Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 25

Skátaforinginn - 01.05.1991, Blaðsíða 25
SVEITIRNAR HLYNNTAR SAMEININGUNNI Það vcrða að teljast stórtíðindi meðal björgunarsveita á íslandi, þegar tvö af þremur landsamtök- um björgunaraðila ákveða að sameinast. Að vísu hafa viðræð- ur átt sér stað, allt frá árinu 1989 að undirlagi LHS, um samein- ingu allra aðilanna þriggja, LHS, LFBS og SVFÍ, en þó verður að segjast að þessi sameining hafi borið brátt að. Frá því að hug- myndin kom fyrst fram og þar til sameiningin hafði verið sam- þykkt, liðu aðeins tæplega tveir mánuðir. En innan LHS og LFBS virðast menn almennt vera hlynntir sameiningunni því hún var samþykkt einróma á aöal- fundi LFBS og á fulltrúaráðs- fundi I.HS sem voru í Reykjavík daganna 22 og 23 febrúar 1991. hafa sterk tengsl við skátahreyf- inguna, og Uka sveitir sem engin tengsl hafa við skátastarf, jafhvel þó að þær starfi í sama bæjarfé- lagi og skátafélag. Þctta samstarf hefur gengið með ágætum og ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að svo geti verið áfram. Með ákvæðinu um að hið nýja félag starfi í tengslum við BÍS er þeim sveitum, sem starfað hafa sem "hjálparsveitir skáta" í eigin- legri merkingu, gefin kostur á að starfa áfram sem slíkar. ÁHERSLA LÖGÐ Á GÓÐ TENGSL í FRAMTÍÐINNI Skátaforinginn mun leggja áhersiu á að vera í góðum tengsl- um við hið nýja féiag. Auk þess að hafa gott samstarf við hið nýja landsamband munum við leggja áherslu á tengsl við þær sveitir sem starfa í tcngslum við skáta- starf á viðkomandi stöðum. Það er skoðun undirritaðs að góð tengsl hjálparsveitar og skátafé- lags eru báðum aðilum ómetan- legur styrkur. Fátt er eins góður undirbúningur fyrir starf í hjálp- arsveit eins og gott skátastarf. Enda er það svo að í mörgum sveitum koma flestir úr skáta- starfi. Á móti kemur að það er ómetanlegur styrkur fyrir skáta- félag að hafa sterka hjálparsvcit sér við hlið. Til hennar er hægt að leita til um aðstoð við ýmis stærri verkefni, þangað er hægt að sækja fræðslu um t.d. útifíf, skyndihjálp og síðast en ekki síst er það kjörinn vettvangur fyrir áframhaldandi skátastarf. Þctta er mál sem fólk ætti að íhuga vel, því ef rétt er á haldið ætti skáta- starf og björgunarstörf að fara vel saman og vera báðum aðilum mikill styrkur. Skátaforinginn óskar öllum að- ilum hins nýja félags til hamingju með sameininguna. UPPHAFLEGA INNAN SKÁTA- HREYFINGARINNAR Þetta vcrða einnig að teljast tíð- indi innan skátahreyfingarinnar á Islandi. Hjálparsveitir skáta voru upphaflega sveitir innan skátafélaga víðsvegar um land. Smá saman urðu þær þó stærri og sjálfstæðari einingar og svo fór að lokum að 1971 stofnuðu þær eigið landsamband, sem nefnt var Landsamband hjálpar- sveita skáta. í lögum þess eru ákvæði urn að LHS starfi í tengsl- um við BÍS. Síðan þá hafa verið stofnaðar sveitir innan LHS sem ekki hafa nein tengsl við skáta- hreyfinguna og sumar heita ekki einu sinni "hjálparsveit skáta". NÝTT FÉLAG STARFARí TENGSLUM VIÐ BÍS Segja má þvt að innan LHS hafi starfað saman bæði sveitir sem KANDERSTEG TEXTI: BALDVIN KRISTJÁNSSON Víkverjinn Baldvin Kristjánsson segir hér frá lerö sinni á skíðanámskeið sem haldið var í alþjóðlegu skátamiðstöðinni Kandersteg í Sviss fyrr í vetur. LAGT AF STAÐ Föstudaginn 4. janúar sl. flaug ég til Lúx ásamt Hafeminum Sölva Harðarsyni. Þar skildu leiðir. Nú er hann í Þýskalandi að temja hross, en ég fór með lest áfram til Sviss. Ef farið er beint til Kandersteg tekur ferðin u.þ.b. 5-6 klst. Hins vegar fórég niður til Genfarvatns í heim- sókn til kunningja og var því um 8 klst. á leiðinni. Að morgni sunnudags mætti ég svo í straujuðum búningi og með pokann á bakinu í skáta- miðstöðina Kandersteg, til í hvað sem verða vildi. TVEIR ÞÁTTTAKENDUR Við vorum bara tveir á nám- skeiðinu; félagi Andrew from Aussie og ég. Okkur var því komið fyrir með staffinu og vor- um með þeim kvölds og morgna. Á daginn vomm við hins vegar á skfðum með þýsk- um (skáta)leiðbeinanda. Brekkumar þama em í 1500- 3000 m hæð og alveg hreint frá- bærar. Útsýni yfir suðurhluta Alpanna og í fjarska sést til Mt. Blanc. Á kvöldin var svo ýmist skroppið í gufu, fondue, á sleða og gönguskíði... nú, eða bara slappað af. GÖMUL ÞJÓNUSTUBYGGING Skátamiðstöðin cr í litlu íjalla- þorpi í 1200 metra hæð yfir sjáv- armáli. Aðalbyggingin (The Chalet) er gömul þjónustubygg- ing fyrir járnbrautaverkfræð- inga, byggð um 1906 eða 7. Nokkmm ámm eftir að hún var reist fór svissneski skátahöfðing- inn með B.P. á staðinn og vom þeir báðir á því að þama yrði alþjóðleg miðstöð skáta. í dag er í Kandersteg gistirými íyrir um 150 manns í mörgum her- bergjum, sem bera nöfn á borð við "Nordic room", allt eftir því hverjir gerðu þau upp. I mið- stöðinni er einnig minjagripa- verslun, póstþjónusui og sím- klefi ásamt öllum öðmm nauð- synlegheitum. Hinum megin við ána Kander, sem rcnnur um hlaðið, er vel búið tjaldstæði fyrir 800-1000 manns, umlukið skógi. Þar er líka "The Tower", sem er minni byggingin. Hún tekur u.þ.b. 50 manns. Miðstöðinni fylgja einnig tveir fjallaskálar sem eru í 1650 og 1900 m hæð y.s. Þaðan liggja stígar til allra átta. Á sumum af þeim námskeiðum sem haldin em í Kandersteg er gist í þessum skálum. Framhald á næstu síðu. SKÁTAFORINGINN - 25

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.