sér það sem Green Globe hefur
upp á að bjóða og mega nota merki
samtakanna um leið og þeir
skuldbinda sig til að stefna að fullri
vottun. Nú eru um 1000 fyrirtæki í
100 löndum aðilar að Green Globe
21. Samtökin votta bæði ferða-
þjónustufýrirtæki og áfangastaði.
Fyrirtœkjum hjálpað
að vernda umhverfið
Þeir sem gerast aðilar að Green
Globe fá reglulega ábendingar,
upplýsingar og fréttir um um-
hverfismál. Fyrirtækjum er hjálpað
að vemda umhverfið og draga úr
ofneyslu og auka þar með hag-
kvæmni. Fyrirtækin vinni í anda
menningar svæðisins og séu í
góðum tengslum við heimabyggð.
Það hefur auglýsingagildi að lýsa
yfir metnaði fyrirtækis í um-
hverfisvænum starfsháttum.
Allt frá stofnun ferðamálabraut-
ar Hólaskóla hafa umhverfismálin
skipað stóran sess í náminu og er
þetta skref mikilvægur liður til þess
að efla umhverfisvitund nemenda
og starfsfólks innan ferðaþjónustu-
fyrirtækja og ekki síst að stuðla að
sjálfbærari starfsháttum innan at-
vinnugreinarinnar.
Nánari upplýsingar gefur
Berglind á ferðamálabraut Hóla-
skóla í síma 455-6335 eða í gegn-
um tölvupóst. Netfangið er
berglind@holar.is
Blaðið kemur næst
út 26. nóvember
BÆNDUR!
Fóðursíló,
kjötsagir, hakkavélar.
NORDPOST / SKJALDA PÓSTVERSLUN
Arnarberg ehf
OPIÐ 09:00 -17:00
sími 555 - 4631 & 568 - 1515
Dugguvogi 6-104 Reykjavík
Vistforeldrar!
Aðalfundur Landssamtaka vistforeldra í sveitum
verður haldinn í Bændahöll við Hagatorg
laugardaginn 16. nóvember og hefst kl. 13.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf (kosning
ritara). Hringborðsumræður um starfið og nýja
möguleika. Fundurinn er öllum opinn.
Góðir félagar mætum vel og sýnum samstöðu.
Fyrir hönd stjórnar. Ásta Ólafsdóttir.
IP4000, nýtt hreinsiefni
fyrir mj ólkuriðnað
Lyngási 1-210 Garöabær
Sími 512 3000 ■ Fax 512 3040
IP 4000 er tvívirkt lágfreyðandi hreinsiefni fyrir mjólkuriðnað til hreinsunar
á sjálMrkum lokuðum mjaltakerfum, mjólkurgeymum og öðrum
mjaltaáhöldum.
Efnið er framúrskarandi gott, hreinsar og sóttreinsar vel, og skilur ekki eftir
sig tauma né ský á stáli eftir þvott.
ÉghefnotaðlP 4000 í nokkum tírna og erefnið framúrskarandi gott. Engirtaumarné
ský em sjáanleg á stáli eftirþvott og skolun, og í mjaltakeifinu erþvotturinn
óaðfinnattlegur. IP 4000 erbesta efnið sem ég hefnotað í tank ogmjaltakeifi.
Gunnlaugur Sigurðsson, Klaufabrekkum í Svatfaðardal.
MérlíkarlP 4000 mjðg vel Þvottahæfnin ergðð við lágthitastigogefniðskilar
óaðfinnanlegum þvotti á mjðlkurtanki ogþvotturá mjaltakerfi ermjöggðður.
ÞrösturÞorsteinsson,Moldhaugum í Hörgárbyggð
Ég hefnotað IP 4000 í um tvo mánuði í mjólkurtank. Úttekt á mjólkurtankinum eftír
þann tíma sýndi að þvotturá honum með IP 4000 var ðaðfinnanlegur. IP 4000 ermjög
gott efni ogþað sjástaldrei skýeða taumará stáli eftirþvott.
EiríkurHelgason, Ytragili, Eyjafjarðarsveit.
Undirritaður tók út og fylgdist með notkun þriggja búa í Eyjafirði á IP-4000fljðtandi
hreinsilegifrá Frigg í mjaltakerfi og mjðlkurtanka með sjálfvirkum þvottakerfum um
nokkurra vikna skeið. Bæimirvoru valdirafundirrituðum með tíllití til mismunandi
aðstæðna. IP-4000þvoði óaðfinnanlega bæði tanka og kerfi ogekki verðurannað séð
en hérséáferðinni mjöggottefnifyrirmjólkurframleiðendur. Gerlatala búana varmeð
ágætum allan tíman.
Kristján Gunnarsson, mjðlkureftirlitsmaður.