Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 15

Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 15
segir við mig. "Þetta ekki nógu gott, ég Vesturíslendingur skilja íslensku". Þeirgáfuokkursúkku- laði, tyggigúmmi o.fl. Við sögð- um þeim að við hefðum verið að gera þetta fyrir skátana og allt það. Og undir morgun kom síð- an túlkur. Og þá segir hann, ja þið liggið nú heldur betur í því. Nú, við vorum nú bara að gera þetta fyrir skátana. Já þið segið það, en Helgi S. er nú einn af stofnendum Nasistaflokksins og þið eruð að gera þetta fyrir hann. En Helga var þetta algerlega óviðkomandi. Við vorum bara góðir foringjar að vinna fyrir flokkana okkar. Það var gcrð húsleit hjá okkur og hjá mér fundu þeir bók sem var um stofn- un Nasistaflokksins og gerðu hana upptaL-ka. Eins tóku þeir fínu tcikninguna okkar. Og þegar ég fór síðan til Banda- ríkjanna mörgum árum síðar, þá var ég enn á lista yflr njósnara. A hverjum vetri fjölmenntu reykvfskir slcítar til Keflavíkur í heimsókn. Það var mikil og góð lyftistöng fyrir skátastarfið í Keflavík. Þeir studdu vel við bak- ið á okkur og þctta er eitt af því sem mér er minnisstætt, heim- sóknir reykvískra skáta til Kcfla- vikur. Þctla er uppcldishreyfing, mað- ur lærði margt í skátunum. Mað- ur reyndi að stunda vissa sjálfsög- un. Ég man það afskaplega vel hve eldri skátarnir voru hjálpleg- ir þeim yngri. Og svo var það eitt scm gerðist í Kcflavík: Kvenskát- ar fcngu inngöngu í félagið, fyrst allra félaga í heiminum. Það var Skátafélagið I Ieiðabúar sem fyrst tekur inn kvcnskáta. (í Keflavík var aldrci stofnað sér Kvenskáta- félag.) Þetta var á stíðsárunum, og þótti alveg sjálfsagt að gera. Og allt líf í landinu það breytist svoþegarherinnkom. Égtalanú ekki um í þorpi eins og Keflavík. Þama höfðu verið bíósýningar einu sinni í viku og þótti fínt, en eftir að herinn kom á hverju kvöldi. Og vart hægt að þverfóta fyrir þessum mönnum sem voru á ötlum sýningum, kl. 5,7 og 9 lá við. Og í sjoppunum, en þær komu með hemum. Hvernig þótti þaö nú aö "hleypa" stúlkum inn í skáta- félagiö? Okkur þótti það svo sjálfsagt þarna suðurfrá en héma innfrá lá við að skátafélagið væri rekið úr Bandalagi íslenskra skáta. Að mér skilst. Viöbrögöin viö þessu hafa þá ekki verið mjög frábrugö- in þeim sem uröu þegar ís- lenskir kven- og drengskát- ar sameinuöust í eitt banda- lag? Nei, en þeir sáu að sér. Við vomm aldrei rekin úr bandalag- inu. Og síðan riðu íslenskir skát- ar á vaðið með því að sameina bandalögin í eitt. Skátastarfið á Suðumesjum á stríðsárunum var svo blómlegt. Á sumrin vom skemmtileg félagsmót, við vor- um dugleg að afla íjár og við byggðum mjög gott skátahús. Þetta var vel stætt félag og mjög góður andi í þessu félagi. Hvaö meö skólagöngu? Ég lauk námi frá Verslunarskóla íslands 1944 og fór þá í Leiklist- arskóla Lárusar Pálssonar og var þar í eitt ár. Komst þá inn í Kon- unglega leiklistarskólann í Lond- on og útskrifaðist þaðan 1947. Kynntist þú eitthvaö skáta- starfi í London? Fyrsta sem ég gerði þcgar ég kom út var að hafa samband við skátana f London. Fór í Skáta- húsið mikla á Knightsbridge og kom þar á fúndi með skátum alls staðar að úr heiminum. Var þetta starf mikiö frá- brugöiö því sem þaö var hérna heima? Að því leyti bara að þctta var miklu stærra og meira, ekki að neinu öðm leyti. Þama úti áttaði ég mig á því hve alþjóðlegt bræðralag skátahreyfingin er. Það er það sem ég vil að íslenskir skátar geri sér grein fyrir, að þeg- ar fólk hefur unnið skátaheitið þá binst það andlegum bræðra- böndum