Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 27

Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 27
VIÐ SENDUM SKÁTUM OKKAR BESTU KVEÐJUR! HRAÐFRYSTIHÚSIÐ HNÍFSDAL 400 ÍSAFIRÐI HÓPFERÐABÍLAR HELGA PÉTURS SMIÐJUVEGI 40, KÓPAV. SPARISJÓÐUR BOLUNGARVÍKUR 415 BOLUNGARVÍK HRAÐFRYSTIHÚSIÐ NORÐURTANGI H.F. 400 ÍSAFIRÐI LAUGAVEGSAPÓTEK LAUGAVEG116, 101 RVÍK. RYÐVÖRN H.F. SMIÐSHÖFÐA 1 112 REYKJAVÍK AKUREYRARBÆR 600 AKUREYRI SÖLUTURNINN ENGIHJALLA 8 KÓPAVOGI PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓP. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA AÐALSTR. 6, 101 RVÍK. RENNIVERKSTÆÐI Þ. KRISTMUNDSSONAR SMIÐJUV. 11 200 KÓP. BÍLABÚÐ BENNA VAGNHÖFÐA23 112 REYKJAVÍK HJÓLBARÐAVIÐGERÐ KÓPAVOGS H.F. SKEMMUVEGI 6 200 KÓPAVOGI LANDSBANKI ÍSLANDS ASÍU - KYRRA- HAFSKVÖLD Alþjóðaráðstefnur skáta eru haldnar til skiptis í Evrópu-Afr- íku, Vesturheimi og Asíu. Þótt ráðstefnan væri að þessu sinni Japönsku "gestirnir" kenndu hinni ungu "brúði" að laga te eftir kúnstarinnar reglum. Það var flókin og mikil "serimónía", sem tók langan tíma. Tvær ungar, horaðar stúlkur frá Bangladesh sýndu dans í þjóð- fata full af vatni. Flokkurinn átti að ná í fötuna, án þess að sulla vatninu niður, en mátti ekki fara niður í brekkuna. Til að leysa þrautina fengu þau kaðla, planka og stuttan krókstjaka. Þarna lögðu þeir hugrökkustu sig í "lífs- hættu" við að skríða út á planka, sem félagarnir héldu föstum með kaðli og aUir höfðu gaman af. haldin í Singapore, lögðu hin löndin á svæðinu sitt af mörkum eitt kvöld, þegar haldið var " As- íu-Kyrrahafskvöld". Skátarnir höfðu undirbúið mikla sýningu, þar sem hvert land átti sinn þátt. Umgjörðin var Malaja-brúðkaup, þar sem "brúðkaupsgestir" skem- mtu. Nokkur atriði eru mér sér- staklcga minnisstæð. búningum sínum. Dansinn var mjög fallcgur og átti að sýna feimna brúði, sem smátt og smátt yfirvinnur feimnina. Þriðja atriðið, sem mér er minn- isstætt frá þessu "brúðkaupi” var frá Suðurhafseyjum. Við sjáum oft myndir af stúlkum, grönnum og spengilegum í strápilsum með blómafestar dansa undir f)álma- trjám. Dansarinn, sem við sáum þetta kvöld var frá Tonga-eyjum og féll ekld alveg inn í þessa mynd, þar sem hún var þybbin og ekki kornung, en dansinn hafði hún greinilega í blóðinu og þetta var ógleymanlegt atriði, mýktin og þokkinn voru alveg ótrúleg. Þegar ég fór að hrósa henni lyrir dansinn seinna um kvöldið, sagði hún að maðuryrði auðvitað að gera sitt allra besta, þegar kóngafólk væri viðstatt! Bcnedikta prinsessa af Dan- mörku var viðstödd, því Danir voru einir af þeim sem sóttust eftir að halda næstu alþjóðaráð- stefnu. SAMHUGUR - EINING Þegar ég byrja að rifja upp þessa firábæru daga í Singapore á ég erfitt með að hætta. A ég ekki líka að segja frá stúlkunni frá Maurits- eyjum, sem kenndi mér að þekkja Suðurkrossinn eða kon- unni frá Nýja Sjálandi sem ken- ndi mér að finna suður með hjálp Suðurkrossins? Eða kon- unni frá Mexíkó, sem mundi eftir Kollu og Systu, sem voru hjá henni fyrir 30 árum í Our Ca- bana. Eða konunni frá Ástrah'u sem átti stórt fjárbú og keypti lopahúfur, sem við settum á Bas- arinn. Eða stúlkunni frá Kuwait, sem var í svo einstaklega falleg- um þjóðbúningi, hvar skyldi hún vera núna? SÉRSTAKT SKÁTAFYRIRBÆRI! Þrátt fyrir langar og erfiðar fundarsetur og þrátt fyrir það, að fundarmenn væru ekki alltaf sammála um lagagreinar og sam- þykktir, þá kom alltaf svo greini- lega fram, að í grundvallar atrið- um vorum við öll að vinna að sameiginlegri hugsjón. Sú vinátta og samhugur, sem maður fann fýrir var alveg einstakur. Það er sérstakt skátafyrirbæri! SKÁTAFORINGINN - 27

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.