Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 5

Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 5
Á AÐALFUNDI BÍS VAR KRISTÍN BJARNADÓTTIR ENDURKJÖRIN AÐSTOÐARSKÁTAHÖFÐINGI. I. SKÝRSLA STJÓRNAR Að lokinni setningu fundarins flutti Kristín Bjarnadóttir, að- stoðarskátahöfðingi, skýrslu stjómar. Héráeftirfylgirörstutt- ur úrdráttur úr skýrslunni. Þeir sem vilja nánari upplýsingar geta leitað til skrifstofú BIS og fengið skýrsluna. Aðalstjórn Eftirtaldir skipa aðalstjóm BÍS: GunnarH. Eyjólfsson, skátahöfð- ingi, Kristín Bjamadóttir, aðstoð- arskátahöföingi, Páli Zóphónías- son, aðstoðarskátahöfðingi, Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, formaður alþjóðaráðs, Sigurður Júlíus Grétarsson, fotmaður for- ingjaþjálfunarráðs, Ólafur Stephensen, formaður út- breiðsluráðs, Björk Thomsen, formaður starfsráðs, Þorsteinn Sigurðsson, formaður fjármála- ráðs. Ólafur Asgeirsson, Skáta- sambandi Reykjavíkur, Sigríður Karen Samúelsdóttir, Skátasam- bandi Vcsturlands, Kristján B. Guðmundsson, Skátasambandi Vestfjarða, Tryggvi Marinósson, fulltrúi skátafélaga á Norður- landi, Hallbjörg Þórarinsdóttir, Skátasambandi Austurlands, Hafdís Óladóttir, fulltrúi skátafé- laga á Suðurlandi og Sigurjón Vilhjálmsson, Skátasambandi Reykjaness. Formaður Úlfljót- svatnsráðs.Jónas B. Jónsson, hef- ur einnig setið fundi aðalstjóm- ar. Skrifstofa BÍS Skrifstofa BÍS er í Skátahúsinu við Snorrabraut 60 í Reykjavík. í ágúst 1990 lét Halldóra Gísla- dóttir af störfum en hún hafði sinnt starfi ritara. Skrifstofa BÍS er í dag mönnuð á eftirfarandi hátt: Helgi Eiríksson er fram- kvæmdastjóri og ber ábyrgð á rekstri skrifstofunnar og þjón- ustumiðstöðvarinnar gagnvart stjóm, auk daglegrar fjármála- og AÐALFUNDUR starfsmannastjórnunar. Helgi situr cinnig í framkvæmdanefnd Þjóðþrifa. Guðmundur Pálsson hefur umsjón með allri útg’áfu á vegum BÍS, annast rekstur hnappnæluframleiðslunnar, sér um þá tölvuvinnu sem fram fer og situr fundi starfsráðs BIS. Sig- urður Jónsson er í hlutastarfi í afgreiðslu Skátahússins og ann- ast þar símavörslu, afgreiðslu og gestamóttöku. Hulda Guð- mundsdóttir er í 10% starfi og annast hún allar bréfaskriftir fyrir alþjóðaráð auk þess að sitja fundi ráðsins. Skrifstofan hefúr að öðm leyti verið rekin með lftillega launaðri aðstoð auk aðstoðar sjálfboða- liða. Útgáfa Blómleg útgáfa var á tímabil- inu. Endurútgefnar vom grunn- námsverkefnabækumar Skátinn á ferð austur, Skátinn á ferð suð- ur og Skátinn á ferð vestur. Þess- ar bækur eru með nokkuð nýju sniði þar sem í þeim em nú svo- nefnd „kjamaverkefini” en það eru verkefni sem allir skátar þurfa að leysa af hendi. Auk þeirra eru í bókunum nokkur valverkefni. Gefin vom út í tilraunaútgáfu kennsluhefti með leiðbeiningum og fróðleik um öll „kjamaverk- efnin”. Heftin eru þrjú, eitt fyrir hverja grunnnámsbók. í tengslum við starfsárið „Út í náttúruna” var gefið út hug- myndasafn haustið 1990 með starfsverkefnahugmyndum fyrir flokka, sveitir, deildir og félög. Gefin vom út 4 tbl. af Skátafor- ingjanum á tímabilinu. Skátafor- ingjanum er dreift til eldri skáta þeim að kostnaðarlausu. Efnis- öflun og frágangur til prentunar vom alfarið f höndum skrifstofu. Guðmundur Pálsson hefur verið ritstjóri blaðsins en í janúar 1991 tókjúlíus Aðalsteinsson við starf- inu. Skrifstofa BÍS annast útgáfu Félagsforingjafrétta. Fréttirnar hafa að geyma upplýsingar sem að öðru jöfnu hefðu verið sendar í sendibréfi til félagsforingjanna. SAMANTEKT: GUÐMUNDUR PÁLSSON MYNDIR: JÚLÍUS AÐALSTEINSSON Aðalfundur BÍS var haldinn í Hafnarfirði laugar- daginn 16. mars síðastliðinn. Um 70 fulltrúar mættu til leiks á fundarstað, sem var í veitinga- húsinu GAFL-INN í Hafnarfirði, en það var skáta- félagið Hraunbúar sem bauð til fundarins að þessu sinni. SKÁTAFORINGINN - 5

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.