Bændablaðið - 12.11.2002, Qupperneq 21

Bændablaðið - 12.11.2002, Qupperneq 21
Þriðjudagur 12. nóvember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 21 Búnaðarþing sett 4. mars 2003: eitt af stóru mðlunum Undirbúningur fyrir næsta Búnaðarþing er að hefjast, en þingið verður sett þriðjudaginn 4. mars 2003 og mun standa fram eftir vikunni. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, sagði að samkvæmt venju yrði á þinginu Qallað um þau mál sem efst eru á baugi í landbúnaðinum hverju sinni. Á þessari stundu væri ekki fúllséð hvemig mál þróast fram til 4. mars nk. „Þó er ljóst að staðan á kjöt- markaði hlýtur að vera eitthvað sem Búnaðarþing veltir alvarlega Vicon RV1601 í línrækflna Nú á dögunum veitti Feyging ehf. viðtöku Vicon RV 1601 fast- kjama rúlluvél sem er hin fyrsta sinnar gerðar hérlendis. Vél þessi er sérútbúin til að rúlla lín en Feyging ehf. ræktar lín hér á landi í samstarfi við íslenska bændur. Sérstaða þessarar vélar er sú að hún er útbúin með svokölluðum FLEX aukabúnaði sem setur gam á milli laga í línrúllunni en þannig festast lögin ekki saman og hún rúllar jafnt út sem er nauðsynlegt fyrir vinnslu á líninu í verk- smiðjunni. Þessi vél er þó ekki ein- göngu útbúin fyrir línuppskeru því að hægt er að rúlla allar gerðir af heyi með henni. Tölvan í henni býður upp á fjórar stillingar, eina fyrir þurrt hey, aðra fyrir lín, þriðju fyrir rakt eða smátt hey, t.d. há, og þá fjórðu fyrir hálm. Þannig að komin er á markað fastkjama rúlluvél sem Vetrarsport 2003 á Akureyri Dagana 23. og 24. nóvember verður sýningin Vetrarsport 2003 haldin í íþróttahöllinni á Akureyri. Sýningin hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess meðal þeirra fjölmörgu sem stunda vetrarsport af einhverju tagi, enda er á sýningunni mikið úrval alls kyns búnaðar, tækja og varnings sem viðkemur vetrarsporti hvers konar. Þetta er í sextánda sinn sem sýningin Vetrarsport er haldin á Akureyri og hefur hún notið mikilla vinsælda allt frá upphafi. Vélsleðar og ýmis búnaður sem tengist vélsleðasporti eru áberandi á sýningunni að þessu sinni eins og áður, en þar kennir þó að sjálfsögðu ýmissa annarra grasa. Fyrirtæki á ýmsum sviðum munu kynna þjónustu sína og söluvarning og væri of langt mál að telja upp allar þær tegundir vöru og þjónustu sem kynntar verða á sýningunni. Sjón er sögu ríkari! Markmiðið með sýningunni er fyrst og fremst að auka áhuga á útivist að vetrarlagi og vekja athygli almennings á þeim fjölmörgu og skemmtilegu möguleikum sem við Islendingar höfum til að njóta hins íslenska vetrar. Það er Félag vélsleðamanna í Eyjafirði sem stendur fyrir sýningunni Vetrarsport 2003 eins og jafnan áður. Sýningin verður opin kl. 10-18 laugardaginn 23. nóvember og kl. 13-18 sunnudaginn 24. nóvember. Landssími íslands og alpjðnustan Framhald afforsiðu greiddi kostnaðarauka til notenda ATM-þjónustu. Með samþykkt þeirrar tillögu yrði stórt skref stigið í þá átt, að fjarskipta- kostnaður á Islandi verði sá sami. Þá verður með sanni hægt að segja að öll almenn fjarskiptaþjónusta, svo sem hefðbundinn talsími og farsími, ISDN, ADSL og ATM og þar með IP-þjónusta, verði seld gegn sama verði um allt land,“ sagði Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra. Aliyggjur af smugu Símans „Það efast enginn um velvilja stjómvalda og Símans í þessu máli. Fjölmargir bændur hafa sótt um ISDN og þeir sem hafa fengið slíka tengingu eru himinlifandi með öflugra og ömggara sambandi við Intemetið. Síminn hefúr varið töluverðum fjármunum, eitt síma- fyrirtækja, til að gera þetta mögu- legt enda ber þeim að tryggja öllum landsmönnum gagnaflutnings- þjónstu í samræmi við reglugerð um alþjónustu, eins og kom fram í svari ráðherra. Það eru hins vegar ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri smugu að alþjónustu- veitandi, þ.e. Síminn, geti hafnað umsókn ef símstöð er í meiri en 10 km fjarlægð frá umsækjanda eða kostnaður ef kostnaður er áætlaður sérstaklega mikill. Reyndar veit ég ekki til að Síminn hafi hafnað nokkurri umsókn en greinilegt er að