um allan hcim. Það vakti athygli mína þegar ég var í Bandaríkjunum, að banda- rfskir skátar em ákaflega skát- hollir má segja. Þeir em með mikið starf og em mjög einlægir skátar. HefUkasamaaðsegjaum breska skáta. En skátum af meg- inlandinu hef ég ekki kynnst svo mikið, ekki fyrr en núna nýlega, þegar mér var boðið í Vatikanið með skátahöfðingjum kaþólskra landa. Ég þáði það vegna þess að ég er kaþólskur og mér var boðið prívat. Það var mjög fróðlegt að fylgjast með þessum umræðum. Kaþólskir skátar em að vinna að því að koma á meira sambandi við skáta í Arabaríkjunum. Finnst þér aö trúarbrögð hafi áhrif á skátastarfiö? Já, kirkjan hefur virkjað skáta- hugsjónina gífurlega mikið. Kaþólska kirkjan leggur t.d. mik- ið upp úr því að það sé skátastarf í öllum sóknum. Nú erum viö hér á íslandi al- in uþp í kristnu þjóöfélagi. Og skátastarf tengist kirkj- unni. En svo eru líka skátar sem eru annarrar trúar, hvernig tengist þetta sam- an? Það er það góða við skátahreyf- inguna og sýnir skarpskyggni og greind Banden-Powells. Hann tekur hvergi fram að við séum kristnir eða múslímar eða hindú- ar. En skáti er trúr guði og ætt- jörðinni. "Ég lofa að gera skyldu mína við guð og ættjörðina". Þú getur ekki verið skáti nema að gefa þetta loforð og um leið og þú Iofar að vera trúr guði, þá ertu búin að játa að þú hafír trú á guð. Hvemig sú útfersla verður það er svo undir hverjum og einum komið. En trúin á guð verður að vera til staðar ef þú ætlar að vera skáti. Skátahreyfingin á að leitast við að hafa aldursbreiddina sem mesta að meðaltali 7-20 ára. Því að þá fara kröfur þjóðfélagsins að breytast, fólk stofnar sín heim- ili og fer að vinna fyrir sér. En sfðan vonumst við til að þeir sem hafa fengið mikið út úr skátastarfi finni sér tíma síðar til að sinna skátastarfi. Eins ogmaðurfinnur sér tíma fyrir allt félagsstarf. Rot- ary, Kiwanis, Lions og öll þessi líknarfélög. Því þörf fólks fyrir félagsskap, til að gera eitthvað gott hún er til staðar. Því segi ég, gleymið ekki skátunum, gleymið ekki uppteldi ykkar. Komið aftur þegar þið hafið tíma og bjóðið fram krafta ykkar. Hver einast maður hefur eitthvað að gefa og það er það sem við eigum að gera t skátastarfi hér: ég vil koma á þjálfun, endurþjálfun fyrir þá sem vilja koma og vinna með skátunum. Það sem mig langar að gerist er að fólk komi hingað á skrifstof- una, eða láti vita af sér og gangi að nýju til liðs við hreyfinguna undir kjörorðinu "Fullorðins skátun" Hvaö vildir þú sjá gerast meöan þú ert skátahöfö- ingi? Ég á mörg áhugamál þar, en þó er eitt sem er framar á óskalistan- um en annað. Og það er útilffs- þjónusta skáta. Þar sem skátar bjóða börnum og ungtingum upp á að mæta með bakpokann sinn og svefnpokann og fara eitt- hvað út í nátturuna. Hér er ég að hugsa um allan þann fjölda ung- menna sem býr hér í Reykjavík og nágrenni. En þú átt þér annaö áhuga- mál, varöandi endurvinnslu, ekki satt? Jú, nú skátamir em með fyrir- tæki sem hcitir Þjóðþrif, sem safnar dósum til endurvinnslu. En ég vildi sjá að skátamir gengju fram fyrir skjöldu í því að endur- vinna/nýta ýmsar aðrar umbúðir, eins og allt glerið sem við hend- um og pappír og fl. Við Gunnar ræddum margt og mikið og það væri hægt að eiga miklu lengra og ýtarlegra viðtal við hann. En hér skulum við láta staðar numið að sinni. Og þó ótrúlegt megi virðast þá komst allt þetta og meira til fyrir í klukkustundar spjalli yfir kafli- bolla í Skátahúsinu við Snorra- braut. SKÁTAFORINGINN - 15

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.