Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 12

Skátaforinginn - 01.08.1991, Blaðsíða 12
UMFERÐAR RÁÐ Landsbanki íslands {EXS Til foreldra Þrátt fyrir að nokkuð sé liðið á haustið er aldrei of oft brýnt fyrir foreldrum að hjálpa börnunum að finna öruggustu leiðina í skólann - í samvinnu við þau - og þjálfa þau í að fást við umferðina á leiðinni. Við upphaf skólagöngu verða þáttaskil í lífi barna. Athafnasvæði þeirra hefur fyrst og fremst verið nánasta umhverfi heimilisins en nú bætast við daglegar ferðir í og úr skóla. Þó að ýmislegt hafi verið gert til að tryggja öryggi barnanna á þeirri leið er margt enn óunnið. Börnin þarfnast því aðstoðar okkar. Börn eru í mun meiri slysahættu í umferðinni en fullorðið fólk. Þau hafa hvorki þekkingu né reynslu okkar fullorðna fólksins og þau liafa ekki þroska til að meta aðstæður á sama hátt og við gerum. Því er mikilvægt að vekja athygli barnanna á fáum, einföldum reglum sem stuðlað geta að bættu öryggi þeirra. Það er haldlítil slysavörn að kenna börnum eingögnu að hræðast hættturnar í umferðinni. Þcið lœra börnin sem fyrir þeim er haft. Óvíða á þessi málsháttur betur við en í umferðinni. Því miður eru þess alltof mög dæmi að hegðan okkar fullorðna fólksins beinlínis brjóti niður það sem reynt er að kenna börnum. Mikilvægi þess að sýna börnunum gott fordæmi fellur aldrei úr gildi. HUGLEIÐUM ÞAÐ. Reynum að ala börnin okkar þannig upp að þau verði góðir vegfarendur. Hér á eftir fer texti sem að hluta er úr bæklingi sem tekin var saman af mentamálaráðuneytinu og Umferðarráði. Þetta eru nokkur holl ráð sem geta komið sér vel fyrir barnið þitt á leiðinni í skólann. Lestu eftirfarandi texta með barninu í góðu tómi. Gengið Á gangstétt ♦ Gangið alltaf á gangstéttum þar sem þær eru. ♦ Best er að ganga eins langt frá gangstéttarbrún og hægt er. ♦ Gangið ekki fleiri en tvö hlið við hlið því annars gætu þeir sem koma á móti þurft að fara út á götu til þess að komast fram hjá. Látum Ijós okkar skína

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.