fyrirtækið tekur sér oft of langan tíma til að svara um- sóknum. Ég óttast að sú undantekning sem veitt er í leyfisbréfi Lands- síma íslands hf. eigi við of marga bændur í hinum dreifðu byggðum því mörkin um synjun eru of rúm. Hvað ef bóndi er í 11 km fjarlægð frá símstöð og hver leggur mat á hvað er sérstaklega mikill kostnaður? Hvar standa þeir bændur sem munu ekki fá að njóta þessarar þjónustu? Hreint og klárt hyggóamál Þetta er hreint og klárt byggðamál og stjómvöld verða að tryggja að allir njóti sömu lágmarksþjónustu. I næstu viku munum við Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri BI, eiga fund með Brynjólfi Bjamasyni, ffam- kvæmdastjóra Landssíma íslands hf. Á þessum fúndi skýrist staða mála vonandi,“ sagði Jón B Lorange, forstöðumaður tölvu- deildar Bændasamtakanna þegar Bændablaðið bar svar ráðherra undir hann. fyrir sér því hún er ógnun við af- komu stórs hluta bændastétt- arinnar. Sömuleiðis hljótum við áfram að velta fyrir okkur þjóð- lendumálum og þeirri þróun sem þar á sér stað, sem er önnur en maður átti von á. Evrópumálin verða örugglega mikið rædd á þinginu og sú umræða sem er í gangi í þjóðfélaginu um aðild Islands að Evrópusambandinu og áhrif þess á landbúnaðinn. Það eru líka í gangi viðræður um nýja alþjóðasamninga og þeim hljótum við að velta fyrir okkur á Bún- aðarþingi, hvemig þeir þróast og hvaða áhrif þeir munu hafa á land- búnaðinn. Þá verða að sjálfsögðu til umræðu ýmis réttinda- og kjara- mál bænda. Þetta tel ég að verði helstu mál þingsins," sagði Ari Teitsson. hentar við allar mögulegar að- stæður. Baggastærð er 120x80-160 cm og einnig er hægt að fá vélina með söxunarbúnaði, 10-23 hnífa. í apríl nk. er væntanleg á markaðinn rúllu- og pökkunarvél (samstæða) frá Vicon með bæði RV1601 og RV1901 fastkjama- vélum og Kvemeland pökkun- arvélum að aftan. Þessi vél verður boðin í takmörkuðu magni næsta sumar. - Frá Ingvari Helgasyni Fjarnám í búfræði <^> Nýir nemendur verða teknir inn í fjarnám bændadeildar LBH á komandi vorönn, ef næg þátttaka fæst. Fjarnám í búfræði er fyrst og fremst ætlað starfandi bændafólki og miðað við að nýnemar taki 4-8 einingar á fyrstu önn. Námið fer að mestu fram um tölvupóst en þó er ætlast til að nemendur komi að Hvanneyri við upphaf annar og einnig til verklegra æfinga í einstökum áföngum. Nánari upplýsingar fást hjá Eddu Þorvaldsdóttur, umsjónarmanni fjarnáms (edda@hvanneyri.is) og Birni Garðarssyni, kennslustjóra (bjorng@hvanneyri.is). Umsóknir berist á ofangreind netföng fyrir 22. nóv. 2002. LBH -Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri 437 0000 - lbh@hvanneyri.is - www.hvanneyri.is Þj óðlendufundur Opinn fundur um þjóðlendumál verður haldinn 15. nóv. nk. í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 16.00 Fundarboðendur eru: Landeigendur í samvinnu við Bændasamtök íslands Fundarstjórar: Ólafur Björnsson hrl og Sigurgeir Þorgeirsson framkvstj. Bændasamtakanna Dagskrá: Gunnar Sæmundsson varaform. Bændasamtakanna : Ávarp Framsöguræður: Sigurður Líndal prófessor: Lög um þjóðlendur og framkvæmd þeirra Ragnar Aðalsteinsson hrl: Eignarréttur og mannréttindi Örn Bergsson bóndi Hofi, Öræfum: Væntingar bænda til þjóðlendulaga, orð og efndir. Björn Sigurðsson bóndi Úthlíð.Biskupstungum: Framkvæmd þjóðlendulaga frá sjónarhóli landeiganda. Að loknum framsöguerindum verða opnar umræður. Bændur og aðrir landeigendur eru hvattir til að mæta á fundinn MultiMint MultiMint er mýkjandi hitakrem sem m.a. inniheldur japanska piparmintuolíu. MultiMint er sérlega til þess fallið að mýkja upp júgur/júgurhluta og á þann hátt flýtt fyrir lækningu sem og dregið úr vefjaskemmdum júgurhlutans. Forsenda árangurs felst í því aö nudda hitakreminu inn í júgurhlutann 2-5 sinnum á dag í 2-5 daga. Pakkningastærð: 250 ml og 500 ml. VARUÐ! - GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL. - FORÐIST AÐ EFNIÐ BERIST í AUGU OG SLÍMHIMNUR. Útsölustaðir: Innflutningur og drelfing: Mjólkurbú og búrekstrarvöruverslanir PharmaNor hf.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.